Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 15
Págblaðið. Föstudagur 23. janúar 1976. 15 Smásöluverð 9 a gosdrykkjum lœkkar um kr. 1.00 flaskan Verð á gosdrykkjum lækkaði frá og með 1. janúar sl. og hefur verðlagsstjórinn nú auglýst hið nýja smásöluverð á þessum vör- um. Nemur verðlækkunin mjög almennt kr. 1.00 á flösku. Sam- kvæmthinni nýju verðskrá kostar 19 sentilitra flaska af Pepsi-cola og Coca-cola nú kr. 29,00 i stað kr. 30.00 áður svo dæmi séu nefnd. Astæða þessarar verðlækkunar er lækkun vörugjaldsins sem niður átti að falla um áramót, samkvæmt yfirlýsingum þar um, þegar það var lagt á i júlimánuði sl. Sem kunnugt er af fréttum, varð það siðan ofan á að lækka það i áföngum og lækkaði úr 12% i 10% um áramótin. Tekur sú lækk- un til hráefnis til gosdrykkja framieiðslu, svo sem sykurs. Er áðurgreind lækkun á smásölu- verði til samræmis við hana. Samkvæmt auglýsingunni er nú framleidd 31 tegund af gos- drykkjum og öli hérlendis. —BS— HAFIN Hangikjöt fyrir heimferðina Hópurinn, sem kom hér frá Bandarikjunum til þess að taka þátt i ferðamálanámskeiði, gæðir sér á islenzku hangikjöti i hádegisverðarboði hjá Hótel Loftleiðum. Dvölin hér stóð yfir i um viku. Áður en heim var haldið,afhenti borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir Isleifur Gunnarsson, þeim prófskirteinin. DB-mynd Bjarnleifur. FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR SINFÓNÍUNN AR NÆSTKOMANDI LAUGARDAG Fyrstu fjölskylduhljómleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands á þessu ári verða haldnir i Háskóla- biói á laugardaginn klukkan tvö. Þar verður á dagskránni efni af léttara taginu — fyrir alla fjöl- skylduna. Þarna verður frumflutt verkið „Tobbi túba”, sem Guðrún Stephensen leikkona hefur þýtt. Hún verður jafnframt sögumaður i verkinu. Tobbi túba er litil saga sem hefur notið mikilla vinsælda erlendis að undanförnu. Þá mun Manuela Wiesler leika einleik á flautu i verki eftir Mozart fluttur verður Rússneskur dans eftir Strawinsky og fleira verður á dagskránni. Kynnir á þessum fjölskyldutónleikum verður Atli Heimir Sveinsson. Fjölskyldutónleikar Sinfóniu- hljómsveitarinnar hafa notiö mikilla vinsælda og góð aðsókn hefur verið á tónleikana. Hljómsveitin hefur átt gott sam- starf við barnaskóla Reýkjavikur um dreifingu á miðum. Sú leið var þó ekki farin að þessu sinni, heldur verða miðarnir til sölu viö innganginn i Háskólabiói. —AT— VÉLSLEÐAVERTIÐIN Um þetta leyti árs tekur vél- sleðasalan venjulega fjörkipp og menn taka að þeytast upp um fjöll og firnindi á þessum skemmtilegu tækjum. — Undanfarin ár hafa þrir aðilar verið einna stærstir i snjósleða- sölunni, það er Þór hf., Gunnar Asgeirsson og Globus. Þór hf. flytur inn sleða af gerðinni Evinrude. Þar fást tvær gerðir, 30 og 40 hestafla. Fyrrnefndi sleðinn er á einu breiðu belti og er mikið seldur til björgunarsveita og bænda. Siðarnefnda gerðin er meiri sportsleði og hefur meðal ann- ars selzt vel hér innanbæjar. Þór selur árgerð 1976 af Evinrude en flogið hefur fyrir að þetta sé siðasta árið sem þessi gerð sé framleidd. Blaðamaður Dagblaðsins iflugferðá snjósléða. DB-mynd Björgvin. Innflytjandinn kannaðist þó ekki við þann orðróm. Fram á siðasta ár seldi Gunnar Asgeirsson snjósleða af gerðinni Johnson. Nú hefur fyrirtækið þó hætt innflutningi á þeirri gerð þar sem 1976 er siðasta framleiðslu ár Johnson. Fyrirtækið selur i staðinn nýja kanadiska gerð, Skiroule. Þrjár gerðir eru fluttar inn, 27, 30 og 45hestöfl. Hjá fyrirtækinu feng- um við þær upplýsingar að sleðarnir seldust allvel og væru þeir uppseldir um þessar mundir. Globushf. hefur umboð fyrir sænsku Snow Trick sleðana. Tvö undanfarin ár hafa þeir þó ekki verið fluttir inn þar sem John- son og Evinrude sleðarnir hafa verið seldir á hagstæðara verði. Globus annast alla varahluta- þjónustu fyrir Snow Trick. — AT. Sleðarnir eru góð farartæki fyrir tvo. Reykir þú? Undanfarna mánuði hefur Jón Hj. Jónsson haldið fjöldann allan af námskeiðum fyrir fólk sem vill hætta að reykja. Arangur þessara námskeiða hefur verið mjög góður. Sem dæmi má taka Húsavik en þar komu 130 manns á námskeiðið og 106 voru hættir að reykja i lok þess. I samtali við DB sagði Jón að nú hefði hann beiðnir frá 15 stöðum á landinu um námskeiðahald af þessu tagi. — nú fú Akureyringar númskeið Hann sagði okkur einnig að hann hefði haft sérstök námskeið fyrir unglinga. Akureyringum gefst nú kostur á að sækja slikt námskeið. Það verður haldið dagana 25.-29. janúar. Innritun fer fram i sima 22778 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er opið öllum aldursflokkum. — KP Verður „deildarkeppni í fiskveiðum lausnin? ## A ráðstefnu, sem Rannsókna- ráð rikisins efndi til um helgina um þróun sjávarútvegs, komu fram margar tillögur um stjórnun og sóknartakmörkun isl. fiskveiðiflotans. Ein þeirra var þess efnis að stjórna veiöun- um með þvi að reka þær sem nokkurs konar deildarkeppni eins og i knattspyrnunni. Hugmyndin er þannig hugsuð að stjórnvöld úthluti hóp báta leyfum á ákveðin svæði en við leyfisveitingarnar sé tekið tillit til bátanna á sömu svæðum næsta úthald á undan þannig að þeir sem. hafi staðið sig bezt rekstrarlega fái leyfi, aðrir sitji hjá. Eftir úthaldið yrði útkoman svo aftur skoðuð og svona 20% bátanna, sem verst komu út, strikuð af skránni og önnur 20% fengju að spreyta sig i 1. deild- inni. Þarna er ekki einblint á aflamagn heldur heildarafkom- una. —GS „Könnunarviðrœður" við Breta ekkert nema yfirskin" — segir Lúðvík Jósepsson ,,Ég tel að allt tal um könnunarviðræður forsætisráð- herra séu hafðar uppi eingöngu til aö dylja hvað á seyöi er” segir Lúðvik Jósepsson al- þingismaður i greinargerð sem hér fer á eftir um afstöðu hans á sameiginlegum fundi utanrikis- málanefndar og landhelgis- nefndar Alþingis sem haldinn var i gærmorgun. Um boð Wilsons forsætisráð- herra Bretlands til Geirs Hallgrimssonar forsætisráð- herra og viðbrögð af hálfu Is- lendinga við þvi tjáði Lúðvik Jósepsson fundinum efnislega eftirfarandi: 1. Boð Wilsons til Geirs Hallgrimssonar um viðræðu- fund i London um landhelgis- málið er byggt á þvi, eins og skýrt kemur fram i orðsend- ingu brezka forsætisráðherr- ans, að Josef Luns hafi skýrt Callaghan utanrikisráðherra frá þvi að það væri hans per- sónulega álit að ef Bretar drægju freigátur sinar út fyrir 200 milna mörkin þá yrðu brezkir togarar ekki fyrir aðkasti af hálfu islenzku varöskipanna, eins og það er orðað i nótu brezka forsætis- ráðherrans. Tilboð sem byggt er á slik- um forsendum er ekki hægt að samþykkja. 2. Ég tel aðenginn grundvöllursé til fyrir nýjum samningum við Breta um veiðiheimildir hér við land, enda liggur fyrir samkvæmt áliti islenzkra og brezkra fiski- fræðinga að draga verður veruíega úr sókn i þá fiski- stofna sem Bretar sækja mest eftir að veiða. Þessa af- stöðu tel ég að eigi að segja Bretum undanbragðalaust og að af þeim ástæðum séu viðræður um fiskveiði- heimildir þeirra tilgangs- lausar. 3. Ég tel að allt tal um könnunarviðræöur forsætis- ráöherra séu hafðar uppi ein- göngu til að dylja hvað á seyði er. Könnunarviðræðurnar eru að sjálfsögðu hugsaðar sem samningaviðræður um veiði- heimildir þ.e.a.s. um fisk- magn. samningstima og önn- ur þau eínisatriði sem fylgja slikum viðræðum. Ég er þvi einnig á móti öllu sem kallað er ..könnunarvið- ræður” vegna þess að með þeim er stefnt að samningum sem hljóta að leiða til stór- vaxandi erfiðleika i okkar eigin fiskveiðum. Athugasemd I frétt blaðsins um of lágt raka- stig i flugturninum á Keflavikur- flugvelli á miðvikudag urðu þau mistök að sagt var að vandamálið væri mest á sumrin. Að sjálf- sögðu er rakastigið lægst á vetr- um, i köldu og þurru veðri. Ennfremur skal bent á að útgeisl- un um glugga turnsins veldur ekki beinlinis lækkun á rakastigi. Vegna útgeislunarinnar verður hins vegar að hafa öflugri kynd- ingu og hærra hitastig innan dyra en almennt gerist en það veldur aftur þvi að rakastig verður lægra. Rétt er að taka það fram að fleiri slik mál hafa komið til kasta heilbrigðisyfirvalda og að ástandið er viðar slæmt til dæmis i sumum stórum byggingum i Reykjavik. Eyjólfur Sæmundsson, Heilbrigðiseftirliti rlkisins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.