Dagblaðið - 23.01.1976, Síða 23

Dagblaðið - 23.01.1976, Síða 23
Pagblaöið. Föstudagur 23. janúar 1976. 23 Utvarp Sjónvarp Sjónvarp kl. 21.40 í kvöld: VIÐFRÆG NJOSNAMYND EFTIR HITCHCOCK Þegar Bandaríkjamenn höföu dregizt inn i siðari heims- styrjöldina fór fljótlega að bera meira á njósnamálum i kvik- myndum sem gerðar voru. Stór hluti þeirra 375 kvikmynda sem gerðar voru i Hollywood á árun- um 1942—44 og voru með „ættjarðar-ástar-sjónarmið” voru annaðhvort glæpamyndir eða hrollvekja með „njósna- ivafi”. Biómyndin sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 21.40 er ein af fyrstu „njósnamyndun- um” sem kom fram á sjónar- sviðið. Myndin nefnist Skemmdarverk (Saboteur), gerð árið 1942 af snillingnum Alfred Hitchcock. Aðalhlutverkin eru i höndum Robert Cummings og Priscilla Lane. Cummings er ranglega ákærður fyrir að hafa valdið ikveikju á hergagnaverksmiðju, þrátt fyrir að bezti vinur hans hafi látið lifið i eldsvoðanum. Cummings reynir að sanna sakleysi sitt og kemur i leiðinni upp um þýzkan skemmdar- verkahring sem hefur aðsetur i New York. Mynd þessi hefur öðlazt nokk- urn sess i sögu kvikmyndanna. m.a. fyrirlokaatriðið sem gerist I Frelsisstyttunni i New York. 1 kvikmyndahandbókinni okk- ar fær myndin þrjár og hálfa stjörnu sem þýðir að hún sé mjög þokkaleg. Þýðandi myndarinnar er Jón Thor Haraldsson og sýningartimi er 55 minútur. A.Bj. Robert Cummings og Priscilla Lane I hlutverkum sínum i kvik- myndinni Skemmdarverk. r r Sjónvarp kl. 20.35 Kastljós - ER OFNOTKUN FÚKKALYFJA A ISLANDI? - ALÞÝÐUBANKAMÁLIÐ - FELLAHELLIR HEIMSÓTTUR „Það verða þrjú mál á dag- skrá i kvöld,” sagði Svala Thorlacius, en hún sér um Kastljós að þessu sinni. Arni Gunnarsson fréttarit- stjóri ætlar að taka fyrir Al- þýðubankamálið og vonandi veitir hann okkur einhverjar nýjar upplýsingar i þvi máli. Fjallað verður um það hvort ofnotkun sé hér á landi á fúkka- lyfjum, svo sem penisilini. Sigurður B. Þorsteinsson, sér- fræðingur I smitsjúkdómum, hefur skrifað um þetta grein i blaðið Hjartavernd. Hann mun ræða þetta mál i sjónvarpssal i kvöld og fáum við væntanlega fróðlegar upplýsingar. Fellahellir verður heimsóttur en þar fer fram kennsla á veg- um Námsflokka Reykjavikur. Barnagæzla er þar á staðnum og húsmæður hafa notfært sér þessa þjónustu mikið. Spjallað verður við nokkrar þeirra og lit- ið inn i kennslustundir. —K.P.— Er ofnotkun tslandi? fúkkalyfja á KATRIN PÁLSDÓTTIR | - ERNA V ingólfsdött; Útvarpið í kvöld kl. 22.15 Dvöl Nýjasti bókmenntaverð- launahafi Norðurlandaróðs Ólafur Jóhann Sigurðsson „Olafur Jóhann Sigurðsson stendur undir hvaða verðlaun- um sem er þvi að fáir islenzkir höfundar hafa sent frá sér vand- aðri og betri skáldskap,” sagði Gylfi Gröndal sem sér um bók- menntaþáttinn Dvöl. Gylfi Gröndal umsjónarmaður bókmenntaþáttarins Vöku. Þátturinn fjallar um Ólaf Jóhann og verk hans en eins og kunnugt er fékk Olafur bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs i siðustu viku. Spjallað verður við Ólaf sjálf- an. Bregður hann upp svip- myndum frá bernskudögum sinum i Grafningi og segir frá þvi hvernig það atvikaðist að hann fékk gefna út sina fyrstu bók. Það var i svörtustu krepp- unni árið 1934. Einnig segir hann frá þvi þegar listamanna- laun hans voru minnkuð um helming á árunum 1945—46 en þá hafði hann einmitt sent frá sér tvær af sinum beztu bókum. Þetta kom sér eðlilega mjög illa fyrir hánn. Þorsteinn Gunnarsson leikari les upp úr „Bréfi séra Böðvars” sem er ein af beztu og skemmti- legustu bókum Ólafs. Fjallað verður um verk skáldsins. Óskar Halldórsson lektor fjallar um skáldsögur Ólafur Jóhann Sigurösson fékk bókmenntaverölaun Norður- landaráös i fyrri viku. Ljósm. J.H.P. hans og Helgi J. Halldórsson cand. mag. um ljóð hans og smásögur. Ólafur hefur skrifað tuttugu bækur, fjórar barnabækur, þekktust þeirra er Við Álfta- vatn sem gefin hefur verið út fjórum sinnum, en það er einmitt fyrsta bók skáldsins. Þá hefur hann skrifað átta skáld- sögur, fimm smásagnasöfn og þrjár ljóðabækur. Gylfi sagði að þótt Ólafur lifði nú á skáldskap sinum hefði hann þurft að vinna ýmislegt um dagana. Svo að eitthvað sé nefnt vann hann i Bretavinnunni á árunum, við heyskap, vega- vinnu, hefur verið prófarkales- ar og lesið yfir handrit og búið þau undir prentun EVl ^ Útvarp 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissa gan : „Kreutzersónatan” eftir Leo Tolstoj Sveinn Sigurðs- son þýddi. Arni Blandon Einarsson les sögulok (9). 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátíöinni I Björgvin i fyrra Flytjendur pianóleikararnir Marina Horak og Hákon Austbö og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Hamborg. Stjórnandi: Moshe Atzmon. a. Rómansa og tilbrigði op. 51 eftir Igor Stravinsky. 15.45. Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljóns- hjarta”, eftir Astrid Lind- ' grenÞorleifur Hauksson les þýðingu sina (13). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál.Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 „Fáir vita ómála mein” Helgi Þorláksson sagnfræð- ingur og Sigriður Dúna Kristmundsdóttir mann- félagsfræðingur lesa kafla úr bók Jóns Steffensens prófessors. Menningu og meinsemdum. 20.10 Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur i útvarpssal. Stjórnandi: Ragnar Björns- son. Einleikari: Manuela Wiesler. a. Serenata i þrem- ur þáttum eftir Bohuslav Martinu. b. Konsert fvrir flautu og strengjasveit eftir Jean Rivier. c. „Hamlet'' forleiksfantasia op. 67 eftir Piotr Tsjaikovský. 21.50 „Vitaljóð” Hjörtur Páls- son les nýjan ljóðaflokk eftir Óskar Aðalstein. 21.15 Kórlög eftir Carl Nielsen Park-drengjakórinn syng- ur, Jörgen Bremholm stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Morg- unn”, annar hluti Jóhanns Kristófers eftir Romain Rolland f þýðingu Þórarins Björnssonar Anna Kristi'n Arngrimsdóttir leikkona les lokalestur (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dvöl. Þattur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. í ^Sjónvarp i 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.25 Dauðinn og stúlkan. Fronsk verðlaunamynd, byggð á þætti úr samnefnd- um strokkvartett eftir Schu- bert. 21.40 Skemmdarverk. (Sabo- teur). Bandarisk biórhynd. Leikstjóri er Alfred Hitch- cock, en aðalhlutverk leika Robert Cummings og Pri- cilla Lane. Mvndin gerist i Bandarikjunum. er siðari heimsstyrjöldin stendur sem hæst. Eldur kemur upp i flugvélaverksmiðju. Einn starfsmanna, Barry Kane, er að ósekju grunaður um i- kveikju. Hann hefur leit að sökudólgnum. Myndin er gerð árið 1942 og ber merki sins tima. Hins vegar hefur hún öðiast sess i sögu kvik- myndanna fyrir lokaatriðið, sem gerist i Frelsisstyttunni i New York. Þýðandi Jón Thor Haraldssom. 22.35 Dagskrárlok. ■ i

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.