Dagblaðið - 27.10.1975, Blaðsíða 5
^Sjónvarp
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 iþróttir. Myndir og
fréttir frá iþróttaviðburðum
helgarinnar. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
21.15 Seint fyrnast fornar ást-
ir. Breskt sjónvarpsleikrit.
Hefðarfrú biður iistmálara
nokkurn að mála mynd af
manni; sem hún lýsir fyrir
honum. Hann treystir sér
ekki til að mála myndina, en
biður starfssystur sina að
gera það. Þýðandi Sigrún
Þorsteinsdóttir.
22.05 Vegferö mannkynsins
Bresk-ameriskur fræðslu-
myndaflokkur um upphaf
og þróunarsögu mannkyns-
ins. 2. þáttur. Uppskeran og
árstíöirnar. Þýðandi og þul-
ur Óskár fngimarsson.
22.55 Dagskráriok.
H.H. hvíldarstóllinn hœgt að
leggja niður bakið.
TR einmg an arma
Hentugur stóll skiptir miklu
um heilsu yöar og vellíðan.
Litið inn, sjón er sbgu rikan.
Landsins bezta úrval og þjonusta
Framleiðandi:
STÁLIÐJAN H.F.
usgögn
Grensásvegi 7
S. 83360.
Brezkt sjónvarpsleikrit
Útvarpið í kvöld kl. 19.40:
„Um daginn og veginn"
Réttleysi neytenda í
verðlagsmálum og
önnur neytendamál
,,Ætli ég muni ekki tala um
neytendamál,” segir Garðar
Vilborg fulltrúi sem ekki var
enn búinn að taka saman það
sem hann ætlaði að ræða um i
þættinum „Dagurinn og vegur-
inn”, þegar við höfðum
samband við hann.
,,Og varla er hægt að komast
hjá þvi að minnast kvennafris-
ins,” hélthann áfram. Hann var
á þvi að varla þyrfti raunar að
renna huga að þvi hversu konur
væru sterkt afl i þjóðfélaginu.
Auðséð væri að allt athafnalif
lamaðist þegar konur legðu
niður vinnu.
Garðar mun minnast á verð-
lagsmál og réttleysi neytenda.
Engin neytendalöggjöf er til i
landinu, en hún er til á öllum
hinum Norðurlöndunum og yfir-
leitt i menningarlöndum. Fóik
getur yfirleitt ekki kvartað
yfir ónýtri vöru og ef það er gert
i blöðum er jafnvel talað um
atvinnuróg, þvi stutt er réttar-
greiningin á milli atvinnurógs
og umkvartana.
Uppistaða verðlagslöggjafar-
innar hefur breytzt enda
timarnir aðrir heldur en þegar
hún var sett. Það sem þá var
Garðar Viborg fuiltrúi mun
ræða um „Paginn og veginn” i
kvöld og aðailega ræða neyt-
cndamál.
talin lúxusvara er neyzluvara i
dag. Ekki er þvi vanþörf á að
þessi löggjöf verði endurskoðuð.
Ýmislegt fleira ber á góma en
Garðar hefur mál sitt kl. 19.40 i
kvöld. EVI
Sjónvarpið í kvöld kl. 21.15:
„SEINT FYRNAST
FORNAR ÁSTIR"
1 sjónvarpinu i kvöld
verður sýnt brezka sjónvarps-
leikritið „Seint fyrnast fornar
ástir”.
Fjallar myndin um málara
nokkurn sem er beðinn að mála
mynd. Er það heldri frú sem um
það biður og á hann að fram-
kvæma verkið eftir lýsingu
hennar.
Hann biðst hins vegar undan
þvi að taka þetta að sér en gerist
milligöngumaður fyrir þvi að
annar úr málarastéttinni geri
myndina og er sá kona.
Það kemur þá i ljós að sú
þekkir manninn sem hún er
beðin að mála. EVI
Útvarpið í kvöld kl. 20.30: „Á vettvangi dómsmálanna"
Seig kanturinn
undan bílnum?
„Ég hef verið með þennan
þátt frá 1972 eða síöan ég
byrjaði hjá Hæstarétti. Tek ég
þau mál fyrir sem mér lizt
skemmtilega á.”
Þetta segir Björn Helgason
hæstaréttarritari sem sér um
þáttinn „A vettvangi dómsmál-
anna.”
I kvöld rekur Björn mál eig-
anda bils er ekur út af vegi við
Ferjukotssikin i Borgarfirði.
Heldur hann þvi fram að
kanturinn hafi sigið en það vill
Vegagerðin ekki samþykkja.
„A vettvangi dómsmálanna”
hefur verið á- dagskrá útvarps-
ins um árabil. Á undan Birni var
Sigurður Lindal prófessor með
þáttinn og þar á undan Hákon
Guðmundsson fyrrverandi
borgardómari. EVI
Björn Helgason hæstaréttar-
ritari sér um þáttinn „A vett-
vangi dómsmálanna”, sem er á
dagskrá útvarpsins aðra hverja
viku.
DB-mynd Bjarnleifur.
KROm
MUSGÖG
karlar
Konur
og
Dagbiaðið. Mánudagur 27. október 1975.
Utvarp
Sjónvarp