Dagblaðið - 12.11.1975, Síða 18

Dagblaðið - 12.11.1975, Síða 18
18 Dagblaðið. Miðvikudagur 12. nóvember 1975. Viðgerð á Pálsbœ frestað til vors ,,Það átti að reyna þetta núna I haust, en varðskip hafa verið önnum kafin og svo misstum við þyrlur, eins og kunnugt er,” sagði Sigurður Þórarinsson er við inntum hann eftir þvi hvað liði viðhaldi á Pálsbæ i Surtsey. ..Pappaklæðning á húsinu er orðin veðruð og eins sezt að þvi vikur, svo húsið þarf töluvert viðhald, en óg er hræddur um að það verði ekki fyrr en i' vor, þar eö við takmörkum verulega umferð um eyna,” sagði Sig- urður ennfremur. Töluvert er komið af plöntu- tegundum i eyna en það er þó ákaflega strjált, eins og við er að búast. ,,Þarna eru einar 13-14 tegundir af blóm jurtum og ein elftingartegund,” sagði Ey- þór Einarsson i viðtali við blaðið. „Mosategundir eru miklu fleiri, alls um 50, og svo eru þarna fléttur og skófir. En langt er þó i land með að þarna sé samfelldur gróður”. Að sögn Eyþórs nýtur eyjan eðlilegra heimsókna fugla, fýll verpti þar fyrir um 3 árum og eins kvað hann fleiri varpfugla hafa kom- iðþangað. -HP. STRÆTÓ í ÁREKSTRI 1 fyrradag varð árekstur milli strætisvagns og litillar fólksbif- reiðar i Arbæ. Ók strætisvagninn eftir Rofabæ, sem er aðalbraut, en hinn kom i veg fyrir hann. 11 ára stúlka i vagninum kvartaði um eymsli i fæti og var til öryggis flutt á slysadeild en mun ekki al- varlega slösuð. ASt. Lýst eftir vitnum Lýst er eftir vitnum að árekstri sem varð á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Suðurlands- brautar 8. október sl. um 6 leytið að kvöldi. Lentu þar saman strætisvagn og fólksbifreið af Moskvitch-gerö. Þeir sem kynnu að hafa sérð atburðinn snúi sér til i Tryggingar h.f., Laugavegi 178. j Fast var drukkið > Eyjum Töluverð ölvun var i Vest- mannaeyjum um siðustu helgi. Nú sem að undanförnu var föstu- dagskvöldið og aðfaranótt laug- ardagsins verst i þessum efnum. Voru allar geymslur lögreglunn- ar fullskipaðar. Ekki dró til frásagnarverðra tiðinda i Eyjum en allerilsamt varhjá lögreglunni vegna þessar- ar ölvunar. ASt Lokuð úti ó svölum Svalahuröir geta verið hættu- legar og vist er um það að hafa skal aðgát þegar þær eiga i hlut. Maður einn, sem leið átti um Háaleitisbraut i fyrradag, heyrði hróp konu nokkurrar sem lokazt hafði úti á svölum ibúðar sinnar. Brá hún sér þangað út til að hengja upp þvott en vindhviða skellti aftur hurðinni. Húnn er enginn utan á huröinni og var konan hjálpar- laus. Maðurinn gat náð til eigin- manns konunnar og kom hann fljótt á vettvang og bjargaði konu sinni. En hér er þessi saga sögð öðrum til viðvörunar. ASt Pansinn dunaði dátt og fóik skemmti sér llklegabetur en almennt gerist á dansleikjum hér. (PB-myndir Björgvin) Frímerkjosýningar í Hveragerði og Selfossi „Hér er ýmislegt fágætra fri- merkja, m.a. fyrstadagsumslög og dönsku jólamerkin frá upp- hafi,” sagði Páll Michelsen garð- yrkjubóndi i Hverageröi i samtali við fréttamann blaðsins i gær, á degi frimerkisins. Páll heldur um þessar mundir frimerkjasýningu i kaffiskálan- um við hliðina á blómastofu hans i Hveragerði. Sýningin er opin daglega frá 8 á morgnana til 6 á kvöldin og hefur þar verið margt gesta. Fleiri frimerkjasýningar eru þar austur frá. Á Selfossi er sýn- ing á vegum Frimerkjaklúbbs Selfoss og stendur eitthvað fram eftir næstu viku. Báðar þessar sýningar voru settar upp undir leiðsögn Ernst Sigurðssonar. —ÓV ÞAÐ RÍKTI SÖNN ÁNÆGJA — þegar fólk frá heimilum hinna vangefnu kom saman til að skemmta sér í Tónabœ i marga daga áður en dans- leikurinn er haldinn. Það er mikill ókostur við það fyrirkomulag að einangra vangefna svo að þeir geta ekki skemmt sér með heilbrigðum. Það væri verðugt verkefni fyrir skáta eða sambærileg félög að gera góðverk með þvi að bjóða vangefnum að skemmta sér með þeim eina kvöldstund á.vetri eða svo. Allt slikt, hversu litið sem það er, væri vel þegið af fólkinu og forráðamönnum þess. —AT— Það var heldur betur lif i tusk- unum þegar Dagblaðsmenn litu inn á dansleik i Tónabæ i siðustu viku. Þar voru þó ekki hinir föstu gestir Tónabæjar að skemmta sér heldur vistmenn frá Bjarkarási, Kópavogs- hælinu, Skálatúni og Tjaldanesi. Það er næsta fátitt að fókið, sem er allt vangefið , komist á dansleik. Þó eru haldnar svona skemmtanir tvisvar til þrisvar á vetri. Að sögn starfsfólks stofnananna er tilhlökkunin svo mikil að um annað er ekki talað Aðalfundarboð Aðalfundur Æðarræktarfélags Is- lands 1975 verður haldinn að Hótel Sögu við Hagatorg i Reykjavik sunnudaginn 23. nóvember nk. kl. 14. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Skýrsla ráðunautar, Arna G. Péturssonar. 3. Yfirlit um markað og söluhorf- ur á dún. (Agnar Tryggvason, framkv.stj. Búvörudeildar SIS.) 4. Erindi fulltrúa félagsdeilda. 5. Kosningar. 6. Onnur mál. Sveinn Einarsson, veiðistjóri, mætir á fundinum. Allir þeir, sem æðarrækt unna og vilja stuðla að viðgangi hennar, eru velkomnir á fundinn. Reykjavik, 25. okt 1975 Stjórnin Kvenfélag Flug- björgunarsveitarinnar Munið afmælisfundinn miðviku- daginn 12. nóvember kl. 20.30. Kynntir verða ostaréttir, ger- bakstur o.fl. Stjórnin. Kvennadeild Slysavarnafélagsins i Reykjavik, Fundur verður haldinn fimmtu- daginn 13. nóvember kl. 8.30 i Slysavarnahúsinu á Granda- garði. Spilað verður bingó. Fé- lagskonur eru beðnar um að fjöl- menna og taka með sér gesti. Kvenfélagið Seltjörn Fundur verður haldinn i Félags- heimilinu miðvikudaginn 12. nóv- ember kl. 20.30. Tizkusýning, skemmtiatriði. Stjórnin. Húsmæðrafélag Reykjavikur heldur fund miðvikudaginn 12. nóvember kl. 8.30 á Baldursgötu 9. Dröfn Farestveit verður með sýnikennslu á pizza-réttum. Muniö bazarinn sunnudaginn 16. nóvember að Hallveigarstöðum. Kvenfélag Lágafellssóknar Fundur i boði Kvenfélagsins Seltjörn verður miðvikudaginn 12. nóvember i Félagsheimilinu Seltjarnarnesi. Rútuferð verður frá Brúarlandi kl. 8 siðdegis. TiSkynningar Veðrið Sunnan stinningskaldi, dálitil rigning eða súld. Hiti 7 til 9 stig. Andlát Magnús Magnússon múrari, Sörlaskjóli 32, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag kl. 13:30. Hann andaðist 3. nóvember 99 ára að aldri. Magnús fæddist á Hvanneyri 22. október 1876, sonur hjónanna Magnúsar Magnússonar frá Neðra- Hreppi og Ingveldar Þórðardóttur frá Hamrakoti. Magnús ólst upp hjá þeim, fyrst að Horni en siðan á Ytri-Skelja- brekku. Magnús kvæntist 18. ágúst 1909 Kristinu Guðmundsdóttur frá Hvassahrauni. Þau eignuðust tiu börn og eru sjö þeirra á lifi: Skúli Hafstein , Guðmundur Þórir, Magnús Aðalsteinn, Valtýr, Gunnsteinn, Guðriður Bára og Einara Karla. Magnús lærði fyrst steinsmiði og gerðist siðan múrari. Hann var einn af stofnendum Múrarafé- lagsins. Bjarni G. Friðriksson var jarð- sunginn i gær frá Fossvogskirkju. Hann andaðist 5. nóvember 79 ára að aldri. Bjarni fæddist 31. júli 1896 á Flateyri i önundarfirði og fluttist 11 ára með föður sinum, Friðrik Bjarnasyni, til Suðureyrar I Súg- andafirði. Arið 1922 gekk Bjarni að eiga Sigurborgu Sumarlinu Jónsdóttur frá Gelti i Súganda- firði og eignuðust þau 16 börn. 11 þeirra eru enn á lifi. Svanfriöur Hjartardóttir verð- ur jarðsungin frá Dómkirkjunni i Reykjavik föstudaginn 14. nóvember kl. 13:30. Guðmundur Gunnlaugsson húsasmiðameistari, Hrauntúni 12, Keflavik, lézt að Elliheimilinu Grund mánudaginn 10. nóvem- ber. Veggspjöld um bœkur og Basar Basar Húsmæðrafélags Reykja- vikur verður sunnudaginn 16. nóvember kl. 2 að Hallveigarstöð- um. Félagskonur eru vinsamlega beðnar að koma munum i félags- heimilið að Baldursgötu 9, dag- lega frá 2—5 til laugardags. Barðstrendingafélagið i Reykjavik Sveitakeppni Barðstrendinga- félagsins i bridge hefst mánu- daginn 17. nóvember. Þátttak- endur eru beðnir að mæta tiu minútum fyrir klukkan átta. Barðstrendingar, eflið bridge- deildina og mætið stundvislega. Spilað er i Domus Medica. m SkráC írá GENGISSKRÁNINC NR ?07 - 7. nóvcmbrr 1975. Eining Kl .13.00 Sala 6/11 1975 1 Bandaríkjadollar 166,70 7/11 1 Sterlinespund 345, 00 * - 1 Kanadadolla r 164,10 * 100 Danakar krónur 2786,70 * 100 Norskar krónur 3040,80 * - 100 Sarnakar krónur 3828.70 * 100 Finnuk mörk 4347. 00* 100 Franakir frankar 3819.30 * 100 Dilg. írankar 431,00 * 100 Svissn. frankar 6334,90 * 100 Gyllini 6336,10* - 100 V. - Þýrk mbrk 6506,70 * 100 Lfrur 24,72 * 100 Auaturr. Sch. 919.70 * - 100 Eacudos 628,65 * 5/11 100 FeaeTar 281,50 7/11 100 Yen 55,24 * 6/11 100 Reikningakrónur Vúruskiptaljind 100,14 1 Reikningadollar - Voruakiptalond 166,70 Brcyting frá afKuatu akráningu bóklestur A siðasta ári hóf Félag bóka- safnsfræðinga að gefa út vegg- spjöld. Alls hafa komið út átta spjöld, þar af þrjú i siðasta mánuði. Af þessum átta spjöldum eru sex eftir nemendur Myndlista- og handfðaskóla Islands, eitt eftir Barböru Arnason og eitt eftir Danann Ib Spang Olsen. Það siðastnefnda var gefiö út i tilefni af alþjóða bókasafnsdeginum. 011 minna þessi veggspjöld á bækur og bóklestur og eru ætluð bókasöfnum, dagheimilum, skólum og heimilum. Þau eru i skemmtilegum litum og er hin mesta prýði að þeim. Þetta er stór áfangi i islenzkri vegg- spjaldaútgáfu og er vonandi að félagið haldi áfram á þessari braut.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.