Dagblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 10
Dagblaðið. Föstudagur 12. desember 1975.
I
Eþróttir
Iþróttir
10
<f
Iþróttir
Iþróttir
Sárt að sigra ekki — einn
bezti landsleikur íslands
Danir sigruðu íslendinga 17—16 í landsleiknum íRanders í gœrkvöld
— og enn hafa því íslendingar ekki unnið Dani í landsleik í Danmörku
Þaö var synd að vinna
ekki landsieikinn við Dani í
Randers i gærkvöld — synd
að vinna Dani ekki i fyrsta
skipti á heimavelli þeirra í
landsleik. Strákarnir spil-
uðu svo vel og hefðu svo
sannarlega átt skilið að
sigra. Það var sárt að tapa
leiknum og ekki sann-
gjarnt — og þetta er einn
bezti landsleikur, sem ég
hef séð íslenzkt landslið
leika fyrr og síðar. Það var
leikiðaf krafti og kunnáttu
allan timann — aldrei
dauöur kafli eins og oftast
hefur átt sér stað hjá ís-
lenzkum landsliðum, sagði
Axel Sigurðsson farar-
stjóri landsliðsins, við
DAGBLAÐIÐ í morgun.
Leikurinn var æsispennandi
allan timann — og eins marks sig-
ur Dana staðreynd i lokin 17-16.
I Þann sigur geta Danir að nokkru
þakkað hinum sænsku dómurum
leiksins, Axel Wester og Kristen
Bromann, án þess að ég sé þar
nokkuð að afsaka eitt eða annað.
Þéir slepptu tveimur augljósum
vitaköstum á danska liðið i fyrri
hálfleiknum og slikt hefur mikið
að segja i svo jöfnum leik. Dansk-
ir dómarar, sem horfðu á leikinn
og ég talaði við eftir hann, voru
mér algjörlega sammála um það,
að Danir hefðu sloppið fyrir horn
hvað vitunum viðkom. „Það átti
að dæma vitaköst —eða sleppa þá
brotunum — alls ekki aukaköst
eins og Sviarnir gerðu” sagði einn
þeirra.
Þrátt fyrir tapið erum við ákaf-
lega ánægðir með þennan leik,
sagði. Axel ennfremur. Danska
liðið er gott — lið, sem komst i úr-
slit eitt vestrænna landsliða i sið-
ustu heimsmeistarakeppni — og
eins og ég sagði áður var sárt að
vinna það ekki. Islenzka landslið-
ið er i greinilegri framför og
aldrei hef ég kynnzt samstæðari
landsliðshóp. Já, þetta er alveg
einstakur hópur — og mjög á-
nægjulegt að starfa með piltun-
um, sagði Axel.
Varnarleikur islenzka liðsins
KNATTSPYRNAN
I SKOTLANDI
JOHANNES
EÐVALDSSON
Jóhannes Eðvaldsson, knatt-
spyrnumaðurinn kunni, sem
leikur með hinu heimsfræga fé-
lagi, Glasgow Celtic, mun skrifa
um skozku knattspyrnuna fyrir
Dagblaðið i vetur — vikulega
þætti, og það er okkur mikið á-
nægjuefni, þvi mikill áhugi er á
skozku knattspyrnunni hér á
landi siðan Jóhannes byrjaði að
leika með Celtic. Það er ekki
vafi á þvi, að þessir þættir Jó-
hannesar munu falla i góðan
jarðveg hjá lesendum blaðsins
— og Jóhannes er prýðilega rit-
fær. Skrifar létt og gott mál. Við
bjóðum Jóhannes velkominn i
hóp þeirra, sem skrifa hér i
blaðið, og væntum okkur mikils
af samstarfinu við hann. Og þá
hefst hér fyrsta grein Jóhannes-
ar.
Glasgow 5. desember.
Siðastliðið haust var gerð sú
breyting á deildaskipuninni hér
i Skotlandi, að stofnuð var svo-
kölluö ,,premier”-deild en i
henni eru 10 liö. Áður voru 18 lið
i skozku 1. deildinni og leikin
var tvöföld umferð — nú hins
vegar er leikin fjórföld umferö.
Mikil andstaða var gegn þessari
breytingu i upphafi en reynslan
hefur sýnt að þetta var stórt
skref fram á viö. Mun fleiri á-
horfendur koma á leiki og þá er
ekki bara bundið við að Celtic og
Rangers séu að leik. Til að
mynda voru um 15 þúsund á-
horfendur á leik Motherwell og
Hearts, sem þótti mikið. Aöur i
1. deild voru aðeins um 3 til 6
þúsund áhorfendur ef Celtic eða
Rangers voru ekki annars veg-
ar.
Þetta sýnir að áhorfendur
kunna að meta breytinguna —
mun meiri keppni er nú i
„premier” deildinni og enginn
leikur öruggur fyrirfram.
t „premier” deildinni leika
Celtic og Rangers frá Glasgow
— Hearts og Hibernian frá
Edinborg — Dundee fc og Dun-
dee United frá samnefndri borg
og siðan Aberdeen, Motherwell,
St. Johnstone, Ayr United.
Fremur litið hefur heyrzt um
skozkan fótbolta — ef til vill ekki
nema von. Rangers og Celtic
hafa einokað allt. Til að mynda
vann Celtic skozku deildina 9 ár
i röö eða þangað til Rangers —
hverjir aðrir — sigruðu siöast-
liðið ár.
En snúum okkur þá að leikj-
um siðustu helgar:
Aberdeen — Rangers 1-0:
Rangers tapaði sinum fyrsta
leik á Pittodrie Park i Aberdeen
i 11 ár. Þetta var leikur mikilla
tækifæra á báða bóga — og sig-
urmarkið kom 6 minútum fyrir
leikslok. Williamson sendi lang-
an bolta að marki Rangers.
Kennedy markvörður Rangers
og Colin Jackson misskildu hvor
annan og boltinn hrökk fyrir
fætur Jarvie, miðherja Aber-
deen, sem þakkaði gott boö og
sendi boltann rétta boðleiö i
markið — hans fyrsta mark i
„premier” deildinni i ár. —
Ahorfendur 20000.
Ayr United — Dundee United
2-2: Þráttfyrir stifan sóknarleik
Ayr voru þeir tveimur mörkum
yfir i hálfleik. Ayr tók sig held-
ur en ekki á i siðari hálfleik og
þegar aðeins 90 sekúndur voru
til leiksloka, skoraði sitt annað
mark og um leið jöfnunarmark
Ayr. — Áhorfendur 5000.
Dundee — Hibernian 2-0: Jafn
leikur þar sem Dundee nýtti sin
tækifæri betur. Hins vegar eyði-
lagði dómarinn leikinn með til-
gangslausum bókunum og si-
felldu fiauti. John Blakcley var
rekinn af velli skömmu fyrir
leikslok — öllum til mikillar
furðu. Bæði mörk skoraði Cald-
well hiö fyrra á 58. min., hiö sið-
ara 5 minútum fyrir leikslok. —
Ahorfendur 7900. Motherwell —
St. Johnstone 2-1: Motherwell
hefur gengið sérlega vel i vetur
— og hafa nú hlotiö jafnmörk
stig og Celtic —• 20 þegar þetta
er skrifað. (Celtic og Hibernian
gerðu jafntefii á miövikudag 1-
1) Sigur Motherwell var aldrei i
hættu — Miller skoraði fyrir
Motherwell snemma i siðari
hálfl. úr viti — skömmu siðar
bætti Pettigrew við öðru marki
— sinu 18. á keppnistimabilinu.
McGregor svaraði fyrir „the
Saints” rétt fyrir leikslok. —
Áhorfendur 5600. Hearts — Cel-
tic 0-1: Þetta var leikur sem við
urðum að vinna — og það gekk
upp eftir að við höfðum fengið 5-
6 góð marktækifæri og Jim
Cruickshank, sem er vara-
markvörður Skotlands, hafði átt
störleik. Hann bjargaði liði sinu
frá stórtapi. Hearts átti sitt
tækifæri þegar Jim Brown hafði
leikið á 2 varnarleikmenn Celtic
og einnig Latchford i markinu
og renndi boltanum að auðu
markinu — en mér tókst að
hreinsa á marklinu (sjá mynd).
Þetta var góður leikur og það
var ekki fyrr en á 78. minútu að
Dixie Deans skoraði með skalla
og tryggði Celtic tvö stig. —
Ahorfendur 23.000.
Svo er hér smáfrétt — Joe Gil-
roy, fyrrum þjálfari Vals og nú
framkvæmdastjóri Morton, sem
leikur i 1. deild, var kjörinn
framkvæmdastjóri mánaöar-
ins. Liði Morton hefur gengið
mjög vel eftir að hann tók við —
en var áöur i einu af botnsætun-
um i 1. deild.
Kveöja
Jóhannes Eðvaldsson.
Atvikið, sem braut Hearts! — Framvörð-
urinn Jim Brown leikur auðveldlega á
markvörð Celtic Peter Latchford eftir að
hafa leikið á tvo varnarmenn Celtic. En
þegar hann sendi knöttinn i átt að auðu
markiCeltic kom Jóhannes Eðvaldsson á
mikilli ferð og spyrnti kncttinum frá á
marklinu. Celtic sigraði i leiknum 0-1 i
Edinbore. Mvnd og texti úr Sundav Mail.
var sterkur — og Ólafur Bene-
diktsson, sem stóð allan timann i
marki, varði mjög vel. Jón Karls-
son átti skinandi leik og skoraði
mest. Hann kom ekki strax inn á
— og Jón er afar klókur leikmað-
ur. Þegar hann kom inn á vissi
hann alveg hvað hann átti að
gera. Sá fljótt veiku punktana hjá
Dönum. Ólafur H. Jónsson lék
mjög vel bæði i vörn og sókn — og
Stefán Gunnarsson sýndi mikinn
baráttuvilja. Var eins og vekjara-
klukka i vörninni. Það er at-
hyglisvert, að stórskytta Dana,
Flemming Hansen, sem þekktur
er um alla Evrópu fyrir hörku-
skot sin, skoraði ekki mark utan
af velli i leiknum. Svo vel gættu
islenzku leikmennirnir hans. Hins
vegar skoraði Flemming fjögur
mörk i leiknum — öll úr vitaköst-
um. Danir fengu fjögur vitaköst
og Flemming nýtti þau öll. Við
fengum þrjú vitaköst. Jón Karls-
son skoraði úr tveimur, en Axel
Axelsson misnotaði eitt.
Það er erfitt að gera upp á milli
leikmanna okkar i leiknum. Þó ég
hafi minnzt á þessa fjóra stóðu
allir sig vel. Þó veit maður, að
Axel getur betur — og svo var
þetta ekki Páll Björgvinsson eins
og maður þekkir hann beztan.
Greinilegt að meiðslin á nefi há
Páli ennþá. Hann getur svo mik-
ið, sá snjalli leikmaður.
Ingimar Haraldsson og Viggó
Sigurðsson léku ekki að þessu
sinni —en Viggó meiddist i leikn-
um viö Sjálandsúrvalið og getur
ekki leikið meira i Danmerkur-
ferðinni. I ljós hefur komið aö
blætt hefur inn á lið i einum fingri
Viggós.
Leikið var i Randers — og þar
var fullt hús, 2600 áhorfendur.
Stemmning var mikil — enda
spenna allan timann i leiknum.
Eftir leikinn var okkur boðið i
mat. Þar hélt borgarstjóri
Randers ræðu — og okkur voru
færðar gjafir. Fengum skyrtu-
hnappa og glös hver maður.
Anægjulegt hóf og vinskapur —
>eins og einnig kom fram i lands-
leiknum, sagði Axel Sigurðsson.
Danir skoruðu fyrsta markið i
landsleiknum i Randers og höföu
forustu allan fyrri hálfleikinn.
Mest þriggja marka forustu, 8-5,
en islenzka liðið skoraði tvö siö-
ustu mörkin i hálfleiknum. Stað-
an i leikhléi 8-7.
tslenzka liðinu tókst að jafna i
10-10 eftir 13 min. i siðari hálf-
leiknum, en Danir komust svo yf-
ir aftur, 12-11 og 13-12 eftir 51 min.
og 16-15, þegar fimm minútur
voru til leiksloka. Danir juku
muninn i 17-15, þegar þrjár min-
útur voru til leiksloka — en Axel
Axelsson skoraði siðasta mark
leiksins rétt fyrir leikslok.
Mörk tslands i ieiknum skoruöu
Jón Karlsson 5 (tvö viti), Axel 4,
Ólafur H.,Stefán og Gunnar Ein-
arsson tvö mörk hver, Páll og
Arni Indriöason eitt mark hvor.
t kvöid hefst mótið, sem is-
lenzka landsliðiö tekur þátt i — en
þar eru fjögur lið. Landsliðin —
það islenzka og danska — KFUM,
Arósum, og ungverska liðið Tata-
bania. Fyrsti leikur islenzka liðs-
ins verður við danska landsliöið i
Ulstrup i kvöld. A laugardag
verður leikið við KFUM — og á
sunnudag verður leikið um fyrsta
og annað sætið, og svo það þriðja
og fjórða. Leikið veröur i Viborg á
laugardag — i Árósum á sunnu-
dag.