Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 1
2. árg. — Föstudagur 23. janúar 1976 —19. tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, simi 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022 Barry Schneider, talsmaður Center for Defence Information í Washington „ALLT BENDIR TIL ÞESS AÐ Á ÍSLANDI SÉU KJARNORKUVOPN" Verulegarlíkur virbast vera á þvi a6 kjarnorkuvopn sé a6 finna hér á tslandi. 1 viötali við fréttamann Dag- blaðsins segir Barry Schneider. sem starfar við Center for De- fence Information i Washington, að Lockheed Orion vélar banda- riska flotans á Keflavikurflug- veili séu að öllum likindum bún- ar djúpsprengjum með kjarna- oddi, ætluðum kafbátum i Norð- ur-Atlantshafi. Vélar þessar, sem i daglegu tali eru nefndar P-3, fljúga reglulegt könnunarflug frá is- landi i leit að sovézkum kafbát- um, auk þess sem þær eru búnar mjög fulikomnum radarútbún- aði. I grein eftir Barrv Schneider. sem birtist i ritinu Bulletin of the Atomic Scientists, en hún fjallaði um kjarnorkuvopn er Bandarikjamenn geyma eða hafa undirhöndum i bandalags- rikjum sinum . segir að island sé eiti þeirra landa er sé geymslu- staður slikra vopna. ..Upplýsingar minar eru byggðar á viðtölum við þing- menn á bandariska þinginu sem aðgang hafa að leyniskjölum um þessi mál,” sagði Barry Schneider. ,,Ég vann að gerð þessarargreinari sex mán. á ár inu 1974 og viðmælendur minir höfðuðu til skjala er voru ýmist eins eða tveggja ára gömul. Þegar ég var búinn að gera kort yfir þá staði i heiminum, er ég taldi liklega geymslustaði, sýndi ég mönnum hér i Was- hington. sem ég veit að vita hvar kjarnorkuvopn okkar eru geymd. kortið og enginn þeirra hreyfði mótmælum við islandi.” Sagði Barry Schneider mjög sterk rök hniga að þvi, aö hér væru kjarnorkuvopn. P-3 vél- arnar gæta hafsvæðisins á milli tslands og Evrópu og eins og margoft hefur komið fram er það ein aðalumferðaræð rúss- neskra kafháta. ,,br ýstingurinn frá einni svona djúpsprengju nægir til þess að gjöreyða kafbátum af stærstu gerð”. sagði Barry Schneider ennfremur. ,,Og þessar vélar eru þarna til þess að granda rússneskum kafbát- um, ekki til þess að varpá sprengjum á önnur lönd”. HP — Sjá nánar á bls. 4 um kjarnorkumálin Hún Guðrún í heimsókn Guðrún Bjarnadóttir er ein myndafyrirsæta i s.l. 12 ár og er um heims og hún getur sjálf val- frægasta dóttir islands. Hún búsett í Milanó. Myndir af henni ið sér bæði verkefni og vinnu- hefur starfað sem ljós- hafa birzt i þekktustu tizkublöð- tima. DB-Bjarnleifur. — sjá bls. 8-9, viðtal við Guðrúnu Bjarnadóttur, fyrrverandi Ungfrú alheim -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.