Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 2
Dagblaðið. Mánudagur 5. janúar 1976. .1 AUSUM BRETANA SKARNA Sigurjón skrifar: „Ég vil endilega koma á framfæri tillögu sem ég heyrði fram setta á dögunum, þvi mér finnst hún svo snjöll að ekki megi hún kyrr liggja. Tillagan er á þá leið að Landhelgisgæzl- an fái aðstoð Landgræðslu rikis- ins við vörzlu landhelginnar. Verði flugvél Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, fengin að láni i baráttunni, við Bretana, sem moka upp þorskinum ólöglega i islenzkri landhelgi. Verði hún látin fljúga yfir brezku skipin og dreifa yfir þau skarna. Allir þekkja lyktina af skarn- anum og Bretarnir yrðu ekki við veiðar á meðan þeir væru að þrifa skip sin eftir slikar gusur, sem Páll Sveinsson gæti veitt þeim i skyndiflugi yfir miðin. Skarninn er til margra góðra hluta nýtur, en i þvi striði sem við eigum i við brezka veiðiþjófa, hljótum við að geta séð af nokkrum tugum tonna. Sérstaklega sæjum við ekki eftir honum, ef slikar herferðir heppnuðust. Myndu þá Bretarnir ýmist flýja úr land- helginni eða neyðast til að sópa og spúla sin skip svo að lift yrði um borð.” VERÐLÆKKUN Þaníf er ver»lækku„ inníluttum gorm'D!fkku6u toUará ?%■ Um le|°ogS™.. Ur i ðolmargar nýjaf li ku,m heim verði, viljum Vus &.? tekkuðu Ekki nóg með bað — , , enn einu sinni við U aukuni við bætum við svóinl P.PaÚrva,ið °S stórar tepparúllurraðSt°ðu fyrir 16 ?* .^ oTLl v,ei6um ÞW með mesta og befm Vterðum Þvi 'andsins á einum smj. ‘eppaúrval gerð/r^af1 J^nf upP ú allar fyateppin vin!æIú eeppfum ,. »8 and' 1 ðlrðlegu iitaún alí ggj' anut t ótrúlegu litaúrvali ggJ' Við bjóðum ykkur gólfteppi með aðeins 30% útborgun og eftir- stöðvarnar á 6 til 12 mónuðum. Munið hina þægilegu J.L. kaup. samninga — engir víxlar — og þér fóið sendan gíróseðil món. aðarlega, sem greiða mó í banka, sparisjóði eða pósthúsi. Gerið verðsamanburð — Verzlið þar sem verðið er hagstæðast. Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum y *--s l.r °lr Hringbrout 1 2 1 — Sírrr.i 10-600 Verzlið þar sem úrvalið er m,est og kjörin bezt Eru þeir guðs gefnir englar í baráttu við kðlska? Helgi skrifar: „Ofbeldi Englendinga og litilsvirðing þeirra fyrir lifs- hagsmunum Islendinga hefur þó það jákvætt f för með sér, að íslendingum ætti að vera orðið ljóst hið rétta andlit þessa bandamanns, sem hertók landið i siðustu heimsstyrjöld. Ofriki þeirra neyddi okkur til að kalla yfir okkur hersetú Englendinga, sem við töldum þó betri kostinn af tveimur slæm- Sleitulaust siðan hafa Eng- lendingar og bandamenn þeirra haldið uppi áróðri um eigið ágæti — og menn voru farnir að trúa þvi, að hér væri um að ræða guðs gefna engla i baráttu við kölska og illa anda i öllum skot- um. Þessu trúðu margir og trúa enn, þrátt fyrir að Englendingar hafi haft i frammi ofbeldi, undirferli, lygar og óþverra- skap. Enn þann dag i dag leitast Englendingar við að kúga þjóðir sem næst þeim standa — Wales, Skotland, trland og ísland. Það hefur sýnt sig siðustu daga að jafnvel EBE, sem hefur margan misjafnan sauðinn innan sinna vébanda, er orðið þreytt á þessari ölmusu þjóð, sem leggur á sig að kúga vopnlausa þjóð. Fréttamiðlun og túlkun frétta er brengluð — við þekkjum sannleikann i fiskveiðideilunni — nýafstaðin árás enskra dráttarbáta á islenzkt varðskip. Við þekkjum öll túlkun enskra á atvikinu — en svo sterk er lygin að jafnvelerfariðað bera á efa i okkar eigin blöðum um ágæti okkar málstaðar. Þannig birtist tröllatrú okkar á erlendum skoðanaframleiðendum. Þetta sannar fyrir okkur hvað lygin getur verið sterk — aðeins að henni sé haldið nógu sterkt á lofti. Við Islendingar munum sigra i þessari deilu en aðeins ef við höldum saman. Hvenær sem þessi deila kann að leysast og með hvað hætti þá ættum við að endurskoða afstöðu okkar til Englendinga sem sanngjarnra og heiðvirðra manna.” HVALBATANA í GÆZLUNA Áhugamaður um landhelgina hringdi: ,,Nú þegar væntanlega gefst tóm til viðgerða á löskuðum flota Landhelgisgæzlunnar, finnst mér að menn eigi aðeins að staldra við og hugsa málið. Komið hefur i ljós að ekki veitir af traustum skipum til varnar landhelginni. Varðskipið Þór varð heldur en ekki fyrir barð- inu á brezkum dráttarbátum. Af þessu má sjá, að ekki veitir af traustum skipum. Þvi vil ég gera að tillögu minni — reyndar hefur það ver- ið gert áður — að hvalbátarnir verði teknir i Gæzluna — nógu traustir eru þeir. Og ganghraði þeirra hentar ágætlega.” Ódýrara að kynda með olíu 3509-2145 hringdi: „Heita vatnið hefur verið okk- ur tslendingum mikil guðs blessun, um það efast enginn. Með heita vatninu höfum við getað sparað mikinn gjaldeyri — til upphitunar húsa. Maður skyldi þvi ætla að mun ódýrara væri að hafa hitaveitu heldur en að hita upp hús sitt með oliu. 1 vetur höfum við Garðbæing- ar verið að fá hitaveitu i hús okkar. Ég bý i einu af Viðlaga- sjóðshúsunum og þau eru tals- vert ódýrari i kyndingu en venjulegt steinsteypt hús. Nú, eins og ég sagði hafa þeir verið að leggja hitaveitu i húsin og boðið notkun, sem annars vegar hljóðar upp á 4.5 minútu- litra — hins vegar 5.5 minútu- litra. Okkur hér suður frá hefur talizt svo til að ef við tökum 4.5 minútulitra þá kosti það um 4 þúsund krónur á mánuði að hita upp hús. Hins vegar var tekið meðaltal 35 Viðlagasjóöshúsa og upp úr dúrnum kom að það kostaði 3600 krónur að hita upp hús. Með öðruni orðum — það er ódýrara að kynda með oliu. Ég hafði haldiö að undir öllum kringum- stæðum hlyti að vera ódýrara að hitá upp með heitu islenzku vatni — en ekki rússneskri oliu.” Við höfðum samband við Jóhannes Zoega hitaveitustjóra og sagði hann, að menn væru ekki bundnir af neinu lágmarks- magni — menn gætu keypt inn 1 minútulitra og upp úr. — Minútulitrinn kostar 362 krónur á mánuði, þannig að 4.5 litrar kosta þá 3.879 fyrir utan sölu- skatt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.