Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Föstudagur 12. desember 1975.
9
Unga Japan: fornar hefðir vikja fyrir
vestrænum áhrifum.
hert eftirlit með einokunar-
verzlun á aukaþinginu i sumar.
Areiðanlegir heimildarmenn i
Tókýó segja að áhrifamiklir
flokksmenn hafi ákveðið að blða
með að „kippa teppinu undan”
fótum Mikis, sem á að gégna
embætti þar til i des. 1977, gegn
loforði um að hann leysti ekki upp
neðri deild þingsins á þessu ári
eða næsta.
Stórkapitalið tók
við skuldunum
Stórkapitalisminn, sem einnig
hefur verið mjög andsnúinn
snemmbærum kosningum, féllst
á að taka á sig helming 10 milljón
yena skulda (550 millj. Isl. kr.)
sem flokkurinn steypti sér I —
með litlum árangri — vegna
kosninganna til efri deildar
þingsins i fyrra.
Almenn skoðun er sú að Miki
hafi sjálfur verið meira en fús til
að halda almennar kosningar fyrr
en ætluð var til að styrkja eigin
stöðu. Hann hefur neitað þessum
ásökunum opinberlega og sagt að
fyrstverði að vinna bug á kreppu-
ástandinu. Kosningarnar verða i
desember á næsta ári.
AF SKÝJAHÓRU
Jökull Jakobsson:
FEILNÓTA t FIMMTU SINFÓN-
ÍUNNI
Bókaútgáfan örn og Örlygur 1975.
175 bls.
Kvennasögur vaða uppi á kvenna-
ári. Enginn mun undrast þótt út
komi skemmtisögur um konur,
handa konum, eftir konur, einatt
sagðar i fyrstu persónu af kven-
hetjum sagnanna. Svo er um
nýútkomnar bækur á undanförn-
um dögum eftir Jóhönnu Þráins-
dóttur, Guðnýju Sigurðardóttur,
Snjólaugu Bragadóttur. En einnig
karlar leggja hönd á þennan plóg
kvenlýsinga I bókmenntum árs-
ins. Nýjar skáldsögur Vésteins
Lúðvikssonar og Jökuls Jakobs-
sonar eru báðar sagðar af konum,
og i nýrri bók eftir Guðmund
Hagalin i haust er sögð upp á nýtt
saga af einni meiriháttar kven-
hetju vestfirskri frá þvi i fyrri
daga.
Kress, Hress, Fress
1 nýjum Skirni I haust birtir
Helga Kress ýtarlega ritgerð um
„kvenlýsingarog raunsæi” i fyrri
skáldsögu Vésteins, Gunnari og
Kjartani, þar sem hún sýnir fram
á það hvernig hefðbundin karl-
veldissjónarmið móti kvenlýsing-
ar i sögunni svo að spilli bæði
félagslegu raunsæi og ádeilu
verksins. Það er engu llkara en
Vésteinn hafi fyrirfram fundið
þessa gagnrýni á sér. Minnsta
kosti fjallar hann i Eftirþönkum
Jóhönnu um konu sem berst ævi-
langri vonlausri baráttu gegn
fyrirskrifuðum samfélagslegum
hlutverkum konunnar, eiginkonu,
móður og ástkonu.
Helga Kress hefur áður og
viðar vikið að þessum efnum,
kvenlýsingum i islenskum
nútimabókmenntum, þar á meðal
i verkum bæði Indriða G. Þor-
steinssonar og Jökuls Jakobsson-
ar. Indriði brást svo við að hann
birti (I Samvinnunni i fyrra) sögu
um kvenskratta nokkurn, Veru
Hress. 1 nýju skáldsögu Jökuls
Jakobssonar kemur við söguna
kvenmaður að nafni Volga Fress,
félags- og bókmenntafræðingur
og baráttukona fyrir vitundar-
vakningu og uppreisn kvenna
gegn kúgurum sinum. Hún skip-
ar sögukonu Jökuls I þessari bók,
Feilnótu i fimmtu sinfóniunni, i
þann flokk kvenna sem hún nefnir
einu nafni „skýjahórur”, það eru
konur sem i stystu máli sagt eru
einungis fylgifé eiginmanns sins,
hluti af eign hans og stöðutáknum
sem hann hefur safnað i kringum
sig, segir Volga Fress. En þessu
góða nafni minnir mig endilega
að Helga Kress hafi nefnt kven-
fólkið i leikritum Jökuls Jakobs-
sonar.
Ég veit nú ekki hvort áhuga-
konur um kvenfrelsi og þá nýju
sjálfs- og félagsvitund kvenna
sem sagt er að þvi tilheyri þurfa
samvisku sinnar vegna að taka
kvenlýsingu þessa mjög óstinnt
upp. Hér er um að ræða i fyrsta
lagi gáskafulla og dálitið mein-
lega skopfærslu algengra öfga-
fullra skoðana á þessum efnum.
Meira er um hitt vert að saga
Jökuls fjallar gagngert um þá
kvengerð, sem þær Helga Kress
og Volga Fress einum rómi nefna
„skýjahóruna”, lýsir upp'reisn
hennar eða tilraun til uppreisnar
gegn sinu hlutskipti. En kannski
þessi lýsing sé að sinu leyti lika i
fyrsta lagi skopfærsla algengra
skoðana og raunar skáldskapar
lika um þvilík yrkisefni?
Rómánblaðið
og rjúpan
Svo mikið er vist að sagan sem
hér er sögð er að stofninum til
eins og tilklippt handa róman-
blaði: það er saga um riku fallegu
ófullnægðu frúna I fina rika
hjónabandinu i fallega húsinu i
Arnarnesi. Hún er að leita að til-
gangi i lifi sinu. Og hann finnur
hún auðvitað i ástinni, hjá strák-
slána i Þingholtunum i þessari
sögu, sem kannski er I lsd og
hassi, annaðhvort i menntaskóla
eða guðfræðideildinni.
En þegar upp kemur að strákur
gengur með banvænan sjúkdóm
og á ekki nema árið ólifað, hvað
skeður þá? Þá væri að visu ýmsra
kosta völ I eldhúsróman. Einn
væri sá að láta blessaða konuna
brjótast burt úr sinum meinvæna
hjúskap, eitthvað burt með
stráknum svo að reyndi nú virki-
lega á ástina gegn fautabrögðum
eiginmannsins og hans félags-
manna. Þá kæmi kannski upp úr
kafinu að strákur væri ekki eins
lasinn og hann lét og allt gæti
þessvegna farið vel að lokum eftir
hæfilegar þrengingar. Astin sigr-
aði!
Annar kostur væri að upp kæm-
ist um strákinn tuma að hann
væri hreint ekkert veikur, að
hann væri bara að fiska eftir
milljónum frúarinnar finu á
bankareikningi hennar og þeirra
hjóna i Sviss. Þá er fátt liklegra
en i þrengingum söguhetju vorrar
kæmu með hægðinni i ljós duldir
kostir hennar leiða eiginmanns i
Arnarnesi uns þar kæmi að hann
breiddi út faðminn við henni á ný,
sigursæll I sögulokin. Ástin sigrar
allt!
Jökull Jakobsson gerir sér leik
að þessum og ýmsum öðrum
úrkostum efnisins i Feilnótu i
fimmtu sinfóniunni. Strákur er að
visu svikahrappur, en hann deyr
lika úr sjúkdómi sinum. Hún snýr
aftur heim til eiginmannsins,
gengst upp i hlutverki sinu á ný
sem „konan á bakvið manninn”,
bæði I heimilisblaðinu Vikunni og
á fundi i Háskólabiói til að koma
manninum á þing. En ástin sigrar
þvi miður ekki neitt i Arnarnesi
frekar en annarstaðar. Konan
endar þar sem hún byrjaði — i
saumaklúbb og feminublaði.
En ekki er nóg með að Jökull
fari með efnivið rakins eldhús-
rómans i sögu sinni. Sagan er
einnig menguð allskonar bók-
menntaefnum öðrum.
Tilfinningalíf og hugarheimur
konunnar er allt fjarska ljóðrænt,
enda stutt mörgum beinum
tilvitnunum i ljóð skáldanna, Jó-
hanns Jónssonar og Jóns Helga-
sonar, Steins Steinars og Hannes-
ar Péturssonar, svo eitthvað sé
nefnt, og ýmislegum eftirliking-
um annarra ljóðrænna hugðar-
efna. Þegar konan hyggst flýja
með ástmanni sinum burt úr
Arnarnesinu tekur hún stefnu
rakleitt inn i leikrit eftir Harold
Pinter, Liðna tið, sem fyrir
skemmstu var sýnt hér i Leikhús-
kjallaranum en þar sem að hénni
þrengir og málin vandast, er
þesslegast að hún sé allt i einu
komin inn I kvikmynd eftir
Ingmar Bergman. Uppreisn
hennar nær hámarki i þvi að
skjóta i jólamatinn vetrarrjúpu
eftir Kjarval.
Véfrétt eöa
skurðgoö
Karlmennirnir I sögu hennar,
biskup, forsætisráðherra, eigin-
maðu’r og þingmannsefni i Arnar-
nesi, hafa að sinu leyti ýmislega
snertipunkta við svonefndan
veruleika: mikið og margt i sög-
unni er gáskafullt glens um alls-
konar dagsdagleg efni, nútima
dultrú, flokkapólitik og kosning-
ar, hasshundinn og tiskumálar-
ana á hverjum tíma og margt og
margt. En um leið er eins og
þessar persónur, svo skýrar og
skoplegar sem þær þó verða, séu
klipptar út úr algengum „sam-
félagslegum” skáldsögum, ráð-
herrann með sin köldu augu
bakvið allt glensið, gervi-
meinlæti biskupsins, eiginmaður-
inn á framabraut sinni úr Arnar-
nesi inn á þing. Og þessi skrýti-
legi samspuni skáldskapar og
veruleikans, svo algengra eftir-
mynda hans og ádeiluefna á
hann, á lika sinn rika þátt I kimni
og þokka sögunnar.
Það er sem sé nærtækast að
gera sér gott af alvörulausum
gáska og meir og minna meinlegu
glensi i Feilnótu i fimmtu sinfóni-
unni. En i og með gamansemi
sögunnar er eins og henni sé líka
neilmikil alvara. Einhverjir
dularfullir þræðir tengja saman i
sögunni þau Volgu Fress og
Vulgero Fresco, véfréttina og
skurðgoðið, imyndir hinnar al-
vörugefnustu ástundunar „sam-
félagsveruleikans” og alvöru-
lausasta flótta frá honum. Sinum
kaldhæðnislega hætti lýsir þessi
saga heimi þar sem engin mann-
leg snerting er lengur möguleg,
liver og einn innilokaður i sinum
meir og minna tilbúna heimi. En
kannski ungu stúlkurnar I sög-
unni, Dóra dóttir hjóna i Arnar-
nesi, sem farin er að trúa á guð i
gegnum smásjá, eða Sandra
hippastúlka, eigi að benda á ein-
liverja leið út úr vitahring sög-
unnar?
Það eru þá lika algengar sögu-
Iausnir, einnig anparstaðar hjá
Jökli sjálfum,og litið kapp á þær
lagt hér. Jökull Jakobsson lætur
sér nægja I þessari sögu að
bregða upp sinu kátlega söguefni,
söguheimi á mörkum blekkingar
og veruleika, án þess að reyna að
ráða fram úr honum.
Margir muna þjófnaðinn i
Landsbankanum fyrir mörgum
árum. Ekki var islenzkri lög-
reglu treyst til þess að upplýsa
það mál. Pantaður var brezkur
leynilögreglumaðurfrá London,
Veal að nafni, alltaf kallaður
Mr. Veal. Veal grunaði helzt þá
starfsmenn Landsbankans sem
voru grandvarir heiðursmenn
og allir Reykvikingar vissu að
gátu ekki verið viðriðnir þetta
mál. Málið kom fyrir Hæstarétt,
og þar voru þessi orð sögð um
hinn brezka leynilögreglu-
mann:
„Eins og vænta mátti kom
hann fram sem hreinn sækjandi
og ritaði meðal annars tvö álits-
eða sóknarskjöl. Þetta er full-
komin nýlunda i meðferð opin-
berra mála hér á landi og styðst
hvorki við lög né venjur. Með
skrifum sinum (og ef til vill for-
tölum) tókst Mr. Veal, sem I
upphafi mun hafa verið litið á
likt og kappana I leynilögreglu-
rómönum persónu-ficeraða, aö
slá svo ryki i augun á rann-
sóknardómaranum að hann úr-
skurðaði sakborning i gæzlu-
varðhald.”
Ennfremur var sagt i Hæsta-
rétti:
„Þetta ákæruskjal Mr. Veal
var algerlega af sama tagi og
álitsskjal hans fullt af rökfirr-
um, dylgjum og aðdróttunum,
en án allra frambærilegra raka
fyrir sekt sakbornings.”
Loks hvarf þessi brezki undir-
málsfiskur aftur til London.
Hverju fékk hann áorkað á ís-
landi? Honum tókst að koma
tveimur saklausum Islending-
um i fangelsi og leiða það mál
sem honum var falið að leysa
inn á rangar brautir, islenzk
lögregluyfirvöld greiddu siðan
málið til réttra lykta eftir að
Veal var á burt. íslendingar
hvorki þurfa né mega apa allt
hrátt og litt hugsað eftir út-
lendingum, hverrar þjóðar sem
eru, né meta allt útlent meira og
æðra en islenzkt.
Kjallarinn
Pétur Eggerz
JÓLAFÖTIN
Á BÖRNIN
Opið til kl. 7 í kvðld og til kl.6 ó morgun.
Tilboð:
Afsláttur af
eldri kjólum
500-1500 kr.
>*elfur
tízkuverzlun œskunnar
Þingholtsstrœti 3