Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.11.1975, Qupperneq 4

Dagblaðið - 12.11.1975, Qupperneq 4
4 Dagblaðiö. Miðvikudagur 12. nóvember 1975. BIFREIÐASTILUNG SVARAR FYRIR SIG hef&i sagt að við hefðum skipt um bremsuklossaaðframan en aldrei hreyft við afturhjólunum. Á þessari forsendu óskaði maðurinn eftir endurgreiðslu á reikn- ingnum frá Bifreiðastillingunni. Ég undirritaður bað manninn að skilja eftir reikninginn til að ég gæti kynnt mér réttmæti kröfu hans. Er ég talaði við viðkomandi aðila hjá Hemlastillingu hf. kom i ljós að þeir höfðu ekki skipt um neina borða i bilnum heldur aðeins rétt af borða og rennt skálar, eins og kemur greinilega fram á reikningi þeirra. Einnig er talað um i viðkomandi grein i Dagblaðinu að bifreiðareigandinn hafi rökrætt um reikningana við mig en ég staðið harður á minu. Þegar bileigandinn kom til min og fékk neikvætt svar við beiðni sinni voru staddir hjá mér tveir menn og hlustuðu á samtalið sem var örfá orð sögð af bileiganda. Ég fékk ekkert tækifæri til að útskýra neitun mina, þvi að maðurinn sagði einfaldlega að ef ég greiddi honum ekki til baka um 7.000 krónur þá skyldi hann leita réttar sins á öðrum stöðum. Með tillliti til verðlags er ekki úr vegi að geta þess að bremsu- klossar þeir, sem voru settir i bilinn, kostuðu kr. 3300 auk 20% söluskatts, en hefðu kostað kr. 5320 auk 20%, hefðu þeir verið keyptir i umboði bifreiðarinnar, og finnst mér það ekki benda til þess að gleymzt hafi að hugsa um hag viðskiptavinarins. Einnig kemur fram i þessari furðugrein, að ekki sé vist að allir séu tilbúnir að greiða lögfræðingi tugi þúsunda til að innheimta tiu þúsund króna kröfu. Ekki kann- ast ég við að maður, sem lætur innheimta réttmæta kröfu, þurfi að greiða lögfræðikostnað. — Það lendir venjulega á þeimsem tapar málinu. Orðin „sama verk unnið tvisvar og einnig greitt tvisvar” tel ég hér með dauð og ómerk i þessu tilfelli. Með þökk fyrir birtinguna. Bragi Stefánsson í Dagblaðinu 4. nóvember siðastliðinn birtist grein undir fyrirsögninni „hvert á fólk að snúa sér? Sama verk unnið tvivegis, — og lika greitt tvisvar!” Með þessari grein fylgdi mynd af reikningi frá Bifreiðastillingunni Grensásvegi 11, dagsettum 21. ágúst 1975 á bif- reiðina R-3612. Einnig var reikn- ingur frá Hemlastillingunni hf. Súðarvogi 14, dagsettur 16. október, — bilnúmer vantaði. Einhver misskilningur virðist hafa átt sér stað hjá eiganda R- 3612, er hann telur sig hafa tvi- borgað rennsli á skálum og bremsuborða, þar sem það kemur greinilega fram á reikn- ingnum að hann gr. fyrir skipt- ingu á bremsuborðum og bremsuklossum hjá Bifreiöastill- ingunni Grensásvegi 11, en fyrir rennsli á skálum hjá Hemla- stiilingu Súðarvogi l4.Einnig má athuga að annar reikningurinn er dagsettur 21. ágúst en hinn 16. október. Til að rekja sögu þessa máls þá kom eigandi umræddrar i Bifreiðastillinguna Grensásvegi 11 og óskaði eftir því, að bifreiðin yrði prufukeyrð vegna óhljóða i bilnum þegar bremsað var. Það var gert og honum siöan gefinn ákveðinn timi til viðgerðar. Maðurinn mætti á tilteknum tima en taldi iskrið hafa horfiö i milli- tiðinni og eigi þörf viðgerðar strax. Siðar kom hann aftur og var þá billinn tekinn á verkstæði og skipt i honum um bremsuborða og bresmuklossa, sem voru orðnir mjög slitnir. Löngu seinna kom svo viðkomandi maður og sagði að iskrið i bremsunum væri alveg eins og áður. Honum var gefinn timi til endurskoðunar á verkinu en hann mætti ekki. Seinna kom maðurinn aftur til Bifreiðastillingarinnar og hafði þá meðferðis reikning frá Hemla- stillingu i Súðarvogi og sagði að þeir hefðu skipt um bremsuborða að aftan og rennt bremsuskál- arnar. Ennfremur sagði hann að starfsmaður sá, er vann verkið. Jólamaturinn i höndum Hilmars verzlunarstjóra hjá Tómasi. Db-mynd BP. NOG AF RJÚPU EN HÚN ER STYGG — og nú kostar hún 400 kr. út úr búð „Rjúpnaveiðin hefur gengið nokkuð vel og greinilega er meira af rjúpú nú en I fyrra, samkvæmt frásögnum sem mér hafa borizt og einnig veit ég það af eigin raun,” sagði Garð- ar Svavarsson matvörukaup- maður hjá Tómasi, Laugavegi 2, en hann er i hópi meiriháttar rjúpnaskytta og kaupandi rjúpu viðs vegar að áf landinu. Tiðin hefur hins vegar verið afleit nema fyrstu vikuna. Margir fengu mjög góða veiði i Borgarfirði, á Vestfjörðum og reyndar viðar. Siðan datt veiöin niður vegna veðráttu en er nú aftur að lifna, nema i S.-Þing- eyjarsýslu, en þar hefur veiðitið ’verið slæm. Ég er sannfærður um, sagði Garðar, að verði tiðin góð þá verður veiðin góð. Verð á rjúpu út úr búð er nú 400 kr. en var 300 kr. i fyrra. Möguleikar eru á það verð geti breytzt bæði til hækkunar og lækkunar, eftir hvernig aflast. Veðráttan ræður þar mestu um. Verðhækkun nú er litil i saman- burði við hækkun á öðrum mat, þvi 300 kr. verðið i fyrra var óbreytt frá árinu 1973. Raunin hefur verið sú að þegar rjúpna- stofn er að nálgast hámark er rjúpnaverð likt og gerist með kg af súpukjöti. Það er nú kr. 460 kr. kg. Neyzla rjúpna fer i vöxt. í fyrra seldist allt upp og skortur var á rjúpu. Heildarveiðin i ár ræður þvi miklu um hvort verð- ið hækkar eða lækkar fram til jóla. Nóg er af fuglinum en hann er styggur meðan ekki kemur ákveöin snjóh'na i fjöll. Veiðikostnaður hefur mjög hækkað, t.d. kosta skot nú frá 50-95 kr. stk. en i fyrra kostuðu þau 20-50 kr. —ASt. STILLING H/F SKEIFUNNI 11 auglýsir: Höfum opnað aftur varahlutaverzlun vora með vara- hluti í bremsur ú bifreiðum Höfum einnig fyrirliggjandi bremsuborða í togspil. STILLING H/F skeif nni 11, símar 31340 og 82740

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.