Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 2
Dagblaðið. Föstudagur 12. desembér 1975. N 2 Spurning dagsins Er borðaður möndlugraut- ur heima hjá þér á jólun- um? Rósa Guðlaugsdóttir afgreiðslu- stúlka: Jú, jú, — þetta hefur verið siður á minu heimili siðan ég man eftir mér. Ég held meira að segja að ég hafi fengið möndluna einu sinni eða tvisvar.” Ragnar Gislason nemi: „Nei, það hefur aldrei verið gert heima hjá mér. Samt kannast ég við siðinn af afpurn.” Ásdis Einarsdóttir nemi: „Já, hann er fastur liður. Fæ hann hjá afa og ömmu á hverjum jólum. Og fékk möndluna i þrjú siðustu skiptin.” Eggert Sigurlásson bólstrari: „Nei, ekki er það nú gert á minu heimili. Ég er frá Vestmannaeyj- um og kannast ekki við siðinn þaðan.” Gunnar llannesson Ijósmyndari: „Já, mikið skelfing og hefur alltaf veriðgert. Maður heldur þessu nú meira við vegna barnabarnanna nú oröið.” Anna Björk Eövarðsdóttir af- greiðslust.: „Nei, ekki á minu heimili. En þetta hlýtur að vera skemmtileg- ur siður.” r „American Graffity" í Kópavogi ÞAÐ BORGAR SIG EKKI AÐ ÁREITA LÖGREGLUNA bað er margt likt með lög- reglumönnum og kennurum að þvi leyti að ungmennum og kjánum þykir mikil upphefð i þvi að geta gortað af þvi við kunningjana að hafa verið tekn- ir til bæna hjá þessum starfs- hópum. Og „hvað þeir hafi sko látið þá heyra það”, það er al- gengt viðkvæði þegar óeirða- seggirnir sleppa úr prisundinni. Oft verður að taka hart á svona fólki þvi það tefur i flestum til- fellum fyrir öðrum og hindrar störf þeirra sem vinnu sina stunda. Lögreglan í Kópavogi á nokkra svona „góðkunningja” og umber þá oftast með föður- Iegri ró. Þó gerðust tveir allað- gangsharðir um siðustu helgi. Annar þeirra er aö visu kunnur að þvi, að meðan gamla lög- reglustöðin var við lýði hafði hann það fyrir sið að aka skyndilega einn hring i kringum húsið og hverfa svo út i busk- ann. Voru lögreglumenn hættir að veita þessu athygli, drengn- um til sárrar gremju. Hefur hann átt i vandræðum eftir að lögreglan flutti i nýtt húsnæði og þvi greip hann til þess ráös að elta lögreglubilinn hvert sem hdnn fór nú á sunnu- dagskvöldið siðastliðið. Gekk þetta lengi en loks missti hann sjónar af lögreglubilnum. Gerði hann sér þá litið fyrir og lagði i stæði það er lögreglan hefur á Kringlumýrarbrautinni til þess að fylgjast með umferð- inni. Er lögreglan kom þar að ók hann bil sinum af stað á fullri ferð og létu lögreglumenn sig þá renna á eftir honum. Hægði hann skyndilega ferðina svo að lá við árekstri og hleypti lög- reglubifreiöinni ekki fram hjá. Var langlundargeð lögreglu- manna nú að þrjóta og bentu þeir drengnum að koma með á stöðina. bað gerði hann um- yrðalaust. ökutæki hans, stór amerisk fólksbifreið, reyndist i fremur óhrjálegu ástandi og lét auk þess hátt i henni, enda útbúin sérstökum hávaðatækjum. Vildu lögreglumenn nú fá að skoða hana en það vildi piltur ekki leyfa. Bentu lögreglumenn honum á lagagreinar þar að lút- andi en hann sat fastur við sinn keip. Var haft samráð vð full- trúa og bifreiðin siðan kyrrsett. Er skoðunarmaður frá bif- reiðaeftirlitinu leit yfir bifreið- ina daginn eftir reyndist hún i verulegu ólagi. Ljós voru gölluð, bremsur lélegar og eitt og ann- ( að smávegis reyndist úr lagi. Er álit manna að ekki borgi sig að vera að leika „American Graffity” á isuðum og holóttum vegum i Kópavogi um hávetur. HP. J Tillögur kjarabaróttunefndar: ALLIR EIGA RÉTT Á NÁMSAÐSTOÐ RAUNHÆFT ENDURGREIÐSLUKERFI INNHEIMTA SAMHLIÐA SKÖTTUM 55% ENDURHEIMTIST TIL SJÓÐSINS „Við viljum leggja á það á- herzlu að nokkur ótti rikir með- al námsmanna vegna afgreiðslu laga íim Lánasjóð islenzkra námsmanna, sem rikisstjórnin hefur lofað að af geti orðið nú áður en þing fer i jólaleyfi,” sagði Atli Arnason, annar for- mælandi kjarabaráttunefndar námsmanna, á fundi með fréttamönnum. „óttumst við mjög að til bráðabirgðalausnar kunni að koma og eins og menn vita hafa slikar lausnir orðið anzi langlifar á stundum.” Fullmótaðar tillögur Tilefni fundarins var að kynna fjölmiölum fullmótaðar tillögur um framtiðarskipan LIN. Hafa þær tillögur verið til nánast mótaðar í meira en tvö ár, verið sendar þingmönnum og öðrum en verið litill gaumur gefinn. „Hins vegar hafa menn verið að tönglast á ýmsum hálf- hráum hugmyndum einstakl- inga innan námsmannahóps- ins,” sagði Atli. „Og sérstak- lega hefur endurgreiðsluþáttur- inn verið dreginn úr samhengi við aðrar tillögur, sem hefur verkað ruglandi á alla”. Kjarabaráttunefnd, en hana skipa fulltrúar 14 námsmanna- samtaka, gerir sér ljóst að til þess að umframfjárþörf verði brúuð að fullu, lánasjóðurinn opnaður fleiri námsmannahóp- um og aðrar lagfæringar gerðar á lögunum, verði að samþykkja hertar endurgreiðslur. Nefndin hefur fyrir löngu sett fram sin helztu markmið og segir þar m.a.: „Tryggt verði að öllum einstaklingum verði gert kleift að hagnýta sér rétt sinn til þeirrar framhalds- menntunar sem þeir hafa hæfi- leika og löngun til með þvi að opinber námsaðstoð brúi að S fullu bilið milli eigin tekna námsmannsog heildarfjárþarfa hans. Tekiö verði upp raunhæft endurgreiðslukerfi, sem skapi LIN skynsamlegan starfs- grundvöll, en jafnframt verði þess gætt að endurgreiðslubyrði einstakra lánþega verði ekki of þung.” „Það er ekki mikill ágreining- ur um rétt manna til náms i hinni ráðuneytisskipuðu endur- skoðunarnefnd,” sagði Finnur Birgisson, er nánari umræður um endurgreiðslutillögur fóru fram á fundinum. „Hefur starf hennar þvi aðallega beinzt að mótun endurgreiðslukerfisins.” V erkfr æðinemar reikna út Engir útreikningar hafa legið fyrir til stuðnings þeim hug- myndum er verið hafa til um- ræðu og var Þjóðhagsstofnun og Framkvæmdastofnun þvi falið af endurskoðunarnefndinni að gera þessa útreikninga. Eftir þeim var beðið i tvo mánuði en er þeir siðan lágu fyrir, var ekk- ert á þeim að græöa, að sögn kjarabaráttunefndar og minnzt hefur verið á hér i blaðinu áður. Fékk hún þvi tölvisa verk- fræðinema til þess að gera þá til þess að fylgja tillögum sinum eftir innan endurskoðunar- nefndarinnar. Fylgdi þvi mikil gagnasöfnun en útreikningarnir liggja nú fyrir og eru þeir það haldbærasta og áreiðanlegasta sem enn hefur komið fram um Lánasjóö islenzkra námsmanna i tengslum við þá endurskoðun er nú á sér stað. Afstaða kjarabaráttunefndar varðandi endurgreiðslur hefur frá upphafi verið skýr, segja nefndarmenn. Húnhefurhaft þá afstöðu að þar sem langskóla- nám leiði yfirleitt til hærri launa að námi loknu en tfðkast meðal þeirra sem skemmri skóla- göngu hafa að baki, sé eðlilegt að námsaðstoð verði aöallega I formi lána. Hefur nefndin einnig gengið út frá og lagt á það áherzlu að störf, sem krefjast langskóla- náms, séu alls ekki öll eins „arðbær”, ef svo mætti segja. Segja má að ekki skakki miklu á námstima lögfræöings og guð- fræðings, en tekjumöguleikar guðfræðingsins séu mun minni. Fleiri dæmi mætti nefna eins og t.d. fósturnám. Kjarabaráttunefnd hefur gert heildarbreytingartillögur við þær greinar væntanlegra laga er snerta endurgreiðslur náms- lánanna. Er þar i fyrsta lagi gengið út frá þvi, i samræmi við markmið nefndarinnar, að endurgreiðsl- um skuli hagað með tilliti til tekna og framfærslukostnaðar lánþega. Viðmiðunartekjur Viðmiðunartekjur eru grunn- tala framfærsluvisitölunnar leiðrétt til samræmis við árs- meðaltal framfærsluvisitölu, að viðbættum 14%. Þá er rætt um undanþágur frá endurgreiðslu- reglum o.fl. „Námslánin skulu vera verð- tryggð þannig að upphæð þeirra fylgi breytingum á visitölu framfærslukostnaðar,” segir á einum stað i tillögunum. „Þetta þýðir fullkomna visitölubind- ingu,” sagði Finnur Birgisson. „Og leggja ber áherzlu á að verðtryggingin verkar strax, þ.e.a.s. um leið og lánin hafa verið greidd út.” Til einföldunar leggur nefndin til að lánin verði endurgreidd samhliða sköttum. Viðmiðunartekjur þær sem Kjarabaráttunefnd hefur i huga eru sem eftirfarandi upptalning Hluti kjarabaráttunefndar á fundi með fréttamönnum, þar sem tillögur nefndarmanna voru kynntar. sýnir,miðaðar við verðlag 1975: Einstaklingur: 700 þús., barn- laus hjón: 1050 þús., hjón með eitt barn: 1225 þús., hjón með tvö börn 1400 þús. o.s.frv. Nú er miðað við að lánþeginn hafi tekið full námslán i fjögur ár, þ.e. skuldi um tvær milljónir króna er hann lýkur námi. Eftir þrjú ár hefur hann endur- greiðslur á láninu, sem gert er ráð fyrir að hann greiði til fulls á 20 árum, en mun skemmri tima ef tekjur hans aukast. A fyrsta ári greiði einhleypingur 32.500kr. af 1200 þús. kr. tekjum eða 32.5%. Hjón með eitt barn greiða 26.250 kr. af 1750 þús. kr. Hjón með þrjú börn með 1450 þús. kr. árstekjur greiða engar afborganir á fyrsta ári en siðan fara þær hækkandi eða standa i stað, allt eftir þvi hvað launin hækka, og það á einnig við um ofangreind dæmi öll. Kjarabaráttunefnd hefur einnig látið reikna út hversu mikið af útlánuðu fé LIN muni skila sér i raungildi. Hafa þeir leitt i ljós að a.m.k. 55% muni endurgreiðast á 20 ára endur- greiðslutimabilinu. Til saman- burðar má geta þess að sam- kvæmt lögunum frá 1967 um lánasjóðinn er ekki gert ráð fyr- irað meira en 10% endurheimt- ist og hefur óðaverðbólgan fyrir löngu étið þann hlut upp. HP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 80. tölublað (12.12.1975)
https://timarit.is/issue/226889

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

80. tölublað (12.12.1975)

Aðgerðir: