Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 3
Pagblaöið. Mánudagur 5. janúar 1976.
3
HVENÆR
FÁUM VIÐ
SKAUTAHÖLL?
Asgeir hringdi:
„Skautaiþróttin er ákaflega
vinsæl iþrótt i nágrannalöndum
okkar. Sér i lagi hafa Norðmenn
átt góðu skautafólki á að skipa
að ógleymdu ishokkiinu i Svi-
þjóð.
Þvi er það kyndugt að þessi
fallega iþrótt skuli ekki vera
meira iðkuð hér á landi en raun
ber vitni,
Og þó — ef betur er að gáð, er
málið til þess að gera einfalt.
Hér vantar aðstöðuna — hversu
undarlega sem það nú hljómar i
eyrum. Aðstaðan er háð duttl-
ungum náttúrunnar — islenzk-
um veðrasýnishornum. A
meðan málum er þannig skipað
er ekki von að skautaiþróttin
þrifist vel.
Fyrir nokkrum árum var lof-
að skautahöll, — já, dýrleg
skautahöll skyldi byggð fyrir
hina fjölmörgu unnendur iþrótt-
arinnar. En það er eins og við
manninn mælt — talað — lofað
— svikið.”
GLEYMDIST
MIÐAVERÐIÐ?
Sóðalegt
mellustand
á ekki
heima í
sjónvarpi
Kolbrún skrifar:
„Litið fer vistfyrir kristainni
hér á landi. Þó hafði ég haldið,
að forystumenn hins opinbera
hefðu hug á að litillækka hana
ekki að ástæðulausu. Við höld-
um jól i nafni trúarinnar, en for-
ráðamenn Rikisútvarpsins
gerðu sitt til að draga þau niður.
Ég á þar við norsku myndina,
sem sýnd var á jóladag, einmitt
þegar rikja átti hátið. Þar var á
hinn sóðalegasta hátt sýnt
„mellustand”, þrjár mellur
böðuðu nakinn karlmann, og
var fátt falið. Skoðanir kunnu að
vera skiptar um slika hluti. Lik-
lega segja flestir sem svo, að
þetta skipti ekki máli. En ég er
nú svo gömul i hettunni, að ég
þoli ekki svona lagað á jólunum.
Með þvi er verið að draga niður
i svaðið það, sem mönnum er
helgast.”
Sigurður Guðmundsson
hringdi:
„Happdrættin keppast nú við
að auglýsa og svo sannarlega
virðist liggja mikið við, enda
góð málefni sem standa að baki
þeirra „þriggja stóru”.
En kapp er bezt með forsjá
stendur einhvers staðar og
sannast þetta á auglýsingaher-
ferð Happdrættis Háskóla ts-
lands. Alveg virðist hafa
gleymzt að segja til um miða-
verðið — i öllu falli kemur það
hvergi fram hvað miði i Happ-
drætti Háskóla tslands kostar.
Þetta finnst mér bagalegt og
kemur mörgum illa — sérstak-
lega þar sem hver miði hefur
hækkað um 100 krónur, kostar
nú 400 krónur.”
Spurning
dagsins
Ertu búin(n) að ná þér
eftir gamlárskvöld?
Guðbjörg Einarsdóttir, fiskmats-
kona: Já svo sannarlega. Ég var
heima og drakk kaffi og horfði á
sjónvarp. Annað skeði nú ekki hjá
mér.
Jón Kristjánsson, fiskifræðingur:
Já, það er ég. Ég sat heima og
hafði það gott. Skaut upp 6—8
rakettum. Annað var það nú ekki.
ólafur Magnússon, nemi: Já, ég
var heima og skaut upp nokkrum
rakettum. Svo skrapp ég i partý
til vina minna.
Heimur batnandi fer —
enda mannlíf ekki mœlt
í aurum og krónum
Gömul kona af Hrafnistu
hringdi:
„Nú árið er liðið i aldanna
skaut, segir i kvæðinu. Siðasti
fjórðungur aldarinnar er geng-
inn i garð. Sifellt er stagazt á að
heimur versnandi fari en ég er
aldeilis ekki sammála. Við
hérna á tslandi höfum aldrei
haft það betra þrátt fyrir
kreppuspár og efnahagserfið-
leika — og aldrei hefur mannlif-
ið verið betra. Þetta leyfi ég
mér að fullyrða.
Mörgum kann að komaþetta
undarlega fyrir sjónir en máli
minu til stuðnings vil ég benda
á, hve áramótin fóru friðsam-
lega og vel fram — já, til mikill-
ar fyrirmyndar.
Það er af sem áður var, þegar
fylleri, slagsmál og slys ein-
kenndu gamlárskvöld. Nei, ekki
lengur, aldeiiis ekki. Nú eyða
fjölskyldur siöasta kvöldi ársins
saman — áramótin eru að sönnu
að verða hátið barnanna og er
það vel.
Lögreglan man ekki rólegri
áramót en þessi — eins og fram
kom i viðtali við yfirlögreglu-
þjón i útvarpi. Einnig kom fram
I þessu viðtali að unglingar eru
ekki eins slæmir og af er látið.
Þvi segi ég, bjart er framund-
an i islenzku þjóðlifi. Við þurf-
um aðeins að gæta okkar á að kapphlaupinu. Mannlifið verður
fara ekki of geyst i lifsgæða- ekki mælt i aurum og krónum.”
Heimur batnandi fer, segir lesandi þrátt fyrir slaklegt efnahagsástand. Mannlif verður ekki mælt i
aurum og krónum. DB-mynd Bjarnleifur.
Raddir
lesenda
/
Anna Tryggvadóttir, húsmóöir:
Já, ég hafði nú litið fyrir þvi. Ég
var heima að passa börnin og
skaut upp rakettum. Svo strengdi
ég þess heit að rifast sem minnst
við manninn minn á nýja árinu.
Kagnar Jakobsson, sjómaöur:
Nei, það er ég ekki, Samt var ég
bara heima. Ég strengdi engin
heit.
Kristjana Jakobsen, húsmóöir:
Já, ég var heima með smápartý.
Svo skutum við upp rakettum
sem við áttum siðan i fyrra.