Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Mánudagur 5. janúar 1976.
13
Eþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Dagur botn-
liða Belgíu
Þetta var ljótt. Við hjá Standard
áttum allan leikinn, en töpuðum
samt fyrir Malinois á útivelli. Þetta
var einn af þessum leikjum, þar
sem ekkert gekk — fengum þrjú
dauðafæri, en aldrei var skorað,
sagði Ásgeir Sigurvinsson, þegar
Dagblaðið ræddi viö hann i Liege i
gær. Það var svekkjandi að tapa
þessum leik — i einu af örfáum
upphlaupum tókst Malinois að
skora i byrjun siðari hálfleiks,
snéri þá vörn skyndilega i sókn.
Ég var að hringja i Guðgeir
Leifsson — Charleroi sigraöi á úti-
velli — en hann var ekki kominn frá
Beringen. Hins vegar heyrði ég i
belgiska útvarpinu, að Guðgeir
hefði átt stórgóðan leik með
Charleroi — lék með á ný. Liðið
skoraði bæöi mörk sin á siðustu 5
minútunum, sagði Ásgeir ennfrem-
ur.
Crslit urðu þessi:
Beerschot — Anderlecht 4-3
La Louviere — Berchem 0-1
M alinois — Standard 1-0
Molenbeek —Ostende 3-0
Licgeois — Malines 3-0
Liverse — Waregem 2-1
Beveren — CS Brugge 2-2
Brugge — Antwerpen 0-1
Beringen — Charleroi 0-2
Þetta var greinilega dagur botn-
liðanna — litið gekk hjá efstu lið-
um. Brugge er efst með 26 stig,
Anderlecht og Molenbeek hafa 24,
Waregem 22 og Standard er með 21
stig ásamt fimm öðrum liðum.
Bjarni Jónsson með knöttinn — og hann ógnaði oft með snöggum sprettum sinum. Bezti maður sovézkra, Klimov, nr. 7, sctur höndina
upp til varnar og fyrirliði tslands, ólafur H. Jónsson, fylgist með. Bjarni gat ekki leikið siðari landsleikinn vegna meiðsla á ökkla og var
það skaði. DB-mynd Bjarnleifur.
Getum unnið þó beztu
þegar sá gállinn er á
— sagði Ólafur H. Jónsson, fyrirliði fslands eftir jafnteflið við Rússa
Rússarnir máttu þakka fyrir að tapa ekki sínum fyrsta leik í langan tíma
,,Það þarf að berjast.. slást við
þessa kalla. Það duga engin
vettlingatök,” sagði Bjarni Jóns-
son eftir fyrri leik islendinga og
Rússa á laugardaginn. Þetta voru
orð að sönnu — islenzka liðið tók
Rússana engum vettlingatökum
— barátta og aftur barátta í fyrir-
rúmi. Það ótrúlega geröist þá —
islenzka liðið gerði jafntefli við
rússneska landsliðið, 13-13. Nokk-
uö sem enginn bjóst við fyrir-
fram. — Eftir vægðarlausa gagn-
rýni undanfarið voru islenzkir á-
horfendur farnir að missa trúna á
strákana sina. Um tvö þús. á-
horfendur mættu á leikinn og ein-
hvern tfma hefði það þótt saga til
næsta bæjar, að ekki skyldi fullt i
Höllinni, þegar landsliðiö lék við
eitt bezta landslið i heimi.
En hvað um þaö, islenzka liöið
mætti ákveðið til leiks og með
framliggjandi senter setti það
Rússana alveg úr jafnvægi. Það
var greinilegt að nú átti að selja
sig dýrt. Allt spil Rússanna varð
þegar fálmkennt og vandræða-
legt. Hin frægu — öllu heldur
margumtöluðu leikkerfi Rússa
voru kæfð i fæðingu.
Já, vörnin var mjög góö og þeg-
ar varnarleikurinn er f lagi sýnir
Ólafur Benediktsson hvers hann
ermegnugur í markinu. Hvað eft-
ir annað.varði hann stórkostlega.
Þetta kunnu áhorfendur að meta
og hvöttu sina menn ákaft.
íslenzka liðið, drifið áfram af
fyrirliða sinum Ólafi H. Jónssyni,
náði þegar forystu með góðu
marki Stefáns Gunnarssonar af
linu, tónninn var gefinn. Barátta
og meiri barátta einkenndi is-
lenzka liðið. Ekki verður annað
sagt en að allir hafi lagt sitt af
mörkum þar — hvergi var
veikur hlekkur i vörninni. Sóknin
einkenndist af ákafa en um leið
skynsemi. •
Hinn risastóri og um leið frum-
stæði Cheznushow jafnaði fyrst
mark fslenzka liðsins en Ólafur
Einarsson svaraði með fallegu
langskoti og bætti um betur —
skoraði næstu tvö mörk liðsins,
þannig að staðan eftir 15 minútur
var 4-4. Ólafur H. Jónsson kom ts-
landi yfir, 5-4, með skemmtilegu
langskoti en Cheznushow reyndist
Islendingunum erfiður i byrjun —
skoraði 4 af 5 fyrstu mörkum
Rússanna. En siðan ekki söguna
meir — undir stöðugri pressu ts-
lendinganna gerði hann sig sekan
um slæmar skyssur.
Eftir 20 minútna. leik hafði ts-
land yfirhöndina, 6-5, og þegar
rúm minúta var til hálfleiks var
forskotið orðiö tvö mörk —9-7. ts-
lenzka liðið var óheppið að vera
ekki þrem mörkum yfir i hálfleik
— á siðustu sekúndum hálfleiks-
ins átti Ólafur Einarsson hörku-
skot i stöng. En hvað um það —
tveggja marka forskot tslending-
anna var nokkuð sem fáir áttu
von á.
tslenzka liðið byrjaði siðari
hálfleikinn illa — skoraði ekki
mark fyrstu 11 minúturnar. A
þeim tima höfðu Rússarnir náð að
jafna, 9-9. Þá hins vegarkomu tvö
góð mörk islenzka liðsins — fyrst
skoraði Jón Karlsson og þá Ólafur
Einarsson. Staðan 11-9 og siðari
hálfleikur hálfnaður. En aftur
áttu Rússarnir næstu tvö mörk.
Rétt einu sinni var tsland i for-
ystu þegar Stefán skoraði tólfta
markið. Spénnan var geysileg og
Rússarnir vissu greinilega ekki
sitt rjúkandi ráð — leikkerfin
gengu ekki upp, þeir þorðu ekki
að reyna langskot. Þrátt fyrir
þettaskoruðu þeir sitt tólfta mark
og jöfnuðu enn. Siöan var Stein-
dórrekinn af velli i tvær minútur
og það tókst Rússunum ekki að
nýta sér — hins vegar fiskaði
Ólafur H. Jónsson viti og Jón
Karlsson skoraði örugglega úr
þvi, 13-12og aðeins 5minútur eft-
ir. Rússarnir klúðruðu rétt einu
sinni boltanum og islenzka liðið i
sókn. Aherzla var lögð á að halda
boltanum — ekki skjóta nema i
dauðafæri. Þetta dauðafæri fékk
Stefán Gunnarsson — af miklu
harðfylgi brauzthann inn á linu —
en var óheppinn. Boltinn hafnaði i
slá og niður á marklinuna.
Aðeins þrjár minútur eftir og
Rússarnir með boltann. Illa gekk
að finna glufu i vörninni — minút-
urnar tifuðu.... ein.... tvær og
þegar aðeins 40 sekúndur voru
eftir fengu þeir vitakást. „Vogun
vinnur, vogun tapar. 1 þetta sinn
tapaði ég,” sagði Ólafur Bene-
diktsson eftir leikinn. Já,
Lagutin náði að jafna og sann-
arlega máttu Rússarnir þakka
fyrir jafnteflið — liðið sem tók
Júgóslavana i kennslustund og
hefur sigrað öll beztu landslið
heims á undanförnum mánuðum
mátti þakka fyrir jafntefli gegn
tslandi.
„Við höfum sýnt það rétt einu
sinniað þegar sá gállinn er á okk-
ur getum við sigrað hvaða lands-
lið sem er i heiminum,” sagði
Ólafur H. Jónsson eftir leikinn.
,,Með mjög góðri baráttu og góð-
um varnarleik klipptum við út
leikkerfi þeirra — þá var eins og
engin hugsun væri til hjá þeim og
allt fór úr sambandi. t þessum
leik höfðum við allt að vinna —
hefðum við tapað stórt hefðum
við aldeilis verið undir hamrinum
— þetta vissum við og gengum út
frá því,” sagði Ólafur að lokum.
Allir leikmenn islenzka liðsins
áttu góðan dag — en að öðruin ó-
löstuðum báru þeir nafnar af
Ólafur H. Jónsson og Ólafur
Benediktsson. Ólafur H. Jónsson
með fádæma dugnaði bæði i vörn
og sókn. Ólafur Benediktsson i
markinu, að sjálfsögðu með góða
vörn fyrir framan sig.
Ólafur Einarsson var einnig
drjúgur — skoraði 4 mörk. Þeir
félagar úr Val — Stefán Gunnars-
son — sem lék sinn bezta leik i
langan tima — og Jón Karlsson
skoruðusin tvö mörkin hvor. Arni
Indriðason skoraði 1 mark og átti
mjög góðan leik — sennilega sinn
bezta i vetur. „Það var gaman að
koma inn i liðið og i raun mjög
auðvelt þar sem manni var tekið
mjög vel — stórgóður mórall i lið-
inu,” sagði nýliðinn úr Val — hinn
19 ára gamli Steindór Gunnars-
son. Hann lagði einnig sinn skerf
af mörkum — góður i- vörn og
skoraði gott mark. Þó þeir Bjarni
Jónsson og Páll Bjöngvinsson
skoruðu ekki mark voru þeir engu
aö siður mjög drjúgir fyrir lið sitt
— gaman að sjá Bjarna leika aft-
ur með landsliði.
Hinn ógnarstóri og frumstæði
Cheznushow var markhæstur
Rússanna með 4 mörk — öll skor-
uð í upphafi leiksins eftir það var
sett undir lekann og Cheznushow
gerði sig sekan um mistök — þá
kipptsnarlega útaf. Lagutin skor-
aði tvö mörk — bæði úr vitum.
Hinn frægi en þó sinöldrandi
Klimov skoraði eitt mark — var
lengst af gerður óvirkur.
Dómarar voru danskir — Knud-
sen og Hjuler og komust þeir vel
frá leiknum. Leyfðu mikið en
voru sjálfum sér nokkuð sam-
kvæmir.
h.halls.
Jón Hjaltalín í
landsliðshópinn?
Það hefur ekkert reynt á það,
sagði Jón Hjaltalin Magnússon,
þcgar Dagblaðið spurði hann að þvi
hvort hann gæti fengið fri úr vinnu
sinni i Sviþjóð til að leika með is-
lenzka landsliðinu. Ég heid að það
hljóti að vera góöur möguleiki á
þvi, bætti hann við eftir nokkra um-
hugsun.
Jón Hjaltalin er 27 ára — raf-
magnsverkfræðingur hjá stóru fyr-
irtæki í Sviþjóð, og endurkoma
hans i islenzka landsliðið var þvi
greinilega mikill styrkur. Hann lék
sinn 49. landsleik i gær — þessi
gainli Vikingur hefur ekki leikið i
landsliðinu síðan á Oiympiuleikun-
um i Munchen 1972. Var þá mark-
hæsti leikmaður íslands ásamt
Geir Hallsteinssyni.
Ef hægt væri að fá fri fyrir Jón úr
vinnu hans i Sviþjóð er það vel at-
hugandi að fá hann i islenzka
landsliðið, sagi landsliðsþjálfarinn
Viðar Simonarson.
Það mun ekki standa á okkur i
stjórn HSt ef Jón Hjaltalin getur
leikið með ísienzka landsliðinu og
landsliðsþjáifarinn velur hann I liö-
ið, sagði Sigurður Jónsson, formað-
ur IISÍ. Sjálfum finnst mér hann
sjálfsagður i landsliöið — en það
þarf að kanna þessi mál, sagði Sig-
urður ennfremur.