Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 1
friálst
úháð
dagblað
Kauphœkkunarkröfur ákveðnar í dag
VERKFAIiSHEIMILDA AFLAD
Alþýðusambandið mun væntanlega ákveða i dag,
hvaða kauphækkun verður farið fram á i samningun-
um. Þá verður skorað á verkalýðsfélögin að sam-
þykkja verkfallsheimildir fyrir óákveðinn tima, þann-
ig að verkföll megi boða með 7 daga fyrirvara hvenær
sem er.
Fundur veröur i dag hjá aðalnefnd ASt, sem i eru 18
manns og baknefnd, sem i eru 36. Þar verður ákveðið,
hver kauphækkunarprósentan skuli vera sem farið
verður fram á. „Atvinnurekendur hafa verið með til-
lögur kjaramálaráðstefnu ASl um aðgeröir i athug-
un," sagði Ólafur Hannibalsson, hjá Alþýðusamband-
inu, i morgun. ,,Það kemur væntanlega i ljós á samn-
ingafundi á morgun, hvernig leikar standa i þeim efn-
um. Þeir eru sammála okkur um nokkur atriði i tillög-
unum,” sagði Ólafur, „til dæmis vaxtalækkun og
rýmkun lánsfjár til atvinnuvega, sem búa við lánsfjár-
skort.”
í sambandi við verkíallsboðanir er reiknað með, að
algert samflot verði milli verkalýðsfélaganna. Hvers
vegna er nú hvatt til öflunar verkfallsheimilda? spurð-
um viö Ólaí. „Reyndin er sú,” sagði haíin, ,,að það
gengur ekkert i samningum, fyrr en við höfum þær
heimildir, og raunar gengur h'tið, fyrr en verkföll hafa
verið boðuð.”
—IIII
2.árg. — Mánudagur5. janúar 1976 — 3.tbl.
Ritstjórn Siðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
Jafntefli við
„bezta lið heims,/
Islenzka landsliðið kom
mjög á óvart þegar það gerði
jafntefli við „bezta lið heims”,
landslið Sovétrikjanna i Laug-
ardalshöllinni á laugardag.
Þaðvarmikið afrek—og betri
varnarleikur hefur ekki sézt
hjá islenzku landsliði. Á
myndinni skorar Ólafur H.
Jónsson — fyrirliði Islands —
til vinstri eitt af glæsimörkum
sinum i leiknum. Kemur
knettinum framhjá risanum
Cheznushew, sem er vel tveir
métrar á hæð. Steindór Gunn-
arsson, sem lék sinn fyrsta
landsleik fyrir ísland, og
bezti maður Sovétrikjanna,
Klimow, fylgjast spenntir
með. — Sjá iþróttir.
DB-mynd Bjarnleifur.
Varðskipsmenn beittu brögðum
Bretarnir hrœddir hver við annan eftir síðustu atburði
í þorskastríðinu
Varðskipsmenn beittu blekk-
ingum við klippingar á laugar-
daginn, og má búast við meiru
af sliku i þorskastriðinu. Ægir
kom að brezku togurunum með
ljós eins og kaupskip og sigldi
ekki með venjulegum hraða
varðskips til að blekkja ratsjá
Bretanna. Þetta tókst, svo að
Bretarnir virðast nú vera orðnir
hræddir hver við annan. Halda
þeir, að varðskip séu alls stað-
ar, að þvi er virðist af köllum
þeirra á milli.
Ægir gerði siðan leifturárás á
Bretana og klippti togvira
tveggja togara. Eftir það urðu
Bretarnir til dæmis skelkaðir,
þegar vart varð við ferðir
tveggja kaupskipa, Fjallfoss og
Jökulfells i grenndinni. Þetta er
taugastrið, eins og Bretar hafa
sagt, og skiptir óvissan ekki
litlu.
I leifturárás sinni upp úr
klukkan niu á laugardagskvöld
klippti Ægir báða togvira
Grimsbytogara með þvi viröu-
lega nafni Prince Philip og ann-
ars, sem heitir Ross Resolution
og er einnig frá Grimsby. Þetta
gerðist 48 milur frá Gerpi. Ægir
missti klippur sinar i atlögunni,
sem ekki skiptir miklu, að sögn
Landhelgisgæzlunnar. Véla-
menn um borð eru stutta stund
að sjóða saman nýjar, og nóg er
til af klippum i landi. Eftir þetta
hélt Ægir inn á Seyðisfjörð.
Freigátan Gurkha kom á vett-
vang, en of seint.
IIH
Athyglisverð þróun
í landbúnaði:
Bœndum fœkkar
og búin stœkka
— Sjó kjallaragrein
Agnars Guðnasonar
- bls. 10-11
Hver er
hann, þessi
Sjakali?
— Sjá bls.
lo-n
ij.
Aljjýðubankamálið:
Hver er hvér?
— bls. 4
Gögnin vantar
— bls. 8
Brezkt stórblað segir:
Hœttum
þorska-
stríðinu
Sjá bak