Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 2
nagblaöiö. Föstudagur 23. janúar 1976. """ ' Lárus Guðmundsson skrifar: „Geta alls konar fuglar leigt út óinnréttað húsnæði með ó- nýtu lyklarusli og kallað það bilaþjónustu? Ég varð fyrir þvi óláni að vörubill, sem ég á, bilaði þannig að bank tók að heyrast i vélinni. Ég hafði stuttu áður rekizt á hús i Kópavoginu, sem á stendur „Bilaþjónustan ....”. Ég ákvað að notfæra mér þjónustu þessa og það stóð ekki á aöstoðinni meðan ég var að koma bilnum i hús. en það var 6. jan. siðast- liðinn kl. 16. Þá tilkynnti eig- andinn mér verðið á þjónust- unni og sagði það vera 400 krón- ur á vinnustund en ef menn kæmu með bíla sina kvöldið áður til að láta þiða þá (i óupp- hituðu húsi) þá tæki hann 1000 krónur fyrir nóttina. Ég kom með bilinn kl. 8 dag- inn eftir en þótti öruggara að taka með mér topplyklasett og nokkra stjörnulykla. Þegar ég hafði tekið oliupönnuna undan vélinni kom i ljós að vélin var úr brædd. Núvarúrvönduað ráöa. Þarna var engin aðstaða til að gera upp vél, ekkert vinnuborð, ekkert skrúfstykki og engin krafttalia. Það eina sem var af verkfærum var einn hjólatjakk- ur og lélegt lyklarusl. Ég tók þvi það ráð að fá bif- vélavirkja til að koma og hjálpa mér með vélina. Hann varð að taka með sér verkfæri og rúllu- bretti svo að við þyrftum ekki að liggja i vatninu sem var undir bilnum. Það tók 23 tima að taka vélina úr bilnum og hreinsa hana upp. Siðan var farið með vélina vestur i bæ — á verkstæði bifvélavirkjans. Þegar ég fór með vélina spurði ég eiganda hússins hvort égættiað draga bilinn út. Hann kvað mig ekki þurfa það ef ég - HÁ LEIGA Á ÓINN- RÉTTUÐU HÚSNÆÐI yrði ekki lengi að gera við vél- ina. Þá spurði ég hann hvort við gætum ekki samið um eitthvert gjald meðan unniö væri i biln- um. Hann kvað svo vera. Ég kom með vélina uppgerða 15. janúar og unnum við bifvéla- virkinn i bilnum til 17. janúar, eða i 22 tima, þangað til billinn Sllaþjónustan ADSTOD. var tilbúinn að fara út. Samtals var þvi unnið i bilnum i 35 klukkutima. Billinn stóð inni i 11 daga. Svo kom reikningurinn fyrir þjónustuna. Hann hljóðaði upp á 46.200 krónur og sagði eigandi húsnæðisins mér að eftir fullum taxta hefði ég átt að borga 82.000 Kópavogi ryi i krónur. Þar sem ekki hefði ver- ið unnið stöðugt i bilnum hefði hann lækkað reikninginn. — Hvað er okur ef ekki þetta? Sem sagt, þú getur leigt út ó- innréttaö húsnæði með engri hreinlætisaðstöðu. Það er hitað upp hluta sólarhringsins með oliublásara. Þarna er ekkert vinnuborð svoað maður minnist ekki á skrúfstykki. Og þessi fáu verkfæri sem þarna eru eru ó- nýtt rusl sem skemmir rær og bolta. Enginn fagmaður er i húsinu til aðstoðar viðskiptavin- K N i n g u F Lárus Ouíraundssotv Síml 103.11* P-608. Þegar taldar eru saman unn- ar vinnustundir eru þær 35 á fjögur hundruö krónur klukku- timinn. Það eru samtals 14 þús- und krónur auk þess tima sem billinn stóð inni. Þegar upplognar vinnustund- ir, sem ég get sannað að eru ó- sannar, eru taldar saman kem- ur i ljós að seld vinnustund kost- ar rúmar 1300 krónur. Ég vil með þessum skrifum vekja athygli fólks á þessari þjónustu, ef þjónustu skyldi kalla. Mér finnst þetta vera tal- andi dæmi um hvernig ófyrir- leitnir braskarar fá að vaða uppi og svindla án aðgerða verölagsyfirvalda.” Raddir lesenda ÁSGEIR TÓMASSON Hin ólöglegu veiöarfæri sem fundust um borð i Ingólfi Arnar- syni. Skipstjórinn fékk 50 þús- und króna sekt fyrir aö hafa þau um borö! Óllum tæknilega-hugsandi bíleigendum hefur lóngum veriö Ijóst, aö vanstilltar og brunnar platinur. svo og þéttir, sem ekki eru í lagi, eru algengasta orsök gangtruflana og óhóflegrar benzineyðslu. Báðir þessir veiku hlekkir eru úr sögunni með tilkomu platínulausu transistorkveikjunnar. Fyrsta platínulausa transistorkveikjan í heim- inum var smíðuð af UmteriQon LTD. Sex ára þróun og sjö einkaleyfi á tæknilegum lausnum er kaupendum. trygging fyrir því Þessi viðurkenning er aðeins veitt einum aðila ór hvert fyrir framúrskarandi tækni- nýjung. BEZTA SEM VOL ER A Lumenition Platínulaus transistorkveikja er nú- tíma lausn. Ef benzínvéiin hefói verið fundin upp á því herrans ári 1975 er það öruggt mál, að engum neföi dottið í hug að nota platínur og þétti. Þess í stað væri notaður elektrónískur rofi eins og nú færist í vöxt. Búnaðurinn samanstendur af magnara, sem hækkar spennuna, púlsgjafa, sem skrúfaður er í kveikjuna þar sem platíournar voru áður og neistaskammtara sem þræddur er upp á kveikjuöxutínn og kemur undir kveikjuhamar- inn. Neistaskammtarinn er með jafnmörgum blöðum og strokkafjöldi viðkomandi vélar. í púlsgjafanum er díóða sem sendir frá sér infra- rautt Ijós og Ijósnæmur transistor nemur þann geisla. Neistaskammtarinn snýst með kveikju- öxlinum og i hvert skipti sem blöð hans skera geislann rofnar straumurinn á háspennukeflið og neísti hleypur á viðkomandi kerti. Einfaldara — og jafnframt öruggara — getur það ekki veríð. Kostirnir eru augljósir. I platínulausri transistorkveikju eru engir hlutir, sem eyðast eða breyta sér. Eftir ísetningu er kveikjan stillt í eitt skipti fyrir öll og síðan þarf ekki að hafa frekari afskipti af tímastillingu. Missmíði á knöstum, jafnvel slit í fóðringum, hefur engin áhrif á kveikjutímann. Kostnaðarsöm skipti á platínum og þétti, svo.og kveikjustilling eru úr sögunni. Start, gangmýkt, viðbragð og benzínnýting verður mun betri. Kerti endast lengur, því neistinn verður miklu sneggri, þannig að sótug kerti og jafnvel benzínblaut skapa ekki vandamál. Kaldakstur með innsogi er nánast úr sögunni og. er það eitt ekki svo lítið atriði í stuttum snattakstri. bæði hvað snertir benzíneyóslu, sót- myndun og endingu vélarinnar. Magnari 3ja óra áoyrgð Bílaframleiðendur eru sannfærðlr. Allir amerískir bílar af órgerð 1975 eru með platínulausum kveikjubúnaði. Ástæðan er sú, að þessi búnaður veldur minni mengun, einfald- lega vegna þess að benzínbruninn verður full- komnari, sem að sjálfsögðu eykur orkuna og sparar benzín. Hvoð um eftirlit með íslenzkum skipum? Þrlr sem stunda sjóinn skrifa: „Blaðafréttir af smáfiska- drápi samfara fréttum af ólög- legum veiðum og veiðarfærum um borð i islenzkum skipum hafa valdið okkur nokkrum heilabrotum. Hvernig er eftirlitið með þvi að veiðarfæri séu lögleg? Hafa framleiðendur I þjón- ustu sinni færa menn sem vita allt sem þarf til þess að netin séu lögleg? Ef svo er af hverju er ekki fullnægjandi eftirliti komið á? Eöa er ef til vili um smámál að ræða sem blásið er út af þarf- lausu?” Strákar. Við vitum að um á- kveðnar reglur er að ræða og framleiðendur hanna net sin eftir þeim. Eins og fram kom i Dagblaðinu á sinum tima var það lesandi Dagblaðsins sem kom upp um hin ólöglegu veiðarfæri i Ingólfi Arnarsyni. Eftirlit með veiðarfærum hefur einn starfsmaður Gæzlunnar, reyndar ekki i fullu starfi. Þaö gefur þvi auga leið að einn starfsmaður annar þvi ekki aö hafa eftirlit með öllum fisk- veiðiflota okkar. Það kom á daginn að þegar skipstjórinn á Ingólfi Arnarsyni var tekinn þá var sekt hans litlar 50 þúsund krónur — hlálegt. Nú, en Landhelgisgæzlan hef- ur eftirlit með framleiðslu veiðarfæra og til að mynda koma reglulega eftirlitsmenn til Hampiðjunnar. Einnig er öllum netaverkstæðum sendir löggiltir mösvkamælar. Hallur. Nlðurstðður af tilraunaakstri. Fulltrúum írá Royal Automobil Club í Englandi var fengið það verkefni að gera samanburð á vél með venjulegri kveikju annars vegar og Lumtnifton platínulausri transistorkveikju hins vegar. Tiiraunin fór fram í janúar og febrúar 1972 og fyrir valinu varð Ford Cortina 1600 L. Útdráttur fer hér á eftir: Benzínsparnaður: Tilraun 1: Vegalengd 282 mílur. Meðalhraði 34,53 mílur/klst. Benzíneyðsla 31,33 mílur/gallon. Tilraun 2: Vegalengd 281,2 mílur. Meöalhraði 36,28 mílur/klst. Benzíneyðsla 32,14 mílur/gallon. Báðar tilraunirnar endurteknar — en nú með Lumenitwn í stað platína: Tilraun 1: Vegalengd 281,2 mílur. Meðalhraði 35,30 mílur/klst Benzíneyösla 34,08 mílur/gallon í staö 31,33 áður. Niðurstaða: 8,77% betri benzínnýting. Tilraun 2. Vegalengd 281 míla Meðalhraði 35,72 milur/klst Benzíneyösla 34,85 mílur/gallon í stað 32,14 áður Niðurstaða: 8,43% betri benzínnýting. Viðbrögð vélar: Með platínum: tMHKIlétlQn 0—30 mílur/klst 4,4 sek 4,0 sek 0—40 milur/klst 7,0 sek 6,6 sek. 0—50 milur/klst 10,4 sek 9,2 sek 0—60 milur/klst 14,0 sek 13,4 sek. 0—70 milur/klst 19.6 sek 19,2 sek Ofanskráðar tölur eru niöurstöður af tilraunum hlutlausra aðila og er skýrslan í heild öllum aógengileg hjá framleióendum I fyrri tilraunum miðast við nýjar platínur og hárrétt stillta vél — þannig, aó samanburöur verður mun hagstæðari fyrir LlumfliOon þegar áferð á platínum eða platínubil breytist. Allir, sem eitthvert vit hafa á vélum, vita aó benzíneyðsla og afköst vélar eru i beinu hlutfalli við ásigkomulag og stillingu á platínum. Flestir ökumenn gera sér enga rellu út af þessu — fyrr en vélin fer að verða treg i gang — án þess að hugleiða, að þá þegar hafa tugir, jafnvel hundr- uð lítra af bensíni runnið ónýttir út í gegnum útblástursgreinina. Línuritið hér að ofan gefur nokkra hugmynd um benzíneyðsluna. Bíleigandi sem hirðir gm aó stilla og hreinsa platínur á 4 þús. km fresti getur gert sér vonir um að afköst og eyðsla fylgi tenntu linunni. Hjá hinum, sem ekkert gera gildir bogálínan. Með Lumcnibon næst strax 8% betri nýting, sem helzt óbreytt upp frá því. Sparnaðurirm í fyrra tilfellinu er rauðlitaði flötur- inn en í því síðara allur skástrikaði flöturinn, frá efri brún rauðu línunnar að bogalínunni. í . prósentum þýðir þetta annars vegar ca. ' 8—15% en hins vegar 8—25%, Miðaó við benzínverö kr. 57 pr Itr. liggur sparnaðurinn í öðru tilfellinu milli kr. 4,50—8,50 en í hinu kr. 4.50—14,20. Erlendis er reiknað meó.15% meðaltals-sparnaði á ársgrundvelli. sem i dag eru kr 8.55 fyrir hvern greiddan bensínlítra 8-20% BENZÍNSPARNAÐUR er adeins einn ávinningur af mörgum — eftir isetningu platinulausu transistorkveikjunnar Lumenition Platínulausa transistorkveikjan er eina raunhæfa endurbótin á kveikjukerfinu frá því benzinhreyfillinn var fundinn upp Loksins geta bíleigendur losnaö við peningaaustur í benzín sem ekki nýtist og óhjákvæmilegan kostnaó við endur- nýjun og stillingu á kveikjukerfinu. Einkaumboð á Islandi: aBBt»aarfg.HABERChf Skeltunnl 3e*Slmi 3‘33'45 f' Háberg h.f er sérverzlun fyrir varahluti i s rafkerfi þýzkra og sænskra bifreiða. | Ennfremur bjóóum við spennustilla (cut- í £ out) og siur i flestar gerðir bifreiða. svo \ og hleðslutæki og urval mælitækja fyrir ^ bifreiðaverkstæði MEIRA UM ÞULI ÚTVARPS 0G SJÓNVARPS Askrifandi Dagblaðsins sendi linu þar sem hann leggur sitt til málanna um gæði útvarpsþula og annarra lesara: „Þeir sem nú eru teknir að eldast muna eftir þvi er sú tækni barst til landsins um 1930 og hlaut nafnið útvarp. Það flutti okkur fréttir, erlendar sem inn- lendar,. fræðandi erindi og fleira, eins og það gerir enn þann dag i dag. Rikisútvarpið tók til starfa var það talinn mesti vandinn að finna svo góðan þul að hann væri bæði raddsterkur og skýr- mæltur, að allir mættu heyra og skilja hvað veriö væri að segja. Útvarpiö var mjög heppið með fyrstu þulina. Þar má sérstak- lega nefna Sigrúnu ögmunds- dóttur og Ragnheiði Hafstein, sem tóku öörum fram. Nú orðið virðist minna fengizt um raddgæði þulanna og er það skaði mikill. Svo að ég minnist á sjónvarpsþulina fyrst,.þá finnst mér Eiöur Guðnason ágætur. Maður missir aldrei orð af þvi sem hann hefur að segja og allt efniö skilar sér ágætlega. Sama er að segja um þulinn sem bættist i hópinn fyrir skömmu. Jón Hákon Magnússon er einnig að verða ágætur. Hins vegar finnst mér Sonja Diego bera of ótt á. Það sem hún segir vill renna saman og einnig er röddin hljómlitil og hás. örnólfur Thorlacius flutti hér áöur fyrr mörg erindi um tækni og visindi. Þau voru fróðleg og báru þættirnir með sér aö þar talaði maður með mikla þekk- ingu. En rödd örnólfs var ekki i lagi. Aherzlur voru viða rangar og oft erfitt að ná samhengi þess sem hann hafði að segja. Slikt er ekki gott i fróðlegum erindum þar sem hlustandinn þarf að ná öllu sem sagt er. Af þulum útvarpsins tel ég Jón Múla og Pétur Pétursson vera bezta og geri ég ekki upp á milli þeirra.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.