Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 10
10 Dagblaöiö. Mánudagur 5. janúar 1976. MMBUWB frjálst, nháð dagblað . Útgefandi: Dagblaðið ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfuiltrúi: Iiaukur Helgason iþróttir: liallur Simonarson iiöunun: Jóhannes Reykdal Blaöamcnn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Haliur Hallsson, Helgi 'Pétursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. iiandrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guöinannsdóttir, Maria ólafsdóttir. újósmvndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald X00 kr. á mánuöi innanlands. l lausasölu 10 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Ritstjórn Siöumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-*’ greiösla Þverliolti 2, simi 27022. 10% framleiða 3% í hagskýrslum kemur fram, að um 10% starfandi fólks hér á landi lifi á landbúnaði og leggi i búið um 7% þjóðarframleiðslunnar. Þessar tölur eru stundum notaðar til að sýna fram á, að landbúnaðurinn standi langleið- ina fyrir sinu i samanburði við hina atvinnuvegina. Þetta er skýrt dæmi um, hversu fáránlegar hag- tölur geta verið, ef þær eru rangt fram settar og rangt notaðar. Ofangreind 7% segja i rauninni að- eins, að bændur séu nokkru tekjulægri en aðrar stéttir, en segja ekkert raunhæft um verðmæti framleiðslu þeirra. Hér rikir innflutningsbann á öllum landbúnaðar- afurðum, sem framleiddar eru innanlands að ein- hverju ráði. Verðið á landbúnaðarafurðunum, sem stendur að baki ofangreindum 7%, er þvi algerlega tilbúið verð á einokunarmarkaði, algerlega slitið úr tengslum við heimsmarkaðsverð. Til samanburðar eru nærtækar tölur úr skýrslum danska landbúnaðarráðsins, þar sem rakin eru út- flutningsverð á dönskum landbúnaðarafurðum með inniföldum niðurgreiðslum frá Efnahagsbandalag- inu. Bandarikjamenn framleiða ódýrari landbúnað- arvörur en Danir, en verðtölur frá þeim eru ekki jafnhandbærar hér á landi. Samanburðurinn er okkur hagstæðastur i nauta- kjöti, sem kostar til útflutnings frá Danmörku 417 islenzkar krónur kilóið meðan heildsöluverð á is- lenzku nautakjöti er 424 krónur kilóið með niður greiðslum inniföldum eins og i dönsku tölunum. Næst kemur ostur, sem kostar frá Danmörku 363 krónur kilóið og 607 krónur kilóið frá islenzkum landbúnaði. Siðan kemur svinakjötið, sem kostar danskt 285 krónur kilóið og islenzkt 552 krónur. í öðrum vörum sigur enn frekar á ógæfuhliðina. Danskt smjör kostar 433 krónur kilóið og islenzkt kostar 1052 krónur. Dönsk egg kosta 155 krónur kiló- ið og islenzk kosta 380 krónur. Danskar kartöflur kosta 22 krónur kilóið og islenzkar kosta 56 krónur. Óhagstæðastur er samanburðurinn á alifugla- kjöti. Á þvi er danska útflutningsverðið 188 krónur kilóið, meðan islenzka heildsöluverðið er hvorki meira né minna en 572 krónur kilóið. Danir framleiða ekki kindakjöt til útflutnings. En við höfum samt verðsamanburð, vegna þess að við flytjum út offramleiðsluna og seljum erlendis með verulegum útflutningsuppbótum. í flestum þeim tilvikum, sem rakin eru hér að of- an, eru islenzku verðin tvisvar til þrisvar sinnum hærri en dönsku verðin. Framleiðsluverðmæti islenzka landbúnaðarins er þvi ekki fimm milljarð- ar á ári, eins og sagt er i hagskýrslum, heldur fremur um tveir milljarðar á ári, ef tölur ársins 1973 eru notaðar. Innflutningsbannið og landbúnaðarstefnan eru okkur ljóslega þung i skauti. Rétt er að taka fram, að dönsku tölurnar segja ekki alla söguna. Ef við keyptum afurðir þeirra, þyrftum við ekki að borga skráða verðið til fulls, þvi að Efnahagsbandalagið greiðir þær niður. Það er lúxus að halda 10% þjóðarinnar við störf, sem gefa aðeins af sér 3% þjóðarframleiðslunnar. t Sjakalinn lagði handsprengju á borð Bouteflikas: HVER ER HANN ÞESSI CARLOS? I Hann er Carlos, Sjakalinn, llich Ramirez Sanches — hœttulegasti œvintýramaður veraldar Hann er sagður samsekur i að minnsta kosti sjö morðum. Hann er talinn hafa skipulagt nokkrar hrifandi glæfralegar skæruliða- árasir — og i siðustu viku var hann loks gripinn. Nú er hann frjáls á ný. Frjáls, að þvi er virðist, til að hefja aftur fyrri iðju: skæruhernað gegn heiminum öllum. Hann er „Carlos”, en það er eitt nafnið, sem hann notar. í raun réttri er hann Venezuela-búi og sagður vera lykilmaðurinn i skæruliðaárásum allt frá Vestur- Evrópu um Miðausturlönd til Japans. Hann kom skyndilega fram á sjónarsviðið á nýjan leik 20. desember sl., þá foringi sex skæruliða, sem tóku nokkra ráð- herra þróunarlandanna i gislingu i Vinarborg. Tilgangurinn var að mótmæla hófsamri stefnu Araba i oliumálum. Rán ráðherranna var hápunkt- ur mikils sjónarspils, sem hófst fyrir sex mánuðum. Þá geröist það i ibúð einni á Rue Toullier i Paris, að tveir franskir gagn- njósnarar voru skotnir til bana. Morðinginn komst undan. Hann var sagður vera Ilich Ramirez Sanches, sem kallaði sig Carlos Martinez. Carlos eöa Carlos? Enn hefur ekki endanlega verið staðfest, að sá „Carlos” sem tók ráðherrana i Vinarborg og flaug með þá-til Alsir, Tripóli og siðan aftur til Alsir, þar sem hann gaf sig fram við yfirvöld, sé raun- verulega sá „Carlos”, sem vestræn lögregluyfirvöld leita að. Námumálaráðherra Venezuela, Valentin Hernandez Acosta, staðhæfði að raunveru- lega hefði verið um Ramirez að ræða. Hernandez var einn gisl- anna og ætti að vita hvað hann segir. Foringi skæruliðanna, sem fór með ráðherrana frá Vinarborg, þar sem þrir menn voru skotnir til bana. „er einn og hinn sami, sem átti þátt i hinu sorglega Rue Toullier-máli,” sagði Valentin Hernandez Acosta. Aftur á móti segja flugm. vél- arinnar, að þeir hafi engan svip séð með manninum, er myndir birtust af i heimsbl. fyrir sex mánuðum (og aftur núna) og for- ingja skæruliðanna i sólarhrings- flugferðinni frá Vinarborg. Á þeim myndum, sem dreift hefur verið af Carlos — eða Sjakalanum, eins og hann er einnig nefndur — er að sjá rúm- lega tvitugan mann, fremur feit- laginn. Fréttamaður Reuters, er var á flugvellinum i Algeirsborg þegar skæruliðarnir gáfust upp, segir að hann hafi séð hávaxinn, úfinhærðan mann með langt og grannt andlit. Fjöldi leigumorðingja beið í Alsír Að sögn gislanna var „Carlos” með alskegg um borð i flugvél- inni, en er lent var endanlega i Algeirsborg hafði hann rakað sig. Aðeins viku siðar — skömmu fyrir helgina — fékk hann að fara frjálsásamtfélögum sinum. Alsir stjórn lét kröfur Austurrikis- manna um framsal skæruliðanna sem vind um eyrun þjóta. Talið var fyrir helgi (þegar þetta er skrifað), aö þeir ætluðu til ein- hvers annars lands i þeim heims- hluta. I fyrri tilfellum hefur skæruliðum, er gefizt hafa upp. Vi Bœndum fœkkar — búin stœkka 1 þeim umræðum um landbún- að, sem farið hafa fram á undan- förnum árum, hefur einkum tvennt verið gagnrýnt — Oflitið bú — og mikil framleiðsla. Erfitt verður að samræma þetta tvennt, stækka búin og draga jafnframt úr framleiðsl- unni, nema með skipulögðum að- gerðum, hliðstætt og Sviar ætluðu sér árið 1967. Allmargar jarðir voru dæmdar úr leik, þangað átti engin lán að veita og hætta allri aðstoð við þá bændur, sem voru svo ógæfusam- ir að búa á þessum jörðum. Aðrir bændur sem höfðu heppn- ina með sér og bjuggu á jörðum þar sem samkvæmt skipulaginu áttu að haldast i ábúð, fengu hag- stæð lán og styrki til stækkunar og uppbyggingar á jörðunum. Þessi stefna tilheyrir fortiðinni og ekki verið neinir tilburðir siðan hjá Svium að skipuleggja land- búnaðarframleiðsluna með þvingunarráðstöfunum. Við gætum eflaust gert eitthvað hliðstætt þvi sem Sviar gerðu ef ætlunin væri aö draga úr fram- leiðslunni. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að veita lán til byggingar fjárhúsa, siðan mætti t.d. hætta viðhaldi vega á Vest- fjörðum, þá legðist búskapur niður án annarra aðgerða. Sauðland er bezt á Vestfjörðum og þar eru beztu skilyrði til kinda- kjötsframleiðslu. Þá mætti einnig hugsa sér að banna allt sauðfjár- hald á Suðurlandi vegna landeyð- ingar. A þennan hátt mætti fækka sauðfé verulega. Ef niðurgreiðslu yrði hætt á kindakjöti, þá mun neyzla eflaust hrapa fljótlega úr 47 kg á ibúa niður i 40 kg. Heildarneyzla inn- anlands yrði þá 9000 smálestir á ári, miðað við fólksfjöldann nú, þar af yrðu 8000 smálestir dilka- kjöt, eða um 5000 smálestum minna en framleiðslan var i haust. Það þyrfti að fækka fé á fóðrun um 278 þúsund, ef miðað væri við óbreytt kjötmagn eftir vetrar- fóðraða kind. Að sjálfsögðu er hægt að auka frjósemi ánna og meðalvigt dilka myndi hækka vegna aukins rýmis á afréttum landsins, þannig að heildarfækk- un mætti verða um 300 þús. fjár, eða um 1/3 hluta af fjárstofninum .eins og hann er nú. Þar með væri eingöngu framleitt fyrir innlenda markaðinn. Gjaldeyristekjur okkar mundu minnka allverulega við þessa fækkun, þvi minna yrði flutt út af ullarvörum og gærum, fyrir utan þessar 5000 smálestir af dilkakjöti, en við myndum spara útflutningsbætur. Ekki væri nægilegt að draga úr framleiðslunni, þvi það þyrfti að útvega þvi fólki atvinnu sem hef- ur lífsviðurværi sitt beint eða óbeint af þessari framleiðslu. Hagfræðingar eða aðrir tölu- glöggir menn geta eflaust reiknað út bætta gjaldeyrisstöðu og auknar þjóðartekjur við þessa röskun i atvinnuháttum. Miólkurframleiðendum fækkar um 150 á ári A siðastliðnum tveim árum hef- ur m jólkurframleiðendum fækkað um 296. Árið 1972 lögðu 3.418 bændur inn mjólk hjá mjólkursamlögunum. Meðalinn- legg það ár var 32.109 kg. A Kjallarinn Agnar Guðnason siðastliðnu ári lögðu 3.122 bændur inn að meðaltali 37.144 kg. Mjólkurmagn hefur þvi aukizt á hvern bónda á þessum tveim ár- um um 5.035 kg, eða 15,7%. Þrátt fyrir þessa fækkun framleiðenda þá hefur innvegin mjólk aukizt úr 109.750 smálestum árið 1972 i 115.964 smálestir árið 1974. Mjólkursamsalan i Reykjavik sér ibúum þéttbýlisins við Faxaflóa fyrirmjólk. Svæði hennar nær frá Lómagnúpi i austur og að Þorskafirði i vestur. Stærsta mjólkurbúið á þessu svæði er mjólkurbú Flóamanna, þar var tekið á móti 40.019 smálestum af mjólk á siðastliðnu ári. Framleiðendur voru 861, þeir lögðu þvi inn á meðaltali 46.480 kg. Fyrir 14 árum voru fram- leiðendur á svæðinu 1.155 og meðalinnlegg var 26.046 kg af mjólk. Ef reiknað væri með hliðstæðri þróun á Suðurlandi næstu 25 árin, þá ættu framleið- endur að verða 470 árið 2000 og meðalinnlegg þeirra hjá búinu 112.550 kg. Miðað við hliðstæðar framfarir i nautgriparæktinni næstu árin og undanfarin ár, þá væri meðalkúabúið 30 mj.kýr (árskýr). Ég tel sáralitlar likur á að þróun i mjólkurframleiðslu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.