Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 24
Bretarnir hlfa 09 fœra sig — klippum ekki beitt „Nú kemur í Ijós hvort þeir verðo skynsomir" — segir Landhelgisgœzlan — forsœtisróðherra til London ó morgun Varðskipin sigla að brezku togurunum, og þeir hifa og koma sér burtu. Klippunum hafði ekki verið beitt, þegar sið- ast fréttist, en engin staðfesting fékkst á þvi, að það væri gert i samræmi við samninga við brezku stjórnina. Þvert á móti sagði Jón Magnússon, talsmað- ui Landhelgisgæzlunnar, að brezku togararnir hefðu „alltaf hift”, þegar varðskip nálgaðist. ,,Nú kemur i ljós,” sagði hann, „hvort þeir verða skynsamir. Verði þeir stifir og þrjózkist við, mun færast harka i þetta.” „Haldið verður áfram fullri löggæzlu,” sagði Jón, þegar blaðið ræddi við hann i morgun. „Þetta eru fyrstu aðgerðir, eftir að herskipin fóru. Þeim verður fylgt eftir, en ekki er gott að segja um á þessu stigi, hvernig þetta verður.” Brezku togar- arnir voru farnir að dreifa sér. Nokkrir héldu norður fyrir Mei- rakkasléttu og virtust ætla i vestur þaðan. Varðskipið Ægir lagði áherzlu á það i gær að stugga þeim þaðan. Þessar að- gerðir báru árangur, að sögn Landhelgisgæzlunnar, Togar- arnir hifðu og héldu aftur til austurs. Veður hefur verið slæmt á þessum slóðura. Islenzku loðnuskipin hafa haldið áfram suður og austur með landgrunnskantinum, og hefúr hópur þeirra verið vel að- skilinn frá brezka togarahópn- um. Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra fer væntanlega á morgun til London til viðræðna við Harold Wilson forsætisráð- herra Breta. Rikisstjórnarfund- ur hóí'st um málið fyrir hádegi i morgun. Forsætisráðherra hef- ur sagt i viðtali við erlenda fréttamenn, að hann hafi engar tillögur að flytja Wilson. Land- helgisnefnd og utanrikismála- nefnd samþykktu i gær að mæla meö þessari för forsætisráð- herra. Stóðu menn allra flokka nema Alþýðubandalagsins að samþykktunum. HH 36 órekstrar og bílvelta á Kleppsvegs Slysarannsóknardeild lög- reglunnar fór i 36 útköll i gær vegna árekstra. Flestir urðu þeir vegna hálku og aksturs i snjótroðningum á misjafnlega illa búnum bilum til sliks akst- urs. Engin teljandi meiðsli urðu á fólki, en samanlagt eignatjón er mikið. Auk þess varð svo bilvelta á Kleppsvegi móts við nr. 122. Þar snerist Landrover jeppi á götunni og hafnaði á hliðinni. Ökumann sakaði ekki. ASt. Fótbrotnaði við að hanga í bíl Umferðaróhapp varð i Sandgerði i gær er strákar voru við þann hættulega leik að hanga i bilum. Einn náði tökum á áætlunarbil og lét hann draga sig. Fætur drengs- ins voru inn undir afturhluta bilsins. Er billinn fór yfir ó- jöfnu skall hann niður að aft- an. Drengurinn fótbrotnaði og hangir vonandi aldrei aftan i bil oftar. Mætti slys hans verða öðrum til viðvörunar. ASt. Þriggja bíla órekstur og bílvelta - á Reykjavikurvegi Stórfellt eignatjón varð á þremur bilum sem skullu saman á Reykjavikurvegi i gær. nyrzt á Flatahrauni. Cortinabifreið, sem var á leið til Reykjavikur, snerist á veg- inum vegna hálku. Skall hún á tvo bila sem voru á suðurleið. Allir bilarnir þrir skemmdust mikið. Ökumaður bifreiðar- innar,sem Cortinan skall fyrr á, meiddist og var fluttur i slysadeild. Meiðslin reyndust ekki alvarleg. Á svipuðum slóðum valt bill i gær vegna hálku. Rúllaði hann á miðri götunni og skemmdist mikið. Yfir 80 árekstrar hafa orðið á svæði Hafnarfjarðarlögregl- unnar i þessum mánuði. Er það svipuð tala og komin var um miðjan febrúar i fyrra. Árekstrum i Hafnarfirði fækk- aði 1975 um 140 frá árinu á undan. Nú bendir allt til að stefni i öfuga átt i ár. ASt. Bogi Agnarsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæzlunni, tók að sér kennslustund i 4. bekk Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Kynnti hann störf Gæzlunnar á sjó og í lofti. Á myndinni er Bogi Agnarsson stýrimaður við kennaraborðið. Kynning á störfum Land- helgisgœzlunnar í framhalds- skólum á borgarsvœðinu Starfsemi Landhelgisgæzl- unnar hefur verið kynnt á ýms- an hátt á undanförnum vikum vegna óska margra aðila. Meðal annars hefur farið fram starfs- kynning i framhaldsskólum borgarinnar undir stjórn for- stjóra Gæzlunnar, Péturs Sig- urðssonar. Lögmaður Gæzlunnar, Jón Magnússon, flutti erindi á há- degisverðarfundi, sem laga- nemar i Háskóla tslands efndu til. Svaraði hann að þvi loknu fyrirspurnum, sem og Hálfdán Henrysson, stýrimaður, sem starfar um þessar mundir i stjórnstöð Landhelgisgæzlunn- Að loknum fundi var laga- nemum boðið i skoðunerferð um borð i varðskipið Þór undir leið- sögn Helga Hallvarðssonar skipherra og Óskars Indriða- sonar yfirvélstjóra. —BS Krafla: Unnið í samrœmi við bréf jarðfrœðinganna í viðtali við Arna Þ. Arnason, skrifstofustjóra hjá iðnaðar- málaráðuneytinu, kom fram að nú er unnið að framkvæmdum við stöðvarhúsin við Kröflu i fullu samræmi við bréf fjór- menninganna, sem iðnaðarráð- herra var sent nú á dögunum. „Jarðfræðingarnir bentu á það i niðurlagi bréfs sins, að þeir teldu óráðlegt, á meðan á jarðskjálftum stæði.að halda á- fram framkvæmdum við Kröflu öðrum en þeim er snertu vernd- un mannvirkja þar,” sagði Árni. „Ráðherra hefur tekið fullt tillit til þessara ábendinga og verður nú aðeins unnið við það að ljúka við þak stöðvar- hússins og við nauðsynlegt við- hald”. HP. Kalt um land allt — sumsfaðar él og kóf Hriðarkóf gerði á Selfossi og nágrenni i morgun. Öttaðist lög- reglan á staðnum að snögglega gæti orðið ófært i nágrenninu. Snjór er mikill i sveitunum i kring og ruðningar á vegum, þannig að fljótt gæti skafið i djúp hjólför og traðir. Snemma i morgun var all- góð færð um alla vegi þar eystra, en hrið og skafrenningur gæti fljótt lokað leiðum. t Vestmannaeyjum, á Suður- nesjum og á Akranesi var logn og hægviðri og þetta 8-10 stiga frost. Á Norðurlandi gekk á með élj- um og frost var 9 stig á Húsavik. Flestar leiðir voru ökufærar en þó tekið að þyngjast um Tjörnes og austur um og aðeins talið fært stórum bilum og jeppum. ASt. frjálst, úháð dagblað Föstudagur 23. janúar 1976. Ljubomir Ljubojevic fyrir fram- an Hótel Santa Catalina i Las Palmas á Gran Canaria. — DB mynd BS. Friðrik í Wijk aan Zee: SEX JAFN- TEFLI í RÖÐ Jafntefli varð hjá Friðrik og Böhm i 6. umferð Hoogoven- skákmótsins i Wijk aan Zee. Eftir jafntefli Ljubojevic og Ree og sigur Kurajica i skákinni við Dvorecki, eru þeir efstir og jafnir Ljubojevic og Kurajica með 4 vinninga. Ljubojevic á ó- lokið biðskák við Browne. Staðan i mótinu er nú þessi eftir 6 umferðir: 1. Ljubojevic 4 v. og biðskák. 2. Kurajica 4 vinningar 3. Sosonko 3 1/2 vinningur 4. -7. Friðrik, Tal, Langeweg og Smejkal með 3 vinninga. 8. Browne 2 1/2 vinningur og 2 biðskákir 9. Ree 2 1/2 vinningur 10 Anderson 2 vinningar og biðskák 11. Dvorecki 2 vinningar 12. Böhm 1 1/2 vinningur I 6. umferðinni fóru skákir þannig: Friðrik—Böhm/ 1/2 — 1/2 Browne — Anderson: Biðskák Ree — Ljubojevic: 1/2 — 1/2 Kurajica — Dvorecki: 1 — 0 Langeweg — Tal: 0 — 1 Sosonko — Smejkal: 1/2 —1/2 I dag eiga keppendur fri, en 7. umferð verður tefld á morgun, laugardag. —BS— Fannst kaldur liggjandi í snjóskafli Um klukkan 10 i morgun fannst fullorðinn maður liggj- andi i skafli á lóð Keilis við Gelgjutanga, Var fljótt við brugðið og maðurinn fluttur I slysadeild. Reyndist hann mjög kaldur orðinn og var lagður inn á gjörgæzludeild Borgarspital- ans. Ekki var vitað i morgun hvernig á ferðum mannsins stóð, en liklegt talið að hann hefði fengið aðsvif á göngu sinni. ASí

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.