Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 23
Dagblaöiö. Mánudagur 5. janúar 1976. 23 Úfvarp kl. 10:25 á morgun: Sagt frá vitringunum á þrettándanum Á morgun er á dagskrá út- varpsins kl. 10:25 þátturinn ,,Hin gömlu kynni”. Stjórnandi þáttarins, Valborg Bentsdóttir, sagði að i þættinum á morgun yrði sagt frá vitringunum. Þótti það vel til fallið þar sem á morgun er þrettándinn. Er það Sigurveig Guðmunds- dóttir, kennari i Hafnarfirði, ANNA BJARNASON ^ sem hefur tekið saman erindið og flytur. Valborg sagði að Sig- urveig væri stórmerk kona og mjög skemmtileg. Hún var um skeið formaður Kvenréttindafé- lags Islands. Sigurveig er móðursystir Guðmundar Kjærnested's, hins frækna landhelgisskipherra. Faðir Sigurveigar var gagn- merkur maður, Guðmundur Hjaltason, fæddur árið 1853.— 1 þætti Valborgar fyrr i vetur var fjallað um Guðmund, en hann var mjög merkur maður og á undan sinni samtið. Dvaldi hann um árabil i Noregi og ferð- aðist um og flutti fyrirlestra. Erindið sem Sigurveig flytur i fyrramálið er samið af henni sjálfri en hún er mjög kunnug kirkjusögu og býr yfir miklum fróðleik, sagði Valborg Bents- dóttir. A.Bj. Þóra Kristjánsdóttir með dóttur sinni Ástu Kristjönu, sem er 6 ára. Þóra er gift Sveini Einarssyni leikhússtjóra og eiga þau eitt barn, Ástu. Fyrir utan að vera húsmóðir sér Þóra um sýningarsalinn i kjallara Norræna hússins. DB-mynd Bjarnlcifur. $ Útvarp 14.30 Miðdegissagan: „Kreutzersónatan ” eftir Leo Toistoj.Sveinn Sigurðs- son þýddi. Árni Blandon Einarsson byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.20 Popphorn. 17.10 Tónlistartim i barnanna. 17.30 Að tafli. Friðrik Ólafs- son fjallar um bókina „Hvernig ég varð heims- meistari” eftir Michael Tal. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Daglegt mál.Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Andrés Kristjánsson fræðslustjóri talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 „Býflugan”, smásaga eftir Valdisi óskarsdóttur. 20.50 Frá tónlistarhátiðinni i Schwetzingen sl. sumar. 21.30 Útvarpssagan: „Morgunn”, annar hluti Jó- hanns Kristófers eftir Romain Rolland i þýðingu Þórarins B jörnssonar. Anna Kristin Arngrimsdóttir leik- kona byrjar lesturinn. 22,00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Myndlist- arþáttur i umsjá Þóru Kristjánsdóttur. 22.50 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- Útvarpið í kvöld kl. 22.15. „Myndlistarþáttur" 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sjónvarp í kvöld kl. 21:05 ERFDALÖGMÁL MENDELS Nú fer að siga á seinni hlutann með „Vegferð mannkyns”, en þátturinn sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 21.05 er sá tólfti og næstsfðasti. Nefnist hann „Kynslóðir koma, kyn- slóðir fara”. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. Fjallar hann um Mendel og erfðalögmál hans og erfðaeigin- leika. Sagt er frá tilraunum þeim sem Mendel gerði, en þær voru aðallega framkvæmdar á plöntum, eins og alkunnugt er —A.Bj NÝJA BORGARLEIKHÚSIÐ „Ég mun meðal annars ræða um sýningu i Listasafni islands á dánargjöf Gunnlaugs Schevings,” sagði Þóra Kristjánsdóttir, sem sér um „Myndlistarþátt” i útvarpinu i kvöld. Dr. Gunnlaugur Þórðarson talar um listamann- inn og ólafur Kvaran lýsir lista- verkagjöf hanstil Listasafnsins. Þá mun hún fjalla um „List- iðn”, sýningu i húsakynnum Heimilisiðnaðarins i Hafnar- stræti. Eru þar sýndar auglýs- ingateikningar, bókaskreyt ingar og fleira eftir Kristinu Þorkelsdóttur og Friðrikku Geirsdóttur. Þóra minnist á sýningu arkitektanna Þorsteins Gunn arssonar,Ólafs Sigurðssonar og Guðmundar K. Guðmundssonar á teikningum af nýju leikhúsi Leikfélags Reykjavikur. Sagði hún að þvi miður hefði sú sýning ekki verið nógu vel sótt, en arkitektarnir hefðu verið þarna til staðar og viljað fá umræður borgarbúa um teikninguna. Borgarar hefðu þá geta skoðað og kynnt sér leikhúsið fyrir- fram, þvi ekki þýðir að rifast um málið eftir að bygging er hafin á húsinu. EVI. Sjónvarp K 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 íþróttir. Umsjónarmað- ur ómar Ragnarsson. 21.05 Vegferð mannkynsins. Fræðslumynd um upphaf og þróunarsögu mannkynsins. 12 þáttur. Kynslóðir fara — kvnslóðir koma.Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.55 Litli, svarti sauðurinn. Breskt sjónvarpsleikrit, byggt á þætti úr sjálfsævi- sögu Rudyards Kiplings. 22.50 Dagskrárlok. Setið við sjónvarp og útvarp um hótíðir: ÝMISLEGT BITASTÆTT... OG ÞÓ... Seta min við útvarp og sjón- varp yfir hátiðirnar varð nú heldur slitrótt, en þó rak ég augu og eyru i ýmislegt bita- stætt af þvi, sem þar var fram borið. Af trúarlegri andagift lét ég mér nægja að hlusta á séra Gunnar Árnason i útvarpinu á aðfangadagskvöld. Þessi ágæti kennimaður var sálusorgari okkar allra i Kópavoginum og alltaf flytur hann jafn hressi- legar ræður. I þeim efnum var hann löngu á undan jafnöldrum sinum i klerkastétt, sem margir hverjir og jafnvel þeir yngri halda fast við hinn vælukennda tón i ræðum sinum. Annars var biskupinn með skárra móti á aðfangadagskvöld. Andvörp og ávörp Það hlýtur að vera erfitt að setja saman áramótaávarp, þar sem allir fjalla um sama efnið, upprifjun á atburðum ársins og hvatningu til landsmanna „til sjávar og sveita” um að herða sultarólina. Andrés Björnsson útvarpsstjóri og Geir Hall- grimsson forsætisráðherra röðuðu saman nokkrum þekkt- um frösum, en mér þótti ræða dr. Kristjáns Eldjárns, forseta mun efnismeiri og um leið hressilega flutt á nýársdaginn. Ættu stjórnmálamenn að taka hann meira sér til fyrirmyndar. Jóladagur „Stundin okkar” á jóladag varð að minu viti hálf fumkennd og Stina litla frænka min skildi ekkert i þessari auglýsingu á ljóðagerð Þorsteins ö Stephen- sen. Auk þess varð hún hrædd við jólasveininn hans Jóns Sigurbjörnssonar. Dúkkan Palli hefði mátt njóta sin meira, enda hefur hann stór- skánað siðan hann Laddi fór að hjálpa til með dúkkuna. Góðar heimildarmyndir Kvikmynd þeirra Arnar, Ólafs og Odds frá hátiðarhöld- unum i Vesturheimi var ágæt, sérstaklega klippingar i byrjun. Væri gaman að vita, hvort þeir hafa fengið aðstöðu til að vinna þær þar ytra, eða hvort Sjónvarpið á slikan tæknibúnað. Þá er einnig vonandi, að þeir hafi haft tima til þess að gera kvikmynd um lif fólks þarna i Gimli og Winnipeg, þvi að sagan er alls ekki sögð með kvikmynd af eintómum hátiðarhöldum. Ég sá einnig kvikmynd Sigurðar Sverris Pálssonar, „Sjávarþorp,” og er hún i stuttu máli það bezta, sem ég hef séð i sjónvarpi i langan tima. Kvik- myndataka og öll efnismeðferð, viðtöl og sá blær, sem rikti yfir myndinni er Sigurði til mikils sóma. Vonandi fær maðurinn timaog leyfi til þess að fást við fleiri verkefni á næstunni. Ingimar i stuði Ingimar Eydal er einn fárra manna i stétt hljóðfæraleikara sem kann að koma fyrir sig orði ogalltafer jafn gaman aðheyra hannkynna næsta lag. Þó allt sé að verða vitlaust i „Sjallanum” fyrir norðan stendur Ingimar alltaf upp og kynnir næsta lag af rósemi og þakkar kurteislega fyrir lófaklapp, ef einhver fylli- kallinn hefur rekið saman lóf- ana af tilviljun. Dansleikurinn i sjónvarpssal fór vel fram. Sænskir siðir Ég hef sjálfur haft kynni af jólahaldi i Sviþjóð, en þáttur Kristins Jóhannessonar lektors, „Jól i Sviþjóð”, á jóladaginn, fræddi mig samt um margt. Kristinn sagði skemmdilega frá öllu þvi ógrynni af sérkennileg- um siðum, sem þar rikja og var þátturinn góður. Einkennilegt, að hljómplötuútgefendur skuli ekki vera löngu búnir að gefa út eitthvað af öilum þessum fallegu jólalögum, sem Sviar eiga. i stað ámeriskra jólaslag- ara, sem gefnir eru út hér ár eftir ár. Endurtekning Brekkukots- annálsins var ágæt lausn á efnisvandræðum sjónvarpsins. Áramót Dagskrá sjónvarpsins á gamlársdag er orðin nokkuð stöðluð. Billy Smart og Áramótaskaupið, með forsætis- ráðherra og útvarpsstjóra sinn hvorumegin. Billy Smart var ágætur. Áramótaskaupið leið töluvert fyrir það, að margir höfundar voru að þvi og vera má, að eng- inn hafi haft yfirsýn yfir það, sem þarna átti að gerast. Egill Eðvarðsson'mun hafa átt að hafa upptökustjórn þáttarins með höndum, en hann veiktist og hljóp Tage Arnmendrup þá i skarðið á siðustu stundu. Margt i þessari veizlu, sem almenningi gafst nú kostur á að sjá fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér allavega. Mér fannst mörg atriðin ekkert fyndin, en það skilst mér að sé tilgangur- inn með þessum hætti. Ég botnaði ekkert i óperuatriðinu i svefnherberginu, hvað tvifari Fords Bandarikjaforseta var að gera þarna. söngnum hjá Sigfúsi og Hauki og hvað fyndið væri við að Helgi Sæm. væri allsber niðri á bar, fyrst ekki var verið að sýna manninn. Það hefði mér þótt fyndið. Jörundur er góð eftirherma, en ekki er ég viss um, að þó að hann geti hermt eftir Gisla Hall- dórssyni, leikara, aðrödd Gisla hafi passað inn i samræður milli ýmissa pólitikusa. Þá fannst mér ekkert gaman að atriðinu með ritstjórunum á Dagblaðinu og Visi. Ég hefði viljað sjá þá syngja og dansa undir laginu „Me, and my shadow”. Ég hef eftir áreiðan- legum heimildum, að Jónas hafi viljað syngja, en ekki fengið það eftir fyrstu tilraun. „..einar fimm”-innskotið i lagasyrpu Spilverksins var eina frumlega hugmyndin, sem ég sá i öllum þættinum. Gaman væri að vita, hver átti hana. Ég ætla að slá botninn i þetta spjall með þvi að ræða litillega um annan fastan punkt i dagskrá útvarpsins á gamlárs- kvöldi, leikur danshljómsveitar i útvarpssal i einn hálftima af danslagatimanum. 1 þetta sinn var hljómsveit Ragnars Bjarnasonar fengin til að leika. Að minu viti hefði allt eins mátt vera þögn þann hálftimann. Veit ekki hverjum það er að kenna en söngur hljómsveitar- innar i nokkrum laganna, sér- staklega „Yesterday” var svo falskur, að langt er siðan ég hef heyrt annað eins. Svona hluti er auðveldlega hægt að varast, annaðhvort með þvi að upp- tökumaðurinn bendi söngvurum á þennan galla eða þá að hljóm- sveitarstjórinn leggi betur við hlustirnar þegar upptökunni er rennt i gegn, sem kallað er.HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.