Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 8
8
Dagblaðið. Föstudagur 12. desember 1975.
BIABIB
frjálst, úháð dagblað ^
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttas.tjóri: Jón Birgir Pétursson
Kitstjórnarfulltrúi: Ilaukur Heigason
iþróttir: Ilallur Simonarson
Iiönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tóinasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingóifsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
Pétursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Áskril'targjald 800 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-'
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Köllum þá heim
Islenzku rikisstjórninni ber nú að
kalla heim sendiherra sinn i London
og einnig sendiherra sinn hjá Atlants-
hafsbandalaginu i Bruxelles. Þetta
átti hún raunar að gera strax i gær,
þegar utanrikisráðherra hennar flutti
ræðu á ráðherrafundi bandalagsins i
höfuðstöðvum þess.
Átökin milli varðskipsins Þórs og brezku dráttar-
skipanna i hádeginu i gær gerðust ekki aðeins innan
fiskveiðilögsögu okkar, gamallar og nýrrar, heldur
beinlinis innan landhelginnar sjálfrar, tæpar tvær
milur frá landi. Á þeim stað gilda engin deilumál
um fisk, heldur eingöngu islenzk lög sem á landi
væri.
Brezku dráttarskipunum bar skilyrðislaust að
hlýða stöðvunarmerkjum varðskipsins. Þau virtu
ekki merkin og sigldu þar á ofan á varðskipið hvað
eftir annað. Skipherra þess hlaut þvi að beita skot-
vopnum til að stöðva aðgerðir Bretanna. Sem betur
fer voru þessir atburðir myndaðir úr lofti, svo að
erfitt verður að rangtúlka atburðarásina.
Svo virðist sem sambandsleysi i seinvirkri utan-
rikisþjónustu okkar hafi valdið þvi, að Einar
Ágústsson utanrikisráðherra vissi ekki um þennan
atburð, þegar hann flutti siðdegis i gær ræðu sina
hjá Atlantshafsbandalaginu. Þar með glataðist dýr-
mætt tækifæri til að segja ráðherrum bandalags-
rikjanna nýjustu fréttir af yfirgangi Breta.
Ennfremur glataðist dýrmætt andartak til að
ljúka ræðunni með yfirlýsingu um, að i ljósi þessa
yfirgangs eins aðildarrikisins tæki Island að sinni
ekki frekari þátt i störfum bandalagsins. Siðan átti
utanrikisráðherra að ganga af fundi og koma heim i
fylgd sendiherra íslands hjá Atlantshafsbandalag-
inu.
Hið dæmalausa framferði Breta innan tveggja
milna frá landi kemur Atlantshafsbandalaginu svo
sannarlega við. Það er óhjákvæmilegt fyrir okkur
að vekja athygli á þeirri staðreynd með nógu á-
hrifamiklum hætti, svo að ráðherrar bandalagsrikj-
anna átti sig á henni. Það, sem okkar mönnum láð-
ist að gera i gær, eiga þeir að gera i dag.
Utanrikisþjónustan stóð sig betur á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna. Strax i gær lagði fastafulltrúi
ísíands h]á samtökunum fram kæru til öryggis-
ráðsins. Slik kæra hefur sin áhrif, bæði á dipló-
matiskum vettvangi og gagnvart almenningsálitinu
i heiminum.
Margir íslendingar halda þvi fram, að rikis-
stjórninni beri nú að slita stjórnmálasambandi við
Breta. Voru slik sjónarmið raunar þegar komin á
loft, áður en ofbeldinu var beitt við Seyðisfjörð i
gær. Slik mótmælayfirlýsing kæmi vafalaust til
greina, ef hún væri ein sér.
En liklega væri skynsamlegra að fara nokkuð
vægar i sakirnar og kalla heim sendiherra okkar i
London. Sú mótmælaaðgerð mundi nægja, ef hún
félli saman við hliðstæða aðgerð gagnvart Atlants-
hafsbandalaginu.
Sendiherrarnir tveir og ráðherrann ættu semsagt
að koma heim. Og framar öllu má rikisstjórnin nú
ekki tvistiga og ekki láta sér nægja þungbúnar yfir-
lýsingar. Málið kallar á harðari aðgerðir.
Viðsjár í
japönskum
stjórnmálum
— hallar undan fœti fyrir
Takeo Miki, forsœtisráðherra
Takeo Miki, forsætisráðherra
Japan.
Stjórnarflokkurinn i Japan,
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
(LDP), hefur verið við völd i 20
ár. Nú er svo komið að hann
verður að velja á milli þess að
gera róttækar breytingar á for-
ystu sinni og þess að taka upp
nánara samstarf við andstæðinga
sina svo dvinandi fylgi verði ekki
að engu.
Flokkurinn hefur verið við völd
allt frá stofnun. Núverandi leið-
togi hans, Takeo Miki, hinn 68 ára
gamli forsætisráðherra, er gerð-
ur ábyrgur fyrir þeim vanda sem
flokkurinn er i og sagður standa á
öðrum fæti á ótryggri linu.
LDP er ihaldssamur flokkur.
Meirihluti hans i efri deild þings-
ins er aðeins 9 þingsæti. Þvi er
samvinna við stjórnarandstöðuna
talin nauðsynleg svo stjórnar-
frumvörp komist i gegnum þing-
ið.
Veik staða Mikis
Meirihluti flokksmanna virðist
vera þeirrar skoðunar að of náin
samvinna við pólitiska andstæð-
inga sé ógnun við sjálf grund-
vallaratriði auðvaldsstefnunnar
og frjálsa framtaksins sem verið
hefur undirstaða efnahagslegra
framfara Japana frá striðslok-
um.
Miki forsætisráðherra nýtur
mikils fylgis i flokknum. Hann
varð forsætisráðherra vegna
hreinnar málamiðlunar þegar
flokksmenn gátu ekki gert upp á
milli hins atkvæðamikla varafor-
sætisráðherra, Takeo Fukuda, og
fjármálaráðherrans Masayoshi
Ohira er Kakuei Tanaka lét af
völdum i fyrra. Miki er fylgjandi
samstarfi við stjórnarandstöð-
una.
Fukuda, sem er sjötugúr, og
Ohira, fimm árum yngri, hafa
báðir áugastað á forsætisráð-
herraembættinu. Báðir varast að
hafa hátt um málefni flokksins
sem stendur.
Fjöldi flokksmanna undir
forystu varaformanns flokksins,
Etsusaburo Shiina, er þeirrar
skoðunar að viðtækar breytingar
á skipulagi fíokksins og fleiri
málum séu nauðsynlegar, eigi
flokkurinn ekki að glopra valda-
aðstöðu sinni niður.
Afdrifaríkar
breytingar
Fyrstu meiriháttar breyt-
ingarnar gætu verið endurskoðun
reglna um kjör flokksformanns.
Gildandi reglur eru sagðar vera
ástæðan fyrir innbyrðisdeilum i
flokknum og hvetjandi fyrir
gifurlegan fjáraustur til kosn-
ingabaráttu frambjóðenda til
embættisins.
Næsta breyting yrði að finna
nýja fjárhagslega bakhjarla i
stað „toppanna” i japönsku
fjármálalifi sem hingað til hafa
verið helztu stuðningsmenn
flokksins. Það hefur að sjálfsögðu
ekki verið jafnvel séð af öllum
flokksmönnum sem telja að það
sýni og sanni að flokkurinn sé
ekki „flokkur allra stétta”.
íhaldsstjórn i 30 ár
Siðan LDP var stofnaður 1955
þegar tveir ihaldsflokkar slógust
saman i einn hefur hann verið
samfleytt við völd. ihaldsflokkar
hafa i rauninni verið við völd i
Japan i 30 ár, fyrir utan 8 mánuði
1947 þegar samsteypustjórn
sósialista og ihaldsmanna var við
völd.
Innan Frjálslynda lýðræðis-
flokksins eru menn með ýmsar
stjórnmálaskoðanir — allt frá
hörðum „haukum” til bliðlyndra
„dúfna”. Flokkurinn hefur ævin-
lega verið i takt við timann með
þvi að kjósa til forystu — og sjálf-
krafa embættis forsætisráðherra
— hina ólikustu menn.
En fylgið fer dvinandi. 1958
hlaut LDP 57,8 atkvæða, 1967
48,8% Og 1972 46,8%
Eftir að Tanaka sagði af sér i
fyrra tók Miki við. Þá vann hann
þrjú heit: að vinna bug á verð-
bólgunni, að gera umbætur á
flokknum og að útrýma félags-
legu misrétti. Fyrsta verkefnið
hefur honum svo gott sem tekizt.
En tilraunir hans til að berja i
gegn löggjöf um hert eftirlit með
einokunarlögunum hafa reitt
hægrimenn i flokknum til reiði og
sömuleiðis fjármálamennina sem
verið hafa lifgjafar hans.
Tortryggni
Margir ihaldsmenn lita á Miki
með mikilli tortryggni — gruna
hann raunar um að hafa einhvern
tima ihugað að stofna nýjan flokk
ásamt félögum stjórnarandstöðu-
flokkanna.
Eftir að þingi lauk i júli gerði
Miki ýmsar ráðstafanir til að
bera klæði á vopnin sem bæði
hann og harðlinumenn innan
flokksins höfðu haft uppi. Meðal
annars ákvað hann að biða með
að leggja fram frumvarp sitt um
Afstaða íslendinga
til útlendinga
Sumir tslendingar hafa þess
háttar afstöðu til útlendinga að
sjálfstæði þjóðarinnar stafar
hætta af. Það eru margir sem
telja útlendinga vita allt betur
en landar þeirra. Trúlega á
þetta að einhverju leyti rót sina
að rekja til þess að Danir riktu
sem herraþjóð á Islandi i marg-
ar aldir og notuðu óspart fortöl-
ur og jafnvel kúgun til þess að
sannfæra okkur um að þeir
væru einhver æðri manngerð en
við annars flokks fólk.
Þegar við svo siðar komumst i
kynni við aðrar þjóðir eins og til
dæmis Breta og Bandarikja-
menn, þá höfðu margir sömu af-
stöðu til þeirra eins og ýmsir
höfðu áður haft til Dana.
Nú þegar Islendingar hafa
fært út fiskveiðilögsögu sina i
200 sjómilur, er forvitnilegt að
lita um öxl. Fyrir um það bil
fjörutiu árum, þegar landhelgin
var aðeins þrjár sjómilur, tóku
einstaka góðborgarar á íslandi
að sér fyrir nokkur hundruð
krónur að aðstoða Breta við að
veiða i þessari þröngu landhelgi
með þvi að njósna um ferðir
varðskipanna og tilkynna Bret-
um hvar þau væru stödd. Að
visu voru þessir menn dæmdir.
En þá kom i ljós að viðurlög fyr-
ir slik afbrot voru haria mild.
Refsingin samsvaraði engan
veginn siðleysi afbrotsins. Af
þessu mætti ef til vill draga þá
ályktun að löggjafarsamkoma
þjóðarinnar hafi þá ekki verið
búin að gera sér grein fyrir þvi
hversu þýðingarmikil landhelg-
in er okkur Islendingum. Þegar
við förum að hugleiða glæp og
refsingu, stingur það i augu að
einn þekktasti rithöfundur Is-
lands var dæmdur sekur i
Hæstarétti árið 1934 fyrir að
setja á prent það sem allur
heimurinn veit og viðurkennir
fyrir löngu að er hreinn og
ómengaður sannleikur.
Dómsmálaráðuneytið og
sendiráð Dana notuðu dulmáls-
lykla til að gefa islenzku og
dönsku varðskipunum fyrir-
mæli um ferðir þeirra. Afskrift
þessara dulmálslykla fannst i
brezkum togurum. Það væri
forvitnilegt að vita hvaða
„drengskaparmanni” hafi tek-
izt að smjúga inn i dómsmála-
ráðuneytið eða sendiráð Dana
og útvega Bretum þessar upp-
lýsingar.
Mörgum er i fersku minni,
þegar Bretar handtóku islenzk-
an alþingismann meðan Alþingi
sat og fluttu hann með ofbeldi i
fangelsi i London. Ekki er mér
kunnugt um að beðizt hafi verið
afsökunar á þvi að svivirða
þannig Alþingi.