Dagblaðið - 12.11.1975, Síða 5
Dagblaðið. Miðvikudagur 12. nóvember 1975.
5
f)
<§
Utvarp
Sjónvarp
Sjónvarp í kvöld kl. 21.20:
McCloud í eltingaleik í stórborginni
Kl. 21:20 i kvöld er bandarlski
sakamálaflokkurinn McCloud á
dagskrá sjónvarpsins, þýðandi
er Kristmann Eiðsson.
Efni þáttarins er á þá leið að
McCloud er á eftirlitsferð um
borgina með hörundsdökkum
starfsbróður sinum, þegar þeir
eru kallaðir á vettvang þar sem
innbrotsþjófur hafði skotið á
lögreglumann.
Lögreglumaðurinn reynist
ekki mikið særður, en innbrots-
þjófurinn komst undan. Mc-
Cloud er sannfærður um að hér
sé ekki illvirki á ferð og lætur
hann þessa • skoðun i ljós við
fréttamenn.
Yfirmanni hans þykir miður
hve McCloud er orðinn mikill
stjarna, hann er i forsiðufrétt-
um blaðanna dag eftir dag, og
ákveður að lækka i honum rost-
ann.
McCloud er fengið það verk-
efni að finna hross sem stolið
hafði verið frá lögreglumanni á
5. tröð og telur yfirmaðurinn að
þetta starf sé mjög við hæfi Mc-
Clouds sem er ekki sérlega
ánægður með þetta fyrirkomu-
lag. Hann neyðist samt til þess
að leita að hrossinu um leið og
hann hefur augun opin fyrir inn-
brotsþjófnum.
Þá er tilkynnt um innbrot i
aðra lyfjaverzlun og er sami
maður að verki. McCloud og fé-
lagi hans fara á vettvang og elta
þjófinn alla leið upp á húsþak
þar sem þjófurinn afvopnar fé-
laga McCloud snarlega og skýt-
ur siðan á McCloud. Hann særist
þó ekki alvarlega og er nú enn
sannfærðari en áður að hér sé
um að ræða einhvern sem
annaðhvort þurfi nauðsynlega á
lyfjum að halda eða sé eitur-
lyfjaneytandi og er enn stað-
fastari i að reyna að leysa
málið.
1 kynningu sl. miðvikudag
sagði að Dennis Weaver hefði
leikið Festus i Gunsmoke, en
þegar ég sá þáttinn kom i ljós að
þetta var misskilningur, hann
lék aðstoðarlögreglumanninn i
Gunsmoke.
—A.Bj.
[ dag kl. 18 verður á dagskrá sjónvarpsins bandariski teiknimynda-
lllokkurinn um björninn Jóka og félaga hans. — Myndir úr þessum
Hokki voru sýndar i sjónvarpinui fyrravetur.Þýðandier Jón Skapta-
Q Utvarp
14.30 Miðdegissagan:
„Fingramál” eftir Joanne
Greenberg. Bryndis Vig-
lundsdóttir les þýðingu sina
(2).
15.00 Miðdegistónleikar.
Styvesant-kvartettinn leik-
ur Chaconnu fyrir strengja-
sveit eftir Henry Purcell og
Kvartett i D-dúr eftir Karl
Ditters von Dittersdorf.
Pierre Pierlot og kammer-
sveitin Antiqua Musica
leika Tvo óbókonserta op. 7
eftir Tommaso Albinoni nr.
6 i D-dúr og nr. 9 i F-dúr.
Yehudi Menuhin stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Tveggja daga ævintýri”
eftir Gunnar M. Magnúss.
Höfundur les (8).
17.30 Framburðarkennsla i
dönsku og frönsku.
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Vinnumál. Þáttur um
lög og rétt á vinnumarkaði.
. Umsjónarmenn: Lögfræð-
ingarnir Gunnar Eydal og
Arnmundur Backman.
20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng-
ur. Sigurveig Hjaltested
syngur islenzk lög, Ragnar
Björnsson leikur undir. b.
Þrir dagar á Gotlandi. Þór-
oddur Guðmundsson flytur
ferðaþátt, fyrri hluti. c.
„Ófullnægja”, smásaga
eftir Pétur Hraunfjörð Pét-
ursson. Höfundur les. d.
Þjóðtrú um manninn. Bald-
ur Pálmason les frásögn
Helga Gislasonar á Hrapps-
stöðum I Vopnafirði. e. Um
islenzka þjóðhætti. Árni
Björnsson cand. mag. talar.
f. Kórsöngur. Karlakórinn
Fóstbræður syngur, Ragnar
Björnsson stjórnar.
21.30 (Jtvarpssagan:
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Kjarval” eftir Thor
Vilhjálmsson. Höfundur les
(13).
22.40 Djassþáttur. Jón Múli
Árnason kynnir.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
d
^ Sjónvarp
i>
18.00 Björninn Jóki. Nýr,
bandariskur teiknimynda-
flokkur. Þýðandi Jón
Skaptason.
18.25 Kaplaskjól. Breskur
myndaflokkur byggður á
sögum eftir Monicu Dick-
ens. Skuldin. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.50 List og listsköpun.
F'ræðslumyndaflokkur fyrir
unglinga. 3. þáttur. Ljós og
skuggar. Þýðandi Hallveig
Thorlacius. Þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
19.15 Hlé
20. Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Vaka. Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmaður
Aðalsteinn Ingólfsson.
21.20 McCloud. Bandariskur
sakamálamyndaflokkur.
Aðalhlutverk Dennis Weav-
er. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
22.10 íþróttir. Umsjón Ómar
Ragnarsson.
Dagskrárlok óákveðin.
Útvarp í kvöld kl. 19.35:
Veikur í sumarfríi-
orlofi eða bara frí?
Vinnumál heitir þáttur sem er
á dagskrá útvarpsins kl. 19:35 i
kvöld. Umsjónarmenn eru
Gunnar Eydal og Arnmundur
Bachmann. í kynningarþætti
útvarpsins sagði Gunnar m.a.
um efni þáttarins:
— I upphafi verða tekin fyrir
nokkur grundvallaratriði i
vinnulöggjöfinni en okkur hefur
þótt nauðsynlegt að gera grein
fyrir kjarasamningum sjálfum
og mismuninum á kjarasamn-
ingi sem stéttarfélagið gerir og
svo á hinn bóginn á vinnusamn-
ingum sem hver einstakur
starfsmaður gerir þegar hann
ræður sig I vinnu.
Þá verður komið inn á hver sé
réttur starfsmannssemveikist á
meðan hann er I sumarfrii,
hvort veikindatimabilið teljist
til orlofs og hann eigi þvi
veikindadagana inni. Tekið
verður fyrir hvort heimilt sé að
greiða laun með ávisun eins og
tiðkað er i dag.
Að lokum verður rætt við
Kristján Thorlacius formann
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja um kröfur opinberra
starfsmanna um verkfallsrétt,
lifeyrissjóðinn og ýmis ffeiri at-
riði sem spunnizt hafa inn i um-
ræðurnar.
A.Bj.
ERNA V
INGÓLFSDÓTTÍI
Sjónvarpið í kvöld kl. 20.40: Vaka
Sýning Jóns Engilberts, Skjald-
hamrar, Agnes Löve leikur ó píanó
„Fyrst verður fjallað um hina
stórmerku yfirlitssýningu Jóns
Engilberts,” sagði umsjónar-
maður „Vöku” er við forvitnuð-
umst um þáttinn. Það er Ólafur
Kvaran sem sér um þetta atriði.
Sýningin stendur fram á 18.
nóvember, svo nú fer hver að
vera siðastur að sjá hana.
Hjörleifur Sigurðsson talar
um myndir þær er ekkja Þór-
bergs Þórðarsonar, Margrét
Jónsdóttir, gaf listasafni
Alþýðusambands íslands. Þá
kemur smáinnskot um Guten-
bergsprentvélasýninguna á
Kjarvalsstöðum.
mann og Þorsteini Gunnarssyni
I aðalhlutverkum. Leikstjóri er
Jón Sigurbjörnsson.
Sýnd verða stutt atriði úr leik-
riti Jónasar Arnasonar, Skjald-
hömrum, sem nú er verið að
sýna i Iðnó með Helgu Bach-
Agnes Löve spilar lag eftir
Chopin en hún spilaði nýlega i
fyrsta sinn með Sinfóniuhljóm-
sveit Islands. Rætt er litillega
við hana og siðast verða
almennar fréttir um menning-
armál. EVI
Það verður meðal annars fjallað um sýningu Jóns Engilberts i Listasafni islands i þættinum Vöku"
kvöld.
/