Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Föstudagur 12. desember 1975. I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ÞETTA ER ALLT AD KOMA" // sagði fyrirliði í gœrkvöld. íslenzka landsliðsins Ólafur H. Jónsson eftir landsleikinn Danir heiðruðu þrjó íslenzka leikmenn í leikbyrjun. Landsleikur inn við Dani var að mörgu leyti góður — mér liggur við að segja því miður fyrir ýmsa menn heima, sem hafa verið að klóra í okkur, sagði ólafur H. Jónsson, fyrirliði is- lenzka landsliðsins, þeg- ar Dagblaðið ræddi við hann í Árósum i morg- un. Þetta er allt að koma i undir- búningnum og við höfum æft mjög vel. Það er allt gert til þess að við verðum sem bezt undir- búnir fyrir leikinn, sem öllu er stefnt að — Olympiuleikinn við Júgóslava i Reykjavik 18. desem- ber. Danir eru alltaf sterkir á heimavelli i handboltanum — það kom vel i ljós i leiknum i gær- kvöld, sagði Ólafur ennfremur. Þarna áttust við mjög jöfn lið, þar sem sigurinn gat fallið hvoru sem var i skaut. Danska liðið vann ný- lega sigur á Svium með fjögurra marka mun, 18-14, og sænska liðið var þá búið að sigra Norðmenn. Það komu fyrir veikir punktar i vörn hjá okkur, sem nú verður reynt að lagfæra eins og hægt er. Maður hefur alltaf þá ósk að sigra Dani, en þrátt fyrir úrslitin er ég ánægður með leik islenzka lands- liðsins i leiknum, sagði Ólafur ennfremur. Hvernig er augabrúnin? Það er allt i lagi með hana. — Saumurinn verður tekinn úr i dag og aðgerðin tókst vel hjá þýzka lækninum. Þetta var nokkuð gott, sagði Stefán Gunnarsson — en við þurf- um að laga varnarleikinn i horn- unum. Danir skoruðu nær öll sin mörk úr hornunum — en okkur tókst reyndar að setja undir þann leka siðasta stundarfjórðunginn. Þegar við höfðum jafnað i sið- ari hálfleiknum, sagði Stefán ennfremur, náðum við boltanum aftur. Það var brunað upp i hraðaupphlaupi — en þvi miður var boltanum glatað. Það var vendipunkturinn i leiknum — ég er sannfærður um að við hefðum náð sigri ef mark hefði verið skorað úr upphlaupinu — tsland náð forustu. Þaö hefur verið frábært að véra hér i Danmörku — æfingar miklar og góðar og maður sér framför frá degi til dags. Mér fannst dönsku dómararnir dæma mjög vel — þó svo við hefðum átt að fá viti, tvö frekar en eitt i fyrri hálf- leiknum, en slikt misferst oft i hita leiksins, sagði Stefán að lok- um. Danir höfðu komizt að þvi, að þrir leikmanna okkar léku ,,af- mælisleiki”, sagði Axel Sigurðs- son i morgun og heiðruðu þá á skemmtilegan hátt. Það voru þeir Jón Karlsson, sem lék sinn 25. landsleik i gærkvöld, Axel Axels- Kickers Offenbach.liðið sem Marteinn Geirsson æfði hjá i haust, hefur nú rekið Kurt Rehagel — framkvæmdastjóra sinn. Það gerðist eftir að Rehagel var bannað að koma nálægt knattspyrnu til 15. febrúar. Vestur-þýzka knattspyrnusam- bandið setti Rehagel i bann vegna móðgandi framkomu hans við dómara i leik nýverið. Offenbach hefur þá notað tækifæriö og rekið hann — en félagið er nú neðst I Bundesligunni þýzku og hefur flest gengið á afturfótunum hjá þeim I vetur. Félagið hefur ráðið til sin Slatko Cajkovski, sem áöur þjálf- aði FC Köln, sem framkvæmda- stjóra liðsins frá 1. janúar. — h halls son, sem lék sinn fimmtugasta, og Björgvin Björgvinsson, sem klæddist islenzka landsliðsbún- ingum i 75. sinn. Ungar stúlkur færðu þeim blómvendi fyrir leik- inn — og áhorfendafjöldinn mikli klappaði þeim lof i lófa. Þetta var hugulsamt hjá Dönum. Ég sagði lika i hófinu eftir leikinn, að þó hart væri barizt á leikvelli, væru ekki til betri vinir en Danir og ís- lendingar að leik loknum. Þrir islenzku leikmannanna eiga við meiðsli að striða — sagði Axel ennfremur — Viggó leikur ekki meira i Danmerkurferðinni, Páll er slæmur i nefinu, og Gunn- ar Einarsson sár á iljum. Skinnið hefur flagnað af'— og við fórum með hann til læknis eins og hina tvo. En ég vona að þetta jafni sig fljótt, sagði Axel Sigurðsson að lokum. Heima.... • Yndislegt, að strákarnir skuli rkoma I fyrramáliðb;—' 'N 'í' Æ,en það er I eitthvað, sem ég; ''Hvað i ósköpunumir s.Puröu mig ekki- égV" Svona.róleg getur það verið /I býstbara ekkivið nú. '— þeim heim heilum Foremon berst við Gfeorge Foreman, hnefaleika- kappinn kunni, sem vann heims- meistaratitilinn af Joe Frazier og tapaði honum svo til Ali, er kom- inn á stúfana. Forman mun berjast við Ron Lyle i janúar og er það raunveru- lega fyrsta skref hans til að vinna aftur heimsmeistaratitilinn, sem hann missti i Kinshasa i Zaire fyrir rúmu ári. Foreman kom mjög á óvart á sinum tima þegar hann sigraði Joe Fraizier i Kingston á Jama- ika. Fraizier hafði sigrað erki- fjandann Ali og enginn bjóst við neinu — þetta yrði auðveldur sig- ur fyrir „smokey” Frazier. En Formen sneri öllu við — Frazier lá rotaður strax i 2. lotu. Fyrir rúmu ári kepptu kapparnir Ali og Foremann i Kinshasa i Zaire og þá loksins hreppti Ali titilinn aftur. ósigur inn hafði mikil áhrif á Foreman og hann lét litið á sér bera. Nú hins vegar er hann kominn á kreik og eins og Foreman sagði ósköp hlédrægt, ,,ég held að ég vinni heimsmeistaratitilinn aftur á komandi ári” — hlédrægni eða trú á sjálfan sig. —hhalls KNATTSPYRNAN I BELGIU Ásgeir Sigurvinsson R. Malines — F.C. Malines 1-1 Standard — Lokeren 2-1 Beveren — La Louvlére 0-0 C. Bruges — F.C. Liége 2-1 Waregem — Beerschot 2-1 Berchem — R.W.D.M. 1-4 Anderlecht — Beringen 1-0 A.S. Ostende — F.C. Bruges 1-2 S. Charleroi — Antwerp 1-1 Mjög litil breyting varð á stöðu efstu liðanna eftir 16. um- ferðina, sem leikin var um sið- ustu helgi, þar sem flest af efstu liðunum unnu sina leiki. FC Brugge hefur ennþá þriggja stiga forustu eftir 1-2 útisigurinn i Ostende. Lambert, sem lék með Brugge að nýju eftir að hafa átt við litilsháttar meiðsli að striða, Skoraði fyrsta mark leiksins á niundu minútu úr vitaspyrnu. Wyngaarde jafn- aði fýrir'Osténde á 51. min, en strax á sömu minútunni skoraöi Volders sigurmark FC Brugge. Ernst Happel, þjálfari Brugge, þykir sérlega strangur og krefst mikils af leikmönnum sinum. Þennan orðróm sannaöi hann, þegar hann boðaði leik- menn sina á æfingu á Olympia- Stadium kl. nákvæmiega sjö um morguninn eftir leikinn i Ost- ende. Talið er að hann hafi ekki alls kostar verið ánægður með leik sinna manna. Brugge mætir sem kunnugt er AS Roma i siöari leik iiðanna i UEFA- keppninni i Róm á miðviku- laginn 10. desember (Brugge sigraði 1-0, innskot hsim). Þremur stigum á eftir Brugge koma svo fjögur lið Anderlecht, meistararnir RWDM, Waregem, sem öll unnu sina leiki um helgina og Beveren, sem geröi jafntefli. Anderlecht gekk af hólmi með bæði stigin i leik sinum við Beringen. Leikurinn þótti af- burða lélegur og sigur Ander- lecht óverðskuldaður. Mark Anderlecht kom ekki fyrr en þremur minútum fyrir leikslok, þegar Haan, fyrrum leikmaður hjá Ajax skoraði beint úr auka- spyrnu af um 40 metra færi. RWDM (Molenbeek) átti aftur á móti mjög góðan leik i Antwerpen og hreinlega lék sér að Berchem. Mörk RWDM skoruðu: Á 3. min. Wissmann 0-1, á 30. min. Teugels 0-2, á 81. min. Lafont 0-3 og á 85. min. sjálfsmark 0-4. Mark Berchem skoraði Bish á 87. minútu. Leik- urinn var mjög harður og þurfti Van Melkinbere dómari að sýna fimm leikmönnum guia spjald- ið. Waregem vann verðskuldað- an sigur á Beerschot. í hálfleik var staðan 2-0 og sigur Ware- gem var aldrei i hættu. Beveren hefur einnig hlotið sömu stigatölu, en leikiö einum leik meira. Það kom á óvart, að liðið náði aðeins jafntefli við La Louviere á heimavelli. Sporting Charleroi eða öðru nafni Sebrahestarnir fékk Royal Antwerpen i heimsókn á laugar- dag. Gebauer skoraði fyrir Charleroi á 38. min, eftir góða sendingu frá Böhmer, en Dan- Pts P C. J F.C. Bruges 15 32 14 23 Anderlecht 15 27 17 20 R.W.D.M. 15 27 15 20 Waregem 15 22 12 20 Beveren 16 19 6 20 Standard 15 22 16 19 Lokeren 15 27 19 18 Llerse 15 29 20 17 Antwerp 16 20 24 17 Beerschot * 15 22 25 15 C. Bruges 15 21 18 15 F.C. Liége 14 22 29 12 La Louviére 15 15 20 12 F.C. Malines 15 17 22 1! A.S. Ostende 15 14 2C 11 Beringen 15 11 29 10 R. Mallnes 15 9 25 10 S. Charleroi 15 16 24 8 Berchem 15 9 26 -9 Asgeir Sigurvinsson skorar fyrra mark .Standard Liege gegn Lokeren á sunnudag. Varnarmaðurinn á myndinni aöeins of seinn. inn Lund jafnaði fyrir Antwerp- en með mjög góðu marki á 43. min. Charleroi átti mun fleiri og hættulegri tækifæri i leiknum, en Jean Trappenius sá um, að Antwerpen fékk annað stigið með frábærri markvörzlu. Standard Liege vann sinn þriöja sigur i röö frá þvi Lucien Leduc tók við þjálfun liðsins. Fyrri hálfleikurinn i leik Stand- ars og Lokeren var frekar ró- legur — fátt um marktækifæri og staðan i hálfleik 0-0 Á fyrstu minútu siðari hálf- leiks skoraði undirritaöur eftir sendingu frá Eric Gerets. De- schriver jafnaði fyrir Lokeren á sömu minútu. Andre Gorez skoraði sigurmark Standard á 66. min. eftir varnarmistök. Gorez átti stuttu siðar skot i stöng og þrátt fyrir mörg tæki- færi tókst Standard ekki að auka muninn. Lokeren, sem fyrir nokkrum vikum var i efsta sæti i 1. deild- inni, er nú komið i sjöunda sæti eftir að leikur liösins við FC Liege 17. ágúst siðastliöinn verður að leikast upp á nýtt. Knattspyrnusambandið belg- iska kvað upp þann dóm i gær. Leikur FC Liege og Lokeren var stöðvaður vegna bilunar i flóölýsingarútbúnaði FC Liege. Kærkveðja Ásgeir Sigurvinsson.

x

Dagblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0880
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
2087
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1975-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson (1975-1981)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað
Styrktaraðili:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 80. tölublað (12.12.1975)
https://timarit.is/issue/226889

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

80. tölublað (12.12.1975)

Aðgerðir: