Dagblaðið - 27.10.1975, Blaðsíða 24
JARNBLENDIÐ
AF STAÐ Á NÝ
en nú vilja
verkamenn
beinharða
peninga
Grundartanga-framkvæmdir
hefjast aftur i dag. bær hafa legiö
niðri um hrlö vegna fjárhags-
erfiöleika verktakans, JVJ i
Hafnarfirði. Leiddu þeir til van-
skila og árekstra i launagreiðsl-
um. Nú hafa samningar tekizt um
tilhögun á greiöslum, sem allir
aðilar geta unað við og verður þvi
verkinu haldið áfram.
Sú tilhögun, sem samið var um,
er i aðaiatriðum sú, að þeir örfáu
verkamenn, sem ennþá höfðu i
höndum innistæðulausar ávisan-
ir, fá þær greiddar strax. Kaup-
greiðslur til verkamanna verða
framvegis i beinhörðum nenine-
um á launadögum.
Bifreiðastjórar fá greiddan
helming þess, sem þeir eiga inni,
eftir hálfan mánuð, og siðan
reglulega eins og venja er til. Allt
eiga þeir að hafa fengið upp gert
12. desember næstkomandi.
Ekki hafði verið skrifað undir
samninga við vinnuvélaeigendur,
þegar blaðið hafði siðast spurnir
af viðræðum. Sýnt þótti, að þeir
myndu semja um að fá um 40% af
vangreiddum launum alveg á
næstunni, eða ekki siðar en vöru-
bílstjórar og siðan áfangagreiðsl-
ur á eftirstöðvum og venjulegum
launagreiðslum.
Verkalýðsfélögin lýsa þvi yfir,
að vinnustöðvun falli niður, enda
komi ekki til frekari vanskila.
Fyrir vörubifreiðastjóra hefur
Einar ögmundsson, form. lands-
sambands þeirra átt hlut að við-
ræðum og samkomulagi. Fyrir
verkalýðsfélögin þeir Skúli Þórð-
arson, Þorleifur Sigurðsson og
Guðmundur J. Guðmundsson, en
fyrir vinnuvélaeigendur, Jón
Halldórsson formaöur félags
þeirra.
Að sjálfsögðu hafa svo bæði
verktakinn, Jón V. Jónsson, og
verksalinn, Járnblendifélagið hf.
tekið þátt i samningum þessum.
Ekki setti Járnblendifélagið hf.
neinar tryggingar fyrir efndum,
en vist er talið, að Asgeir
Magnússon, forstjóri Járnblendi-
félagsins, hafi beitt áhrifum sin-
um til þess að opna greiðslur hjá
viðskiptabanka verktakans, Iðn-
aöarbanka tslands og Almennum
tryggingum hf., sem er vátrygg-
ingaraðili i sambandi við verkið.
Stálu pening-
um, áfengi og
tóbaki
— á Hótel Sögu
A laugardag komst upp um
þjófnað 15 og 16 ára unglinga
sem stolið höfðu tóbaki úr bar i
Atthagasal Hótel Sögu. Þessi
þjófnaður leiddi til þess að pilt-
arnir játuðu að hafa að minnsta
kosti 4 sinnum stolið peningum,
áfengi og tóbaki úr þessum bar.
Allir þjófnaöirnir áttu sér stað
um bjartan dag.
Peningarnirsem unglingarnir
hafa stoliö nema tugum þús-
unda og til viðbótar kemur svo
áfengið og tóbakið, en um magn
þess liggja ekki allir hlutir á
hreinu.
-AST
Umferðarslys
í Neskaupstað:
Þrjú ungmenni
á sjúkrahús
Brákaður hryggur, kjálka-
brot, rifbeinsbrot, handleggs-
brot, fótbrot að ótöldum tauga- ,
áföllum voru endalok ökuferðar
fjögurra ungmenna austur i
Neskaupstað aðfaranótt sunnu-
dagsins.
Klukkan rúmlega 3 var 8 gata
fólksbifreið ekið á miklum
hraða utan úr sveit. Rétt þar
hjá sem verið er að gera nýju
höfnina I Neskaupstað sprakk á
einu hjóli bilsins. ökumaður
missti stjórn á bifreiðinni og
stakkst hún inn i lækjarbakka
utan vegar á mikilli ferð.
1 bilnum voru tveir aðkomu-
piltar i Neskaupstað ásamt
tveim heimastúlkum. önnur
þeirra slapp með taugaáfall, en
hin bæði handleggs- og fótbrotn-
aði. Talið er, að hryggur öku-
mannsins hafi brákazt eitthvað,
en hinn pilturinn kjálkabrotn-
aði. Auk þess rifbrotnaði hann
og mun brotið rifbein hafa snert
lunga piltsins.
öll liggja ungmenni þessi á
sjúkrahúsinu i Neskaupstað.
Leitarflokkar skáta búa sig til ieitar. — :Db-mynd Asi
LEIT HAFIN AÐ 4
RJÚPNAVEIÐIMÖNNUM
Sveit SVFÍ fann einn í Langavatnsdal. Aðrir þrír komust til
byggða eftir nœturrölt
Tveir leitarleiðangrar voru
skipulagðir og hafnir vegna
rjúpnaskyttna er ekki komu úr
veiðiferðum sinum á réttum tim-
um. 1 fyrra tilfellinu var saknað
manns i Borgarfirði og var hann
einn á ferö, en i nótt var saknað
þriggja manna, tveggja Reykvik-
inga og eins Hafnfirðings. Var bill
þeirra við Lambafell við Sand-
kluftavatn á Uxahryggjaleið inn
af Þingvöllum, en mennirnir
komu sjálfir að bilnum kl. 7.45 i
morgun.
Margar sveitir SVFl hófu leit
að rjúpnaskyttunni frá Borgar-
nesi, en sá maður lagði á Bröttu-
brekku á föstudag. Kom hann
ekki fram um kvöldið og var tekið
að svipast um eftir honum en
skipulögð leit hafin i birtingu. Það
voru svo piltar úr SVFl-deildinni
Brák i Borgarnesi sem fundu
manninn kl. 10 um morguninn i
Langavatnsdal. Var hann vel
haldinn, en hafði villzt vegna
þoku.
Hjálparsveitir skáta i Rvik.,
Kóp., og Hafnarf. hófu leit i nótt
vegna rjúpnaveiðimannanna
þriggja er ekki komu af fjalli i
gær. Með morgninum átti svo að
kalla út fleiri leitarflokka en i
þann mundér þeir voru að tygja
sig til brottfarar komu mennirnir
þrir heilu og höldnu að bil sir.um.
Ekki varð þeim meint af volkinu i
nótt að þvi er talið var.
—ASt.
Nú sést litsjónvarp öðru hverju:
ÁHUGINN GREINILEGA
— en verðið ú tœkjunum stöðvar víst flesta
,,Það má segja að áhuginn
fyrir litsjónVarpstækjum hafi
tekið verulega við sér strax á
þriðjudagskvöldið, þegar sagt
var frá litlyklinum svokallaða,
sem við fluttum inn,” sagði
Bjarni Ágústsson hjá Heimilis-
tækjum, er við spurðum hann
um söluna á litsjónvarpstækj-
um. „Salan hefur verið mjög
góð, og meginmagnið farið
hingað á Reykjavikursvæðið.”
Aðalatriðið fyrir þvi, að góð
litmynd náist, er að skilyrði
svart/hvitrar myndar hafi verið
góð fyrir. Verð litsjónvarps-
tækja er frá 230—260 þúsund
krónur og mun ekki fara lækk-
andi, eins og átti sér stað með
svart/hvitu tækin er þau komu
hingaö fyrst. Astæðan fyrir þvi
er sú, að framleiðslumagnið er
nú i hámarki, og verðið I lág-
marki.
Sjónvarpinu höfðu ekki borizt
neinar tilkynningar um mynd-
MIKILL
gæði, er við ræddum við þá i
morgun. 1 kvöld verður brezka
sjónvarpsleikritið „Seint fyrn-
ast fornar ástir” sent út i lit, en
þátturinn „Vegferð mannkyns-
ins” er svart/hvitur. Einnig er
hugsanlegt að einhverjir er-
lendir filmubútar i iþróttaþætt-
inum verði i lit, en allt islenzka
efnið er upp á gamla mátann.
—AT—
frýálst, nháð dagblað
Mánudagur 27. október 1975.
Fékkst ekki
til sjúkra-
hússdvalar
Ungri stúlku i ver-
búð Vinnslustöðvarinnar i Eyjum
var bjargað úr herbergi fullu af
reyk kl. 10.30 á föstudagskvöldið.
Hafði hún sofnað út frá vindlingi,
sem kveikti i legubekk hennar.
Stúlkan var flutt i sjúkrahúsið
vegna reykeitrunar, en þar varð
hún með engu móti hamin lengi,
og sleit sig lausa til að komast af
spitalanum fyrir miðnætti. Kven-
maðurinn var undir áhrifum á-
fengis.
ASt.
Þrjú bruna-
útköll um
helgina
Slökkvilið Reykjavikur var þri-
vegis kallað út um helgina en i
öllum tilfellum var um óverulega
bruna að ræða. A Smyrilsvegi
kviknaði i isskápsmótor, skúrræf-
ill i kartöflulöndunum við Narð-
argötu brann og er það hald
manna að eldur hafi verið að hon-
um borinn. Loks gleymdist steik-
arpottur á eldavél i húsi við
Barmahlið. Var þar nokkurt tjón
af reyk.
—ASt
Gamla konan
fannst látin
Gamla konan er hvarf frá Elli-
heimilinu að Skjaldarvik fannst
látin á túninu á Dagverðareyri.
Var það bóndinn á jörðinni, sem
gekk fram á lik konunnar I laut á
túninu. Konan hét Sigurbjörg
Hjörleifsdóttir og var 77 ára.
Umfangsmikil leit hafði verið
gerð að konunni og kembdu sveit-
ir skáta og Flugbjörgunarsveit-
arinnar allt Skjaldarvikurland og
jarðirnar sitt hvorum megin við,
Glæsibæjarland fyrir norðan
Skjaldarvik en norður af þvi tek-
ur við Dagverðareyrarland. Þar
höfðu ættingjar leitað en ekki
hjálparsveitirnar. Lautin, sem
konan fannst i, er 6—8 km frá
Skjaldarvik i beinni linu, en kon-
an hefur trúlega gengið miklu
lengri leið.
—ASt
25 ökumenn
voru ölvaðir
undir stýri
Það var viðast mikil ölvun, sem
fylgdi I kjölfar hins vel heppnaða
kvennafridags og höfðu lögreglu-
menn flestra staða talsvert eril-
samt kvöld af þeim sökum.
Mikið var um þaðaðmenn ækju
undir áhrifum áfengis. 1 Reykja-
vik voru 14 ökumenn teknir fyrir
meinta ölvun við akstur.
Kópavogslögreglan færði 6 öku-
menn til rannsóknar vegna slikra
brota og lögreglan i Hafnarfirði
tók tvo slika i Hafnarfirði. I
Keflavik var eitt slikt brot um
helgina og á Selfossi eru tveir
grunaðir um sams konar brot.
Það hafa þvi á þessum stöðum
verið tekniralls 25ökumenn fyrir
ölvun við akstur og sannist sök
þeirra missa þeir réttindi og
verða hver um sig að borga
nokkra tugi þúsunda i sekt eða
sæta varðhaldi.
—ASt