Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Föstudagur 12. desember 1975.
17
Steinn Emilsson,
jarðfræðingur, Hraunbæ 118 lézt
3. desember. Hann var jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju i gær. —
Steinn var fæddur að Kviabekk i
Ólafsfirði 23.desember 1893. For-
eldrar hans voru Jane Maria
Margrét Steinsdóttir og Emil
Guðmundur Guðmundsson prest-
ur. Steinn stundaði nám við
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
hóf siðar nám við Menntaskólann
i Reykjavik. Þar sat hann meðal
annars i sextán skálda bekknum
fræga. Stúdentsprófi lauk Steinn i
Noregi, og hóf siðan jarðfræði-
nám i Noregi. Siðar fór hann til
náms i Þýzkalandi og stundaði
jarðfræði- og kristallafræðinám
við háskólann i Jena árin
1921—22. Hann lærði að kljúfa og
flokka silfurberg i hinum frægu
Zeissverksmiðjum i Jena og
hlaut til þess náms styrk frá Al-
þingi.
Arið 1927 varð Steinn kennari
við unglingaskólann i Vest-
mannaeyjum og árið eftir gerðist
hann skólastjóri unglingaskólans
i Bolungarvik. Þvi starfi gegndi
hann til ársins 1931. Árið 1933
varð hann skólastjóri barnaskól-
ans i Bolungarvik og gegndi þvi
til 1953. Kennari við þá skóla var
hann frá 1953 þangað til hann
flutti tilReykjavikurá siðastliðnu
ári.
Steinn kvæntist árið 1931
Guðrúnu Fanneyju Hjálmars-
dóttur. Þau eignuðust fjögur
börn.
Hörður Þórðarson
sparisjóðsstjóri, öldugötu 34, lézt
6. desember. Útför hans fór fram
frá Dómkirkjunni i dag kl. 13.30.
— Hörður fæddist 11. desember
1909 á Kleppi. Foreldrar hans
voru hjónin Þórður Sveinsson
prófessor og yfirlæknir á Kleppi
og kona hans Ellen Johanne, fædd
Kaaber. Hörður lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum i
Reykjavik árið 1927 og lögfræði-
prófi árið 1933. Hann starfaði við
almenn bankastörf og siðar i lög-
frapðideild Landsbanka Islands
frá árinu 1933—42, er hann gerðist
forstjóri Sparisjóðs Reykjavikur
og nágrennis.
Hörður gegndi fjölda trúnaðar-
starfa um ævina. Hann var skip-
aður formaður framtalsnefndar
1947. Forseti iþróttadómstóls 1S1
frá 1934—47. 1 yfirk jörstjórn
Reykjavikur 1952—58. Hann
gegndi fjölda annarra trúnaðar-
starfa.
Arið 1934 kvæntist Hörður Ingi-
björgu Oddsdóttur. Þau eignuðust
tvö börn.
Jens Jónsson
skipstjóri, Álftamýri 56, lézt 7.
desember. Útför hans fer fram
frá Fossvogskirkju i dag kl. 15.—
Jens fæddist að Háagerði, Skaga-
strönd, 22. janúar 1927, sonur
hjónanna Þorbjargar Halldórs-
dóttur og Jóns Sölvasonar útvegs-
bónda. Hann hóf ungur að stunda
sjóróðra með föður sinum, en
seinna fluttisthann til Reykjavik-
ur og hóf störf á róðrabátum suð-
ur með sjó. Jens lauk prófi frá
Sjómannaskólanum 1952 og fór þá
sem stýrimaður á b/v Úranus.
Siðar starfaði hann sem skipstjóri
á ýmsum togurum unz hann hætti
sjómennsku af heilsufarsástæð-
um árið 1970. Er heilsan leyfði
starfaði hann i Hampiðjunni.
Árið 1953 kvæntist Jens eftirlif-
andi konu sinni Hlin Kristiansen.
Þau eignuðust þrjú börn.
Guðmundur Pálsson,
matveinn, Hólagötu 3,
Ytri-Njarðvik, lézt i Borgar-
spitalanum 2. desember. útför
hans fer fram frá Keflavikur-
kirkju á morgun kl. 14.
Guðbjörg óskarsdóttir,
Faxabraut 38D, Keflavik, verður
jarðsungin frá Innri-Njarðvikur-
kirkju á morgun kl. 13.30.
I.O.G.T.
Stúkan Framtiðin heldur sinn sið-
asta fund á þessu ári, jólafund, i
Templarahöllinni mánudaginn
15. desember kl. 8.30. Þar mun
Arni óla skýra hvern þátt góð-
templarareglan eigi i bættu
mannlifi og siðan hefja gestir
fundarins, guðfræðistúdentar,
umræður. Þá flytur séra Jón fs-
feld jólahugvekju.
Á kaffistofu verða seldir gos-
drykkir og léttara tal verður þar
að vanda. Æðstitemplar mun
svara fyrirspurnum i sima 34240
sama dag. Fundurinn er öllum
opinn og allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Kvcnnadeild Skagfirðingafélags-
ins i Reykjavik.
Jólafundurinn verður haldinn i
Lindarbæ sunnudaginn 14. des-
ember kl. 18. Séra Þórir Stephen-
sen og frú hans verða gestir fund-
arins. Nauðsynlegt er að tilkynna
þátttöku sem fyrst. Heimilt er að
taka með sér gesti.
Tónleikar
Kammersveit Reykjavikur held-
ur aðra tónleika sina á vetrinum i
sal Menntaskólans við Hamrahlið
sunnudaginn 14. desember kl. 16.
Þar verður frumflutt nýtt verk,
sem Páll P. Pálsson hefur samið
fyrir Kammersveitina og tileink-
aðhenni. Nefnist það ,,Helguleik-
ur”. Auk Kammersveitarinnar
eru flytjendur i Helguleik kór
Menntaskólans við Hamrahlið og
Karlakór Reykjavikur. Aðgöngu-
miðar fást við innganginn.
1
DAGBLAÐIÐ ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ
SIMI 27022
ÞVERHOLT 2
Til sölu
i
Til sölu YVagner
lakksprauta, ný, með 8 mánaða
ábyrgð.Uppl. isima 14638eftir kl.
6. ‘
Góður kafarabúningur
með öllu tilheyrandi til sölu.einn-
ig rafmagnslest og skautar nr. 38.
Uppl. i sima 41612 eftir kl. 4.
Forhitari
frá Landsmiðjunni tegund
,,Rosenblads” 25 plötu, einnig er
til sölu Gilbarco dæla. Upplýs-
ingar i sima 34663.
18 ferm Stálsmiðjuketill,
5 ára með háþrýstibrennara og
þenslukeðjum til sölu. Uppl. i
sima 52405 og 52941.
Miðstöðvarketill
með spirölum og Gilbarco-
brennari með öllu. tilheyrandi
tækjum ásamt 6 miðstöðíarofnum
til sölu. Upplýsingar i sima 40997.
Til sölu vegna flutnings:
Borðkrókssett m/6 stólum, kr 65
þús, 4 sæta sófi, 4 stólar og 2
skammel á 50 þús., riðrautt nælon
gólfteppi 30—32 ferm, kr. 50 þús.
Gluggatjöld 13 lengjur m/ Zetu
uppsetningu, 2 sófaborð, lampar,
staflborð, 2 eldhúsborð, stólar,
rugguhestur, 2 svefnbekkir, stór
grillofn, 3 minni gólfteppi,
fristandandi baðskápar m/hillu,
skólaborð, barnaborð, málverk
o.fl. Uppl. i sima 10349.
Rósmynztrað teppi,
grunnlitur rauður, stærð 35 ferm
til sölu. Teppið er úr nælon, 3ja
ára gamalt og mjög vel með far-
iö. Uppl. i sima 20840 milli kl. 5 og
7 i dag.
Miðstöðvarketill
■ til sölu með öllu tilheyrandi. Selst
ódýrt ef samið er strax. Uppl. i
sima 51574 eftir kl. 7.
.Hreindýrahom
til sölu'á kr. 5.000.00. Einnig til
sölu sið pils. Uppl. i sima 26657
eftir kl. 5.
Smiðum útiluktir,
kertastjaka, lampa o.fl. úr járni
Simi 83799, einnig um helgar.
Vandaðir
tveggja manna svefnsófar til
sölu. Verð aðeins kr. 45.600.
Bólstrun Jóns og Bárðar, Auð-
brekku 43, Kópavogi. Simi 40880.
Hey til sölu,
22 kr. kg. Uppl. hjá Kristjáni
Guðmundssyni Heylæk I simi um
Hvolsvöll.
Óskast keypt
Óska eftir
að kaupa háþrýstiþvottatæki til
að hreinsa bilvélar og fleira.
Upplýsingar i sima 92-1937 Kefla-
vik.
Bullworker.
Óska að kaupa Bullworker
(kraftatæki). Til sölu nýr herra-
jakki úr leðri nr. 40. Uppl. i sima
36452 eftir kl. 6.
Kaupum og tökum
i umboðssölu sjónvörp og hljóm-
flutningstæki, sækjum heim.
Uppl. i sima 71580 og 21532.
Höfum fengið
nýja sendingu af tizkufatnaði frá
Anna Modeller i Sviþjóð, m.a.
kinverskur stfll, vatteraðir jakk-
ar og vesti og einnig siðdegiskjóla
úr þunnum, léttum ullarefnum.
Einnig höfum við fengið mikið úr-
val af tvibreiðum, léttum ullar
kjólaefnum, verð frá kr. 1495,- pr.
metri, ennfremur angoraefni og
úrval af samkvæmiskjólaefnum.
Þá höfum við fengið mikið úrval
af skozkum ullarefnum i barna-
fatnað. Markaðurinn, Aðalstræti
9.
I
Byssur
í
Til sölu Bruno
haglabyssa nr. 12. Yfir- og
undirhlaup. Simi 71151.
Útsölumarkaðurinn
Laugarnesvegi 112. Drengjaskór
kr. 1000.- karlmannaskór frá kr.
1.500,- kuldaskór karlmanna,
ódýrir sænskir. tréklossar, sér-
lega vandaðir kr. 2.950,- karl-
mannaskyrtur kr. 1.000.-drengja-
skyrtur kr. 900,- barnapeysur kr.
500.- kvenkjólar kr. 1.500.- dragtir
kr. 3.000.- unglingabuxur úr
fyrsta flokks efni kr. 2.900 og
margt fleira á mjög lágu verði.
Útsölumarkaðurinn, Laugarnes-
vegi 112.
Get bætt við mig
innrömmum fyrir jól, einnig eru á
sama stað innrammaðir speglar.
Mikið úrval af barnamyndum til
sölu. GG Innrömmun, Njálsgötu
106,.
Þriþættur lopi
Okkar vinsæli þriþætti lopi er á-
vallt fyrirliggjandi i öllum sauða-
litunum. Opið frá 9-6 alla virka
daga og til hádegis á laugardög-
um. Magnafsláttur. Póstsendum
um land allt. Pöntunarsimi 30581.
Teppamiðstöðin Súðarvogi 4,
Reykjavik.
Jólagjafir
handa iðnaðarmönnum og bileig-
endum: Borvélar, handfræsarar,
hjólsagir, bandslipivélar, sting-
sagir, slipirokkar, rafmagns-
smergel, rafmagnsheftibyssur,
lóðbyssur, skrúfstykki, verkfæra-
kassar, topplyklasett (brota-
ábyrgð) höggskrúfjárn, lyklasett,
snitttappasett, rafmagns-
málningarsprautur, rafmagns-
merkipennar, rafmagnsút-
skurðartæki, ódýrar kraftmiklar
ryksugur fyrir heimili fyrirtæki
og skóla, bilaverkfæraúrval —
póstsendum. Ingþór, Armúla.
Mikið úrval
af Baby Budd-vörum, barnafatn-
aði til sængurgjafa og jólagjafa,
peysur I miklu úrvali. Hjá okkur
fáið þið góða vöru á hagstæðu
verði. Barnafataverzlunin
Itauðhetta Hallveigarstig 1
(Iðnaðarhúsinu).
Körfugerðin Ingólfsstræti 16
selur brúðuvöggur, margar teg
undir. Kærkomnar jólagjafir.
Bréfakörfur, blaðagrindur, vögg-
ur, þvottakörfur (tunnulag), borð
ogstóla. Styðjið isíenzkan iðnað.
Körfugerðin Ingólfsstræti 16, simi
12165.
Til jólagjafa:
Þið getið fengið allar jólagjafirn-
ar á einum stað, naglalistaverkin
eru fyrir fólk á öllum aldri, jafnt
fyrir konur sem karla. Falleg
hannyrðalistaverk i gjafa-
pakkningum, fallegt borðskraut i
gjafapakkningum, fjölbreytt úr-
val af gjafavörum. Ekki má
gleyma fallegu barnaútsaums-
myndunum okkar, þær eru fyrir
börn á öllum aldri, garn og
rammi fylgja, verð frá kr. 580.
Einkunnarorð okkar eru ekki eins
og allir hinir, póstsendum, simi
85979. Hannyrðaverzlunin Lilja
Glæsibæ.
Austurborg.
Það bætist daglega við leikfanga-
úrvalið okkar. Engin sértilboð en
samt ódýrara. Austurborg, Búð-
argerði 10, simi 34945.
Jólamarkaðurinn
er i fullum gangi. Mjöggott úrval
af gjafavörum á góðu verði. Gerið
góð kaup. Blómaskáli Michelsens
Hveragerði.
Kaupum af lager
alls konar skófatnað fyrir börn og
fullorðna. Útsölumarkaðurinn
Laugarnesvegi 112. Simar 30220
og 16568 á kvöldin.
Notaðar vélar
Erum með notaðar járn- og tré-
smiðavélar i umboðssölu. Höfum
fyrirliggjandi nýjar sambyggðar
trésmiðavélar, þrjár gerðir, bil-
skúrshurðir, rafsuðutransara og
fleira. Straumberg h.f. heild-
verzlun Brautarholti 18, simi
27210.
isform — Fromage — til heimilis
nota
Fyllið þau með ávöxtum og
rjóma, fromage og öðru góðgæti.
Framleiðið ykkar eigin is i form-
um sem ljúffengan sérrétt. Sparið
peninga. Formin fást i öllum
helztu matvöruverzlunum.
Verzlunin Barnið.
Nýkomnar drengjaskyrtur. Verð
frá kr. 960.00, náttkjólar, úrval af
náttfötum, röndóttar rúllukraga-
peysur, kjólar, mittisjakkar,
leikföng og fl. Verzlunin Barnið,
Dunhaga 23.
Nýkomið til jólagjafa:
Smyrnapúðar og teppi. Afsláttur
á öllum hannyrðapakkningum til
jóla. Verzlunin Hof, Þingholts-
stræti 1.
Kaupum af lager
alls konar fatnað, svo sem barna-
fatnað, alls konar fatnað fyrir
fullorðna, peysur alls konar fyrir
börn og fullorðna o.m.fl. Staö-
greiðsla. útsölumarkaðurinn,
Laugarnesvegi 112, simi 30220,
heima 16568.
Til sölu cfnisafgangar
ýmiss konar. svo sem blúndur
prjónanælon og ullarefni. Kápu-
salan Skúlagötu 51.
Kópavogsbúar.
Jólasveinninn er kominn i glugga
Hraunbúðar. Full búð af ódýr-
um jólavörum. Hraunbúð,
Hrauntungu 34.
Ódýr straufri
sængurverasett, Hþje krepp með
laki frá kr. 4250 og Boras með laki
kr. 4870. Ódýr, falleg handklæði.
Þvottekta flauel, tvibreitt, kr.
3200. Póstsendum. Álnavöru-
markaðurinn, Austurstræti 17,
simi 21780.
Jólamarkaður
Munið jólamarkaðinn við
Hlemm. Jólatré, greni, jóla-
skraut, leikföng o.fl. Opið alla
daga frá kl. 9. Jólamarkaðurinn
v/Hlemm.
Verzlunin Barnið.
Nýkomnar drengjaskyrtur. Verð
frá kr. 960.00, náttkjólar, úrval af
náttfötum, röndóttar rúllukraga-
peysur, kjólar, mittisjakkar,
leikföng og fl. Verzlunin Barnið,
Dunhaga 23. Simi 22660.
Hafnfirðingar, Hafnfirðingar.
Athugið að nú er hægt að fá sér-
smiðaða trúlofunarhringi i
Firðinum, einnig skartgripi i úr-
vali. Skartgripaverzlunin Lára,
Austurgötu 3.
islenzku jólasveinarnir 13.
Plakatið kostar 200 kr. Þjóðleg
jólagjöf. Hengt upp 13 dögum
fyrir jól. Simi 4295, pósthólf 13,
Hveragerði.
Kron matvörubúðir,
seljum rauð og gul Delicious epli
á 695 kr. hálfan kassann meðan
birgðir endast. Kron matvöru-
búðir.
I
Matvæli
s
Ódýrt!
Perur, heildós á kr. 249.-
Ferskjur, heildós á kr. 262.-
Saltað folaldakjöt á kr. 200,- kg.
Reykt folaldakjöt á kr. 250.- kg.
Flórsykur l/2kg. á kr. 100,- Sykur
á kr. 142. kg. Hveiti á kr. 109.- kg.
Verzlunin Kópavogur, simi 41640.
I
Bækur
i
Vestfirzkar ættir (Arnardalsætt
og Eyrardalsætt) Áskrifendur:
Nú er hver siðastur að vitja seinni
bindanna (3. og 4.). Afgreiðast.
bæði i einu á meðan þau endast.
Vil kaupa fyrri bindin tvö góðu
verði, séu þau vel með farin.
Bækurnar fást i Bókinni, Skóla-
vörðustig 6, simi 10680, og hjá
Huldu Valdimarsdóttur Ritche.
simi 10647 (um kvöld og helgar).