Dagblaðið - 27.10.1975, Blaðsíða 1
I.árg. — Mánudagur27.október1975 —40. tbl. iRitstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, símil27022
NÚ VILJA ALLIR SJÁ
LITINN (SJÓNVARPINU
— en það kostar mikið fé — baksíða
DEILAN UM
FISKVERÐ
ER LEYST
Nefndir deiluaöila i fiskverðs-
deiunni komust að samkomu-
lagi um framtiðarskipan mála
um kl. hálfeitt i nótt. Hafði þá
nær allur fiskiskipafloti lands-
ins stöðvazt og lá bundinn við
bryggjur. Strax i nótt og i morg-
un fóru skipin að tinast á miðin
og bjuggust menn við, að fullur
kraftur yrði kominn á veiðarnar
núna i dag.
Aðalástæðan fyrir róðrar-
stöðvuninni og óánægju sjó-
manna var fiskverðsákvörðunin
frá 1. október. Hún fól i sér 4.6%
meðalhækkun á lágmarksverði
fisktegunda sem miðuð var við
tegundaskiptingu hluta ársafl-
ans 1974. Verð hinna ýmsu fisk-
tegunda hefur hins vegar
breytzt misjafnlega og miðað
við samsetningu haustaflans
þótti strax sýnt, að fiskverðs-
hækkunin frá 1. okt. s.l. yrði
mun minni en 4.6%, eða um
3.0%. Sjómenn álitu hins vegar,
að hækkun á verði afians væri
mun minni en 3% eða jafnvel
hrein kjaraskerðing og bentu
sérstaklega á áhrif verðlækkun-
ar á millistórum ufsa máli sinu
til stuðnings.
Eftir viðræður nefnda hags-
munasamtaka i sjávarútvegi,
yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins og sjómanna var kom
izt að samkomulagi, sem felst
fyrst og fremst i þvi, að verði
hækkun þess fiskafla er berst á
land fram að áramótum minni
en sem nemur 3.5% mun Verð-
lagsráði verða falið að ákveða
uppbót á ufsa i milli og stærsta
stærðarflokki sem þvi nemur.
Eins verða uppbætur úr rikis-
sjóði á linufisk hækkaðar úr 60
aurum á kilóið i 90 aura og eiga
fiskkaupendur að hækka linu-
uppbætur að sama skapi.
Ríkið borgar brúsann
— óbyrgist 3,5% hœkkun
Eins hefur rikisstjórnin lofað nefndar um breytingar á sjóða- útvegi geti lokið um mánaðar-
sjómönnum, að störfum tillögu- kerfi og hlutaskiptum i sjávar- mótin nóv./des. nk. HP
ftll
|vv;ýA^
if l
áff # ' vl
Hfc.
Sjómenn höfðu komið sér upp skrifstofu á Hótel Borg og stjórnuðu aðgerðum þaðan. Gestur
Kristinsson var einn forvigismanna og sést hér i annrikinu i morgun.
Sex togarar hafa undanfarna daga vakið athygli manna, þar sem þeir hafa legið aðgerðalausir úti á Rauðarárvikinni. 1 morgun voru
þcir horfnir til veiöa á ný. (Ljósmynd DB, Ragnar)
Þeir eru
farnir að
týnast, —
rjúpnoveiði-
mennirnir
— baksíða
Róm er að brenna:
Forystugrein
um
upplausnina í
þjóðfélagi
okkar
— bls. 8
Landsliðsmaðurinn
Björgvin
Björgvinsson
gengur í Víking
sjó íþróttir
bls. 12,13,14 og 15
FRANCOI
DAUÐA-
TEYGJUNUM
Erl. fréttir
bls. 6-7