Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 4
4 Dagblaðið. Mánudagur 5. janúar 1976. 'N HVER ER HVER í ALÞÝÐUBANKAMÁLINU? VÍÐA LIGGJA LEIÐIR SAMAN Viðskiptahagsmunir nokkurra þeirra fyrir- tækja, sem átt hafa slík samskipti við Alþýðu- bankann, að rannsóknar- vert þykir, fara viða saman. Helzt eru það tengsl Alþýðusambands islands við eigin fyrir- tæki og önnur, sem for- vitni vekja. Dagblaðið hefur til glöggvunar fyrir lesend- ur tekið saman lista yfir þau fyrirtæki,sem rann- sóknar hefur verið óskað á í kjölfar ,,Sunnumáls- ins", ásamt skrá yfir stjórnir fyrirtækja tíg lauslegri frásögn af tengslum, beinum og ó- beinum. Breiðholt h.f., stjórn: Björn Emilsson, byggingar- tæknifræðingur formaður, Sig- urður Jónsson, forstjóri Breið- holts, Hafsteinn Baldvinsson, lögfræðingur & fasteignasali, annast íbúðasölur fyrir Breið- holt h.f., Páll Friðriksson, húsa- smiðameistari á mörgum hús- anna sem Breiðholt h.f. hefur byggt, Suzý Bachmann. Breiðholt h.f. byggir m.a. um þessar mundir þrjú hús á horni Grensásvegar og Fellsmúla. Eitt húsanna hefur verið keypt af Alþýðusamtökunum i landinu til afhendingar „fyrir ákveðið verð á ákveðnum” tima, eins og Björn Jónsson, forseti ASI sagði i viðtali við DB fyrir jólin. Hina hluta þess sama húss hefur Alþýðuorlof — Landsýn og Alþýðubankinn keypt. Alþýðuorlof — Landsýn, stjórn: Óskar Hallgrimsson, banka- stjóri Alþýðubankans, form., Björn Jónsson, forseti ASÍ, Lúther Jónsson frá Hinu is- lenzka prentarafélagi, Runólfur Pétursson form. Iðju. Einar Og- mundsson frá Landssambandi vörubifreiðastjóra, Guðriður Eliasdóttir, Hafnarfirði. stjórna Alþýðuorlofs og Land- sýnar. Átti lengi sæti i miðstjórn A.S.Í. Hagkaup: Pálmi Jónsson er einn eigandi að Hagkaupi. Hann var skatt- hæsti borgari Reykjavikur 1975. Velta Hagkaups á siðasta ári var rúmlega hálfur milljarður króna. Guðmundur Þengilsson, bygg- ingameistari: Hann hefur tekið að sér verk fyrir Breiðholt h.f. og átt sam- skipti við fyrirtækið. Aðallega byggir hann þó og selur sjálfur. Sölu á ibúðum, sem Guðmundur byggir, annast Grétar Haralds- son, lögfræðingur, fasteignasali og útgerðarmaður. Hilmar hefur siðan selt aftur drjúgan hl. bréfa sinna og er einn kaupandi Páll G. Jónsson, forstjóri Polaris. Hann mun einnig vera i hinni nýju stjórn en hver þriðji maðurinn er hefur ekki fengizt upplýst, enda breytingarnar rétt i þann mund að verða. Páll G. Jónsson hefur keypt drjúgt af fasteignum, m.a. fjörutiu milljón króna Banka- strætishornið. Cudo hefur ný- verið boðið húseign sina á Skúlagötu til sölu — m.a. Dag- blaðinu — og mun eiga að flytja starfsemina i skemmu i Kópa- vogi. Sú skemma er i eigu Krist- ins Finnbogasonar, fram- kvæmdastjóra Timans og bankaráðsmanns i Landsbank- anum. Stærsti vörukaupandi Cudo er. Breiðholt h.f. Landsýn, stjórn (framkvæmda- nefnd): Óskar Hallgrimsson, banka- stjóri, formaður, Einar ög- mundsson, Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður Alþýðu- bandalagsins i R. Alþýðuorlof, sem til þessa hefur verið i eigu Alþýðusam- takanna, á ferðaskrifstofuna Landsýn. Framkvæmdastjóri hennarer fyrri eigandi, Kjartan Helgason. Stjórnin — eða fram- kvæmdanefndin, eins og hún heitir — annast allan daglegan rekstur fyrirtækisins. Siðan stjórn var kosin 12. júni 1974 hafa verið haldnir þrir fundir þar til nú á milli hátiðanna. Einn stjórnarmanna Alþýðu- orlofs sagði fréttamanni blaðs- ins daginn áður en fundurinn var haldinn, að hann vissi ekki betur en að fundurinn væri hald- inn vegna beiðni saksóknara um rannsókn á viðskiptunum við Alþýðubankann. Bæði þeir Óskar Hallgrims- son, form. stjórnar og fram- kvæmdanefndar, og Einar ög- mundsson, sem einnig á sæti i stjórn og framkvæmdanefnd auk þess að vera i bankaráði Al- þýðubankans og miðstjórn ASI, þvertóku fyrir það á föstudag- inn, að fundurinn hefði verið haldinn vegna rannsóknar- beiðninnar. ,,Efni fundarins var að ganga frá hlutafjáraukningu Landsýnar, sem fyrir löngu var ákveðin,” sagði Óskar Hall- grimsson, bankastjóri og stjórnarformaður, i samtali við fréttamann DB. „Við vitum ekki til að Landsýn eigi i nokkr- um útistöðum við Alþýðubank- ann og menn á fundinum létu i ljós undrun sína yfir þessu. Mál- ið var annars alls ekki rætt neitt sérstaklega á fundinum, en for- stjórinn (Kjartan Helgason) sagði frá þessu.” Óskar ætti að vita öðrum bet- ur um viöskipti bankans og Landsýnar: hann er bankastjóri og stjórnarformaður I senn. Alþýðubankinn, bankaráð: Hermann Guðmundsson, form. Hlifar I Hafnarfirði, for- maður, Markús Stefánsson frá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna, Björn Þór- hallsson, form. Landssambands verzlunarmanna, Jóna Guð- jónsdóttir, fyrrv. form. Fram- sóknar, Einar ögmundsson. Alþýöubankinn, bankastjórar: Jón Hallsson, einn reyndasti starfsmaður Alþýðubankans, var skrifstofustjóri áður en hann var ráðinn bankastjóri. Óskar Hallgrimsson, form. Cudogler h.f., stjórn: Siðast var skráð stjórn i Cudo- gler 30. nóvember 1965. Þá var stjórnarformaður Vilhjálmur Bjarnason, forstjóri Cudo frá upphafi, Þorvaldur Þorsteins- son og Stefán Hirst, lögfræðig- ur. 1972 gekk Stefán Hirst úr stjórninni og kom þá inn i Hilm- ar Vilhjálmsson sonur Vil- hjálms Bjaruasonar. Um mánaðamótin ágúst/september i ár urðu veru- legar breytingar á eignarhlut- föllum fyrirtækisins, er Hilmar keypti ásamt fjölskyldu sinni alla eignarhluti, m.a. af föður sinum. Bakki h.f. stjórn: Gisli Pálsson, formaöur, Hildur Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir. Þessi nýja stjórn tók viö fé- laginu 16. desember 1974. Til þess tima hafði Bakki h.f. verið i inn- og útflutningi og heildverzl- un, m.a. flutt inn málningu og lökk. Velta fyrirtækisins i fyrra var rúmlega fjörutiu milljónir króna. Bakki h.f. er skráð til húsa i Vonarstræti 12. Simanúmer fyr- irtækisins er aftur á móti á Vita- stig 12, þar sem ein dætra Páls 1. Alþýðubankinn Laugavegi 31 2. Skólavörðustigur 16, Landsýn- Alþýðuorlof 3. Vitastigur 10—12, Páll H. Páls- son 4. Skúlagata 26, Cudogler h.f. 5. Nýbýlavegur 10, Toyota-P. Samúelsson. 6. Horn Fellsmúla og Grensásveg- ar, hér byggir Breiðholt h.f. m.a. fyrir Alþýðusaintökin og Alþýðubankann. 7. Skeifan 15. Hagkaup H. Pálssonar, forstjóra Happ- drættis Háskóla Islands býr en hann er einnig faðir stjórnar- manna Bakka h.f. Á neðri hæð hússins Vitastigur 12 er hljóð- færaverzlun Poul Bernburg, sem Páll H. Pálsson er aðaleig- andi a-ð, og Yamahaskólinn, en Poul Bernburg hf. hefur umboð fyrir Yamaha á íslandi. Toyota-umboðið h.f., stjórn: Páll Samúelsson, formaður — rannsóknar á viðskiptaháttum hans persónulega við Alþýðu- bankann hefur einnig verið krafizt. Elin Jóhannesdóttir, kona Páls, Birgir ö. Jónsson. Stjórn Toyota-umboðsins var skráð 22. júli 1970. —ÓV. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.