Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 1
1. árg. — Föstudagur 12. desember 1975 — 80. tbl.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
BRETINN KVAÐST HAFA
BOÐIÐ ÞÓR AÐSTOÐ!
-X 'SSt
Þessi mynd sýnir greinilega hvár brezki dráttarbáturinn Lloydsman kem-
ur aö Þór. Stærðarmunurinn leynir sér ekki. Einn varðskipsmanna slas-
aðist á hendi við ásiglinguna en mikil mildi var, að ekki urðu frekari slys á
mönnum.
• -
■
,
«*> -.... ’ ’ ' ’
Óeirðir á Seyðisfirði í gœrkvöldi:
LÖGREGLUSTÖÐIN GRÝTT
— tönn brotin í lögreglumanni, umsátur um hús
Óeirðaaldan hefur ekki hjaðn-
að á Seyðisfirði. í gærkvöldi og
fram á nótt kom til mikilla
átaka i bænum. Um tima flugu
■glerbrot og grjót um miðbæinn
er óaldarflokkur unglinga fór
með hrópum og köllum um göt-
urnar og krafðist þess að fá
framseldan sýningarstjóra fé-
lagsheimilisins Heröubreiðar!!
„Flokkur þessi er undir stjórn
eins ungs manns, sem gert
hefur mönnum lifið leitt hér i,
bænum i lengri tima, svo ekki sé
meira sagt,” sagði sýningar-
stjórinn Hermann Guð-
mundsson, i viðtali við DB.
,,Á sýningu s.l. þriðjudagskvöld
visaði ég forsprakkanum út af
sýningu, þar eð hann hafði i
frammi skrilslæti. Er sýningu
var lokið, hafði hann safnað liði
og sat fyrir mér. Hótaði hann
mér lifláti á staðnum. Mér tókst
að kalla til lögreglu og dreifði
hún hópnum.”
Sagði Hermann, að þeir i fé-
lagsheimilinu hefðu ákveðið að
hleypa þessu fólki ekki inn á
fleiri sýningar í félagsheimil-
inu.
„Er nokkuð var liðið á
sýningu i gærkvöldi vissi ég ekki
fyrr en forsprakkinn var kom-
inn upp i sýningarklefa til min
og enn sem fyrr hótaði hann
mér lifláti”, sagði Hermann.
„Fleygði hann gosdrykkja-
flösku i sýningarvélina og með
okkur tókust siðan átök. Fram-
kvæmdastjóri félagsheimilisins
kallaði til lögreglu, en þá tók
ekki betra við. Trylltist hópur-
inn alveg, gerði aðsúg að lög-
reglubifreiðinni, hleypti lofti úr
dekkjum hennar og ruggaði.
Tókst lögreglumönnunum að
komast inn i húsið og handtaka
forsprakkann. Var hann um
siðir settur i járn. t átökunum
sparkaði hann lausa tönn i
munni annars lögreglumanns-
ins.”
Sagðist Hermann nú hafa
reynt að komast út um bakdyrn-
ar að bil sinum, en hafði
múgurinn þá brotið framrúðu i
bflnum, dældað hann og hleypt
lofti úr dekkjum. Tókst Her-
manni að komast óséður i nær-
liggjandi hús.
A meðan á þessu stóð hafði
lögreglan látið forsprakkann
lausan gegn loforði um betri
hegðun. Sveik hann það sam-
stundis og fékk nú hópurinn
pata af felustað Hermanns.
Umkringdi flokkurinn húsið,
grýtti það og lét öllum illum lát-
um.
Tókst lögreglunni að koma
Hermanni undan og heim til sin.
Þá hélt hópurinn að lögreglu-
stöðinni og grýtti bygginguna.
Voru brotnar rúður i húsinu.
Þegar nokkuð var liðið á nótt
ireifðist hópurinn þó og hélt
hver til sins heima.
„Þetta er orðið eins og i Viet-
nam”, sagði Þorbjörn Þor-
steinsson i viðtali við DB. „Við
getum litið ráðið við 30-40
kolvitlausa unglinga, tveir lög-
regluþjónar. Sumir þessara
unglinga ættu auðvitað að vera
á hælum.”
Bæjarfógeti, sem þykir taka
vægilega á þessum afbrota-
unglingum, er á Vopnafirði.
— IIP
Leiðari DAGBLAÐSINS
í dag:
Sendiherrana
í London
og Bruxelles
heim!
— sjó bls. 8
Jóhannes skrifar í
Dagblaðið
Dagblaðið býður nýjan höf-
und velkominn i hóp Dag-
blaðsmanna. Jóhannes Eð-
valdsson, knattspyrnumaður-
inn kunni, sem leikur með
Glasgow Celtic, mun skrifa
um skozku knattspyrnuna fyr-
ir Dagblaðið i vetur. Dagblað-
ið væntir sér mikils af þvi
samstarfi —og ekki að efa. að
greinar Jóhannesar verða vin-
sælar.Fyrsta grein Jóhannes-
ar er i iþróttaopnunni i dag.
Gerið þið svo vel.
ALLIR FA ÞA
EITTHVAÐ
FALLEGT... Verzl-
anirnar eru þessa dagana fullar
af viðskiptavinum. Allt á að
gerast fyrir jólin. Við reynum
aðhjálpa lesendum okkar eilftið
með innkaupin og birtum i dag
þriðja og siðasta hluta jóla-
gjafahandbókar Dagblaðsins.
Sjá bls. 11, 12, 13 og 14.
DAGAR
TIL JÓLA