Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 11
Pagblaðið. Föstudagur 23. janúar 1976. stjórnin sé á móti öllum frekari átökum við Araba virðist hún þó vilja gera þá Undantekningu að styrkja baráttuna við Palestinuaraba i Libanon, en þeir eru þjálfaðir i Sýrlandi og fá vopn sin einnig þaðan. Vel auglýst ferð varnarmála- ráðherrans, sem áður er getið, til fjallahéraðanna nálægt Metulla er álitin nýjasti liður i röð áminninga til handa Sýr- lendingum. Svæðið sem ráð- herrann heimsótti teygir sig, mjótt, meðfram landamærum Libanons annars vegar og með bökkum Jórdans hins vegar. Er talið að með heimsókn sinni þangað hafi hann verið að leggja áherzlu á viðbúnað fsra- elsmanna þar. Ráðherrann , herráðsforinginn og Rafael Eytan, sem talinn er einn fær- asti herforingi i ísrael, fóru saman i könnunarleiðangur og minntu þannig á að hersveitir Israela á svæðinu eru við öllu búnar. Á siðustu dögum hafa hermenn og ibúar i þessu nyrzta héraði fsraels talið sig hafa heyrt stórskotaliðsbardaga i Verzlun sprengd upp i Tripoli og mikil skothrlð fylgdi 1 kjöitano. Libanon. Einnig hafa þeir séð bilalestir, hlaðnarfólki sem þeir telja vera flóttamenn á leið til þorpa nálægt landamærunum. Borgarstjóri Metulia, Assaf Frankel, er uggandi um ástand- ið og bendir á að fólkið i Metulla og nágrenni sé óvissara um ' ástandið en fólk inni i miðju landi fjær átökunum. Nú telja ísraelsmenn að tvö herlið, samanlagt um 1400 Palestinuarabar hafi komið inn i Libanon frá Sýrlandi. Þrátt fyrir það hafa Israelsmenn haldið að sér höndum og er ekki talið að þeir muni gripa inn i fyrr en þeir telji að um innrás Sýrlendinga sé að ræða og öryggi rikisins stefnt i hættu. Reuter hefur eftir traustum heimildum i Israel að áður verði þó leitað samþykkis Banda- rikjamanna, eins og Israels- menn gerðu 1970 þegar sýr- lenzkir skriðdrekar héldu inn i Norður-Jórdaniu til þess að hjálpa sveitum Palestinuaraba gegn her Husseins Jórdaniu- konungs. Bandarikjamenn samþykktu þá að ísraelsmenn undirbyggju heri sina fyrir átök til að vara Sýrlendinga við, eins og þá dugði. Kissinger hefur varað alla nálæga aðila við að skipta sér af átökunum i Libanon en israelsk- ir stjórnmálamenn vilja lita svo á að þessari aðvörun sé sérstak- lega beint til Sýrlendinga. Staðan sem upp kæmi ef Sýrlendingarréðustinn i Liban- on og ísraelsmenn i kjölfarið, en þeir siðarnefndu hafa heitið að verða ekki fyrri til, yrði harla óvenjuleg miðað við fyrri átök Araba og Israelsmanna. Rabin forsætisráðherra Isra- els bendir nefnilega á að hafi Sýrlendingar frumkvæðið, svo ísraelsmenn dragist inni átökin, geti Egyptar i rauninni ekki tek- ið þátt i átökunum. I friðar- samningi Israelsmanna og Egypta, sem undirritaður var i september sl., segir að Egyptar styðji enga Arabaþjóð i striði Friðsæl skemmtibátahöfnin I Beirút umturnaðist í einu vetfangi og varð að logandi vigvelli. gegn Israel, nema ísraelsmenn hafi frumkvæðið að átökunum. Þetta ákvæði samningsins kann að letja Sýrlendinga verulega. Þótt sumir efist um traust- leika friðarsamningsins er það almenn skoðun i röðum stjörnmálamanna að Sadat Egyptalandsforseti vilji ógjarn- an stofna hagsmunum Egypta i Sinai i hættu vegna Palestinu- araba. Þá er einnig talið liklegt að Jórdanir mundu i lengstu lög reyna að standa fyrir utan átök sem þessi. Þetta gerir stöðu ísraelsmanna óneitanlega mjög sterka, en að sögn Reuters er það þó von manna i Israel að ekki komi til átaka og að Liban- ir geti ráðið fram úr málum sin- um sjálfir án ihliitunar erlendra rikja. Til skýringar skal tekið fram að sætu sýrlenzkar hersveitir Suöur-Libanon, þýddi það að hvergi væri friðsælt á landa- mærum Israles ef til átaka kæmi við Araba og einnig þýddi það nærveru fjölda Palestinu- araba sem ísraelsmenn telja að mundi leiða af sér auknar skæruaðgerðir þeirra i Israel. an tsland. Mér er nú kunnugt um það að jafnvel i hinu róttæka liði gætir sterkra vonsvika með framkomu Rússa, mikillar ó- ánægju og óþols með þetta hernaðarbrjálæði þeirra á noður- slóðum. Sama óþols gætir viða annars staðar. Það er nú alkunna að franskir og italskir kommúnistar eru á vegi með að slita tengslum við Rússa vegna gagnrýni á harð- stjórn og ómannúðleg kvalafang- elsi þeirra. Ég tel að hér hjá okkur leiði af þessu verulegar breytingar á stjórnmálaviðhorfum, sérstak- lega gagnvart varnarliðinu og Nató. Við erum sennilega loksins að komast út úr þvi harðstokkaða kaldastriðskerfi sem rikti á fyrstu eftirstriðsárunum og ein- kenndist af þvi að Rússar áttu þá öflugar fimmtuherdeildir i öllum löndum, jafnt hér sem annars staðar, sem mændu á það sem einhverja messianska heims- endislausn að heilagur Stalin kæmi með atómbombu til að frelsa allan lýð. Mér virðist nú ekki mikil hætta á þvi, þrátt fyrir árviss skripalæti stúdenta 1. des., að nein öflug kommúnisk hreyfing geti látið að sér kveða hér á landi fyrst um sinn til að krefjast brottflutnings varnarliðs eða úrsagnar úr Nató. Þar verður þó sennilega áfram á ferð litil klika steinfreðinna kaldastriðskomma. En þessi breyttu viðhorf hljóta einnig að hafa veruleg áhrif á okkur sem styðjum hugsjón Natós og dvöl varnarliðsins. Þvi ber ekki að neita að á timum kalda striðsins, þegar við áttum i höggi við hugsanlega kommún- iska þjóðsvikara með glýju i aug- um, mynduðum við allsherjar- hring þar sem við einblindum á þörf samstöðu. Til þess að geta það þurftum við vissulega að um- bera margt, loka augunum, lima plástur fyrir munninn. Við urðum i rauninni lika stokkfreðnir eins og andstæðingar okkar og forðuð- umst allt sem gæti heitið hættuleg kritik. En umburðarlyndi okkar var á margan hátt misnotað af þeim sem við lyftum i valda- stöður. Gælur stjórnenda Natós við einræðisöfl I S-Evrópu, þeirra á meðal Frankó, hafa verið óþol- andi. I krafti umburðarlyndis og skorts á gagnrýni komst marg- visleg spilling og svinari inn á há- pall vestrænna rikja, eins og birst hefur i ömurlegri afhjúpun Nixons og nú er að koma i ljós, seint og um síðir, um dýrlinginn Kennedy. Þetta birtist einnig i fjármútum og póiitískum morð- tilræðum. Stefnan hlýtur nú að vera vegna vaxandi flotavæðingar Rússa að styðja varnarliðið og Nató en við ættum ekki að vera að liggja neitt hundflatir fyrir þeim. Við þurfum sannarlega að gagnrýna og halda fram af fullri einurð rétti okkar gagnvart vest- rænum þjóðasamtökum. Þings- ályktunartillaga Kristjáns Gunn- arssonar fyrir jól var vissulega timabær. Það er hrein svivirða hvernig : V-Evrópuþjóðir hafa farið með okkur i viðskipta- og landhelgismálum á sama tima og þeirnýta landokkar i varnarkerfi sinu. Við kjósum auðvitað af fornri hefð að tilheyra Norður- löndum og V-Evrópu en það særir okkur mjög djúpt að i landhelgis- deilunni hafa bræðraþjóðirnar á Föstudags- grein Norðurlöndum brugðist okkur og Efnahagsbandalagið hefur hrækt á okkur. Þar sem hér er i spili sjálfur lifsgrundvöllur okkar i harðbýlu landi, þar sem við höfum talið okkur útvörð evrópskrar menn- ingar, er þessi framkoma Evrópuþjóða i okkar garð svo stóralvarleg að ég tel að það sé fullkomlega kominn timi til að við fáum gerða upp reikningana við Evrópuþjóðir, hvaða hlut þær ætla okkur og hvort við yfirhöfuð getum verið lengur þátttakendur i menningarsamfélagi álfunnar. Ef þær ætla okkur það eitt hlut- verk að vera fátækraútangi og skóþurrka er timabært að við a.m.k. könnum möguleika á að snúa viðskiptum okkar i aðra átt. Við gætum t.d. gert fyrirspurnir, jafnvel sent sendinefnd til Banda- rikjanna, til að kanna möguleika á sérstakri viðskiptaaðstöðu þangað með þeim hugsanlega möguleika að segja upp með öllu viðskiptasamningi við Evrópu. Slikur skilnaður við gömlu Evrópu er vissulega hryggilegri en tárum taki en við látum ekki bjóða okkur allt og þurfum að gera okkur grein fýrir þvi hvar við erum staddir. Sfðasta strik hinna elskulegu frænda okkar i Evrópu er nú I þvi fólgið að halda beinlinis niðri fiskverði og þar með lifskjörum okkar með niðurgreiðslum og styrkjum við fiskveiðar si'nar. Sjálft oliuveldið Noregur, okkar elskulegu frændur, er nú að bæt- ast i þann hóp og ætlar að undir- bjóða okkurá fiskmörkuðum með styrk úr oliugróðanum. I breyttri aðstöðu tel ég jafn- framt að okkur sé nú óhætt að taka upp virkari gagnrýni en áður á stöðu og aðgerðum varnarliðs- ins hér á landi. Það er t.d. óhæfa, sem nú hefur gerst austur i Hornafirði, að varnarliðið skuli geta fengið islenska lögreglu að hlaupa til og loka umferð að radarstöðinni eftir friðsamlegar mótmælaaðgerðir. Engu er likara en þeir séu strax farnir að búa sig undir árás islenskra „einræðis- afla”. Við viljum fá skýringar á þvi hvernig slikt fáránlegt ein- kenni lögreglurikis gat gerst. Það liggur jafnvel nærri að spyrja hvort CIA hafi verið hér aö verki og stýrt hendi islenskra embætt- ismanna. Það er einnig alvörumál að nú upp á siðkastið virðist það fara vaxandi að eiturlyf jasmygl hing- að sé i tengslum við varnarliðið, eftir að dregið hefur úr smygli frá Kristjaniu. Varla leikur á tveim tungum að margvisleg spilling hefur við- gengist á undanförnum árum i tengslum við varnarliðið, smygl og óeðlilegar fjárgreiðslur. Hitt eru umboðslaun af áfengi sem is- lenskir umboðsmenn fá af vellin- um án þess að vinna handtak. Annað er að furðulega háar leigur hafa verið greiddar i áratugi fyrir landið undir herstöðina sem áður var verðlitlir heiðaflákar og munu þær greiðslur hefna sin i Svartsengismálinu þar sem fleiri aðilar vilja hcgnast um milljóna- upphæðir fyrir ekki neitt. Timi er kominn til að hreinsa út slika spillingu og kanna jafnframt nán- ar hvaða aðilar hafa mikilla f jár- hagsmuna aðgæta i sambandi við dvöl varnarliðsins hér svo að hægt sé að varast annarlega hundflatneskju i pólitiskum áhrif- um frá varnarstöðinni. Rannsóknarskýrslurnar um starfsemi CIA i Bandarikjunum leiða sterkarlikurað þvi að þessi njósna- og undirróðursstofnun muni ekki siður hafa mútað á- hrifamönnum hér á landi en i öðr- um löndum. Þau mál standa nú þannig opin að likur eru til að við gætum nú fengið upplýst hverjir hér á landi hafa fengið CIA-greiðslur. Það ætti nú þegar að fela sendiráðinu i Washington að æskja upplýsinga þar að lút- andi. Ekki kæmi mér á óvart þó undarleg afstaða stjórnvalda i sjónvarpsmálunum i Keflavik kynni að hafa verið i einhverjum tengslum við slikt baktjalda- makk. I undirskriftasöfnun um fram- hald bandariska sjónvarpsins fyrir tveimur árum kom þvi miður i ljós að margir Suður- nesjamenn lágu full flatir undir Amerikanann. Nú hafa þeir rekið af sér slyðruorðið með mótmæla- aðgerðum sjómanna af öllum flokkum. Einnig gætir nú vaxandi gagnrýni á Suðurnesjum vegna þess að varnarstöðin hrifsar til sin vinnuafl frá sjávarútveginum. Allt þarf að taka þetta til athug- unar og endurskoðunar. Við skulum með tilliti til alvar- legrar hernaðarstöðu á norður- slóðum halda áfram að styðja bæði varnarliðið og Nató en nauð- syn er að halda augum betur opn- um gegn margvislegu svinarii sem þar hefur viðgengist og verj- ast annarlegum áhrifum sem þar af geta stafað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.