Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 19
Dagblaðiö. Föstudagur 12. desember 1975. Útvarp 23 Sjónvarp Sjónvarpið í kvöld kl. 22,05: Sjónvarpið í kvöld kl. 20,40: Tökubarnið (The Unforgiven) bandarísk Tökubarnið (The Unfor- given), myndin sem sýnd er i kvöld, fær þrjár stjörnur i kvik- myndahandbók okkar.Leikarar eru ekki af verri endanum. Þau Burt Lancaster, Audrey bíómynd Hepburn, Audie Murphy og Charles Bickford. Myndin er spennandi og gerist i lok þrælastriðsins og gengur út á að fjölskylda nokkur tekur telpu i fóstur. Þeim er ógnað af Indiánum þegar þaö verður uppvist að telpan er af Indlána- ættum. Þjóðflokkurinn vill fá hana aftur þegar hún er oröin gjafvaxta. Leikstjóri er John Huston. Myndin er bandarísk frá árinu 1960. EVI Meðal leikenda I myndinni í kvöld er ein af gömlu stjörnunum frá tíma þöglu myndanna, Lillian Gish, sem er á þessari mynd. Hún leikur móöur þeirra Burt Lancasters, Audie Murphysog Audrey liepburn „Kastljós" Ástand þorskstofnsins Alþýðubankamálið ,,1 fyrsta lagi verður fjallað um hvernig á að bregðast við skyrslu fiskifræðinga um ástand þorskstofnsins og hvernig draga á úr sókn i þorskinn,” sagði Guðjón Einarsson sem sér um Kastljós að þessu sinni með að- stoð Vilhelms G. Kristinssonar útvarpsfréttamanns. Skroppið var til Grindavikur og rætt við nokkra skipstjóra um málið en i sjónvarpssal verður rætt við þá Matthias Bjarnason sjávarútvegsráð- herra, Kristján Ragnarsson, formann Landssambands is- lenzkra útvegsmanna, Jakob Jakobsson fiskifræðing og jafn- vel einn enn. Þá er einnig rætt við Kristján Friðriksson iðnrekanda, sem ferðazt hefur um landið og hald- ið 18 almenna fundi til kynning- ar á kenningu sinni um þessi mál og fleiri. Reynt verður að fá einhverja til þess að ræða Alþýðubanka- málið en illa hefur gengiö að fá menn til þess eins og oft þegar verið er að upplýsa hlutina. Ef það tekst ekki kemur annað i staðinn sem ekki var enn ákveð- ið þegar við spjölluðum við Guð- jón. EVI MKAHÚSIÐ IAUGAVEGI178. TÓNABÆR r STORDANSLEIKUR JUDAS OG PARADIS SÍN Á HVORU SVIÐINU KR. 600.- FÆDD 1960 OPIÐ 9-1 í TÓNABÆ í KVÖLD HÚSINU LOKAÐ KL. 10,30 LOKAÐ LAUGARDAG

x

Dagblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0880
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
2087
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1975-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson (1975-1981)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað
Styrktaraðili:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 80. tölublað (12.12.1975)
https://timarit.is/issue/226889

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

80. tölublað (12.12.1975)

Aðgerðir: