Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 6
Hagblaöið. Mánudagur 5. janúar 1976. VELKOMINN í HEIMINN: Þessi mynd var viða um heim talin ein af fréttamyndum ársins 1975. Hún var tekin á enskri fæðingar- stoiu, þar sem faðirinn tók sjálfur á móti barni sfnu eftir að liafa sótt fræðslutima um fæðingarhjáip. Bæði voru þau hjónin yfir sig hrifin af fæðingunni. Hastinqs: Guðmundur oftarlega Sovézku stórmeistararnir Victor Kortsnoj og David Bron- stein eru enn efstir eftir fimm umferðir á skákmótinu i Hast- ings i Englandi. Bronstein, sem tók forystu á mótinu þegar i upphafi, átti i ó- væntum erfiðleikum með skák sina við unga Englendinginn Robert Bellin. Kortsnoj gerði jafntefli við Tékkann Vlastimil Hort, sem er hálfum vinningi undir Sovétmönnunum. Þriðji sovézki skákmeistar- inn. Mark Taimanov, gerði jafntefli við lékkann Vlastimil Jansa, eftir að hafa klúðrað góðri byrjun. Hollendingurinn Gennadi Sosonko bætti mjög stöðu sina á mótinu þegar hann sigraði Bret- landsmeistarann William Hart- ston i hörkukeppni. Evrópu- meistari unglinga, John Nunn, vann skák sina við Bandarikja- manninn Arthur Bisguier. Eftir fimmtu umferð er stað- an þessi: 1. Bronstein og Kortsnoj með 3.5 vinninga, 2. Uhlmann og Hort með 3 vinninga, báðir með eina bið- skák 3. Taimanov með 3 vinninga, 4. Jansa, Sosonko og Stean með 2.5 vinninga, 5. Hartson og Nunn með tvo vinninga, 6. Keene, Miles og Guðmund- ur Sigurjónsson með hálfan annan vinning og allir eina bið- skák, 7. Bellin og Bisguier eru báðir með hálfan annan vinning. Barnaflokkar — Unglingaflokkar — Flokkar fyrir fullorðna einstak- linga — Flokkar fyrir hjón — Byrjendur og framhald Allir nýjustu táningadansarnir — svo sem Hustler, Bump (Boom), Kung Fu, El Bimbo, Brazilian Carneval, Harlem og margir fleiri. SIÐASTI INNRITUNARDAGUR er miðvikud. 7. jan. Innritun daglega frá kl. 10-12 og 1-7. Reykjavík Brautarholt 3 sfmar 20345 og 24959. Breiöholt. Kennt veröur i nýju húsnæöi aölDrafnarfelli 4 simi 74444. Kópavogur Félagsheimiliö slmi 84829. Hafnarf jörður Góötemplarahúsiö simi 84829. Seltjarnarnes Félagsheimiliö simi 84829. Unglingar Superstar-menn semja óperu um Evitu Perón Eva Perón, sem varð valda- mesta kona Suður-Ameriku á sin- um tima og lifandi þjóðsagnaper- sóna, verður nú miðdepill nú- timalegrar óperu eftir höfunda rokkóperunnar Jesus Christ Superstar. ,,Þetta á ekki beinlinis að verða rokk-ópera, meira söngleikur eða nútimaleg ópera,” sagði Tim Rice, sem samdi „Superstar” á- samt Andrew Lloyd-Webber, en verkið fór mikla sigurför um all- an heim og hefur til þessa gefið 50 milljón sterlingspund i tekjur. Eva Perón, sem i munni al- mennings i Argentinu er „Heilög Evita”, var önnur kona Juans Peróns, Argentinuforseta. Hún dó: úr krabbameini 1952, þá að- eins 33 ára, dýrkuð af þegnum sinum og mjög valdamikil. Smurður likami hennar liggur i opinni kistu, skreyttri bláu silki, i grafhýsi forsetahallarinnar i Buenos Aires, þar sem þriðja kona Peróns, Maria Estela, er nú forseti. Hár Evitu er gullið og áferð húðarinnar jafn slétt og fögur og daginn sem hún dó. Ópera þeirra félaga Rices og Lloyd-Webbers um Evu Perón mun bera heitið ,,Eva”. Búizt er við að óperan komi út á hljóm- plötum siðar á þessu ári. Verið er að semja verkið og eru hlutar þess á spænsku. Rice og Webber hafa i hyggju að setja verkið á svið og jafnvel að láta kvikmynda það. Sagan af Evu er sú, að þegar hún var fimmtán ára strauk hún að heiman til að verða leikkona i Buones Aires. Hún kynntist Per- ón, sem þá var lágt settur i hern- um, giftist honum og varð svo vinsæl meðal almennings, að hún hafði — óformlega að visu — engu minni völd en maður hennar, þeg- ar hann varð forseti. Hún var aðalmanneskjan á bak við og i rauninni tákn fyrir sex ára langa þjóðfélagsbyltingu i Argentinu. „Ég kveikti á útvarpinu og hlustaði á siðustu fimmtán min- úturnar i heimildadagskrá um hana. Ég varð þegar mjög spenntur,” sagði Tim Rice. „Ég fór að kynna mér þessa konu og hvernig manngerð hún var — og komst að þeirri niðurstöðu, að hér væri saga um raunverulega öskubusku.” Læknirinn, sem smurði lik Evu Perón á sinum tima, segir að það þurfi aldrei að skemmast, frekar en smurt lik Lenins. 60 tíma predikun Séra Robert Marshall setti i gær nýtt heimsmet i predikun. Hann predikaði yfir söfnuði sinum i sextiu stundir og þrjá- tiu og eina minútu stanzlaust. „Fólkið hrópaði og dansaði á milli kirkjubekkjanna,” sagði presturinn eftir þolraun- ina. Séra Marshall er hálfsex- tugur prestur i Sameiningar- kirkjunni. Hann taldi sig ekki hafa sett jafn glæsilegt heims- met og hann i rauninni setti, þvi samkvæmt hans klukku stóð predikunin „aðeins” i sextiu stundir og tuttugu og fimm minútur. Þegar hann steig úr stólnum eftirað hafa flutt predikunina, sem hann kallaði „frá Abra- ham til Ágústinusar” sagði fréttamaður Reuters honum þau tiðindi, að metið, sem hann var að slá, væri aðeins fimmtiu stundir og tuttugu og fimm minútur. 45 safnaðarfé- lagar hlýddu á alla predikun- ina. •ÁRSHÁTÍÐ DALE CARNEGIE námskeiðanna 19651975 Verður haldin að Hótel Sögu, Súlnasal — föstudaginn 9. janúar 1976 og hefst með borðhaldi kl. 20:00, húsið opnað kl. 1 9:00. Dagskrá: Ræða: Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra Ávarp: Dick Morgal frá Garden City,New York Dale Carnegie námskeiðin á íslandi 10ára: Konráð Adolphsson Ljóðaflutningur: Hermann Guðmundsson bóndi, Blesa- stöðum, Skeiðum, Leikþáttur Söngur: Skagakvartettinn Dansað til kl. 2 eftir miðnætti. Miðar fást á eftirfarandi stöðum: Reykjavík: Ljósborg,Skipholti 21 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 Skóbúðin Suðurveri. Akranes: Hörður Pálsson og Þórhallur Björnsson SelfOss: Birgir Jónsson og Klemenz Erlingsson Grindavík: Ólina Ragnarsdóttir Keflavík: Esther Þórðardóttir og Valur Margeirsson. Við vonum að við sjáum ykkur á fjörugu balli 9. janúar 1976. Samstarfsnefnd Dale Carnegie klúbbanna. STJÓ/SM YUÍShÓlJXY

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.