Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.01.1976, Qupperneq 4

Dagblaðið - 23.01.1976, Qupperneq 4
4 Pagblaðiö. Föstudagur 23. janúar 1976. Mk 54 djúpsprengjur eða Mk 44 eða 46 tundurskeyti: eða sam- krull af tveimur Mk 101 kjarnorkudjúpsprengjum og fjórum tundurskreytum. Utan á vélunum er komið fyr- ir fjórum 900 kilóa sprengjum undir hvorum væng er komið fyrir festingum fyrir þrjái sprengjur af sömu gerð, eld flaugum eða leitarblysum. Þé er eldflaugum af gerðinni Martin AGM-12 Bullup ,,úr lofti á sjó” eldflaugum fest undir vængina. HP ÞÆR FLYTJA KJARNORKUVOPN 1 timaritinu Air Inter- national er afar fróðleg grein um Lockheed P-3C Orion vélar bandariska hersins. Þær eru búnar fjórum skrúfuþotuhreyfl- um og geta borið um 35 þúsund litra af eldsneyti og fullhlaðnar eru þær um 65 tonn. Og skyldi engan undra þegar litið er á yfirlit yfir vopnabúnað flug- vélanna. Um borð i vélunum er ein 900 kilóa Mk 25, 39, 55 eða 5( sprengja, þrjár 500 kilóa Mk 36. 52 eða 57 djúpsprengjur: átta Engin ákvœði til um kjarnorku- vopn í íslenzkum lögum „Það hefur liklega hvergi verið sett á þrykk,” sagði Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, er hann var spurður að þvi hvort einhver ákvæði væru til um það i islenzkum lögum að hér mætti ekki hafa kjarnorkuvopn. „Rikisstjórnir hafa gengið út frá þvi sem visu að herinn væri ekki með þessi vopn hér á landi og ég get sagt með ör- uggri vissu að slikt myndi ekki fara fram hjá okkur. Ef svo væri teldi ég það mjög alvar- legt brot á öllu þvi sem við höfum talað saman um og myndi gripa til alvarlegra að- gerða,” sagði Ólafur enn- fremur. HP Keflavíkurflugvöllur: Skotfœrahvelfingar byggðar samfara auknu kofbátaeftiHHi frá íslandi ENGINN ISLENDINGUR ÞJÁLFAÐUR TIL AÐ FYLGJAST MEÐ VOPNA- BIRGÐUM HERSINS Páll Ásgeir Tryggvason: „ÉG HEF GENGIÐ UM ALLT SYÆÐIÐ" „Ég hef takmarkaða mögu- leika á að kanna það, hvort hér séu kjarnorkuvopn,” sagði Páll Asgeir Tryggvason, deildarstjóri varnarmála- deildar utanrikisráðuneytisins iviðtali viðT)B.„Ég hef gengið þarna um allt svæðið og mér hefur verið sýnt allt saman en þarna er ekkert nema venju- legur vopnabúnaður sem venjulegur er i herstöðvum af þessari stærð”. Vildi Páll benda á það að á Vellinum ynnu um 2000 tslend- ingar og taldi hann með miklum ólikindum, ef hægt væri að hafa kjarnorkuvopn á þessu litla svæði án þess að lslendingar hefðu orðið varir við þau og þær öryggisráðstaf- anir er þeim fylgdu. „Kjarnorkuvopn eru dýr vopn og myndu ekki liggja á lausu, heldur væri um þau öflugur vöröur,” sagði Páll ennfremur. ,,Og ef átt er við „taktisk” vopn, eins og t.d. fallbyssukúlur með kjarna- oddum, vil ég benda á að land- herinn fór héðan 1961 og skildi ekki eftir sig neina fallbyssu. Þeir hljóta jú að verða að koma þessu frá sér. Fyrir „stratetisk” vopn, eða eld- fíaugar, þarf stóra skotpalla og engir slikir eru á Vell- inum.” Ekki vildi Páll girða fyrir þann möguleika að Phantom- þotur bandariska hersins á Keflavikurflugvelli gætu flutt kjarnorkuvopn en þó taldi hann það afar óliklegt. „Þær hafa ekki flugþol nema sem svarar vegalengdinni til Noregs og ná þvi aldrei alla leið,” sagði Páll Ásgeir að lokum. HP A siðasta áratug voru byggð- ar tvær vopnabirgðahvelfingar á athafnasvæði hersins i Kefla- vik, og eru þær i hrauninu suð- vestur af Patterson-flugvelli sem Bretar byggðu á sinum tima. A Patterson-velli hefur lengi verið vopnabúr hersins og virðist vera þar enn, ef dæma má af öryggisgæzlu þar. Þvi virðast nýju hvelfingarnar ekki hafa leyst það af hólmi. Skv. áreiðanlegum heimild- um eru hvelfingarnar nýju báð- ar mjög rammbyggðar og a.m.k. önnur fullnægir öryggis- reglum varðandi geymslu kjarnorkuvopna. Þá er átt við þær öryggisreglur, sem settar eru svo nágrenninu stafi ekki hætta af, ef eitthvað fer úrskeið- is i geymslunum. Athyglisvert er að hvelfingar þessar voru byggöar á sama tima og kafbátaeftirlitsflugið frá Islandi var stóreflt, en eftir- litsflugvélarnar eru byggðar til að geta m.a. boriö kjarnorku- vopn. einkum til að granda kaf- bátum. —GS. Enginn Islendingur hefur hlotið þá sérmenntun að geta fylgzt með vopnabúnaði og sprengjubirgðum varnarliðsins á Keflavikurflugvelli, metið tegundir vopna og styrk þeirra. Það tiðkast erlendis, a.m.k. meðal vestrænna þjóða, að þar sem erlent riki hefur herstöð eða einhverja hernaðarlega að- stöðu, fái hernaðarsérfræðingar heimamanna skilyrðislaust að fylgjast náið með vopnabúnaði hinnar erlendu þjóðar i landinu. Þessir menn eru siðan trúnað- armenn stjórnvalda ilandi sinu og gefa þeim reglulegar og ná- kvæmar skýrslur um stöðuna. Siðan er stjórnvaldanna að meta upplýsingar skýrslanna og hafa samband við stjórnvöld hins erlenda rikis, sé vopnabún- aðurinn ekki i fullu samræmi við áður gerða samninga þar að lútandi. —GS 180 Driveshafthousing 181 AllisonT56-A-10turboprop engine compressor section 182 Combustionsection 183 Turbinesection 184 Jetpipe 185 Stainless-steel heat- resistanttrough 186 Aileroncontrol linkage 139 Nosewheelwellbeams 140 Rudderpedal 141 Nosewheel retraction jack 142 Nosewheel doors 149 Under-deckweaponsbay 150 Bombload(eightbombs) 151 Weaponsbaydoors 152 Spinners 153 Four-blade propellers 187 Twin (fail-safe)trim actuators 188 Ailerontrimtab 189 Staticdischargers 190 Starboard aileron 191 Starboard navigation light 192 Formation/identification light Hér er sprengjan geymd í Orion-flugvélum Orion-vélar bandarlska hersins eru búnar ákaflega fullkomnum tækjum og hafa 12manna áhöfn. Vopnabúnaður þeirra vegur mörg tonn og gert er ráð fyrir að þær flytji kjarnorkudjúpsprengjur inn- anborðs, sem þá lfta út eins og sprengjan merkt 151 á teikningunni hér að ofan.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.