Dagblaðið - 12.11.1975, Page 7

Dagblaðið - 12.11.1975, Page 7
Dagblaðið. Miðvikudagur 12. nóvembcr 1975, 7 MIKIL ÓKYRRÐ í ÁSTRALÍU, ÞINGKOSNING- AR 13. DtS. Þúsundir Ástraliubúa þyrptust út á götur og stræti viöa um land i morgun til að lýsa yfir stuðn- ingi sinum við hinn brottrekna forsætisráðherra sinn, Gough Whitlain. t Sidney réðust rúmlega 200 verkamenn i skipa- og húsasmið- um i gegnum raðir lögreglu- manna og inn i skrifstofur verð- bréfamarkaðarins. Lögreglu- maður einn meiddist i grjótkasti fyrir utan fylkisþinghúsið i New South Wales. Fólk hrópaði viða „Við viljum Gough — Niður með Fraser!” Malcolm Fraser, ieiðtogi Frjálslynda flokksins, var i gær útnefndur forsætisráðherra nýrr- ar bráðabirgðastjórnar eftir að landstjórinn, Sir John Kerr, setti Whitlam af i gær og leysti upp þing. Fraser tilkynnti i morgun, að þingkosningar færu fram 13. desember. Flokksleiðtogar búast við bitrustu kosningabaráttu i sögu landsins. Hin eiginlega kosningabarátta hefst i næstu viku, en er i rauninni þegar hafin. Verkalýðssamtökin lýstu þegar i gær yfir stuðningi við Verka- mannaflokk Whitlams. Fyrstu merkin um andstöðu verkalýðs- hreyfingarinnar komu i ljós i gær, þegar þúsundir verkamanna lögðu niður vinnu i mótmælaskyni við aðgerðir landstjórans. Fyrsti dagur sjálfstœðis Angola Talsmaður stjórnarinnar i Can- berra bar i morgun til baka frétt dagblaðs eins þar i borg um að Fraser hefði vitað fyrirfram um ákvörðun landstjórans. Þá sagði fyrrum ráðherra og áhrifamikill þingmaður i neðri deild þingsins i sjónvarpsviðtali i morgun, að ákvörðun landstjór- ans um að reka Whitlam færði Astraliu aftur til þess tima, er landið hefði verið nýlenda dæmdra glæpamanna frá Bret- landi. Mjög litlu munar á valdahlut- falli flokkanna á þingi. Sam- steypa Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins hefur aðeins einu prósenti minna samanlagt en Verkamannaflokkur Whitlams i neðri deild þingsins, þar sem full- trúar eru 127.1 efri deild, þar sem fulltrúar eru 60, hefur Verka- mannaflokkurinn 27 þingmenn, stjórnarandstaða Frasers 30 og þrir eru óháðir. Ungfrú „Cuba Libra #/ Þessi fallega kúbanska stúlka heitir Marisela Maxie Clark og er 22 ára. Hún tekur þátt i feg- uröarsamkeppninni „Ungfrú heimur” i London og hefur verið talin mjög sigurstrangleg — þegar allt i einu kom upp vanda- mál. Hún er ekki, þegar allt kemur til alls, „Ungfrú Kúba”, heldur „Ungfrú Kúba Libra” — eöa fulltrúi kúbanskra flótta- manna i Bandarikjunum. Eru forráðamenn keppninnar heldur tvistigandi yfir þessu og þykja sigurvonir Mariselu hafa minnkað töluvert við þetta. Svœðamótið í Pula: CHONl TRYGGIR SÉR RÉTTINN Tilrœði við forsetann, stór- veldapólitík og borgarastríð Morðtilræði, stórveldapólitik og áframhaldandi blóðsúthellingar borgarastyrjaldarinnar settu sinn svip á fyrsta dag sjálfstæðis Afrikurikisins Angola, þar sem enginn ræður i rauninni rikjum. 1 Luanda skaut blakkur skot- maður að bifreið, sem hann taldi að dr. Agostinho Neto, leiðtogi frelsisfylkingarinnar MPLA, væri i. Neto var hvergi nærri, enda var verið að sverja hann inn i embætti forseta „alþýðulýð- veldisins Angola”, sem hefur yf- irráð yfir höfuðborginni. A sama tima var önnur rikis- stjórn sett á laggirnar i Nýju Lissabon i miðju landinu, þar sem nú heitir Huambo, af hinum frels- isfylkingunum tveimur, UNITA og FNLA. Striðiö heldur áfram. 1 morgun bárust þær fréttir að MPLA hefði hafið umfangsmikla birgða- og vopnaflutninga suður frá Luanda til aö hafa i tré við andstæðinga, sem sækja úr suðri. 1 Huambo sagði leiðtogi UNITA, dr. Jonas Savimbi, að herir sínir myndu nú i vikunni DAPURT HLJOÐ I GÖNGUMÖNNUM HASSANS KONUNGS „F r i ð a r - göngu”-menn Hassans Marokkókonungs eru komnir aftur til Tarf- aya, þreyttir og leiðir. Frá Vestur-Sahara komu þeir með bilum og rútum og skildu eftir sig mikla rykmekki i eyðimörkinni. Margir sögðust bara vilja fara heim. Einn borgarbúi sagðist vilja fá eitthvað að borða „annað en sardinur”. Flutningabilarnir komu i fimmfaldri röð eftir að „friðar- Hassan Marokkókonungur á- varpar þjóð sina i sjónvarpi og fyrirskipar göngumönnum að snúa við. gangan” hafði staðið i aðeins fjóra daga. Gleðin og ánægjan frá um sið- ustu helgi var horfin. Göngu- mennirnir voru þreyttir og daprir þegar þeir komu aftur til búðanna i Tarfaya, þar sem þeim hefur verið fyrirskipað að dvelja um kyrrt þar til ljóst er hvern árangur viðræður stjórn- ar Hassans við spænsku stjórn- ina bera. Borgarbúar i hópi göngu- manna voru sérlega æstir i að komast heim á ný. Fólk úr sveitum Marokkó virðist vera sáttara við að dvelja um kyrrt i búðunum, enda ekki mikill munur á lifsháttum þess þar og heima. Enginn göngumannanna vildi úttala sig um fyrirskipun kon- ungs um að hætta við gönguna. Enginn virðist vita hversu löng dvölin i Tarfaya verður. Almennt er álitið, að það taki að minnsta kosti viku að ná ein- hverju samkomulagi I viðræð- um stjórna Spánar og Marokkó — og á meðan gera göngumenn ekki annað en að biða. hertaka að minnsta kosti tvær aðrar borgir úr höndum MPLA og taka þannig fyrir birgðaflutninga frá Luanda. Stjórn Sovétrikjanna hefur við- urkennt stjórn MPLA og sleit um leið stjórnmálasambandi við stjórn Idi Amins i Uganda. Amin, sem er forseti Einingarsamtaka Afriku, hefur hvatt þjóðir heims til að viðurkenna enga stjórn i Angola fyrst um sinn. Stjórn Bandarikjanna segist viðurkenna hverja þá stjórn, er á endanum nái stjórn á öllu land- Chom frá Ungverjalandi vann sér í gær rétt til þátt- töku í undankeppni heims- meistaramótsins i skák, á svæðismótinu í Pula, Júgóslavíu. Chom vann Schmidt, Póllandi, í gær. Ekki verður vitað fyrr en í kvöld, hver hinn skák- meistarinn verður, sem kemst áfram úr þessu móti. Padevsky Búlgaríu, og Sviinn Andersson eiga mesta möguleika á öðru sæti í mótinu. Padevsky er nú í öðru sæti og Andersson i þriðja. Andersson vann i gær Borngaesser, Vestur- Þýzkalandi. Of stór vodkaskammtur handa sendiherranum? Idi Amin, forseti Uganda, er þeirrar skoðunar að sovézki sendiherrann i Kampala hafi fengið sér „of stóran skammt af vodka” daginn sem hann flutti honum munnlega orðsendingu frá sovézku stjórninni. Kom þetta fram i opinberri til- kynningu, sem gefin var út i Kampala, höfuðborg Uganda, i gærkvöldi. 1 tilkynningunni var ekki getið um efni orðsendingar sovézku stjórnarinnar. Talið er, að það hafi verið krafa sendiherrans Alexeis Zakharovs, um að stjórn Uganda lýsti yfir samstöðu með Alþýðufylking- unni til frelsunar Angola (MPLA). Amin fór fram á það við stjórn Sovétrikjanna, að sendiherrann yrði kallaður heim. Sovétmenn brugðu skjótt við og slitu stjórn- málasambandi við stjórn Amins. 1 tilkynningu Uganda-stjórnar- innar sagði að Amin forseti hefði verið enn ákveðnari i afstöðu sinni ef orðsending sendiherrans hefði veriö skrifleg. „Hann tók ekki alvarlegri af- stöðu vegna þess að sendiherrann hefur ef til vill fengið sér of stóran skammt af vodka þennan dag og þvi ef til vill ekki talað sem full- trúi stjórnar sinnar,” sagði i til- kynningu stjórnarinnar. 1 júni ásakaði Amin brezka hershöfðingjann Sir Chandos Blair fyrir drykkjuskap á fundi þeirra, er Bretinn kom til Uganda til að semja um frelsi til handa brezka kennaranum Dennis Hills. Sir Chandos neitaði ákærunni. Erlendar fréttir REUTER I

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.