Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 9
Pagblaöið. Fimmtudagur 9. október 1975 Benito Mussolini: ttalskir stjórnmálamenn og diplómatar óttast nú margir hverjir að Bandarikja- stjórn vilji spilla fyrir mögulegri sam- vinnu kommúnista og kristilegra demó- krata með nýfasistaflokkinn í broddi fylk- ingar. Leiðtogi nýfasista er Almirante, fyrrum náinn samstarfsmaður Mussoiin- is. fyrir þingmenn, heldur einnig fulltrúa sjálfs Bandarikjafor- seta, Denis Clift, ráðgjafa bandariska öryggisráðsins um málefni Evrópu. Almirante (sem eitt sinn tap- aði meiðyrðamáli þar sem hann krafðist þess að dæmd yrðu ómerk og dauð ummæli þess efnis að hann væri „slátrari ttala”) sagði alla þá Banda- rikjamenn, sem hann hefði hitt, hafa verið „and-kommúnista, kannski undir niðri.” Og til að kóróna allt saman bárust út þær fréttir að Sergio Segre, helzti sérfræðingur italska kommúnistaflokksins i utanrikismálum, hefði orðið að hætta við fyrirhugaða för sina til Bandarikjanna: utanrikis- ráðuneytið þar vildi ekki veita honum vegabréfsáritun. Aðeins nokkrum vikum áður hafði Volpe sendiherra valdið miklu uppnámi þegar hann sagði I viðtali að hann vildi vara við hættunni sem væri þvi sam- fara að hefja stjórnarsamstarf við kommúnista. Volpe var ásakaður fyrir svi- virðileg afskipti af innanrikis- málum ttaliu. Varla furða, þvi einmitt rikisstjórnarþátttaka kommúnista hefur verið eitt helzta deiluefni itösku þjóðar- innar allt siðan i júni þegar kommúnistaflokkurinn vann stórsigur i byggðakosningun- um. Talsmaður bandariska utan- rikisráðuneytisins, Robert Fun- seth, hellti oliu á eldinn með yf- irlýsingu um að viðvörun Volpes sendiherra væri einfaldlega skoðun bandarisku stjórnarinn- ar: ef um var að ræða „afskipti af inhanrikismálum” þá var um stjórnarstefnu að ræða og ekki einkaskoðun sendiherrans. Margir Italir eru þeirrar skoðunar að sizt af öllu þurfi þjóð þeirra á kommúniskri stjórn að halda eins og er. En það breytir ekki þeirri stað- reynd að rúmlega þriðjungur italskra kjósenda — þar á meðal margir hægfara kjósendur — eru á gagnstæðri skoðun. Bandaríkjastjórn „þekkti ekki til" Almirantes Allt samband og samstarf stjórnarflokksins, Kristilegra demókrata, og kommúnista er mjög i brennidepli hinnar póli- tisku umræðu um þessar mund- ir — og frummælandi þeirrar umræðu er sjálfur forsætisráð- herrann, Aldo Moro. Rauði þráðurinn I þeirri um- ræðu er hvort hinir kaþólsku kristilegu demókratar eigi að hefja samstarf við kommúnista — og ef svo er, þá hvernig og hve langt það samstarf skuli ganga. í framhaldi af þessu eru stað- hæfingar bandariskra embætt- ismanna ósmekklegar, svo ekki sé meira sagt. Það sama má segja um móttökurnar sem Almirante fékk — fyrrum einkaritari áróðursfulltrúa Mussolinis. Bandariskir diplómatar i Róm og viðar tala i hálfum hljóðum um að opinber meðferð heimsóknar Almirantes hafi verið „til skammar” en þeir halda þvi fram að um sé að kenna skorti á vélabrögðum. Opinber frásögn bandarisku stjórnarinnar — og sú frásögn er smám saman að vinna sér sess I ákveðnum blöðum á Italiu — er að enginn hafi i rauninni vitað hver Almirante I rauninni ar og að móttökur hans hafi ver- ið mjög i sama dúr og annarra þingmanna frá vinalandi. En hvað um skeyti Volpes sendiherra? Jú, sagan segir að skeytið hafi aldrei borizt — eða hreinlega týnzt. Vissulega getur slikt gerzt í miklu skrifstofu- bákni á við bandariska utanrlk- isráðuneytið, en ekki er það sér- lega trúverðugt. Skipulögð skemmdarstarfsemi Bandaríkjanna? t einrúmi hafa ýmsir Italskir diplómatar látið i ljós þá skoðun sina að allt málið beri keim af skipulagðri viðleitni Bandarikj- anna til að spilla fyrir sáttum italskra kommúnista og kristi- legra demókrata. Eðlilegt er að bandariska rik- isstjórnin hafi áhyggjur af þró- un, sem gæti leitt ttaliu sömu leið og Portúgal, — og ekki sizt vegna þess að bæði Grikkland og Tyrkland héldu hæfilegri fjarlægð á milli sin og Atlants- hafsbandalagsins þegar Kýpur- deilan blossaði upp á siðasta ári. Það þykir álíka eðlilegt, eins og málum er nú háttað að Wash- ington sé sömu skoðunar og margir evrópskir menntamenn, sem álita italska kommúnista- flokkinn bjóða upp á eins konar „hægfara” kommúnisma sem eigi litið skylt við Moskvu-lín- una. En, eftir þvi sem sagt er i stjórnmálaheimi Rómar, þá væri sizt af öllu vænlegt til árangurs fyrir bandarisku stjórnina að nota nýfasista- flokkinn — sem ekki er sérlega i hávegum hafður á ttaliu — til að hefja og vera i fararbroddi and- kommúniskrar herferðar i land- inu. Hverjar sem staðreyndir þessa máls eru þá eru banda- riskir embættismenn i Rómar- borg ekki þeirrar skoðunar að atburðaröðin sé merki um vandlega undirbúna áætlun stjórnar þeirra. „Þetta er of heimskulegt til þess,” sagði einn þeirra. En einmitt slik viðbrögð þykja öðrum mönnum renna frekari stoðum undir grun- semdir um misferli Washing- ton-stjórnar, sérstaklega þegar tekið er tillit til þeirra uppljóstr- ana sem verið er að gera um starfsemi CIA. Þær uppljóstr- anir benda nefnilega ekki alltaf til yfirburða snilli. 9 \ þess að týna hinum sérstaka ameriska keim þess. í leit að sakleysi „Bjargvætturinn” er ekki að- eins fyndin bók, þvl sá eiginleiki einn réttlætir ekki orðstlr verks- ins, heldur er hún skrifuð af alúð og skilningi á vandamálum gelgjuskeiðsins. Eins og svo margar aðrar ameriskar sögu- hetjur, Stikilsberja Finnur, Henry i „Red Badge of Cour- age” eftir Crane, og jafnvel Steve Rojac I „An American Dream” eftir Norman Mailer, er Holden i leit að eins konar sakleysi, bæði i sinum eigin unglingsheimi og veröld fúllorð- inna, en finnur aðeins. sýndar- mennsku og óhreinleika. Eina fólkið, sem honum þykir vænt um, er látið og hann getur ekki reitt sig á neinn, ekki sinu sinni foreldra sína, eins og kemur fram þegar hann felur sig I myrkri heima hjá sér ásamt systur sinni þegar þau hjónin koma heim. Sjálfur er hann dauðhræddur við að vaxa upp og verða gervimaður, eins og sögu- hetjan I nýjustu bók Joseph Hellers, „Something Happen- ed”, — en að baki honum hefur hliði æskunnar verið skellt I lás. Hvað gerist svo, eftir að bókinni lýkur? Við vitum það ekki, en allt mælir á móti þvi að Holden Caulfield höndli nokkurn tlm- ann áftur stein sakleysisins. Með „Bjargvættinum I gras- inu” eignaðist þessi kúgaði minnihluti (eða meirihluti..), gelgjuskeiðsunglingurinn, sinn fyrsta og vonandi varanlega talsmann og sá titill verður vart tekinn af Salinger i bráð, nema þvi aðeins að mannseðlið taki stökkbre ytingum. Þótt margir hafi dáðst að „Bjargvætti” Salingers eru það fáir sem hafa treyst sér til að feta I fótspor svo sérstæðs og sérviturs höfundar. Einn af fá- um er enski rithöfundurinn Keith Waterhouse I bók sinni „There is a happy land” og er það bæði villandi og á djúpstæð- um misskilningi byggt að eigna svo gjörólikum höfundum sem Anthony Burgess, Richard Ne- ville og Carlos Castaneda ein- hvem skyldleika við Salinger, eins og Hrafn Gunnlaugsson gerir I pistli I Visi siðastliðinn laugardag. Hins vegar vil ég taka undir ósk Hrafns um að fleiri núlifandi enskir og banda- riskir rithöfundar verði þýddir áður en þeir deyja úr elli. Kannski „Bjargvætturinn” sé fyrsta mikilvæga skrefið i þá Leiklist Þjóðleikhúsið: DIVADLO NA ZABRADLt Leikhúsið á grindverkinu Leikstjóri, höfundur og aðalleik- ari: Ladisiav Fialka Eftirminnilegar heimsóknir i Þjóðleikhúsið rifjuðust upp á ný á þriðjudagskvöld: koma mimu- leikarans Marcels Marceau fýrir nokkrum árum og gestaleikur Lilla teaterns frá Helsinki á hinni fyrri listahátið, Umhverfis jörð- ina á 80 dögum. Látbragðsflokkur Ladislavs Fialka frá Tékkó- slóvakiu sýnir hér ný dæmi sömu eldfornu listar og hvers hún sé umkomin. Um það geta aðrir þrætt fyrir mér hvort „upprunalegra” sé i listinni, látbrigði og hreyfing eða hið talaða orð. Ætli hvort tveggja hafi ekki löngum verið einhvern veginn saman? En mimuleikur, látbragðslist eins og hún er iðkuð nú á dögum ris á eldfornum rót- um og býr að náinni frændsemi við trúðlistir fyrri alda á torgum og gatnamótum, farsaleiki séinni tima á sviði eða bió. Fialkaflokk- urinn freistar þess eftir fordæmi Marceaus að iðka hina fornu list eina sér og hreinræktaða, semja hana að breyttum timum og yrk- isefnum. Suprematic: Fialka-flokkurinn Leikur án orða: Ladislav Fialka En úr þvi þessi samanburður rifjast upp verður lika að geta þess að ekki fannst mér sýning Fialka-flokksins sýna fram á sömu skáldlegu sköpunargáfu sem á sinum tima gerði heimsókn Marceaus ógleymanlega þeim sem sáu. Og látbragðsleikurinn var aðeins einn þáttur af mörg- um i list Lilla teaterns, en að visu var það einmitt hin óbrigðula ná- kvæmni, rika hirðusemi um hvert og eittsmáatriði orðs og æðis sem auðkenndi og bar sýningu þess uppi. Þetta er nú ekki nein veruleg aðfinnsla að sýningu Ladislavs Fialka og félaga hans I Þjóðleik- húsinu: að aðrir fátiðir gestaleik- ir i húsinu hafi áður hrifið mann meira. En það var eftirminnileg og ánægjuleg kvöldstund sem heimsókn flokksins gaf i aðra hönd, og ástæða til að áhugafólk um leiklist láti hana ekki fara framhjá sér. Og hér er rakin skemmtun „fyrir alla fjölskyld- una” eins og sagt er: skemmtun til að njóta fyrirvaralaust, óspillt- um skilningarvitum. Það er að sjá að dagskrárefni Fialkaflokksins á sýningum hans hér sé valið og saman sett i þvi skyni öðrum þræði að kynna áhorfendum getu og möguleika mimulistar. I fyrri hluta þeirrar dagskrár sem flutt var á þriðju- dag, Leikir án orða, voru sex stuttir þættir, sumpart farsakynj- að skop eins og Dolce vita eða Hljómleikar, sumpart skáldlegar tilraunir eins um Ummyndanir, innblásin af Övid. Allir þættir eiga mikið undir nánum sam- spuna leiks og tónlistar og leik- hljóða, einkanlega skopþættirnir, en fallegastir voru kannski þeir einföldustu, Suprematic, byggður upp um nokkur tæknibrögð mimuleiks án eiginlegrar „sögu”, og Lif mannsins, einföld lýsing af vegferð manns frá æsku til elli, innblásin af Marceau. A seinni hluta sýningarinnar voru þrir lengri þættir, byggðir á textum eftir tvö höfuðskáld ab- súrdra leikbókmennta, Ionesco og Beckett. Einhvern veginn fór þátturinn um leigjandann, eftir texta Iones- cos, um manninn sem hleður hlutum umhverfis sig, verður undir og ferst fyrir þeim, fyrir of- an garð og neðan hjá mér. Hér varð manni of tiðhugsað til Marceaus og hvernig hann lék sér að þvi að byggja upp heilan heim kringum sig á sviöinu uns allt varð orðið sýnilegt og áþreifan- legt. En þættir Becketts voru sjálfsagt veigamestir á sýning- um, einfaldir dæmileikir um mannlega einangrun, umkomu- leysi og örbirgð, svo kátlegir og átakanlegir i senn. Fyrir nokkr- um árum fór Gisli Halldórsson með annan þennan „leik án orða” á siðdegissýningu i Iðnó: trúður- inn á sviðinu berst vonlausri bar- áttu við leikmunina sem áreita hann, ofsækja og ögra honum. hann stendur einn uppi öndvert illviljuðum, óskiljanlegum mátt- arvöldum sem fyrir engan mun geta séð hann i friði. Hann gefst upp — en felst ekki lika sigur hans i uppgjöfinni, hann verður þrátt fyrir allt ekki sigraður? Ladislav Fialka lagði einmitt áherslu á vonina i örvæntingunni, vonina þrátt fyrir allt, i mjög lát- lausri meðferð sinni á þessu ein- kennilega leikljóði. Hinn þáttur- inn er skoplegri, efnið einfaldara: mannlif i pokum, hversdagstil- veran dregin saman i örfáar ein- faldar hreyfingar viðvik, svip- brigði á óendanlegri leiðinni milli óskiljanlegra næturstaða. TRÚÐURINN í HEIMINUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.