Dagblaðið - 27.10.1975, Blaðsíða 8
8
Oagblaðið. Mánudagur 27. október 1975.
BIAÐIÐ
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
tþróttir:' Hallur Simonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson,
Erna V. Ingólfsdóttir Ilallur Hallsson, Helgi Pétursson, ólafur
Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrlmur Pálsson, Hildur Gunniaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur BjárnleifsSon, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverhoiti 2, simi 27022.
Róm er að brenna
Upplausnin i þjóðfélaginu magnast
viku eftir viku. Okkur berast i sifellu
nýjar og nýjar upplýsingar um, að
Róm sé að brenna. Jafnframt fjölgar
stöðugt þrýstihópunum, sem skera
upp herör til að ná sem mestu her-
fangi úr rústum efnahagslifsins.
Um daginn fengum við að vita, að þorskurinn færi
þverrandi á íslandsmiðum vegna gifurlegrar of-
veiði og að fiskútgerðina yrði að draga saman til að
bjarga fiskistofnunum.
Núna fyrir helgina fengum við að vita, að þjóðar-
tekjurnar muni á þessu ári rýrna um 9% eða meira
en nokkru sinni siðan þjóðin fékk sjálfsforræði og að
ekki eru horfur á bata að sinni.
Við vissum áður, að lifskjörin hafa stórversnað og
að flestar mikilvægustu atvinnugreinarnar hanga á
nástrái. Við vissum áður, að gjaldeyrisvarasjóður-
inn var búinn að vera og að lánamöguleikar erlendis
hafa rýrnað að marki.
Við erum alltaf að fá nýjar og nýjar staðfestingar
á, að Róm er að brenna.
Rikisstjórnin steig hálft skref til úrbóta, er hún
lagði fram fjárlagafrumvarp með verulegum
niðurskurði á ýmsum sviðum. En hún steig ekki
skrefið til fulls, þvi að frumvarpið gerir ráð fyrir
20% aukningu rikisútgjalda á næsta ári. Og svo eiga
þingmennirnir eftir að hlaða á frumvarpið margvis
legri og kostnaðarsamri óskhyggju sinni.
Þeir eru mjög fáir, sem hlusta á aðvörunarorð
rikisstjórnarinnar, enda hefur hún ekki gengið á
undan með nægilega góðu fordæmi. Hún þorir ekki
að hverfa frá smáskammtalækningunum yfir i
hreinan uppskurð, sem einn getur snúið við hinu
ömurlega efnahagsdæmi.
í auraleysi rikisins voru námsmenn skornir
niður. Þeir risu upp á afturfæturna og höfðu raunar
gild rök til sins máls. Allar horfur eru á, að rikið
gefist upp fyrir þeim og lofi fullum leiðréttingum,
þótt það hafi engin efni á sliku.
Opinberir starfsmenn láta ófriðlega og heimta
verkfallsrétt. Þeir hóta að beita ólöglegum verk
föllum til að knýja hann fram. Þeir eru sjálfsagt
orðnir langþreyttir á lélegum lifskjörum og kunna
að fá sitt fram. En vonandi kemur þá ekki i ljós, að
skattgreiðendur telji þá bezt geymda i verkfalli.
Sjómenn hafa siglt i land, sáróánægðir með lágt
fiskverð og sjóðagreiðslur framhjá hlutaskiptum.
Klögumál þeirra eiga mikinn rétt á sér eins og
margra annarra. Gallinn er sá, að sjálfir fulltrúar
sjómanna bera með öðrum ábyrgð á þvi fiskverði,
sem nýlega var sett, þannig að raunar hefði það
staðið sjómönnum nær að koma á betra sambandi
milli sin og fulltrúa sinna.
En flotinn er i höfn og menn æpa hver á annan.
Enginn fyrirfinnst gullasninn, er geti leyst hina
botnlausu fjárþörf á þessu sviði fremur en öðrum.
Skattgreiðendur verða svo ekki flegnir fremur en
orðið er, þegar Róm er brunnin.
Sadat vill vinna hug
Sadat Egyptalandsforseti kom
til Bandarikjanna i gær i opinbera
heimsókn. Tilgangur heimsókn-
arinnar er að vinna hug og hjörtu
bandarisku þjóðarinnar — og að
fara heim með samning um efna-
hags- og hernaðaraðstoð Banda-
rikjanna.
Heimsókn Sadats er fyrsta
heimsókn Egyptalandsforseta til
rikis, sem gerði það að verkum,
að Israel tókst að sigra Egypta-
land i þremur styrjöldum og ná
yfirráðum yfir stórum landsvæð-
um, nefnilega Sinai-eyðimörk-
inni.
Fyrir tveimur árum siðan —
eftir fjórða strið Egyptalands og
tsraels, i hverju bæði rikin fögn-
uöu sigri — hefði heimsókn sem
þessi verið óhugsandi.
í Egyptalandi voru Banda-
rikjamenn taldir helztu óvinir
egypzku þjóðarinnar að Israels-
mönnum undanskildum. I Banda-
rikjunum, þar sem Gyðingar eru
fleiri en i sjálfu Israelsriki og
opinber stuðningur við ísrael
verulegur — var litið á Egypta-
land sem árásaröflin, er stefndu
að eyðileggingu Israelsrikis.
Hugur og hjörtu i fyrir-
rúmi.
Eftir að sáttaumleitanir Kiss-
ingers, utanrikisráðherra Banda-
rlkjanna, leiddu til samkomulags
ísraels og Egyptalands um Sinai,
fóru Egyptar að gera sér vonir
um að hlutdrægni Bandarikjanna
i garð ísraels gæti á endanum
lokiö.
Samt sem áður eru Egyptar
enn þeirrar skoðunar, að almenn-
ingsálitið i Bandarikjunum sé
hliðhollt ísrael og að sjónar-
miöum Egypta og Araba sé ekki
nægilegur gaumur gefinn.
embættismaður egypzku stjórn-
arinnar hefur bent á, að ,,al-
menningsálitið i Bandarikjunum
hafi skipt verulegu máli i þeirri
breytingu, sem varð á Vietnam-
stefnu bandarisku stjórnar-
innar.”
Meining hans er augljós: aukin
samúð almennings i USA myndi
gera þinginu mun auðveldara að
samþykkja þá aðstoð, sem
Egyptaland hefur þörf fyrir eftir
að stjórnin i Kairo dregur úr vin-
skap sinum við stjórn Sovét-
rlkjanna.
„Helzti tilgangur farar Sadats
til Bandarikjannaer að vinna hug
og hjörtu bandarisks almenn-
ings,” segir háttsettur embættis-
maður stjórnarinnar i Kairo.
„Efnahags- og hernaðaraðstoð er
einnig mikilvæg, en hún skiptir
minna máli. Við getum leyst það
vandamál án þess að forsetinn
færi til Washington.”
Egypzka efnahagslifið i
rústum
Samt fer ekki á milli mála, að
þessi tvö markmið eru mjög
tengd. Annar háttsettur
Stjórn Sadats gerir sér einnig
grein fyrir þvi, að þarfir landsins
eru svo geigvænlegar, að blátt
áfram óskir um aðstoð gætu virk-
að þveröfugt. Þvi er talið öruggt,
að Sadat forseti muni leggja
mikla áherzlu á röksemdafærslu,
sem erfitt verður fyrir Washing-
ton að neita : Undirritun Egypta á
Sinai-samkomulaginu hefur
dregið mjög úr likum á öðru oliu-
afgreiðslubanni eða öðru striði
HÆVERSKUR HÆFILEIKI
um minningarsýningu Drífu Viðar í Bogasal Þjóðminjasafnsins
Nú er á siðasta snúning minn-
ingarsýning um Drifu heitina Viðar
i Bogasal Þjóðminjasafnsins, en
hún lést .eftir siðustu sýningu sina
1971. Að sýningunni standa börn,
móðir og systir listakonunnar en
Þorvaldur Skúlason sá um val á
myndum og uppsetningu þeirra og
eru þær alls 38.
Handleiðsla Hofmanns
Ekki veit ég hversu stórvirk
Drifa Viðar var og ekki hef ég séð
margar myndir hennar áður, og
bætir þessi sýning aliavega úr þvi
siðara hvað mig snertir. En þótt
hér sé gott úrval mynda hennar þá
er erfitt að gera sér grein fyrir þró-
un hennar sem listmálara, þvi ekk-
ert verka sinna virðist Drifa hafa
timasett og hefðu upplýsingar i
sýningarskrá verið vel þegnar. En
eftir þvi sem ég kemst næst mun
hún hafa numið i New York, undir
handleiðslu Légers, einhverntima
milli 1945 og 1950. Benda myndir
hennar nr. 8—13 til sterkra áhrifa
frá Léger: samband flatra og þri-
viðra forma sem raðað er saman á •
afstrakt hátt. En dekoratif til-
hneiging Drifu verður ávallt yfir-
sterkari þeirri áherslu sem Léger,
sem myndlistarmaður og kennari,
lagði á rökræna uppbyggingu
mynda. Myndir Drifu verða þvi
varla meira en forvitnilegur þáttur
ihennareigin þróunarsögu, fremur
en sjálfstætt listrænt framlag.
Eftir 1950 nemur Drifa hjá Hans
Hofmann, guðföður ameriskra
afstrakt-expressjónista og virðist
það verða til þess að hún hreinsar
til á litspjaldi sinu og tekur til við
að athuga strúktúr mynda á mark-
vissari hátt en áður, — en strúktúr
var einmitt stór hluti af kennslu
Hofmanns. En hjá þeim ágæta
kennara hafði önnur listakona,
Nina Tryggvadóttir, numið um
skeið eftir 1943. Kennsla Hofmanns
virðist hafa haft svipuð áhrif á
Drifu eins og hún gerði á Ninu, en
munurinn var sá að Nina var mun
sterkari persónuleiki og náði að
nýta kennslu Hofmanns betur. I
nyndum nr. 14—20 vinnur Drifa i
dökkum litum þar sem fyrirsætur
eru málaðar i sterkum, þéttum
blökkum og þótt sumar myndir
hennar af þvi tagi, t.d. „Maður”
(nr. 16) og „Fyrírsætan” (nr. 20)
séu athyglisverðar( og vel þess virði
að Listasafnið eignaðist þær), þá
falla þær i skuggann fyrir myndum
Ninu vegna þess hversu itarlega
hún kannar alla möguleika mynda
af þessu tagi.
Drifu eru
nr. 24-28,
svo afstrakt-
og hér neyð-
myndir
myndir
umst við aítur til að höfða til Ninu
Eins og hún vinnur Drifa með
óreglulegar litblakkir, oft með
spaða, en nær aldrei að samræma
þessi vinnubrögð sin heilsteyptri
myndrænni hugsun, i einhvern
fastan strúktúr, heldur lætur and-
stæður dekoratifra lita ráða ferð-
inni. Eru þessar myndir þvi heldur
veikar sem heild, þótt einstaka
sinnum bregði fyrir djarlegri sam-
setningu lita. I siðustu mynd sýn-
ingarinnar, „Haustlitir” nr. 38,
virðist hún vera á leið á aðrar
slóðir, en náði aldrei að þróa þessi
nýju vinnubrögð sin.
Frjálsari vinnubrögð
Siðan virðist Drifa fara aftur yfir
i sterkari liti og frjálsari vinnu-
brögð, eins og t.d. i „Ruggustóll”
sem sýnir allnokkurt hugarflug
sem er þó ekki fylgt á eftir. Siðustu
Tímaskekkjan við
Þegar ég kom fyrst vestur um
haf vorið 1953 lá mikið farg á
bandarisku þjóðinni: „nornaveið-
ar” Josephs MacCarthys voru i
algleymingi og margir stundu
þungan, einkanlega þó háskóla-
menn 'og starfsmenn fjölmiðla
sem varla þorðu sig að hræra
fyrir þessum hálfgeggjaða
kommúnistahatara, sem bókstaf-
lega sveifst einskis til að hlaða
undir sig og skósveina sina. Þau
voru ófá mannslifin sem þessi of-
stækismaður og sporhundar hans
höfðu á samviskunni, og ýmsa
uggði að honum mundi lánast að
hrifsa til sin öll völd i þjóðfélag-
inu.
Ég hafði ekki dvalist nema ■
rúmt ár vestra þegar vald þessa
skelfilega manns hafði verið brot-
ið á bak aftur: það gerðu hvorki
réttkjörin yfirvöld né starfsmenn
fjölmiðla, heldur aldurhniginn og
rólyndur lögfræðingur sem tók að
sér að verja herinn gegn ásökun-
um ofstækismannsins. Það voru
æsilegar vikur þegar nálega öll
þjóöin fylgdist dag eftir dag með
réttarrannsókninni á sjónvarps-
skerminum, og menn stóðu næst-
um á öndinni meðan spilaborg
svikahrappsins hrundi til grunna
og hann var afhjúpaður sem sál-
sjúkur og samviskulaus mann-
orðsmorðingi.
Þvi rifja ég þetta upp hér, að
mér er i minni hvernig ég kom
heim aftur fjórum sumrum eftir
vesturförina með þá bláeygu von,
að islendingar hefðu eitthvað lært
af þeim gerningum sem áttu sér
stað vestan hafs. Við vorum vist
margir sem ólum slika von i
brjósti. Við héldum semsé að æði
kalda striðsins einsog það birtist i
liki MacCarthys og hans nóta
mundi smámsaman renna af
mönnum eftir að spámaðurinn
var fallinn. En þvi var ekki að
heilsa. Það sannaðist enn einu-
sinni að islendingar eru ævinlega
tveimur til þremur áratugum á
eftir öðrum þjóðum að átta sig á
þvi sem gerst hefur i heiminum
og draga lærdóma af fenginni
reynslu sjálfra sin og annarra.
Kannski stafar þetta ótrúlega
seinlæti eða andlega slen að ein-
hverju leyti af einangrun eybúa,
en hitt er jafnvist að i landinu eru
áhrifamikil öfl sem verja til þess
miklum fjármunum og fyrirhöfn
að koma i veg fyrir hverskonar
framþróun eða breytingar á
rikjandi hugmyndum og hugar-
fóstrum.
Ég hóf að starfa á Morgunblað-
inu fljótlega eftir heimkomuna og
komst áður en varði að raun um,
að hér tiðkuðust önnur vinnu-
brögð i blaðamennsku en al-
gengust voru vestan hafs. Hér
varð að þegja þunnu hljóði um
ýmsa fréttnæma atburði i þjóðlif-
inu, af þvi þeir höfðu „rangan
lit”. Það mátti til dæmis ekki
segja frá samkomum eða öðru