Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 7
Dagblaöið. Mánudagur 5. janúar 1976. 7 Mikið látið með fjölskyldu Nixons í Kínaheimsókninni Dóttir Nixons, fyrrum Banda- rikjaforseta, Julie, og maður hennar, David Eisenhower, eru á ferðalagi um suðurhluta Kina. í gær var jafnframt fyrsta sýn- ing á ófullgerðri kinverskri heimildakvikmynd um heim- sókn þeirra. Sá flýtir, sem hafður var á framleiðslu litkvikmyndarinnar um heimsókn Eisenhower-hjón- anna, þykir enn til marks um þann gi'furlega áróður, sem Peking-stjórnin hefur i frammi vegna heimsóknar hjónanna. 1 Dagblaði alþýðunnar, mál- gagni kommúnistaflokksins, voru auglýsingar, sem boðuðu sýningar kvikmyndarinnar— er heitir „Mao formaður hittir bandarisku gestina Julie og David” — um landið allt. Kinverskir fjölmiðlar hafa sagt mjög nákvæmlega frá heimsókn Julie og David. A ný- ársdag lögðu flest blöð forsiður sinar undir myndir og texta frá fundi hjónanna með Mao for- manni. Peking-stjórnin hefur notað tækifærið til að itreka þakklæti sitt i garð hins forsmáða forseta vegna framlags hans til að bæta sambiið Bandarikjanna og Kina. Jafnframt hefur litið ver- ið gert úr tilraunum stjórnar- innar í Washington til að bæta sambúðina við Sovétrikin. Bandariskir diplómatar i Peking hafa litið samband haft við Eisenhower-hjónin og full- trúa Bandarikjastjórnar var ekki boðið að vera viðstöddum þegar Julie og David hittu Mao. Fundur þeirra stóð i 45 mi'nút- ur. Kinverjar vilja bjóða Nixon að koma aftur til Kina, en ekki er talið að hann láti veröa af þvi fyrr en eftir forsetakosningarn- ar i heimalandi sinu og jafnvel ekki fyrr en 1979. Erlendar fréttir i REUTER 8 Spánn: Carlos Arias Navarro, forsætisráöherra Spánar, fer sjálfur aldrei ncitt nema i fylgd vopnaðra varða. Nú lofar hann fjögurra eða fimin flokka starfi á Spáni innan tveggja ára. VEÐURHAMFARIR í EVRÓPULÖNDUM Gifurlegt tjún hefur orðið af óveðrinu, sem geisaði i Evrópu um helgina. Viða muna elztu menn ekki eftir ööru eins, enda voru um fjórtán vindstig viða og flóðin eftir þvi. Þessi mynd er frá Alasundi í Noregi, þar sem veður var slæmt á milli jóla og nýárs. „Fjórir eða fimm flokkar starfa innan tveggja óra" — segir Arias í Newsweek Spænski forsætisráðherrann Carlos Arias Navarro sagði i við- tali við bandariska fréttatimarit- ið Newsweek i dag, að innan tveggja ára ættu fjórir eða fimm stjórnmálaflokkar að vera i „skapandi starfi i nýju, spænsku lýðræði”. Forsætisráðherrann sagðist ekki geta imyndað sér, að komm- únistaflokkurinn — sem er bann- aður — tæki þátt 1 stjórnmálalifi landsins i framtiðinni. „Það er ekki til eitt einasta dæmi um kommúnistaflokk i öllum heimin- um, sem hefur sannað með gerð- um virðingu sina fyrir leikreglum lýðræðisins eftir að hann hefur komizt til valda,” sagði forsætis- ráðherrann. Arias sagði einnig, að nágrann- ar Spánverja i Evrópu ættu að sýna „skilning og sveigjanleika” i viðleitni sinni til að sigrast á þeim efnahagslega og stjórn- málalega mismun, sem skilur Spán frá Evrópu. Um Nato sagði hann, að Spánverjar hefðu áhuga á aö ganga i bandalagið, en fyrst yrðu nágrannaþjóðirnar að binda enda á „misréttið”, sem þjóð hans væri beitt. „Annaðhvort viðurkennir Evrópa Spánverja sem eðlilega bandamenn sina,” sagði Arias, „eða við neyðumst til að tak- marka notkun herstöðva okkar við þarfir Bandarikjanna og Spánar.” Hann sagði einnig, að Banda- rikjamenn yrðu að minnsta kosti að tvöfalda þá upphæð, sem þeir greiða fyrir afnot af spænskum herstöðvum. Samningaviðræður Banda- rikjamanna og Spánverja um á- framhaldandi veru bandariskra hermanna á Spáni hófusti stjórn- artiðFrancos og hefur verið hald- ið áfram siðan. INDVERSKIR ÞINGMENN KOMA EKKI TIL ÞINGS Allt að eitt hundrað stjórnar- andstæðingar á indverska þing- inu munu ekki koma til þing- setningar i dag til að mótmæla þvi, að fjöldi félaga þeirra er enn i haldi síðan lýst var yf. r neyðarástandi i landinu fyrir sex mánuðum. Jafnframt vilja stjórnmálamennirnir lýsa van- þóknun sinni á ýmsum öðrum stjórnaraðgerðum frá sama tima. Þingmennirnir sögðu i bréfi, sem þeir sendu Fakhruddin Ali Ahmed, forseta Indlands, að þeir myndu ekki sitja undir þingsetningarræðu hans, þar sem það væri eina mótmæla- leiðin, er þeir sæju. 1 bréfi þeirra sagði að neyðar- ástandiö væri gjörsamlega á- stæðulaust og hefði verið það allt frá upphafi. Þeir mótmæltu einnig þeim hömlum, sem fjöl- miðlar verða að sæta. Talsmenn stjórnarandstöðu- flokkanna skýrðu frá þvi i Nýju Dehli i gærkvöldi, að þingmenn- irnir myndu koma saman til sérstakra funda þegar aö lok- inni þingsetningarræðunni. Uppköst stjórnarskrárbreyt- inga, sem verið hafa á sveimi i höfuðborginni undanfarnar vik- ur, benda til þess að stjórnin hafi i hyggju að bera fram breytingartillögur, er flýttu fyr- ir stjórnskipunarbreytingum i Indlandi, þannig að vald þings- ins yrði minnkað og forsetar.s aukið, eins og t.d. i Bandarikj- unum. Indira Gandhi og flokkur hennar, Kongressflokkurinn, hafa nauðsynlegan meirihluta i báðum deildum þingsins tii að gera hverjar þær breytingar, sem hugurinn girnist. LITASJÓNVARP EKKI FYRIR „LITAÐA" Eftir margra ára deilur verður í dag loks hafið sjónvarp i Suður-Afriku. Sjónvarpað verður i' litum — en nær ein- göngu fyrir hvita áhorfendur. Rúmlega milljón manns mun fylgjast með fimm min- útna ræðu Johns Vorsters, for- sætisráðherra, er hann hefur s-afrikanskt sjónvarp formlega i kvöld. Blökkumönnum er ekki bann- að að horfa á sjónvarp, en dýr sjónvarpstæki — greiða verður allt að 170 þúsund krónur fyrir litsjónvarpstæki og að auki tiu þúsund krónur fyrir sjónvarps- leyfi — gera flestum blökku- mönnum landsins ókleift að njóta þessa munaðar. Blökku- mönnum er ætlað að fá sina eig- in stöð eftir á að gizka fimm ár, þegár heimagerð sjónvarpstæki — nú þau dýrústu i heimi — verða ódýrari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.