Dagblaðið - 27.10.1975, Blaðsíða 6
6
Pagblaðið. Mánudagur 27. október 1975.
Jack Ford, sonur Bandaríkja-
forseta, segir Hvita húsið vera
ágætan stað til að heimsækja
við og við, en honum líkar bú-
seta þar svo illa, að hann gæti
fullt eins hugsað sér að verða
einsetumaður.
Jack (John G.) er næstelztur
fjögurra barna Bandarikjafor-
seta. Hann lét þessi orð falla i
viðtali við blaðið Washington
Post i gær. Hann sagði þar einn-
ig, að sér væri orðið ljóst, að
ýmsar gerðir sinar og orð gætu
valdið umtali og jafnvel skaðað
Hvita húsið.
Hann nefndi sem dæmi þá
yfirlýsingu sina, að hann hefði
reykt marijuana, viðtal hans við
popp-listarmanninn Andy War-
hol og kvöldverður með tilheyr-
andi myndatökum með Biöncu
Jagger, eiginkonu Micks,
söngvara Rolling Stones.
Forsetasonurinn er ókvæntur
og kvartar sáran yfir þvi, að
geta ekki farið um að eigin vild.
„Konnie (Keagan, fyrrv. fylkis-
stjóri Kaliforniu), þú mátt hirða
Kaliforniu,” segir Ford forseti á
þessari teiknimynd úr Los
Angeles Timcs.
„HVÍTA HÚSIÐ
CR ÓÞOLANDI"
— segir Jack, sonur forsetans
„Hvernig þætti þér að fara út á
kenderi með tvo hálfsextuga
leyniþjónustumenn i eftir-
dragi?” spurði hann fréttamann
blaðsins.
,,i siðasta mánuði fór ég i úti-
legu i Minnesota ásamt vini
minum. Þarna vorum við bara
tveir i óbyggðunum, nema hvað
að ég vissi af átta leyniþjón-
ustumönnum hinum megin við
ásinn með fjarskiptatækin i
beinu sambandi við Washing-
ton.
Þeir hafa i rauninni ekki á-
hyggjur af þvi hvort ég verð
drepinn eða ekki. Þetta er
vegna sálarheillar forsetans.”
Ford hinn ungi sagði að morð-
tilræðin, sem föður sinum hefðu
verið sýnd i Kaliforniu nýlega,
yllu sjálfum sér „miklu meiri á-
hyggjum en honum. Ég reikna
alls ekki með að láta sjá mig þar
meira.”
Blaðamaður Washington Post
segirfrá þvi i viðtalsgrein sinni,
að Jack hefði litið út um glugg-
ann á herberginu sinu á veit-
ingastofu á þaki hótels i grennd
inni 9g sagt: „Næst þegar þú ert
þarna, veifaðu mér þá. Stund-
um verður hálf-einmanalegt
hérna.”
Jack býr i Hvita húsinu ásamt
foreldrum sinum og systur, Sus-
an.
Samsœti
Undirritaðir aðilar hafa ákveðið að efna til
samsætis í tilefni af sjögutsafmæli Ragnars
Guðleifssonar mánudaginn 27. okt. (í kvöld).
Samsætið verður í Félagsheimilinu Stapa og
hefst kl. 20.30. öllum vinum og velunnurum
hans er boðin þátttaka. Upplýsingar í síma 92-
2085.
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur
Bæjarstjórn Keflavíkur
Kaupfélag Suðurnesja
UTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð-
um i 145.000 m af álblönduvir fyrir 220 kV
háspennulinu milli Geitháls og Grundar-
tanga.
útboðsgögn verða seld á skrifstofu Lands-
virkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykja-
vik, frá og með mánudeginum 20. október
1975 og kostar hvert eintak kr. 2.000.—.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl.
14.00 föstudaginn 5. desember 1975.
Reykjavik, 20. október 1975
LANDSVIRKJUN
SKARNI
Er lífrœnn, jarðvegs
bœtondi óburður og
hentar vel við rœktun
hvers konar gróðurs.
SKARNI er afgreiddur alla daga
frá stöðinni — Sími 3 40 72.
Sorpeyðingarstöð
Reykjavíkurborgar
Ártúnshöfða
Patty Hearst hreinsuð
af morðákœrum
Patricia Hearst og félagar
hennar i Symbiónesiska frelsis-
hernum (SLA) hafa verið hreins-
uð af áburði um hlutdeild i þrem-
ur morðum, sem framin voru i
Kaliforniu, að sögn San
Francisco-lögreglunnar.
Rannsóknir á skotvopnunum,
sem fundust i felustað þeirra i
borginni, leiddu ekkert i ljós, sem
gat flækt þremenningunum i
morðmálin, að sögn lögreglu.
Nokkur tonn sönnunargagna —
þar á meðal skotvopn,
sprengiefni, fatnaður og ýmis
pappirsgögn — voru send til aðal-
stöðva alrikislögreglunnar FBI i
Washington til rannsóknar eftir
að Patricia Hearst var handtekin
18. september.
Þessi sönnunargögn voru tekin
úr ibúðunum, sem Patty hafði
dvalizt i og þeirri, sem William og
Emily Harris höfðu verið i. Rétt-
arhöld i máli þeirra hefjast i
næsta mánuði.
Morðin þrjú, sem um er að
ræða, eru morð á lögreglumanni i
Los Angeles, lögreglustjóranum i
nágrannabænum Union City og
morðið á fangelsisáhuga- og and-
ófsmanninum Popeye Jackson.
Samninaaviðrœðum um Panama-skurðinn lokið
USA VARÐ OFAN Á
— halda skurðinum til aldamóta
Panama hefur fallizt á, að
stjórn Panama-skurðarins verði
á vegum Bandarikjastjórnar allt
til aldamóta, að sögn forseta
landsins, Omars Torrijos. For-
setinn skýrði frá þessu að aflok-
inni tveggja daga heimsókn til
Bólivi'u.
Akvörðun þessi var tekin eftir
harðar og strangar samningavið-
ræður Panama-stjórnar og
Bandarikjastjórnar. Þýðir þetta
að sjónarmið USA hafa orðið ofan
á i þeim viðræðum.
Torrijos skýrði einnig frá þvi,
að samkvæmt samkomulaginu
myndu llaf 14herstöðvumásvæð-
inu meðfram skurðinum verða
lagðar niður á næstu 24 árum.
„Innan þriggja ára verður póst-
og lögreglustjórnin i okkar hönd-
um,” sagði forsetinn, „og smám
saman mun þjóðvarðlið Panama
taka við gæzlu allra mannvirkja
við skurðinn.”
Þessi mynd er rétt til að verma gömul hjörtu I haustnepjunni, sem er að gera sig heimakomna. Vicky
Baker býr á Flórida, þar er enn langt i vetur.