Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 8
1
Pagblaðið. Mánudagur 5. janúar 1976.
Mikill snjómokstur hjó Reykjavikurborg:
Dagurinn kostar
rúmlega 300 þús.
„Fast lið hjá okkur á venju-
legum snjóadögum eru tveir
vegheflar og þrir snjótannarbil-
ar auk tveggja stórra moksturs-
tækja,” sagði Atli Ágústsson hjá
Vélamiðstöð Reykjavikurborg-
ar, er við ræddum við hann i
morgun um snjómokstur.
Atli sagði, að þeir myndu
bæta við einum veghefli og ein-
um snjótannarbil i dag vegna
þess hversu mikiö hefði snjóað
að undanförnu og umferð eykst
til muna eftir helgina.
Þá sagði Atli að traktorar
yrðu sendir út til þess að hreinsa
gangstiga, þar sem þvi yrði við
komið.
,,Ég reikna með að snjó-
moksturinn kosti um 300 þúsund
á dag á venjulegum degi”,
sagði Atli ennfremur. ,,Er þar
rætt um vélar og mannskap á
þær, en ekki er tekið inn i dæmið
stjórnun og viðhald. Þá kostar
þetta allt miklu meiri peninga
yfir helgar, eins og t.d. i gær, en
þá var unnið fram eftir kvöldi,”
sagði Atli.
Reykjavikurborg á stóran
snjóblásara i tolli og standa
vonir til að hann verði leystur út
innan skamms. Atli sagði að
hann yrði mest notaður til þess
að hreinsa opnu svæðin, Breið-
holtsbraut, Miklubraut og Bæj-,
arhálsinn.
„Það tæki kann að vera erfitt
að nota á þrengri götum, þvi þar
eru bilar i stæðum”, sagði Atli
ennfremur. „Þvi verður bezt
viðkomið eins og áður sagði á
opnu svæðunum, þar sem það
hreinsar bæði fljótt og vel þess-
ar stóru umferðaræðar.” HP.
Tómas 75 úra
ú morgun:
VINIR HANS
GEFA ÚT
HÁTÍÐA-
ÚTGÁFU Á
LJÓÐUM
HANS
Nokkrir aldavinir Tómasar
Guðmundssonar hafa fengið
leyfi skáldsins til að gefa út á
75 ára afmælisdegi hans á
morgun, 6. janúar sérstaka
minningarútgáfu af ljóðasafni
hans. Verður hún i mjög tak-
mörkuðu upplagi, og verða öll
eintökin tölusett og árituð af
skáldinu. Er gert ráð fyrir að
hvert eintak kosti 5000.00— og
er söluskattur, 20% innifalinn i
verðinu.
Skáldið mun sjálft verða
statt i Helgafelli við Veghúsa-
stig kl. 3—6 mánudaginn 5.
jan. daginn fyrir afmæli sitt.
Ennfremur verður bókin til
sölu i bókabúðum borgarinn-
ar, og eins geta bóksalar utan
Reykjavikur pantað hana með
simskeyti.
Allur ágóði af bókinni mun
verða afhentur skáldinu á-
samt skrá yfir eigendur hvers
eintaks af henni.
Þessi afmælisútgáfa, helguð
ástsælasta ljóðskáldi lands-
ins, mun örugglega verða
mönnum þvi dýrmætari sem
lengra liður, jafnt sem minn-
ingargripur og ættargripur —
og sennilega má-langt leita að
fegurri og kærkomnari vinar-
gjöf.
„Jú, salan á bókinni hans
Tómasar gengur mjög vel, og
það er búin að vera stanzlaus
ös og hringingar hérna siðan
við opnuðum,” sagði Böðvar
Pétursson hjá Helgafelli, er
Dagblaðið hafði samband við
hann um tiuleytið i morgun.
Mikið hefur einnig verið um
pantanir utan af landi. Taldi
Böðvar að upplagið, sem er
litið, myndi vart endast lengur
en til kvölds. —AT—
82 ÍSLENDINGAR FÓRUST Á LIÐNU ÁRI
-en 225 var bjargað
82 tslendingar létust af slys-
förum á árinu 1975 segir i
skýrslu frá Slysavarnafélagi ís-
lands. Er það 11 færra en var
árið 1974. í sjóslysum og
drukknunum fórust 17 á liðnu
ári, en i slíkum slysum fórust 29
^rið áður. I umferðarslysum
létu 35 manns li'fið og hafa slik
slys aldrei áður krafizt jafnmik-
illa mannfórna. Árið 1974 fórst
21 tslendingur i umferðarslys-
um. 1 flugslysum fórust á liðnu
ári 7 menn en 4 árið 1974. t ýms-
um slysum fórust 23 árið 1974 en
voru 39 árið 1974.
Októbermánuður krafðist
flestra mannslifa i slysum hér á
landi á sl. ári. Þá fórust 14
menn. Desembermánuður kom
næstur með 12 dauðaslys. Fæst
urðu dauðaslysin i maimánuði
eða aðeins eitt.
Umferðin krafðist flestra
mannslifa á liðnu ári eða 35 eins
og fyrr greinir. Fórust 14 veg-
farendur, 3 létust i árekstrum, 4
létu lifið er bifreiðir ultu, 1 bif-
hjólamaður lét lifið, 1 lét lifið á
dráttarvél, 2 reiðhjólamenn
urðu fyrir bilum og létu lifið, 4
létust við útafakstur, 3 við á-
keyrslur, 2 létu lffið er ekið var
út af bryggju og einn við fall af
hjóli.
5menn létu lifið i ám og vötn-
um á liðnu ári, 4 féllu útbyrðis
og létu lifið, 3 fórust með skip-
um, 4 létu lifið i höfnum hér-
lendis og einn i sundiaug. 7 fór-
ust með þyrlu er hrapað:. 1
vinnuslysum fórust 3 á landi og
aðrir 3 á sjó. Tveir menn létust
af byltu eða hrapi og einn af raf-
lostí. Fjórir menn urðu úti eða
týndust og 7 fórust i bruna eða
af reyk. Einn Islendingur lét lif-
ið við hnifsstungu og annar i
ryskingum. Einum blæddi út af
afleiðingum falls.
225 Islendingum sem voru i
lifsháska tókst að bjarga frá
dauða. Meðal þeirra var skips-
höfn á Hvassafelli er strandaði i
Flatey á Skjálfanda. Voru 19 ts-
lendingar þar um borð.
ASt.
Enn hefur
Alþýðu-
bankinn
ekki
skilað
gögnum
um
viðskipti
Guðna
„Ég hef enn engin gögn fengið
frá Alþýðubankanum um við-
skipti Guðna Þórðarsonar og
fyrirtækja hans við bankann, og
sé ég á meðan ekki beina ástæðu
til að biðja bankann um gögn
annarra fyrirtækja, sem rann-
sóknar hefur verið óskað á,”
sagði Sverrir Einarsson, saka-
dómari, i samtali við frétta-
mann DB i gær. Sverrir annast
rannsókná Alþýðubankamálinu
svokallaða.
Að sögn Sverris „fylgdi ekki
mikið af-'gögnum” um máiið,
þegar fyrst var farið fram á
rannsókn á viðskiptaháttum til-
tekinna fyrirtækja við Alþýðu-
bankann.
„Það þarf ekki að vera neitt
óeðlilegt við það, þótt gögn
bankans um Guðna og fyrirtæki
hans hafi ekki borizt, þvi það
var mjög skömmu fyrir jól, að
málið kom upp,” sagði Sverrir
Einarsson, sakadómari.
—ÓV
og spurningakeppni, þar sem
sigurvegarinn hlaut glæsileg
verðlaun. Á myndunum sjáum
við jólasveininn Gáttaþef
stökkva hæð sina i loft upp af
kæti og þá er stiginn dans i
kringum jólatréð, með blaða-
mönnum og útbreiðslustjórum.
DB-mynd: BP
JÓLABALL DAGBLAÐSINS
Um 300 börn sóttu jólatrés-
fagnaði Dagblaðsins núna um
helgina. Var þar glatt á hjalla,
eins og titt er um slika fagnaði,
jólasveinar kornu i heimsókn og
ritstjórn og blaðburðarbörn
gengu i kringum jólatré og
sungu hástöfum. Þjóðarréttur-
inn kók og prinspóló var á boð-
stólum auk annars góðgætis og
skemmti fólkið sér við að fara i
leiki, kappát var haldið, — svo
Jólaglaðningur hja
ísafjarðartogurunum
Hósetahlutur 60-65
sólarhringum
Eftir steindauðan desember-
mánuð hjá Isafjarðartogurun-
um kræktu þeirþó i fisk á milli
jóla og nýárs og þannig höfðu
þeir frá 35 upp i 70 tonn á tveim
sólarhringum, að sögn Jóns
Páls Halldórssonar, fram-
kvæmdastjóra Hraðfrystihúss-
ins Norðurtanga á tsafirði. Afl-
inn fékkst um 40 milur vestur af
Barða.
Skv. lauslegum útreikningum
blaðsins miðað við 42 kr. hvert
kg hefur hásetahluturinn kom-
þús. 6 tveim
ist upp i 60 til 65 þús. kr. á tveim
sólarhringum og er orlof þá ekki
reiknað með.
Að sögn Jóns Páls er þessi
stutta hrota nú úr sögunni, ekki
vegna þess að ekki sé nægur
fiskur, að þvi er talið er, heldur
er samfelldur is alveg inn að 50
milum og á svæðinu þaðan og
inn til lands er alls staðar rekis,
sem ekki sést i ratsjá og eru
veiðarnar þvi varasamar i
dimmvirði og náttmyrkri.
—GS