Dagblaðið - 12.11.1975, Page 11

Dagblaðið - 12.11.1975, Page 11
DagblaðiO. Miðvikudagur 12. nóvember 1975. 11 Hvert renno peningarnir? X-9 skrifar: „Eftir að hafa beðið eftir svari við grein minni i Dagblað- inu þann 2. október um skipu- lagsleysi i Kanadaferðum fer þögn Þjóðræknifélagsins að verða nokkuð löng. Þvi stenzt ég ekki mátið lengur. Þvi ætla ég að leggja eina við- bótarspurningu fram og beini henni til Þjóðræknifélags ís- lands. Fimmtudaginn 16. októ- ber var okkur, sem fórum til Kanada i sumar, boðið á myndakvöld á Hótel Sögu. Er þangað kom rak mig i roga- stanz, þvi þar átti hver að greiða 200 krónur. Ekki að ég sæi eftir þessum 200krónum — en mig langaði að vita fyrir hvað ég var að greiða. Fyrst var svarið — ég veit það ekki. Siðan kom — hann sagði að ætti að greiða þetta. Min spurning er afskaplega einföld: Hvert renna þessirpen- ingar?” Gefinn hefur veriö út nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa ríkissjóös, G flokkur, aö fjárhæö 300 milljónir króna. Skal fé því, sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, variö til varanlegrar vegageröar í landinu. Happdrættisskuldabréf ríkissjóös eru endur- greidd aö 10 árum liðnum meö verðbótum i hlutfalli viö hækkun framfærsluvísitölu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiði, sem aldrei þarf aö endurnýja í 10 ár. Á hverju ári verður dregið um 942 vinninga aö Happdrættisskuldabréf fjárhæö 30 milljónir króna, og verður í fyrsta skipti dregið 23. janúar n.k. Vinningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla,skattfrjálsir. eru til sölu nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. W) SEÐLABANKI ISLANDS 'OlXílfP Slœm systkin 7877-8083 skrifar: „Ég veit um systkin svo sæl og góð, og syngja vil um þau litinn óð.... Ég get þvi miður ekki tekið undir með skáldinu, að ég vilji syngja viðþau systkin litinn óð, þau systkin sem ég ætla að gera að umtalsefni i þessari stuttu hugvekju. Systkin þessi eru iðin við iðju sina, leiðast innilega eins og systkina er háttur, en þau eru ekki góð, þvi fer viðs fjarri, en ef til vill eru þau sæl við iðju sina. Systkin þessi eru rógurinn og öfundin. Þau styðja hvort annað vel og dyggilega, enda næra þau hvort annað og geta hvorugt án hins verið. öfundin er upphaf hins illa i fari manna og rógurinn fylgir henni fast á eftir, og áður en varir hefur þetta illþýði eitrað þannig frá sér að vænstu menn og konur leggja hatur hvert á annað. f ibúðablokk i kóngsins Kaupinhafn kom það fyrir, fyrirsvo sem tveimur árum, að einn ibúanna i blokkinni fann sig til þess knúinn að kæra einn ná- búa sinn fyrir dönsku skattalög- reglunni. Astæðan: þessi til- tekni maður sást koma (of) oft labbandi heim til sin með nokkrar öiflöskur sem ákær- anda fannst ekki geta samrýmzt þeim tekjum er hann áleit hinn hafa. Ég sagði kunningjum minum þessa sögu og gat þess jafn- framt að ég vonaðist til þess að við Islendingar sykkjum aldrei það djúpt að við færum af eintómri öfund að kæra hverjir aðra. Þvi miður hefur ósk min ekki rætzt þvi við Islendingar höfum nú tekið þennan ljóta sið frá Dönum og erum þar með engir eftirbátar þeirra. Landið okkar er i þessum efnum nú orðið að iögregluríkiþar sem fólk er far- ið að njósna hvert um annað. 1 einum útgerðarbæ hér á landi hafa menn tekið höndum saman og óskað að tiltekinn einstaklingur verði tekinn i bakarfið, sem svo er kallað, framtal hans rannsakað vegna utanlandsferða og annars sem grunsemdir vekur hjá ibúum plássins. Þvilikt og annað eins. öfundiner hér augljóslega að verki, studd af bróðurnum róginum, mönnum er ekki orðið óhætt að veita sér eitt eða annað án þess að það veki grunsemd nábúanna, allt eftir þvi hve öfundin rekur menn áfram. Hvað er nú orðið af freisinu dýrmæta sem við íslendingar þurfum svo mjög að berjast fyrir, er þetta það sem koma skal? Ég trúi þvi ekki. Látum ekki þessi systkin spúa öfundog rógiá meðal okk- ar íslendinga, þvi það verður enginn ríkari, þótt annar verðí fátækari. Mér datt þetta (svona) i hug.” 7877-8083 Raddir lesenda ER HANN ENSKUR EÐA ISLENZKUR? Saumaklúbburinn Þögnin spyr: „Hvað heitir söngvarinn sem syngur „She broke my heart” á plötu stuðmanna — Sumar i Sýrlandi? Saumaklúbburinn Þögnin, sem aldrei talar, aðeins hlustar, var að hlýða á umrædda plötu og kom þá upp ágreiningur — (Þögnin talar aldrei, innsk. DB) — hvort söngvarinn væri is- lenzkur eður ei. Þar sem stór upphæð er i húfi væntum við áreiðanlegra upp- lýsinga.” Dagblaðið aflaði sér áreiðan- legra upplýsinga og kom þá i ljós að umræddur söngvari er enskur og heitir Long John Baldry. Árið 1967 átti hann mjög vinsælt lag, sem heitir „Let the Heartache begin”, sem DB efast ekki um að þið i Þögninni munið eftir. Long Jolin Baldry (i miðið) með Riverband á hljómleikum i Festi i sumar. Vegur ttt verötryggingar m

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.