Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 6
6 Pagblaðið. Föstudagur 23. janúar 1976. NORSKIR LISTAMENN VERÐA Á FÖSTUM LAUNUM Norska þingið hefur nýlega lagt til að viðurkenndum norskum listamönnum og rit- höfundum verði tryggð ákveð- in lágmarkslaun á ári úr ríkis- sjóði. t skjali, sem þingið hefur lagt fyrir stjórnina, er mælt með að upphæðin nemi lág- markslaunum opinberra starfsmanna, en þau eru nú um 1200 þús. isl. krónur. Reiknað er með að þetta fyrir- komulag geti orðið að raun- veruleika árið 1979 og talið er að 550 til 600 listamenn muni njóta þessa það árið. — Gandhi hefur herferð gegn barneignum Á fundi með indverskum læknum i gær sagði Indira Gandhi að stjórnin hygðist taka upp raunhæfar aðgerðir til að takmarka fólksfjölgun- ina i landinu svo að Indverjum fjölgi ekki um helming á 28 næstu árum. Indira gaf I skyn að beitt yrði þeirri aðferð að takmarka réttindi fólks, sem ekki brygðistvel við, á ýmsan hátt. Innan tiðar er að vænta lista yfir þau réttindi sem samvinnuþýtt fólk mun öðlast og þá geta barnafjölskyldur væntanlega lesið út úr honum skert réttindi sin. — 12.000 Kínverjar minntust sund- afreks Maos Olían í Norðursjó Geysilegar framkvæmdir eru við oliuboranirnar i Norðursjó og eru byggð þar mannvirki sem heimurinn hefur aldrei fyrr aug- um litið. Á myndinni hér til hliðar sjást undirstöður fyrir borpall, sem er i smiðum i Andalsnes i Noregi. Myndin hér fyrir neðan sýnir Oftedal, formann utanrikis- málanefndar norska þingsins i viðræöum við Millan, innanrikis- ráðherra Skota, um framtiðará- ætlanir varðandi oliuvinnslu i Norðursjó. Sundafreki Maos formanns, er hann á áttræðisaldri synti yfir stærstu á Kina, Yangtsekiang, varfyrir skömmu minnzt á lit- rikan hátt. Nú eru liðin um tiu ár siðan Mao synti yfir ána og i tilefni þess syntu 12 þúsund Kinverjarsömu vegalengd nú, og á sama stað og Mao forð- um. Kinverska fréttastofan sagði að verkamenn, bændur, hermenn, konur og börn hefðu þreytt sundið. Hér syndir Mao formaðui sundið fræga yfir Yangtseki- ang, 72 ára að aldri. AÐ MINNSTA KOSTIEKKIRUSSNESKT Norðmenn hafa mótmælt opinberlega við sovézk yfirvöld dvöl eiginkvenna rússneskra starfsmanna á Svalbarða. Utanrikisráðherra Noregs, Knut Frydenlund, kvaddi sovézka sendiráðsritarann. A.P. Smirnov á sinn fund hinn 16. þessa mánaðar. Lagði hann fyrir Smirnov að flytja sovézkum stjórnvöldum opinber mótmæli vegna dvalar rúss- neskra kvenna á þessari heim- skautaeyju. Ekki hefur verið látiö neitt uppskátt um, hvernig mótmæli þessi eru rökstudd, en tilefni þeirra er á góðri leið með að verða „diplómatiskt” rifrildi milli norskra og sovézkra stjórnvalda. Svalbarði, sem er heim- skautaeyja i Norður-lshafinu, var viðurkennt norskt yfirráða- svæði i Parisarsamningunum 1920. Eyjan er nú orðin hernað- arlega mikilvæg, þótt afskekkt sé. Nokkur námavinnsla er þar rekin af bæði Norðmönnum og Rússum. Er þar aðeins gert ráð fyrir dvöl einhleypra karla frá Sovétrikjunum. Þegar flugvöll- ur hafði veiþð gerður á Sval- barða, kröfðust Rússar þess að hafa þar starfsmenn, meðal annars til þess að fylgjast meö þvi að hann yrði ekki notaður i hernaðarskyni. Húsbyggingar gerðu aðeins ráð fyrir einstaklingsibúðum, nema ibúð flugstöðvarstjóra. Hinn 22. desember sl. komu til Svalbarða nokkrar eiginkonur rússneskra starfsmanna sem þar dveljast. Hefur dvöl þeirra nú verið mótmælt opinberlega, sem fyrr segir, og þess krafizt, að þær verði fluttar þaðan aftur. Heimildir i Osló skýra frá þvi, að þetta sé fullkomið alvörumál á diplómatiska visu. íNN EITT VOPNA- HLÉIÐ ÚT UM ÞÚFUR ( BEIRÚT í NÓTT Réttarhöldin yfir auðmannsdótturinni Patty Hearst halda áfram. Hér sést hún yfirgefa fangelsiö I San Mateo I fylgd lögreglumanna til þess aö vera viöstödd yfirheyrslur I máli sinu viö dómstólinn I San Francisco. Frekari réttarrannsóknar var krafizt af lögfræöingum hennar eftir aö hún haföi haldið þvi fram aö sálfræöingur sá er feng- inn var til þess að rannsaka geðheilsu hennar væri ekki starfi sinu vaxinn. Patty Hearst er ákærö fyrir bankarán i San Francisco, er hún var félagi i Symbionese-frelsishernum, en félagar úr þeim samtökum rændu henni, sem kunnugt er. Rússar bjóða 2 NATO- ríkjum á herœfingu Enn eitt vopnahléið var samið i Libanon i gærkvöldi fyrir til- stilli Sýrlendinga. Það átti að taka gildi kl. 20.00, en fram eftir nóttu var barizt harkalega á viglinunum i Beirut og i borg- inni Zghorta, sem aðallega er byggð kristnum mönnum. Talið er að kristnir menn hafi einkum brotið vopnahléið, enda vilja þeir si'ður sætta sig við ihlutun Sýrlendinga. A myndinni, sem tekin var á mánudag i Beirút, eru falang- istar aö handtaka konur og börn eftir að þau höfðu farið yfir svæði gegn vilja falangistanna. Engum var i þessu tilviki gert mein og var fólkinu siðar sleppt. Sovétrikin hafa boðið Tyrkj- um og Grikkjum, tveim NATO þjóðum, að senda fulltrúa sina tii mikilla heræfinga sovézka hersins i Kákasus i næsta mán- uði. Ekki er enn vitað hvort löndin ætla að þiggja boðið. Sovétmenn segjast gera þetta á grundvelli Helsinkisamkomu- lagsinsog hafa einnig boðið full- trúum annarra ianda Balkan- skagans nema Albaniu til æf- inganna. Fréttamenn telja þetta tiltæki Sovétmanna lýsa ánægju þeirra á uppástungu Karaman- lis, forsætisráðherra Grikk- lands, þess efnis að lönd Balk- anskagans taki upp nánari sam- vinnu. Oll riki skagans nema Albania ætla að taka þátt i um- ræðum um málið nú fyrir mán- aðamótin. Viðræðurnar munu fara fram i Aþenu. Erlendar fréttir REUTER Norðmenn mótmœla opinberlega: EKKERT KVENNAFAR Á SVALBARÐA -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.