Dagblaðið - 12.11.1975, Qupperneq 10
10
Dagblaöið. Miövikudagur 12. nóvember 1975.
TAFARLAUS YERÐTRYGGING SPARIFJÁR
— er eina lausnin, segir iesandi
Guörún Halldórsdóttir kennari:
„Ég hef nú ekki kynnt mér það
mál sérstaklega, en styð allar að-
geröir sem gætu orðið kröfum
námsmanna til framdráttar.”
Erla Sigurðardóttir húsmóöir:
„Það var nauðsynlegt fyrir
námsfólk að vekja athygli á sin-
um kjörum. Ekki getur fólkið
soltið.”
Jóakim Pálsson: „Ekkert veit ég
um það mál, en ég styð hógværar
kröfur námsmanna.”
Kristján Tryggvason nemi: „Hef
litið kynnt mér sérkröfur náms-
manna i Bergen eða aðgerðir
þeirra yfirleitt, en styð þá baráttu
sem er i gangi.”
TRYGGINGAFÉLÖG -
STYÐJIÐ UMFERÐARRÁÐ
Gisli Ölafsson, Giæsibæ 4 skrif-
ar:
„I Morgunblaðinu 8. nóvem-
ber sl. segir Pétur Svein-
bjarnarson að hægt sé að
minnka tiðni umferðaróhappa
um 10—15% eða um 7—800
óhöpp á ári ef nægilegt fjár-
magn fæst. Hann talar um 20
milljónir i þvi sambandi. Ég ef-
ast ekki um að Pétur viti hvað
hann segir. Hann og hans menn
vita allt um umferðaróhöpp og
varnir gegn þeim. Hafa trygg-
ingafélögin gert sér grein fyrir
þvi að þessi 7—800 óhöpp myndu
hugsanlega spara tryggingafé-
lögunum 2—300 milljónir á ári
(miðað við þær 2000 milljónir
sem tryggingafélögin gefa upp
sem kostnað við óhöpp á ári)?
Væri ekki rétt að tryggingafé-
lögin legðu fram þessar 20 millj-
ónir sem Pétur þarf, þó ekki
væri nema i tilraunaskyni, og
sjá hver árangurinn yrði?
Ennfremur langar mig að
minnast á eftirfarandi vegna
viðtals við lögreglustjóra i sama
blaði.
Ég álit að aðgerðir lögregl-
unnar séu ekki nógu fyrirbyggj-
andi. Það þarf að staðsetja lög-
regluna þannig að hún sé vel
sýnileg. Þá á ég við að hún sé á
gangivið þá staði þar sem flest
slysin og umferðaróhöppin eiga
sér stað. Þá ætti það ekki að
fara fram hjá neinum að fylgzt
er með þeim i umferðinni.”
Jóhann Gislason,
Nónvörðu 7, Keflavik, skrifar:
„Mér datt svona hitt og þetta i
hug i sambandi við auglýsingar,
sem nú eru að hef ja göngu sina i
sjónvarpiá ný, um mengun hins
innri manns, og umhverfi hans
af völdum sigarettureykinga.
Um það er þó ekki nema gott
eitt að segja. En þegar farið var
að minnast á þá milljarða, sem
varið er árlega til byggingar á
háum skorsteinum gegn
mengun, gat ég ekki lengur orða
bundizt.
Þvi enn má i gegnum blágráa
móðuna, sem umlykur bæinn,
sjá kvaladrætti á andlitum
ibúanna sem bæinn byggja. Svo
bágt er þeim um andardráttinn
allan af daunillri pestinni sem
gýs út um ósómann og grúfir sig
sem heilagur andi yfir bæinn.
Sælir mega eigendur vera sem i
auðlegð sinni leynast á bak við
ský sitt og i fyllingu draums sins
klóra i ákefð sina lúsugu punga.
(Hér er átt við peningapunga).
Betur mættu þeir og til meiri
vegsemdar vinna, ef klóruðu
þeir sér i skalla þá er þeir til
bæjar litu og segðu: „Fagur er
bærinn, synd er þó hve illa hann
sést.” Likt og Gunnar sagði
forðum fyrir tíð mengunar-
innar.
Sóminn og tillitssemin sem
ibúum bæjarins er auðsýndur
með svo rausnarlegri og kær-
kominni lykt, leynir sér ekki i
vitund þeirra og andlitsdráttum
öllum. Hver hefur ekki marga
kyrrláta kvöldstundina yfir
kaffibolla látið sig dreyma um
strompinn háa?
kundunni, bólar ekkert á
strompnum.
Tillagan sefur að öllum
likindum i skjalamöppum
pappirsbáknsins. Já — það er
með þennan ósóma eins og
annan að það er eins og þeir,
sem um hann eiga að fjalla, sofi
aldrei betur en þá. Hversu lengi
er hægt að byggja drauma-
strompinn á orðinu Frestur?
Menn eru farnir að halda að
bygging strompsins fari fram á
vixli i einhverri vixladeild
bankanna þar sem reglan um
framlengingu og frestun ræður
ferð.”
Jóhann Gislason
Nónvörðu 7
Keflavik.
En mér og eflaust fleirum
finnst og segir svo hugur, að
eitthvað litið fari fyrir tillögunni
um strompinn marg-dreymda
og heitt þráða hjá ráðamönnum
lyktiðjunnar. Mönnum verður
ósjálfrátt litið i átt að
kambinum þar sem kumbaldinn
stendur með heitri von i hug sér
um að eitthvað hafi nú skeð eftir
seinasta jarðskjálfta eða
seinustu vindhviðu. En ávallt
verða vonbrigðin gleðinni
meiri:
Já — mikill er máttur andans
i reyknum.
Og enda þótt náttúran sýni
alla sina hollustu til mannsins
með ofsa sinum, þar sem mað-
urinn verður að heyja harða
baráttu við að halda sköpun
sinni i skefjum, dugir það ekki
tii. Þvi að á pislargöngu sinni
gegnum allar náttúrurokur mót
Kára, sem jafnan herjar á
okkur Suðurnesjamenn, siast
jafnan ódaunninn með likt og
heilladis væri.
Og þrátt fyrir áköf mótmæli
smástirnisins i bæjarsam-
MUSTERI
MAMMONS
Gunnar Gunnarsson skrifar:
„Grein sú sem Þorsteinn
Thorarensen skrifaði i Dagblað-
ið föstudaginn 31. október um
veldi bankavaldsins gefur mér
tilefni til að bæta þar við nokkr-
um orðum, að gefnu tilefni.
Fyrir fáum árum komu menn
utan af landi til höfuðvigis höf-
uðstaðarins. Inn i sjálft muster-
ið gengu þeir og fóru fram á
fyrirgreiðslu til nauðsynlegra
framkvæmda.
Svar Jónasar Haralz var það
að sú stofnun, sem hann hefði
yfir að ráða, væri ekki „góð-
gerðastofnun” og veitti engar
„ölmusur”. — A þeim árum
sem Eimskipafélag íslands
naut nokkurra skattfriðinda
gegn þvi að veita fólki er ferðast
vildi til útlanda, ókeypis far á
vegum menntamálaráðs hafði
fólk nátengt Jónasi notið þeirra
friðinda oftar en nokkrir aðrir.
Hvað skyldi slik fyrirgreiðsla
heita á máli Jónasar? Annars
ætti Jónas að lesa upp þá grein
sem hann skrifaði i Timarit
Máls og menningar fyrir þrjátiu
árum um Landsbanka islands
og bankavaldið. Þar kynni hann
að geta notað nokkra „punkta”,
sem gætu orðið honum ihugun-
arefni á sólarlitlum laxveiði-
dögum, en eins og kunnugt er,
þá er sá veiðiskapur stundaður
á kostnað allra landsmanna.”
Spurning
dagsins
Hvað finnst þér um niðstöng
námsmanna I Bergen?
DRAUMUR UM
HÁAN STROMP
Guðleifur Kristmundsson verk-
fræðingur: „Hef ekki heyrt um
það.”
Guðmundur V. Magnússon nemi:
„Ég vona að þær aðgerðir beri
árangur.”
Kaktus skrifar:
„Við krefjumst verðtrygging-
ar sparifjár án tafar”, gæti full
fyrirsögn að þessum linum ver-
ið. Sparifjáreigendum finnst
nefnilega, að þeir geti lika eins
og hverjir aðrir, og kannski
fremur en aðrir, krafizt nokkurs
af rikisvaldinu og krafizt þess,
að rikisvaldið „standi i skilum”
með þann arð, sem eigendum
sparifjár ber og þeir vænta,
þegár þeir fela opinberum stofn-
unum varðveizlu fjármuna
sinrfa.
Nú hefur loks verið imprað á
þvi, þótt enginn taki það enn há-
tiðlega af munni ráðamanna
fyrr en við verður staðið, að
verðtryggja þurfi sparifé lands-
manna, þ.e. innistæður i bönk-
um og þá um leið öll útlán.
Þetta er gott svo langt sem
það nær, en það nær bara ekkert
ennþá, og þvi miður eru litlar
vonir til þess, að þetta nái fram
að ganga. Sparifjáreigendur
munu þó ekki ætla sér að láta
stjórnmálamenn blekkja sig i
þetta skiptið, þvi heyrzt hefur,
að sterk hreyfing sé nú komin i
gang meðal manna um að taka
fram fyrir hendurnar á stjórn-
mála- og fjármálaspekingum,
ef ekki verður fljótlega sýnt
merki þess að koma til móts við
hinn almenna borgarg, sem
orðið hefur að þola smánarlega
meðferð á fjármunum þeim,
sem opinberar fjármálastofn-
anir hafa umráð yfir, sparifjár-
eign landsmanna.
Langlundargeðalmennings er
ekki óþrjótandi, og vitað er, að
margir munu taka þann kost að
sjá sjálfir um geymslu fjár-
muna sinna, frekar en sæta
þeim afarkostum lengur að
leyfa peningastofnunum að
framfleyta óarðbærum fyrir-
tækjum ár eftir ár með fjár-
munum þeirra.
Fólk hélt, að nú væri ef til vill
komið að skuldadögunum og
endanlegu uppgjöri við gjald-
þrota fyrirtæki og illa rekin. Svo
virðist þó ekki vera, þvi nýjustu
fréttir herma, að enn á ný hafi
helztu efnahagssérfræðingar
ásamt ráðherrum ákveðið að
veita nýjar fyrirgreiðslur til
frystihúsa og fiskvinnslustöðva,
og eigi að meta þá aðstoð eftir
þörfum hvers fyrirtækis. Þetta
þýðir ekki annað i raun, eins og
oftast áður, en að þau fyrirtæki,
sem standa sig vel og skila
hagnaði, þurfa auðvitað enga
aðstoð, heldur þau sem standa
„höllum fæti” eins og það er
orðað, og það verða þvi enn þau,
sem munu háma i sig það
umframfé, sem enn liggur á
lausu, fé hins almenna spatifjár
eiganda.
Sparifjáreigendur munu þvi i
fullri alvöru hugsa sér til hreyf-
ings áður en enn ein skyssan
verður framkvæmd, og forða fé
sinu frá algeru hruni.
Það er þvi aðeins ein ráðstöf-
un, sem þessu getur orðið til
bjargar, en það er tafarlaus
verðtrygging sparifjár og allra
útlána.Ef stjórnmálamenn sjá
ekki hvað hér er um að ræða,
mun almenningur verða fyrri til
og neyta sins siðasta réttar.”