Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 3
Magblaöiö. Föstudagur 23. janúar 1976. Fólmkennd viðbrögð íslenzku stiórnarinnar — Um hvað œtli Geir semji þegar hann fer til London? Matthias Gunnarsson verka- maður skrifar: „Fimmtudaginn 6. janúar birti eitt af blöðum borgarinnar grein undir fyririsögninni „Allir haldi sér fast”. Greinin fjallar um hina margumtöluðu ásigl- ingu Leanders á Þór, sem hvert einasta mannsbarn á íslandi veit um. Það greindi nánar frá atburðinum neðar á sömu siðu i smáklausu. Þá var tekið fram að rikisstjórnin muni ræða á- siglinguna og mótmæla eins og venjulega. Daginn eftir kom i sama blaði: YFIRLÝSING RtKIS- STJÓRNARINNAR: VIÐRÆÐ- UR VIÐ NATO — LUNS TIL IS- LANDS - FASTRADIÐ TIL FUNDAR: Aðgerðir þessar þótti mér fálmkenndar og ræfilslegar eins og raunar allt sem þessi rikis- stjórn hefur gert i þessu máli. Siðan kom i beinu framhaldi: Pétur Thorsteinsson ráðuneyt- isstjóri mun sem sérstakur full- trúi rikisstjórnarinnar ferðast til höfuðborga aðildarrikja NATOs i Evrópu og gera rikis- stjórnum þessara rikja grein fyrir sjónarmiðum tslendinga. Sendiherrar Islands hjá SÞ og i Washington kallaðir heim til þess að undirbúa frekari kynn- ingu á málstað Islands vestan hafs. Krafizt fundar i fastaráði NATOs. Óskað eftir þvi að Luns fram- kvæmdastjóri NATO komi hing- að til lands til viðræðna. Að lokinni kynningu málsins krafizt nýs fundar fastaráðs NATOs. Að þessum aögerðum má ljóst vera að rikisstjórnin reynir allt til þess að þæfa málið. Þá kom hið dularfulla loforð — einsýnt að framhald ásiglinga leiðir til stjórnmálaslita. Viðtal var við Geir í sama blaði og þar segist hann vona að ekki komi til stjórnmálaslita með þvi að ekki verði fleiri á- siglingar. Daginn eftir viðtalið sigldi Leander á Þór og þá hugsuðu landsmenn með sér. Nú hljóta stjórnvöld að gera eitthvað. Nei, þessi stjórn gerði ekkert annað en að mótmæla og enn var reynt að þæfa málið. Fyrst var beðið eftir sjópróf- um — þá var sett einhver þriggja manna nefnd — enn var málið þæft. Jú, svo fóru loks NATÓ-dallarnir út fyrir — en hverju var það keypt. Jú, svo virðist sem islenzka rikisstjórnin hafi lofað að áreita brezka togara ekki i islenzkri landhelgi. Þrátt fyrir yfirlýs- ingar stjórnvalda um að is- lenzkum lögum verði framfylgt. En hvar eru varðskipin? Hvers vegna eru brezkir togar- ar látnir i friði? Er það ekki vegna þess að islenzka rikis- stjórnin hefur gefið loforð á bak við tjöldin um að láta togarana i friði? Svo fer sjálfsagt Geir Hallgrimsson til London og semur upp á hvað, 80 — 90 — 100 þúsund tonn? Ásiglingarnar á Þór. Viðbrögð islenzku rikisstjórnarinnar fálmkennd, segir lesandi. UM GUÐSBÖRN OG ATVINNUGÓÐMENNI Jóhannes (ekki skirari) skrifar: „Ekki er að'undra þótt kirkj- unnar menn á Islandi reki i rogastanz — já, þyki það beinlinis glæpsamlegt að finnast skuli fólk sem er reiðubúið að HVAR FÆST FUGLAFÓÐRIÐ? „A vinnustað minum, i einu húsi við Laugaveginn. snúa gluggarnir m.a. út i bakgarð sem nú .er bilastæði. A húsa- burstunum i kring má oft sjá tugi ef ekki hundruð snjótittl- inga, sem biða þess að einhvers staðar sjáist korn i nefið. Ef hamingjan er þeim hliðholl, þ.e.a.s. ef einhver setur brauð- mylsnu eða fuglafóður á bila- stæðið, eru þeir óðar komnir til að seðja hungur sitt. Um þessar mundir hart i ári hjá þessum litlu greyjum og ætti fólk þvi að muna eftir að gefa þeim, eins og reyndar heyrist auglýst. En hvað á að gefa þeim? Við hérna á vinnustaðn- um erum búin að fara Lauga- veginn á enda til að kaupa fuglafóður, en það fæst bara alls ekki. Hvemig stendur á þvi? Hvað á að gefa fuglunum ef fugla- fóður fæst ekki? Það má ekki gefa þeim hvað sem er, eða hvað? Mér þætti vænt um að einhver kæmi með svar við þessum spurningum. 7175-3158.” leggja eitthvað i sölurnar fyrir trúna. Fyrir nokkru var i Dagblað- inu vegið mjög hart að Guðs- börnunum svokölluöu fyrir það eitt, eftir því sem bezt verður séð, að leggja hart að sér við trúboðið. Vitnar greinarhöfund- ur ákaft i kristileg málgögn sem árum saman hafa verið að róg- bera og hnakkrifa þessi krakka- grey. Einna grunsamlegast þykir makráðum þjónum kirkj- unnar að krakkarnir skuli yfir- gefa heimili sin og leggja allt i sölurnar fyrir fagnaðarerindið. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að gleyma þvi að frelsarinn sjálfur og föruneyti hans fór eins að. Sjálfur er ég i meðallagi vantrúaður en ber þó óskipta virðingu fyrir öllum trúarhóp- um sem ekki þiggja af sveit — eins og þjóðkirkjan gerir. Atvinnugóðmennin (prestarn- ir) eru sjálfum sér og þjóðinni til minnkunar. Það er ekki litið hlálegt að fólki skuli vera borg- að fyrir það eitt að vera góð- menni, þvi auðvitað dettur engum i hug að prestar séu al- mennt trúaðir, það hafa þeir sjálfir viðurkennt i stórum stil. Atvinnugóðmennin minna um margt á uppmælingaaðalinn. Fólk er skirt, fermt, gift og jarðað i uppmælingu, og á sunnudögum er samg rullan höfö upp aftur og aftur. Þó kast- ar fyrst tólfunum þegar litið er til landsbyggðarinnar. Þar eru þess viða dæmi að prestar þjóni, auk eigin brauðs, tveimur eða þremur annexium og fái hálf árslaun fyrir hverja um sig. Þessi sömu atvinnugóðmenni sitja svo i launuðum hrepps- nefndum, skólanefndum og eru kennarar eða prófdómarar. Með þessu lagi næla þeir sér i um það bil þrenn árslaun, sem er ekki svo afleitt, þegar maður er i ókeypis húsnæði og með bilastyrk. Það er ekki ónýtt að vera launað „góðmenni” á tslandi. Að lokum óska ég Guðsbörn- unum alls velfarnaðar og vona að þau þurfi aldrei að þiggja af sveit — og þau þurfi heldur aldrei að byggja 75 metra hátt steinlikneski til að breiða yfir skammsýni sina.” ATHUGASEMD FRÁ FORSTJÓRA S.V.R. „Herra ritstjóri. Hinn 13. janúar sl. birtist grein i blaði yðar eftir H. Elias- son undir yfirskriftinni „For- gangsflotinn”. Eg allaði mér gagna um árekstur þann sem olli þessum skrifum, þ.e. skýrslu þeirra lög- reglumanna, sem komu á vett- vang. Þar stendur fullyrðing gegn fullyrðingu bilstjórans og vagnstjórans á strætisvagnin- um um tjónvald. Hins vegar hefi ég rætt við vitni sem gaf sig fram og var farþegi i strætis- vagninum. Fullyrðir það að fólksbillinn hafi verið á eftir strætisvagninum yfir gatna- mótin en siðan reynt að þrengja sér fram með eftir akrein sem hafði mjókkað vegna snjóruðn- ings. Þarna benda þvi likur til að hilstjóri Ford-Mustang bif- reiðarinnar en ekki sú-ætis- vagnsstjörinnhafi i þessu tilviki ætlað að helga sér forganginn. Þetta vildi ég að kæmi fram. þar sem ætla má að alllangur timi geti liðið til uppkvaðningar dóms i málinu. Eirikur Ásgeirsson.” Spurning dagsins Telur þú að kjarnorkuvopn séu geymd á islandi? Svein Arve Hovlandnemi: Ég hef ekki hugmynd um það og hef að visu ekki hugsað um þetta mál. Það hlýtur annars að vera ólik- legt, þau hafa ekkert að gera hér. Filippus, segist vera guðsbarn: Það er ómögulegt að segja, maður veit ekkert hvað skeður á bak við tjöldin. Sigurgeir Friðriksson nemi: Ég tel það fráleitt. Það er engin að- staða hér til að geyma slik vopn. Annars hafa fæst orð minnsta á- byrgð. Lvdia Pálmarsdótlir húsmóðir: Ekki get ég imyndað mér það. Við erum svo friðsöm þjóð að það er varla möguleiki. llaraldur Óskarsson nemi: Já. ég er ekki i nokkrum vafa. Þau eru ekkert siður hér en á Grænlandi. Það hrapaði flugvél fyrir utan Grænlandsstrendur og hún var með kjarnaodd innanborðs. Þau hljóta að vera hér. LV Pétur Guðjónsson stórkaup- maður: Nei. það er ekki hægt að hafa þau hér. Það þarf að hafa eldflaugar hér svo það sé hægt og svo er ekki. Það eru engin tæki staðsett hér á landi til árásar- striðs.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.