Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Föstudagur 12. desember 1975. 3 Viðlagasjóður stendur við allt — þótt tekjustofnar hans falli niður Viðlagasjóði skal heimilt að verja allt að 200 milljónum króna til að standa að fullu við skuld- bindingar sinar vegna snjóflóð- anna á Norðfirði. betta kemur fram i stjórnar- frumvarpi, sem var lagt fram i fyrradag. Forsætisráðherra sagði i ræðu i fyrradag að staðið yrði við allt sem lofað hefði verið, i Vestmannaeyjum og Norðfirði, þótt tekjustofnar Viðlagasjóðs verði nú felldir niður um áramót. bingmenn, einnig stjórnarand- stæðingar, lýstu yfir ánægju með ræðu ráðherra. bó kom fram hjá Guðlaugi Gislasyni (S) og Garð- ari Sigurðssyni (Ab), að bæjar- sjóður Vestmannaeyja ætti við mikla örðugleika að etja. Viðlagasjóður hefur að mestu greitt þær 800 milljónir, sem til hefur staðið, að gengju til bæjar- sjóðs Vestmannaeyja og stofnana hans. —HH Verðlagsstjóri óskar eftir svari Rafveitunnar: VAR HÆKKUN- IN LÖGLEG? Enginn Grettisgötu-róló meOan á þessum byrjunarframkvæmdum stendur. bað væri að bjóða hættunni heim. j j „ROLO" Á GRETTIS- GÖTU í FLUTNINGI Verðlagsstjóri hafði fyrir nokkru samband við Rafmagns- veitu Reykjavikur út af gjald- skrárhækkun á rafmagni. Ösk- aði hann eftir þvi, að Raf- magnsveitan færði rök fyrir lög- mæti nýjustu gjaldskrár með tilliti til lagaskyldu um birtingu. Með spjaldskránni varð hækk- un á rafmagni sem látin var koma til framkvæmda frá og með 1. september sl. „Mér hefur ekki borizt svar frá Rafmagnsveitunni varðandi þetta efni,” sagði verðlags- stjórinn, Georg Ólafsson, i við- tali við Dagblaðið i gær. Skrifstofustjóri Rafmagns- veitna Reykjavikur, Steinar Berg Björnsson, tjáði frétta- manni Dagblaðsins, að leitað hefði verið álits lögfræðings á málinu. Iðnaðarráðherra staðfesti gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavikur hinn 29. ágúst sl. Hækkunin var svo látin koma til Álverið verður stœkkað Alverið á að stækka um einn sjöunda þannig að afköstin aukast um 11.000 tonn á ári. Breytingar verða á gjöldum verksmiðjunnar. Stjórnarfrumvarp um heim- ild til þessa var lagt fram á Al- þingi i gærkvöldi. Raforku- verðið, sem verksmiðjan greiðir og hefur sætt mikilli gagnrýni, verður hækkaö. Skattgreiðsla svissneska fyrirtækisins Alusuisse til is- lenzka rikisins verður lækkuð sem nemur þremur milljónum dollara næstu fimm árin. betta eru um 500 milljónir króna. Hins vegar verða lögð niður ákvæði um myndun skattinneignar álversins hjá rikinu. Raforkuverð álverk- smiðjunnar verður nú ekki lækkað, eins og áður stóð til, heldur hækkað um 17 prósent eftir áramótin og 14 prósent til viðbötar sex mánuðum siðar. — HH framkvæmda frá og með 1. september sl., enda var það samkvæmt ákvæðum hennar um gildistöku. Gjaldskráin var hins vegar, ekki birt fyrr en i stjórnartið- indum, sem komu út hinn 9. september s.l. begar hæstaréttardómur gekk hinn 28. október s.l. i máli, sem höfðað var vegna ófull- nægðrar birtingarskyldu, skýröi Dagblaðiðfrá niðurstöðum hans og málavöxtum. Benti blaðið einnig á, að vafi kynni að leika á þvi, hvort birtingarskyldu hel'ði verið gætt um hina nýju gjald- skrá i Reykjavik. Dagblaðið hefur einnig skýrt frá þvi, að Iíafveita Hafnar- fjarðar iækkaði alla reikninga til notenda með hliðsjón af niðurstöðu hæstaréttardómsins. Töldu forráðamenn hennar að gjaldskrá þar fullnægði ekki skilyrðum laga fyrr en við birt- ingu i stjórnartiðindum. Sé mat þeirra rétt virðist Rafmagns- veitu Reykjavikur hafa verið óheimilt að beita hækkun sið- ustu gjaldskrár frá 1. septem- ber eins og gert var. Raftækjaverksmiðjan h.f. i Hafnarfirði stefndi Rafveitu Hafnarfjarðar i janúar 1973 til endurgreiðslu á ólöglegu raf- orkuverði. Taldi Raftækjaverk- smiðjan að reikningar hefðu verið byggðir á gjaldskrá, sem ekki væri rétt vegna þess að hún hefði ekki verið birt samkvæmt lögum fyrr en um seinan miðað við reikninga. Raftækjaverksmiðjan hf. vann málið i undirrétti. Dómur- inn byggðist meðal annars á þvi, að sannað var, að ekki hafði verið farið eftir ákvæðum laga um birtingu á gjaldskránni, sem deilan stóð um. Taldi dómurinn, að lög nr. 64 frá 1943, um birt- ingu laga og stjórnvaldserinda, ættu við um gjaldskrá Rafveit- unnar. Segir i þeim lögum, að auglýsingar skuli birtar i B- deild stjórnartiðinda, og að ekki megi beita fyrirmælum þeirra fyrr en við birtingu. Sem fyrr segir, hefur verð- lagsstjóri óskað eftir þvi, að Rafmagnsveita Reykjavikur færi rök fyrir rafmagnshækkun sinni hinn 1. september sl. með - tilliti til birtingar samkvæmt lögum. — BS — Húsgagnahöllin fœr gamla róluvöllinn, en nýr völlur opnar ekki fyrr en eftir 2 mónuði ,,AÍ öryggisástæðum þótti ekki rétt að taka i notkun barna- leikvöll á þeim hluta gamla leikvallarins, sem verður notað- ur áfram,” sagði Bjarnhéðinn Hallgrimsson, fulltrúi á Fræösiuskrifstofu Reykjavikur i viðtali við Dagblaðið. „bað er ekki hættulaust að hafa börn að leik meðan á byrjunarfram- kvæmdum stendur alveg i lóöarmörkum,” sagði Bjarn- héðinn. „Sá hluti lóðarinnar. sem ekki hefur verið látinn af hendi, verður girtur og hann notaður sem leikvöllur strax og það er fært,” sagði hann einnig. „1 stað þess hluta, sem látinn var af leikvellinum, fær borgin lóðina, sem er sunnan við göt- una, það er Grettisgötu 10. Hus- ið, sem þar stendur verður rifið og þar verður gerður nýr leik- völlur til frambúðar,” sagði Guttormur bormar, verkfræð- ingur hjá embætti borgarverk- fræðings. Hann kvað fram- kvæmd við hina nýju byggingu þarna, gerð göngugötu milli Laugavegs og Grettisgötu, gerð bilastæða, frágang nýs leik- vallar á gamla leikvallarstæð- inu og siðan hins nýja leikvallar handan við Grettisgötuna, þrjá framkvæmdaráfanga. Ekki er unnt að sjá neinar ákveðnar timasetningar á öllum þessum þrem áföngum, en sýnt er af samningi um makaskipti á hluta leikvallarlóðarinnar og Grettisgötu 10, að framtiðar- leikvöllurinn verður naumast fullgerður fyrr en seint á árinu 1977 eða i byrjun ársins 1978. pftir f nlin Pnrtpr Hann se§ir> að sér sé alve8 sama’ ÞÓtt við lemj* um hann soldið. Hann ætli að vinna hvort sem er.

x

Dagblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0880
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
2087
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1975-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson (1975-1981)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað
Styrktaraðili:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 80. tölublað (12.12.1975)
https://timarit.is/issue/226889

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

80. tölublað (12.12.1975)

Aðgerðir: