Dagblaðið - 27.10.1975, Blaðsíða 12
mig betur settan i Viking. Þeir
spila hraðan og góðan hand-
knattleik og ég vona að ég fái
notið min þar. Ég flyt til
Reykjavikur um áramótin og
sennilega spila ég mina fyrstu
leiki með minum nýju félögum á
móti Gróttu og FH.”
Já, það verður gaman að sjá
Björgvin aftur, hann er alltof
dýrmætur fyrir islenzkan hand-
knattleik til þess að daga uppi
austur á Egilsstöðum.
„Auðvitað var erfitt að yfir-
gefa mina gömlu félaga i Fram
en sannleikurinn er sá, að Fram
er ekki nema svipur hjá sjón.
Þar er enginn til að mata mann
á linu, og þetta yrði tómt hnoð.
Ég hef nú verið frá handknatt-
leik i eitt ár og i raun byrjar
maður upp á' nýtt, þvi eins
gott-að skipta um, fara til liðs
sem spilar skemmtilegan hand-
knattleik.
Svo vona ég bara, að komast
sem fyrst i góða þjálfun og auð-
vitað vonast ég til að komast i
landsliðið.” Það þarf ekki að efa
að Björgvin setur aftur
skemmtilegan svip á fslands-
mótið, slikur handknattleiks-
maður sem hann er. h.halls
Björgvin Björgvins-
son, handknattleiks-
maöurinn snjalli, hefur
gengið yfir i Viking.
Ekki er að efa að hann
mun styrkja liðið mik-
ið, það væri annað
hvort, bezti linumaður
á íslandi.
Um áraraðir hefur hann verið
ein af máttarstoðum Fram.
Hver man ekki frábæra sam-
vinnu hans og félaga hans Axels
Axelssonar, bæði meö Fram og
landsliðinu. Þeir hafa oft glatt
hjörtu islenzkra handknatt-
leiksunnenda. En nú er Fram
aðeins skugginn af sjálfu sér,
enginn til að mata Björgvin og
þvi hefurhann gengið yfir i rað-
ir fslandsmeistaranna, sem nú
hafa á að skipa einu skemmti-
legasta liði i islenzkum hand-
bolta.
„Ástæðan að ég geng yfir i
Víking er sú, að þeir hafa á að
skipa geysilega skemmtilegu
liði,” sagði Björgvin i samtali
við Dagblaðið f morgun. „Ég tel
Björgvin Björgvinsson hefur nú gengið yfir i Viking. Þessa mynd
tók Bjarnleifur þegar Björgvin lék með landsiiðinu á móti Póiverj-
um. Tilburðir þeir, sem Björgvin sýnir þarna eru ekki á færi hvers
sem er.
Pagblaðið. Mánudagur 27. október 1975.
Dagblaðið. Mánudagur 27. október 1975.
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Staðan í
1. deild
Úrslit leikja um helgina:
Fram — Þróttur 12-12
Valur — Haukar 13-13
2. deild
KA — ÍR 19-21
Þór — 1R 15-22
KR —Leiknir 29-16
Staöan i 1. deild.
Valur 3 2 1 0 57-39 5
Haukar 3 2 1 0 53-43 5
Fram 3 1 2 0 40-36 4
FH 2 10 1 41-36 2
Vikingur 2 1 0 1 39-36 2
Þróttur 2 0 1 1 22-32 1
Armann 2 0 1 1 26-37 1
Grótta 3 0 0 3 46-65 0
Markhæstu leikmenn:
Hörður Sigmarsson, Haukum 22/4
Pálmi Pálmason, Fram 13/1
Páll Björgvinsson, Víkingi 11/4
Biörn Pétursson, Gróttu 10/5
Stefán Gunnarsson, Val 10/1
Viðar Simonarson, FH 10/4
Næstu leikir verða á miðvikudaginn i
Laugardalshöllinni. Þá leika fyrst Þróttur —
Ármann og siðan Vikingur — FH. Fyrri leik-
urinn hefst kl. 20.15.
Bandaríkin
hlutu 114
gullverðlaun
Amerikuleikjunum i Mexikó-borg lauk i
gær. Bandarikin voru sigursælust i kcppninni
að venju — hlutu 114 gullverðlaun. Kúba kom
i öðru sæti með 58 gullverðlaun og er það
mikil framför frá leikjunum i Cali 1971, þegar
iþróttafólk Irá Kúbu hlaut 30 gullverðlaun. i
Mexikó nú varð Kanada með 18 gullverðlaun
i þriðja sæti. Siðan komu Mexikó og Brazilia.
Bandariska sundfólkið var afar sigursælt i
keppninni — hlaut gullverðlaun i 27 greinum
af 29 og mótsmet voru sett i 23 greinum. i
hnefaleikum hlutu Kúbumenn sjö gullverð-
laun i 11 þyngdarflokkum. Alls tóku 3850
iþróttaincnn og konur þátt i leiknum að þessu
sinni og er það metþátttaka. Nærri helming-
ur þeirra var farinn heim áöur en að loka-
athöfninni kom i gær. Langmesta afrekið i
kcppninni vann Braziliumaðurinn Oliveira —
stökk 17.89 m í þristökki, sem er nýtt heims-
met.
Jafntefli hjó
Standard Liege
— en Charleroi tapaði í Belgíu
Tólfta umferðin i belgisku 1. deildinni i
knattspyrnu var leikin i gær. Standard Liege
— liðið, sem Asgeir Sigurvinsson leikur með
lék þá i Ostende og varö jafntefii 1—1.
Ásgeir skoraði ekki i leiknum. Charleroi, lið-
ið, sem Guðgeir lcikur með, lék viö citt bezta
lið Belgiu á útivelli og tapaði með litlum mun
2—1. Guögeir skoraði ekki I leiknum. Annars
urðu úrslit þessi.
Louvierc—Beerschot.............0-0
Anderlccht—Charleroi...........2-1
Malines-Autwerpen............ 1-0
Ostende—Standard...............1-1
Lierse—Molenbeck ..............0-0
Beveren—Malinois...............1-0
Bruggc—Beringen............... 0-0
Waregem—Brugeois .............,0-3
Bcrchem—Lokeren................1-1
Lokeren er nú i efsta sæti mcð 16 stig — en
óvænt var stórtap cfsta liðsins fyrir umferð-
ina Waregem á heimavelli fyrir liði neðar-
lega á töflunni. Liöið hefur 15 stig eins og
Molenbeek og Antwerpen. Standard hefur 13
stig og Charleroi sjö stig.
Þrjú Islandsmet
í kraftlyftingum
Skúli óskarsson, sterki Austfirðingurinn,
setti þrjú ný islandsmct í léttþungavigt i
kraftlyftingum á laugardag. i hnébeygju-
lyftu náði hann 245 kg, og lyfti 290 kg i rétt-
stöðu. Ilvort tveggja islandsmet og einnig
setti hann met samtals — lyfti 665 kilóum.
llún var ekki stór smugan sem Elias Jónasson fékk en nægði þó. Þarna hefur hann komið boltanum fram hjá Jóhannesi Stefánssyniog JóniP. Jónssyni. Stefán og Steindór horfa ör-
væntingarfullur á eftir boltanum i netið, aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok og jafntefli varð staðreynd, 13—13.
Ógnunin í leik Vals hvarf
og um leið glataðist stig
,,Það er greinilegt að
sigrar Hauka gegn Vik-
ing og FH voru engin til-
viljun,” sagði áhorfandi
eftir að Haukar höfðu
unnið upp fjögurra
marka forskot Vals og
náð að jafna á siðustu
sekúndum leiks Vals-
manna og Hauka i
íslandsmótinu i gær-
kvöldi. Gott skot Eliasar
Jónassonar hafnaði i
markinu og um leið eitt
dýrmætt stig i sarp
Hauka.
Já, Valsmenn virtust hafa leik-
inn i hendi sér. Fimmtán minútur
voru eftir, staðan 13—9 og Vals-
menn höfðu verið sterkari allan
leikinn en allt getur gerzt i hand-
bolta. Það sannaðist rétt einu
sinni i gærkvöldi.
Ef við annars litum á Ieikinn
skoruðu Haukar tvö fyrstu mörk-
in, Elias, en Valsmenn sigu fram
úr og staðan i hálfleik var 8—6
Valsmönnum i vil. Nýliðinn
þeirra Vaismanna, Gunnar
Björnsson, hafði þá verið drjúg-
ur, skorað 3 góð mörk, og verið
mjög ógnandi.
Afram hélt bilið að breikka i
siðari hálfleik og þegar 15 minút-
ur voru eftir var munurinn orðinn
4 mörk og Jón Karlsson hafði
skorað á stuttum tima 3 mörk.
Valsmenn höfðu fram að þeim
tima spilað hraðan og skemmti-
legan handbolta, verið ógnandi og
brestir voru farnir að koma fram
i leik Hauka, sem þarna höfðu
mætt ofjörlum sinum eða svo hélt
maður að minnsta kosti.
En einhvern veginn hvarf allur
broddur úr sókn Vals, eins og
boltinn ætti bara aö ganga manna
á milli fyrir utan án nokkurrar
ógnunar. Haukarnir gengu á lag-
ið, Hörður, Ingimar og Hörður
aftur skoruðu fyrir Hauka og
staðan skyndilega orðin 13—12 og
allt gat skeð. Þegar aðeins þrjár
minútur voru eftir fengu Vals-
menn viti og um leið tækifæri til
að gulltryggja sigurinn. Gunnar
Björnsson tók vitið, skaut himin-
hátt yfir — reynsluleysi varð hon-
um að falli hann gerði afdrifarik
mistök i lokin, fékk dæmdan á sig
ruðning og missti boltann út af
þegar 50 sekúndur voru eftir og
það nægði Haukum, hörkuskot
Eliasar tryggði Haukum stig, já,
dýrmætt stig. Valsmenn fengu
eicki tækifæri til að byrja á miðju,
svo naumt var það.
Lengst af i þessum leik spiluðu
Valsmenn hraðan og skemmti-
legan handbolta, byggðu upp
jafnt og þétt örugga forystu en
þeir einfaldlega höfðu ekki mann
til að fylgja sigrinum i höfn —
ógnun i leik þeirra hvarf, enginn
gat þá tekið af skarið og skorað.
Markhæstur Valsmanna varð
nýliðinn Gunnar Björnsson með 4
mörk en hann er jú nýliði og þó
hann spilaði lengst af mjög vel,
þá urðu honum á afdrifarik mis-
tök i lokin. Jón Karlsson skoraði 3
mörk, Jón P. Jónsson og Jóhann
Ingi 2 mörk hvor, Stefán
Gunnarsson og Guðjón Magnús-
son skoruðu eitt mark hvor.
Þetta stig, sem Haukar fengu,
verður þeim dýrmætt, ekki aðeins
sem stig, heldur einnig eykur það
þeim vafalaust sjálfstraust að
vinna upp svo gott forskot, sem
Valsmenn höfðu náð.
Eins og fyrri daginn var Hörður
Sigmarsson markhæstur Hauk-
anna, skoraði 5 mörk, þar af eitt
úr viti. Elias Jónasson skoraði 3
mörk en þrátt fyrir það átti hann
ekki góðan dag, gerði hvað eftir
annað mistök. Það fer ekkert á
milli mála, að hann heldur spilinu
gangandi og mark hans i lokin
sýndi, svo ekki varð um villzt, að
hann þarf ekki stóra glufu i varn-
arvegg til að koma boltanum i
netið. Ingimar Haraldsson skor-
aði tvö mörk, Jón Hauksson Þor-
geir Haraldsson og Sigurgeir
Marteinsson skoruðu eitt mark
hver.
Leikinn dæmdu þeir Kristján
Örn og Kjartan Steinback á sann-
færandi hátt, þó auðvitað alltaf
megi finna að einstaka dómnum.
h.halls
Meíssen 20. október.
Hiðunga þýzka landslið
verður enn um sinn að
bíða sins fyrsta sigurs í
millilandakeppni frá því
Vlado Stenzel — sá sem
þjálfaði ólympíumeistara
Júgóslavíu á ólympiu-
leikunum í Miinchen 1972
— tók við liðinu. Um síð-
ustu helgi, 17.—19. októ-
ber, tók þýzka landsliðið
þátt i fjögurra landa
keppni i Austurríki ásamt
Ungverjalandi, Hollandi
og gestgjöfunum, Austur-
riki.
Eftir sigur V-Þjóðverja
gegn Austurríki 15—13 og
Hollandi 18—10 var Ijóst,
að um hreinan úrslítaleik
yrði að ræða við Ung-
verja, þar sem þeir höfðu
einnig unnið Austurriki
28—18 og Holland 26—12.
Úrslitaleikurinn var mjög
spennandi og á köflum vel leik-
inn. Ungverjar höfðu þó yfirleitt
frumkvæðið og i hálfleik stóð
8—7 fyrir þá. 1 byrjun siðari
hálfleiks virtust Ungverjarnir
ætla að gera út um leikinn með
gömlu kempunum Varga og
Kovacs, ásamt frábærum
markverði. Þeir komust i
17—12. Þjóðverjar voru þó ekki
af baki dottnir og siðustu tiu
minúturnar spiluðu þeir frábær-
an og hraðan varnarleik og
skynsaman, þannig að smám
saman söxuðu þeir á forskotið.
Siðustu 10 minúturnar skor-
uðu þeir sex mörk gegn aðeins
einu ungversku. Jöfnunarmark-
ið kom þó ekki fyrr en 10 sekúnd-
um fyrir leikslok. Þetta iafntefli
nægði Ungverjum til sigurs i
keppninni, þar sem markahlut-
fall þeirra var töluvert betra.
Beztir Þjóðverjanna voru Deck-
arm, Gummersbach, sem skor-
aði sjö mörk, Horst Spengler,
Huttenberg, með fjögur mörk.
Beztir Ungverja voru Varga
með fjögur mörk og Kovacs,
sem einnig skoraði fjórum sinn-
um, og markmaður þeirra.
Þýzka landsliðið er um þessar
mundir i æfingabúðum — i allt
fjórtán daga — og þvi lýkur með
tveimur landsleikjum i Tékkó-
slóvakiu gegn tékkneska lands-
liðinu.
Einn leikur f
Bundeslígunni
Einn leikur, fór fram i
Bundesligunni ínorðurdeild).
Þar áttust við Phöi.ix Essen og
Derschlag og lauk leiknum með
jafntefli 14—14. Þetta var leikur
eins og þeir gerast verstir hér i
Bundesiigunni. Var haft á orði,
að þar hefði lögreglan átt að
skerast i leikinn. Ekki var nóg
að leikmenn stæðu i slagsmál-
um leikinn út — heldur kom
einnig til handalögmála á leið til
búningsherbergjanna. Mark-
vörður Derschlag gerði sér litið
fyrir, þegar einn af leikmönnum
Phönix Essen lá inni i vitateign-
um, og sparkaði framan I hann.
Leikmaðurinn var borinn út
af. Þetta var byrjunin á einum
harðasta og ljótasta leik, sem
háður hefur verið i Bundeslig-
unni. Þjálfari Phönix Essen,
sem einnig leikur með liðinu,
var siðar t leiknum borinn af
leikvelli eftir að hafa verið sleg-
inn niður. Hann mun þó hafa
náð sér furðu. fljótt, þvi eftir
leikinn sló hann markmann
Derschlag svo i andlitið að
flytja varð hann blóðugan i
sjúkrahús. En slagsmálin hafa
komið nokkuð jafnt út, þvi
leiknum lauk með jafntefli
14—14.
Auf wiedersehen.
Ólafur H. Jónsson og
Axel Axelsson.
Nýbakaðir Keykjavfkurmeistarar ÍR með sigurlaunin, sem Kristinn Jörundsson heldur á kolli Kolbeins Kristinssonar. Kolbeinn vann einnig
sin „einkaverðlaun”. Hann varð vitakóngur mótsins, meö 87,5% vitaliittni.
Þeir alhvítu sigruðu
Alhvitir ÍR-ingar urðu Reykja-
víkurmeistarar þvert ofan i spár
flestra. Þeir sigruðu Ármenninga
i mjög skemmtilegum og vei
leiknum leik á laugardaginn
85:78.
Já, þeir byrjuðu vel. ÍR-ingarn-
ir náðu fljótt forystu 10:2 en Ar-
menningar réttu úr kútnum,
komust i 14:15, og var leikurinn i
jafnvægi það sem eftir var hálf-
leiksins. IR-ingar voru stigi yfir i
hálfleik 35:34.
Virtist sem Ármenningar væru
mjög taugaóstyrkir og náðu þeir
aldrei að sýna sinar réttu hliðar.
Á meðan flest gekk upp hjá IR-
ingum var Iukkan ekki með Ár-
menningum. IR-ingar byrjuðu
siðari hálfleik af miklum krafti,
sérstaklega var þá Kolbeinn
Kristinsson atkvæðamikill og
komust tR-ingar i 72:59. Þá fóru
þeir að tinast einn af öðrum út af
með fimm villur, Agnar, Kol-
beinn og loks Þorsteinn Hall-
grimsson.
Héldu menn jafnvel að Ar-
menningar næðu að jafna en þetta
var einfaldlega ekki þeirra dag-
ur. Þeir misstu sina máttar-
stólpa einnig út af, þá Jón Sig-
urðsson og Jimmy Rogers.
Þannig að lokatölur uröu 85:78.
Það er greinilegt, að IR-ingar
verða sterkir i vetur og sennilega
verður lokauppgjör Islandsmóts-
ins milli þessara tveggja liða.
Beztir IR-inga voru þeir Krist-
inn Jörundsson, hann skoraði 32
MAAARRRKKKK
S-'-j
.Jjjiii
Ll
J.1L
stig og var sérlega virkur og ógn-
andi, Kolbeinn Kristinsson. sem
skoraði 23 stig, og Agnar Frið-
riksson 14. Einnig var Þorsteinn
Hallgrimsson drjúgur.
Þó Armenningar hafi ekki náð
titlinum þarna, þá fer ekki á milli
mála, að þeir hafa yfir að ráða
mest leikandi liðinu i körfunni.
Jimmy Rogers skoraði 24 stig.
Jón Sigurðsson 16 og einnig var
Guðsteinn virkur.
Á undan leik 1R og Armanns fór
fram leikur KR og ÍS um þriðja
sætið. Er skemmst frá þvi að
segja að KR-ingar virkuöu alltaf
sterkari og sigruðu 84:75 eftir að
staðan i hálfleik hafði verið 38:26
þeim i vil. Maðurinn á bak við
sigur þeirra var „Trukkurinn”,
sem skoraði 44 stig og er ég
hræddur um. að ekki færi mikið
fyrir KR ef hans nyti ekki við.
Hjá stúdentunum var Jón Héð-
insson beztur en sennilega verður
1S ekki með i toppbaráttunni i
vetur, ef marka má Reykjavikur-
mótið. hhalis