Dagblaðið - 27.10.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.10.1975, Blaðsíða 14
Pagblaðiö. Mánudagur 27. október 1975. Jþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir /\lan Taylor a miöri myndinni skoraði fyrra mark West Ham á laugardag og eina mark West Ham i Evrópukeppninni á miðvikudag gegn Ararat Jerevan. Þúsundir í slagsmálum og leikurinn stöðvaður — þegar West Ham sigraði Manch. Utd. í Lundúnum á laugardag — QPR komst aftur í fyrsta sœti í 1. deild eftir nauman sigur gegn botnliðinu Sheff. Utd. — Sunderland í efsta sœti í 2. deild West Ham/ austurbæj- arliö Lundúnabogar, veiti Manch. Utd. úr efsta sæti 1. deildarinnar ensku á laugardag, þegar liöið sigraði á Upton Park 2-1. Leikurinn var hreint frá- bær — knattspyrna eins og hún gerist bezt og leik- urinn var afar prúö- mannlega leikinn. Ekki leikmaður bókaöur og mjög litiö um brot. West Ham var afar heppið að sigra —Manch. Utd. sótti miklu meira i leiknum, einkum þó i síðari hálf- leik, en sóknarloturnar brotnuðu á góðri vörn West Ham og frábærri markvörzlu Merwyn Day. En það var önnur saga á á- horfendapöllunum — þar logaði allt i slagsmálum i einu horni vallarins og þúsundir áhorf- enda tóku þátt i þeim. Fólkið ruddist niður á völlinn og var dómarinn að stöðva leikinn i 20 minútur. Leikmenn fóru til bún- ingsherbergja meðan lögreglan kom ró á aftur og hún hafði i miklu að snúast. Þetta skeði þegar 12 min. voru af siðari hálfleiknum og leikmaöur braut þá á öðrum og þá fór allt á stað. Þetta er með alvarlegri uppþot- um, sem orðið hafa á enskum knattspyrnuvöllum. Yfir 100 manns særðust i átökunum — þar af niu fluttir á spitala. Þá handtók lögreglan 38 manns, mest unga stráka, sem höguðu sér hreint eins og villidýr. Og flestir þeirra voru áhangendur Manchesterliðsins — verstu á- horfendur Englands viðs vegar að úr landinu. Þegar lögreglan kom ró á aftur mynduðu lög- reglumennirnir „vegg” með- fram áhorfendasvæðunum en þeir voru 200 talsins og veitti ekki af. Þetta var slæmt, þvi leikurinn var frábær skemmtun og virki- lega góð knattspyrna, sem liðin sýndu. West Ham náði forustu mað marki Alan Taylor á 6. min. og þannig stóð, þar til ólæt- in brutust út. Þó hafði Man- chester-liðið fengiö ágæt tæki- færi til að jafna t.d. Stuart Pear- son tvivegis, en hann notaði bæði illa og hefur sennilega eyðilagt möguleika sina á að verða miðherji enska landsliðs- ins gegn Tékkum á miðvikudag i Evrópukeppni landsliða. En hann var þó ekki einn i sökinni — Irarnir Mcllroy og Nichols fóru einnig illa að ráði sinu. Þegar leikurinn hófst aftur eftir ólætin skoraði Lou Macari strax fyrir Manch. Utd. og liðið virtist sigurstranglegt i leikn- um, þar sem þreyta gerði vart við sig hjá West Ham-liðinu, þegar liða tók á leikinn. Erfitt ferðalag til Ararat i Kákasus i vikunni sat i leikmönnum. En leikmenn Manch. Utd. voru ekki á skotskónum og svo skoraði Bobby Gould óvænt sigurmark West Ham á 70. min. Þar við sat þrátt fyrir mikinn sóknarþunga á mark Lundúnaliðsins loka- minútur leiksins. Úrslit urðu annars þessi á laugardag. 1. deild Arsenal — Middlesbro 2-1 Aston Villa — Burnley 1-1 Leeds — Coventry 2-0 Leicester — Tottenham 2-3 Liverpool — Derby 1-1 Manch. City — Ipswich 1-1 Norwich — Birmingham 1-0 •QPR — Sheff. Utd. 1-0 Stoke — Newcastle 1-1 West Ham — Manch. Utd. 2-1 Wolves — Everton 1-2 2. deild Blackburn —Chelsea 1-1 Blackpool —BristolR. 1-4 Bristol City — WBA 0-2 Carlisle — Charlton l-l Fulham — Or.ient 1-1 Hull City — Bolton 2-2 Nott. Co. —Portsmouth 2-0 Oldham — Nottm. For. 0-0 Plymouth — Oxford 2-1 Southampton —York 2-0 Sunderiand —Luton 2-0 QPR náði á ný efsta sæti i 1. deild, en gekk afar illa með neðsta liðið i 1. deild, Sheff. Utd. á heimavelli sinum i vesturbæ Lundúna. Þeir Masson og Bowles fóru illa að ráði sinu i fyrri hálfleik — misnotuðu auö- veld tækifæri, sem þeir fengu fyrir QPR. Það var ekki fyrr en á 61. min. að Don Givens tryggði sigur QPR — skallaði þá i mark fyrirgjöf frá Gerry Francis, fyr- irliða QPR og Englands. Fleiri urðu mörkin ekki, en skozki landsliðsmarkvörðurinn Jim Brown átti stórleik i marki Sheff. Utd. Liverpool lék mjög vel gegn Derby i fyrri hálfleik — en i lok- in var liðið þó heppiö að ná öðru stiginu. Þrivegis siðasta stund- arfjórðunginn átti að dæma viti á Liverpool, en dómarinn Keith Stiles lokaði augunum. Leik- menn Derby urðu alveg æfir — og Colin Todd var bókaður. Fyrst komst Roger Davies i gegn frir inn i vitateiginn — en Ray Clemence, markvörður, greip um fætur hans og felldi hann. Dómarinn færði brotið út fyrir vitateiginn — og rétt á eftir var Davies brugðið innan vita- teigs. Ekkert dæmt og ekki nóg með það. I lokin sló Phil Thomp- son, miðvörður Liverpool, knöttinn innan vitateigs i horn — en dómarinn sá ekki neitt, og linuverðir hans gerðu heldur enga athugasemd. Það var ekki furða, þó leik- menn Derby töluðu ,,um rán” eftir leikinn, en Liverpool-liðið var þó 'betra i leiknum. John Toshack skoraði fyrir Liverpool i fyrri hálfleik, en Francis Lee jafnaði á 62. min. Það var held- ur ódýrt mark — Charlie George lá á vellinum og héldu leikmenn Liverpool að dómarinn ætlaði að stöðva leikinn — hættu, en ekki Lee, sem komst frir aö markinu og skoraði. Loks tapaði Middlesbro — eða i fyrsta skipti frá 13. september og liðiö fékk nú loks á sig mark i sjö leikjum. Það var á leikvelli Arsenal, Highbury, i Lundúnum og Arsenal sigraði 2-1. Stapleton skoraði fyrir Arsenal á 16. min. — Mills jafnaði á 53. min. fyrir Middlesbro, en þremur min. fyrir leikslok skoraði Alex Cropley sigurmark Arsenal — og fyrsta tap Middlesbro i 11 leikjum var staðreynd. Leeds vann öruggan sigur á Coventry, en Miðlandaliðið lék sterkan varnarleik i fyrri hálf- leik og þá tókst Leeds ekki að skora. Hinsvegar voru leikmenn Coventry ekki eins harðir i vörninni i siðari hálfleiknum og þá skoraði Leeds tvivegis. Fyrst Terry Yorath, sem lék miðherja að þessu sinni. Það var á 63. min. og 10. min. siðar gull- tryggði Alan Clarke sigur Leeds. Larry Llod missti þá knöttinn til Clarke innan vita- teigs og slik tækifæri lætur sá kappi ekki ganga sér úr greip- um. Lék laglega á Bryan King markvörð og ýtti knettinum með innanfótarspyrnu lausri i markið. Um aðra leiki er það að segja, að Peter Noble, Burnley var i sviðsljósinu á Villa Park — skoraði bæði mörk leiksins. Fyrst réttu megin i mark Villa siðan sendi hann knöttinn i eig- iðrmark. Jimmy Greenhoff skoraði mark Stoke gegn New- castle og það virtist ætla að nægja til sigurs. Komið framyf- ir venjulegan leiktima og New- castle-liðið varla átt færi i leikn- um. En svo slapp Alan Gowling og lék skemmtilega a Shilton áður en hann sendi knöttinn i mark Stoke. Malcolm McDon- ald var afar slappur i liði New- castle og litlar likur að hann komist i landsliðið gegn Tékk- um. Markvörður Ipswich, Cooper, var hetja Ipswich-liðs- ins á Maine Road — varði nokkrum sinnum snilldarlega. Ipswich náði forustu i leiknum á 17. min. þegar Bryan amilton skoraði — en rétt áður hafði hann misnotað auðvelt tækifæri. Colin Bell tókst aö jafna fyrir City i siðari hálfleik. Keith Weller náði forustu fyrir Leicester snemma leiks gegn Tottenham, en svo skoruðu þeir Ralph Coates og Martin Chivers tvö mörk fyrir Tottenham á tveimur min. og öll leikgleði hvarf þá frá leikmönnum Leicester — bókstaflega upp- gjöf. Perryman skoraði 3ja mark Tottenham — en Weller aftur fyrir Leicester. Phil Boyer skoraði eina markið i leiknum i Nórwich i fyrri hálfleik — og það nægði Norwich-liðinu til að hljóta tvö dýrmæt stig. Þá töp- uðu Úlfarnir enn — Martin Dob- son og Garry Jones skoruðu fyr- ir Everton, en Ken Hibbitt eina mark úlfanna. Bristol City tapaði óvænt fyrir WBA á laugardag og missti við það forustu i 2. deild. Sunder- land komst aftur i efsta sætið eftir sigur gegn Luton, þar sem þeir Kerr og Robson skoruðu. Mörk WBA skoruðu þeir Alister Brown og Tony Brown. Mike Channon var stórgóður hjá Dýr- lingunum og skoraði bæði mörk- in gegn York.Hið fyrra úr vita- spyrnu, en hið siðara eftir fyrir- gjöf frá Peter Osgood, en hann hafði komið inn sem varamaður á 74. mín. Gamli landsliðskappinn Terry Paine, sem nú er leikmaður og þjálfari hjá Hereford (áður Southampton) náði merkum á- fanga á laugardag. Lék þá sinn 765 deildaleik og það er nýtt met.Enginn enskur leikmaður hefur áður leikið svo marga deildaleiki. En leikurinn var ekki ánægjulegur fyrir Paine — lið hans tapaði 2-4 á heimavelli fyrir Peterbro. Staðan er nú þannig: l.deild QPR 14 7 5 2 22- 9 19 Manch. Utd. 14 8 3 3 24-13 19 West Ham. 13 8 3 2 20-15 19 Derby 14 7 4 3 20-18 18 Liverpool 13 6 4 2 19-11 17 Leeds 13 7 3 3 20-14 17 Everton 13 7 3 3 20-18 17 Middlesbro 14 6 4 4 16-12 16 Manch. City 14 5 5 4 21-13 15 Stoke 14 6 3 5 16-14 15 Norwich 14 5 4 5 23-25 14 Newcastle 14 5 3 6 28-23 13 Arsenal 13 4 5 4 18-15 13 Ipswich 14 4 5 5 12-14 13 Aston Villa 14 4 5 5 14-19 13 Coventry 14 4 4 6 13-17 12 Burnley 14 3 6 5 16-21 12 Tottenham 14 2 7 4 19-21 11 Birmingham 14 3 3 8 19-25 9 Leicester 14 0 9 5 13-23 9 Wolves 14 2 4 8 15-24 8 Sheff.Utd. 14 1 1 : 12 6-30 3 2. deild Sunderland 14 9 2 3 22-10 20 BristolCity 14 8 3 3 29-16 19 Bolton 13 7 4 2 26-15 18 BristolRov. • 13 6 5 2 18-11 17 Notts Co. 13 7 3 3 14-11 17 Fulham 13 6 4 3 18-10 16 Sothampton 13 7 2 4 25-16 16 Oldham 13 6 4 3 20-18 16 Charlton 13 5 4 4 15-19 14 Blackpool 13 5 3 5 13-18 13 Luton 13 4 4 5 13-12 12 Hull City 13 4 4 5 11-13 12 Chelsea 14 3 6 5 14-18 12 WBA 12 3 6 3 9-14 12 Nottm. For. 13 3 5 5 12-13 11 Orient 13 3 5 5 9-12 11 Plymouth 13 4 3 6 13-17 11 Blackburn 13 2 6 5 12-14 10 Oxford 13 3 3 7 12-20 9 Carlisle 13 2 4 7 11-19 8 Portsmouth 12 1 6 5 8-18 8 York 13 2 3 8 12-22 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.