Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 17
Dagblaðið. Mánudagur 5. janúar 1976. 17 Andlát ___ • . ’ V- . BJARNl BJARNASON, læknir, lézt i Landsspitalanum 23. desember. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni i dag kl. 14. — Bjarni var fæddur að Geitabergi i Svinadal i Borgarfjarðarsýslu 29. október 1901. Foreldrar hans voru hjónin Sigriður Einarsdóttir og Bjarni Bjarnason bóndi og hrepp- stjóri. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1922 og embættisprófi i læknisfræði árið 1927. Hann stundaði framhaldsnám á sjúkra- húsum i Björgvin 1928, Vin 1930 og Kaupmannahöfn árið 1930 og 1933—34. Viðurkenningu sem sér- fræðingur i meltingarsjúkdómum hlaut hann árið 1935. Hann var við námsdvöl i Kaupmannahöfn 1939—40, New York 1946, Skotl. 1951, Þýzkalandi 1952 og ’58 Bjarni starfaði sem læknir á Akureyri og aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið þar 1928—33. t Reykjavik vann hann frá 1934 og æsiðan. Hann starfaði við sjúkra- hús Hvitabandsins 1935—46. Hann rak sjúkrahúsið Sólheima ásamt fleirum og starfaði þar frá 1946. A elliheimilinu Grund vann hann frá 1935—38 og frá 1952. Bjarni lét félagsmál mikið til sin taka. Hann sat i stjórn Rauða kross tslands um árabil, var for- maður K rabbameinsfélags Reykjavikur frá 1960—66 og siöar árum saman formaður Krabba- meinsfélags tslands. Arið 1925 gekk Bjarni að eiga Reginu Þórðardóttur leikkonu. Þau eignuðust tvær dætur. Þau hjónin voru bæði sæmd heiðurs- merki hinnar islenzku fálkaorðu fyrir störf sin. Regina lézt i októ- ber 1974. FRÍÐA PROPPÉ lyfsali, lézt 23. desember. Hún var jarðsett á laugardaginn var. — Friða fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 25. september 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Jó- hanna Jósafatsdóttir Proppé og Carl Proppé. Árið 1914 fluttu þau hjónin með börn sin til Reykja- vikur og þar lauk Friða stúdents- prófi árið 1926. Að þvi loknu hóf hún nám i lyfjafræði og lauk fyrri hluta prófs hér heima. Þá hélt hún til Kaupmannahafnar og tók próf við Lyfjafræðiháskólann þar árið 1931. Árið 1935stofnaði Friða Akranessapótek og þar starfaði hún upp frá þvi, fram til 1973 er hún lét af störfum vegna heilsu- brests. Friða var ógift alla ævi. ELÍAS KR. JÓNSSON frá Þingeyri, Höfðabraut 16, Akranesi, lézt 23. desember. Út- för hans fór fram siðastliðinn föstudag. — Elias fæddist að Tandraseli i Borgarfirði 1. júni 1898. Foreldrar hans voru Þórdis Þórðardóttir og Jón Eliasson. Ungur að árum flutti Elias með föður sinum til tsafjarðar, en missti hann skömmu siðar. Eftir það ólst hann upp hjá föðursystr- um sinum. Sjö ára gamall flutti hann með frænkum sinum og fjöl- skyldum þeirra til Reykjavfkur og bjó þar, þar til hann fór að vinna. Fyrst var hann á Seyðis- firði, en seinna á Þingeyri við Dýrafjörð þar sem hann starfaði lengst af við verzlun. Árið 1955 flutti hann frá Þingeyri til Reykjavikur með fjölskyldu sinni. Þá hóf hann störf hjá Aðal- verktökum og vann þar til ævi- loka, — fyrst á Keflavikurflug- velli og siðar i Hvalfirði. Siðustu árin bjó Elias á Akranesi. Árið 1927 kvæntist Elias eftirlif- andi konu sinni, Jóhönnu Þor- bergsdóttur frá Þingeyri. Þau eignuðust tvær dætur. Kelduhverfi: Mannfólkið og skepn- urnar þreytt og hrœtt Mjör snarpur jarðskjálfta1 kippur varð i Kelduhverfi i gær- morgun. Mældist hann um 5 stig á Richter og telst þvi með þeim harðari. „Sprungur i jörð og húsum hafa stækkað,” sagði Kristveig Árnadóttir á Lindarbrekku i viðtali við DB i morgun. Viö spurðum hana sérstaklega um það, hvernig dýrin tækju þess- um hamagangi og sagði Krist- veig þau að vonum vera mjög hrædd. „Skepnurnar hnipra sig saman i útihúsunum og láta sem minnst á sér kræla.” Sagði Kristveig, að þótt skömm væri frá að segja væru nokkrir hestar á útigangi þótt engin jörð væri fyrir þá, en ekki væri vitað til að neitt hafi orðið að þeim. Þd sagði Kristveig, að erfitt væri að segja til um,hvort nyt hefði eitthvað minnkað i kúm, þetta væri sá árstimi er hún væri minnst hvort eð væri ItP HALLDÓR BJARNASON, útgerðarmaður, Hólatorgi 6, lézt 29. desember. Útför hans fór fram i morgun frá Háteigskirkju. LÚÐVÍK JÓNSSON, meinatæknir, Hátúni 32, Kefla- vik, lézt 20. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju i dag kl. 13.30. SNJÓLAUG GUÐRÚN ARNADÓTTIR Austurgötu 25, Hafnarfirði, lézt 30. desember. Hún verður jarð- sungin frá Þjóðkirkjunni i Hafn- arfirði 7. janúar kl. 14. GUÐNÝ JÓHANNESDÓTTIR Stóra-Skógi, verður jarðsungin frá Kvennabrekkukirkju á morg- un, 6. janúar kl. 14. GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Hjallavegi 19, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun kl 10.30. R A G N H I L D U R E R L A ERLINGSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 13.30. BORGÞÓR HERBERTSSON, Háaleitisbraut 39, verður jarð- sunginn frá Neskirkju á morgun kl. 10.30. MARTIN TÓMASSON forstjóri frá Vestmannaeyjum lézt i Borgarspitalanum 1. janú- ar. JENSÍNA E.S. JÓNSDÓTTIR, Brekkugerði 7, lézt i Landspital- anum 2. janúar. I N G A ÓL Ö F ARNGRÍMSDÓTTIR, lézt 2. janúar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Mánudagur 5. janúar kl. 20: Jóla- hátið æskulýðsins. Allt ungt fólk hjartanlega velkomið. Fjármálaráðherra tekur þátt i viðræðum um kjaramál, sem hefjast nú að nýju milli BSRB og rikisins. Lögum samkvæmt átti kjaradómur að hafa skorið úr kjaradeildu opinberra starfs- manna fyrir 1. jan. sl. Að tilhlutan rikisstjórnarinn- ar var þessum lögum breytt nú fyrir jólin. Var kjaradómi með breytingunni gefið svigrúm til 31. jan. aðljúka störfum. Þá var og gert ráð fyrir þvi að deilunni Brotizt inn í blómabúð og ofnasmiðju Innbrotsþjófar lögðu leið sina i blómabúðina Alaska við Miklatorg aðfaranótt sunnu- dagsins en höfðu ekki erindi sem erfiði. Brutu þeir rúðu i gróðurhúsinu og rótuðu mikið i hirzlum. Engir peningar né önnur verðmæti voru geymd þarna og hurfu þeir þvi á braut. Þá var brotizt inn i Ofna- smiðjuna, en þar var lögregl- an heldur betur á verði, þvi hún gómaði þjófinn á inn- brotsstaðnum. Fékk hann þvi ekki færi á þvi að gera neinn óskunda. væri hægt að visa til sáttasemj- ara rikisins, ef annar samnings- aðila óskaði þess. Sem kunnugt er, dró BSRB fulltrúa sinn út úr kjaradómi, en nú stendur fyrir dyrum að hefja viðræður milli aðila um bæði samningsréttarmálin og kjara- málin að sögn Kristjáns Thor- lacius, form. BSRB. BSRB hefur nú komið upp starfsmannanefndum á hinum ýmsu vinnustöðum. Þessar Stólu magnara úr safnaðar- heimili Brotizt var inn i safnaðar- heimili Langholtskirkju að- faranótt sunnudagsins. Farið var inn i kjallara og komust þjófarnir þannig inn i safnað- arheimilið. Einhver spjöll voru unnin þar og höfðu þjóf- arnir einnig á braut með sér magnara og sáu sér færi á að stela litlum peningabauk með smámynt. nefndir eru hugsaðar sem gagn- kvæmur tengiliður á milli starfsmanna og samninga- nefnda og forráðamanna BSRB. ,,Hugi” heitir nýtt fréttabréf, sem fyrst og fremst er ætlað starfsmannanefndunum til skjótra upplýsinga um allt það sem er að gerast hverju sinni og eðlilegt er að komið sé á fram- færi á vinnustöðum opinberra starfsmanna. Heita mó snjólaus vegur norður í land Vegna fréttar um ófærð á vegum höfðum við samband við Þorvarð Guðjónsson hjá Norðurleið. Hann sagði að færðin væri merkilega góð á veginum norður i land. Hefði hún verið það siðan fyrir jól. Mætti það teljast einkar at- hyglisvert vegna þess að flug stöðvaðist I sex daga. Vegagerðin var tilbúin til að aðstoða á föstudag og laugar- dag en ekki i gær. Engu að sið- ur var ákveðið að áætlunarbil- ar Norðurleiðar héldu suður, vegna skólafólks sem þyrfti að komast leiðar sinnar. Veður var hið verstá i Húna- vatnssýslu i gær og varð áætl- unarbillinn að biða nokkra hrið á meðan það versta gekk yfir. Siðan birti til og allt gekk að óskum. Fyrir utan örfáa skafla á veginum, aðallega á Hrúta- fjarðarhálsi. má vegurinn kallast snjólaus alla leið norð- ur. Þetta er miklu betra en reikna má með þegar kominn er vetur, sagði Þorvarður. A.Bj. Viðrœður hefjast milli BSRB og ríkisins — fjármálaráðherra tekur þátt í þeim MIKLAR UMFERÐARTAFIR Á SUÐURSTRÖNDINNI VEGNA FANNFERGIS OG ÓFÆRÐAR Mjög erfið færð hefur verið viða um land um helgina. Urðu miklar umferðartafir á suðurströndinni og allt ófært út frá Vik i Mýrdal. Svolitið var hægt að liðka til i gær, en allt ófært aftur i dag. Vegagerðin sagði að ekki væri útlit fyrir að hægt yrði að hefja mokstur strax, en það verður gert um leið og hægt er. Mjög þungfært var undir Eyja- fjöllum og skafrenningur var i Árnes- og Rangárvallasýslum. Agætt færð var á Hellisheiði en mjög þungfært á Suðurnesjum og utan Keflavikur. Á Snæfellsnesi var mjög þung- fært og skafrenningur. Versta veð- ur var i gær i Húnavatnssýsiu og um tima var umferð þar stöðvuð vegna veðurs. Áætlunarbill frá Norðurleið þurfti að biða i nokkra klukkutima vegna ófærðar. Mikill jafnfallinn snjór var á Akureyri og mikil hætta er talin á skafrenningi ef hvessir og eru vegir þá fljótir að lokast. Vegir út frá Höfn i Hornafirði eru ófærir en verið er að hefja moksturi Nesjum, i vesturátt frá Höfn og er þar nú gott veður. —A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.