Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 8
8 Verðhœkkun ó kcrffí og brauðum Kaffið hœkkar um kr. 88,00 kílóið Kaffið hækkaði um 17.3% i morgun. Kostar kaffikilóið nú kr. 600.00 en kostaði áður kr. 512.00. Að sögn verðlagsstjóra Georgs Ólafssonar, stafar þessi verðhækkun af erlendum verðhækkunum og er hún þvi innan ramma verðstöðvunarlaganna. Franskbrauð og heilhveiti- brauð hækkuðu einnig i morgun úr kr. 65,00 i kr. 69,00 og rúgbrauð úr kr. 90.00 i kr. 96.00, sömuleiðis vegna er- lendra verðhækkana á korni. Vinarbrauð lækka úr kr. 19.00 i kr. 18.00 hvert stykki vegna lækkunar vörugjalds- ins á sykri. Félagsmálasáttmáli Evrópu undirritaður Hinn 15. janúar 1976 var Fé- lagsmálasáttmáli Kvrópu, sem gerður var i Torino 15. október 1961, undirritaður fyrir tslands hönd i Strasbourg af Sveini Björnssyni, varafastafulltrúa Is- landshjá Evrópuráðinu. Hann af- henti við sama tækifæri fullgild- ingarskjal Islands að sáttmálan- um, sem tekur gildi fyrir Island hinn 14. febrúar n.k. Sá einhver áreksturinn? Ekið var utan i rauðbrúna Cortinu-bifreið G 6112 sem var kyrrstæð og mannlaus austan við veitingahúsið Sigtún sl. laugar- dagskvöld. Framhurð bilsins er skemmd, afturljós brotið og stuðari dældaður. Þetta gerðist kl. 22,30—2.00 á meðan eigandi bilsins var gestkomandi i veitingahúsinu. Eru það eindregin tilmæli til þeirra sem kunna að hafa séð þetta gerast að hafa samband við bifreiðadeild lögreglunnar i Reykjavik. „íslendingar í hópi örfórra vina okkar" — segir í lesandabréfi í Yorkshire Post „Herra Wilson leikur hér hlutverk Hitlers og er smám saman að kæfa þjóðina. Og stærsti harmleikurinn er kannski sá að Islendingar eru meðal örfárra raunverulegra vina sem við eigum enn i heimi hér”. Þetta sagði einn lesenda Yorkshire Post i bréfi til blaðs- ins á dögunum en maður þessi heitir D.P.H. Hield. 1 bréfi sinu er Hield ómyrkuri máli um aðgerðir brezkra herskipa hér við land og bendir m.a. á þá staðreynd að meðan Bretar vilja taka þann fisk sem , þeir þarfnast nánast uppi i land- 1 steinum islands, telja Bretar sjálfsagt og eðlilegt að plægja Norðursjóinn hundruð milna frá landi si'nu i þvi skyni að ná sér i' oliu. Hield bendir einnig á að 2Ó0 milna reglan muni liklega innan tiðar verða alþjóðleg regla. Skorar hann á rikis- stjórnina að skipa hinum drottningarlega sjóher að snúa heim hið bráðasta. „Við skulum Bréfið frá Hield er annars ekkert einsdæmi i brezkum blöðum þar má iðulega finna bréf sem flytja málstað okkar i fiskveiðideilunni. Ekki sizt er þetta frá ýmsum þeirra sem kynnzt hafa íslandi og tslend- ingum. Þannig hefur bréfritar- mn, sem fyrr er vitnað til, kynnzt tslendingum og verið i sambandi við þá en hann er framkvæmdastjóri verksmiðju sem framleiðir fataefni. — JBP boat wolf packs. 'yere tc thesc islands ih 1942/3 Mr. Wilson is slen ás another Hitler slowly throttling the country to death and the biggest tragedy of all is that the lcelan- ders are amongst the few real friends we have left in the world. What right have we to plunder their harvest 50 miles from their shores when we happily earve up thc North Sea hundreds of miles from our coast to claim oil rights? sjá hvort herra Wilson er fær um að taka a.m.k. eina rétta ákvörðun — jafnvel þótt hann sé j snjall eftir á”, segir Hield i! bréfi sinu til Yorkshire Post. i Friendly Ipeland Sir, — 1 have many friends in Iceland and have been a regular visitor for the last 15 years. The “battle” of the Atlantic currently being waged áround the coast of Iceland is yet another example of the incompe- tence of the present Govern- ment. Let it be quite clear, this battle is as serious a threat to the Icelanders as the "U" The 240,000 inhabitants of this lovely country depend on fish and its associated industries for 90 per eent. of their income. How can we afford to take this arrogant attitude, risk losing a friend and upset NATO, especially when it is known that the 200-mile limit will more than likely be the norm for all countries as a result of the International Sea Conference to be held later this year? H.M. Government should with- draw the Royal Navy immmedia- tely and then start talking to the Icelandic Government. Let Mr. Wilson show that he is capable of making al least one right decision — even with latter wit. — Yours sincerely, D. P. H. HIELD NoMh Rigton, Leeds. Dagblaðið. Föstudagur 23. janúar 1976 f— Ljósmyndofyrirsœtan verður að vera skapgóð og lóta sér annt um heilsu sína, — segir Guðrún Bjarnadóttir sent verið hefur fyrirsœta í tólf ór „Mér hefur alltaf fundizt að fólk hér heima á tslandi liti þær stúlkur sem leggja fyrir sig tizku- og ljósmyndafyrirsætustörf ein- hverju hornauga og að þær væru eins konar „figúrur”. Þetta er mesti misskilningur.” Það var engin önnur en ljós- my nd a f y r i rs æ ta n Guðrún Bjarnadóttir sem sagði þessi orð. Við hittum hana nýlega að máli á heimili foreldra hennar að Espi- gerði 4, en Guðrún er i heimsókn hér um þessar mundir. „Það er ekki hægt að hugsa sér þægilegra starf en að vera ljós- myndafyrirsæta, það er að segja þegar maður er búinn að skapa sér nafn,” sagði Guðrún. „Fyrsta árið er langerfiðast og mjög algengt er að stúlkur gefist upp og hætti við allt saman. Þær halda að allt gangi i einum græn- um hvelli. Það getur tekið allt upp i 4—5eða 6árþangaðtil allt fer að ganga vel. Til dæmis get ég nefnt stúlkuna, sem er i öllum Revlon auglýsingunum núna. Hún var búin að vera ein sex ár i faginu áður en hún „sló i gegn”. — Hvernig gekk þetta hjá þér? ,,Ég var svo heppin að komast strax á samning. Ég var send i fegurðarsamkeppni til Mallorca og hitti þar einn frægasta tizku- ljósmyndara Dana, um þær mundir. Hann vildi ólmur fá að mynda mig og að ráði varð að ég kom við i Kaupmannahöfn á heimleiðinni. Þar var smellt af mér þremur myndum og siðan var ég komin á samning. Ég vann i Danmörku i nokkrar vikur, þetta var seinast i febrúar og tizkan að koma frá Paris. Eftir það fór ég til Parisar og komst strax vel áfram.” tslenzkar stúlkur hafa jafnan verið taldar með fegurstu stúlk- um heims. Engin hefur þó áþreif- anlegri vitnisburð um það en Guðrún. Hún var kosin fegurðar- drottning landsins 1962 og árið eftir fegursta stúlka heims, i Bandarikjunum. „Það er geysimikil reynsla að taka þátt i slikri fegurðarsam- keppni,” sagði Guðrún. „Margar stúlkur koma beinlinis til keppn- innar með það eitt i huga að þær ætli sér að sigra. Vonbrigði þeirra verða gifurleg þegar þær komast kannski ekki einu sinni i úrslit! Ég held að það hljóti að vera al- veg óbærilegt. Spennan sem rikir meðal stúlknanna er óskapleg.” Heilsan fyrir öllu — Hvað er það helzta sem ljós- myndafyrirsæta verður að hafa hugfast? „Hún verðurfyrst og fremst að vera skapgóð og hugsa vel um heilsuna. Hún þarf að hitta og tala „Það eru auglýsingamyndirnar scm gefa mest i aðra hönd. Ég vann fyrir snyrtivörufyrirtækið Juvena i fimm ár samfleytt. Þess vegna get ég ckki komið fram i snyrtivöruauglýsingum i bráö. Er þekkt á markaðinum , sem „Juvena-stúlkan”,” sagðil Guðrún. við fjöldann allan af fólki, þvi verður skapið að vera gott. Ef heilsan er ekki i lagi getur enginn verið fallegur. Mér finnst að fólk hér heima hugsi alltof litið um héilsu sina. Það er eins og allir hugsi með sér að þetta slampist af einhvern veginn. Svo þegar fólk er allt i einu orðið 50—60 ára getur verið orðið of seint að fara að lifa heilsusamlegu lifi. Hér dettur engum i hug að fara snemma að hátta. Ég fer aldrei eins seint að sofa og þegar ég er hérna heima. Þegar ég er erlend- is fer ég oft að hátta ekki seinna en klukkan-10 á kvöldin, stundum fyrr ef ég er að vinna mikið. Ef ég þarf að fara út á kvöldin fæ ég mér alltaf smáblund áður. — Hvernig ferðu að þvi að halda þér svona grannri? , ,Ég er svo heppin að fjölskylda min er öll grannholda. Að sjálf- sögðu borða ég aldrei á milli mála. En á máltiðurri borða ég vel.” Guðrún bar okkur kaffi og með þvi voru bæði smákökur og for- láta ávaxtakaka. En hún drakk bara kaffið, smakkaði ekki á kök- unum. Fimm ára gamall sonur Guð- rúnar, Sigmar, hafði setið hjá okkur. Hann kom nú með athuga- semdirum að ljósmyndarinn tæki einungis myndir af mömmu hans. Honum fannst það hálf súrt i broti og fór með félaga sinum i næstu ibúð. Þá barst talið að honum. „Þegar ég gekk með Sigmar,” sagði Guðrún, „gætti ég mjög vel að mataræðinu, enda i Frakk- landi þá og Frakkar eru mjög strangir i' eftirliti með tilvonandi mæðrum. Ég borðaði aldrei salt ■ eða brauðmat. Ef ég varð mjög svöng fékk ég mér ostbita. Ár- angurinn varð lika sá að strax daginn eftir að Sigmar fæddist „Það er um að gera að boröa ekki milli máia en það er ailt i lagi að hella upp á könnuna fyrir gesti,” segir Guðrún Bjarna- dóttir. var ég jafnþung og ég var áður en hann kom til sögunnar.” — Stundarðu iþróttir? „Ég dauðskammast min fyrir að viðurkenna að ég geri það ekki. Ég fer oft meö kunningjum minum i fjallaferðir, en hef ekki fengið neina iþróttabakteriu enn.” V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.