Dagblaðið - 23.01.1976, Page 10

Dagblaðið - 23.01.1976, Page 10
10 Pagblaðið. Föstudagur 23. janúar 1976. WBIAÐID frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæntdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Kitstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: ilaukur Helgason lþróttir: liallur Siinonarson llönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson. Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Iiallur Ilallsson, Helgi Pétursson, Katrln Pálsdóttir, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. .Gjaldkeri: I>ráínn Porleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson ■Dreilingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald SOU kr. á mánuði innanlands. i iausasöiu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, siini S3322, auglýsingar, áskriftir og af- greiösla Þverliolti 2, simi 27022. Þeir vilja stækka kökuna Forustumenn samtaka launþega og vinnuveitenda hafa komizt að raun um, að umbjóðendur þeirra hafa margvislegra sameiginlegra hags- muna að gæta. Til viðbótar við hefð- bundnar deilur þeirra um skiptingu kökunnar er nú komið samstarf um tilraunir til stækkunar kökunnar, sem er til skiptanna, svo að bæði launþegar og vinnuveitendur hafi i senn hag af. Þetta kemur greinilega fram i sameiginlegri kröfugerð Alþýðusambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins á hendur rikisvaldinu. Á miðvikudag- inn fékk rikisstjórnin i hendur fimmtán atriða lista frá þessum aðilum. Þar kemur fram dýpri skilning- ur en áður hefur sézt á þvi, hvernig þessir tveir þrýstihópar geti bætt hag sinn, án þess að gera það á kostnað hvor annars. Þungamiðjan i atriðunum fimmtán er krafan um, að rikisvaldið dragi úr útgjöldum sinum og skatt- heimtu. Bent er á, að umsvif hins opinbera hafi auk- izt hröðum skrefum á undanförnum árum og sé árið i fyrra engin undantekning á þvi. Þvi er réttilega haldið fram, að hið opinbera hafi ekki tekið tillit til samdráttarins i þjóðartekjum. Samtök vinnumarkaðarins telja, að sparnað i út- gjöldum rikisins eigi að nota til að lækka söluskatt og fella niður tolla, söluskatt og vörugjald af hrá- efnum, vélum og tækjum til framleiðslu i sam- keppnisiðnaði, þar á meðal fiskiðnaði. Ennfremur til að lækka launaskatt og fasteignaskatta. Þessar tillögur beinast einkum að þvi að lækka álögur á fyrirtækjum. En launþegar mundu einnig hafa óbeinan hag af. þeim, þar sem þær mundu efla greiðslugetu fyrirtækjanna. í tillögunum er ekki fjallað um lækkun né afnám tekjuskatts af almenn- um launatekjum, sem ætti þó að vera eðlileg krafa beggja aðila. I tillögunum er lögð áherzla á fulla atvinnu og við- nám við verðbólgu, enda lita menn nú um öxl til einnar geigvænlegustu verðbólgu aldarinnar og fram á veg til vaxandi hættu á atvinnuleysi. Svo kann að fara, að velja þurfi á milli verðbólgu og at- vinnuleysis og munu þá væntanlega flestir taka verðbólguna fram yfir. Aðilar vinnumarkaðsins eru i tillögunum sam- mála um, að endurskoða þurfi verðlagningu land- búnaðarvara og önnur verðmyndunarkerfi. Hin fölsku verðmyndunarkerfi, sem við búum við hér á landi, eru einmitt eín helzta ástæðan fyrir óhóflega hægum hagvexti og þar af leiðandi óhóflega léleg- um lifskjörum miðað við möguleika. f kröfunum er ekki einungis farið fram á, að hag- ur fyrirtækja verði bættur með lækkun ýmissa skatta, heldur verði einnig bætt lánakjör fram- leiðslufyrirtækja og vextir lækkaðir. Ennfremur er farið fram á, að hagur launþega verði bættur með endurskoðun lifeyrissjóðakerfisins og með þvi að greiða vexti af innistæðum orlofsþega hjá Pósti og sima. Þessar tillögur eru flestar verulega skynsamleg- ar. Þær hljóta að veita rikisstjórn og alþingi veru- legt aðhald. Einnig ætti framkvæmd þeirra að draga úr hinni hefðbundnu spennu milli aðila vinnu- markaðsins. Þær miða að stækkun kökunnar, sem er til skiptanna. r Óvenjulegt óstand í Mið-Austurlöndum: Egyptar mundu ekki styðja Sýrlendinga gegn ísraelsmönnum Israelsmenn hafa nú gefið Libanon, en talið er að þeir ótvirætt i skyn að þeir muni muni þó leita samþykkis gripa til hernaðaraðgerða ef Bandarikjastjórnar áður en til Sýrlendingar blanda sér aug- þess kæmi. Þrátt fyrir af- ljóslega i átök striðandi afla i dráttarlausa afstöðu reyna isra- Grimuklæddar skyttur falangista berjast hér I götuvirki i Beirút. elskir embættismenn að draga úr möguleikunum á að til átaka komi. Simon Peres varnarmálaráð- herra Israels og Mordechai Gur herráðsforingi hafa þegar farið til landamærahéraðanna i norðri og fullvissað ibúa þar um að tsraelsmenn muni stiga ,,hin nauðsynlegu skref” haldi sýrlenskar hersveitir inn i Libanon. Enda lita þeir þannig á að það skapi tsraelsmönnum nýja hættu við landamæri Isra- els og Libanons. Þrátt fyrir að israelska Vi /■ Ný viðhorf Um fyrri helgi efndu fiskimenn á Suðurnesjum til mótmælaað- gerða við bækistöðvar varnar- liðsins, lokuðu vegum að fjar- skipta- og radarstöðvum og hót- uðu sterkari aðgerðum siðar. Þeir voru að mótmæla aðgeröa- leysi Natós þegar Bretar beittu okkur hervaldi. Þessir mótmæla- menn voru að visu ekki fjölmenn- ir en þó varð ekki skert hár á höfði þeirra vegna þess að á bak við þá stóð vilji nærfellt allrar þjóðarinnar. Mótmælin voru gott og þarft verk og þeim fylgdi almannahylli meðan þeir þraukuðu á verðinum næturlangt i 15 stiga frosti. Þeir túlkuðu svo sannarlega almenna furðu alþjóðar á þvi að varnarlið, staðsett i landinu, hreyfði hvorki hönd né fót til að verja okkur. Þessu fylgdu lika vonsvik með værukærð og afskiptaleysi, skiln- ingsleysi og áhugaleysi Atlants- hafsbandalagsins sem lét eins og það sæi ekki þegar stórveldið Bretland var að kremja minnsta bandamanninn. Sömu undrunar gætti samtimis i aðgerðum islenskra stjórnvalda sem ákváðu að gripa til marg- háttaðra aðgerða, að senda Pétur Thorsteinsson i hringferð og æskja 'heimsóknar Luns til að vekja Atlantshafsbandaíagið upp úr mókinu. Annaö var stjórnarað- gerð, hitt almannaaðgerð, báðar miðuðu að þvi sama. Ég tel einnig að það hafi lika haft töluverða þýðingu að stugga við Amerikön- unum i Keflavik. Þá fyrst virtust Bandarikjamenn kippast við. Auk þess var svo stillilega og vel að mótmælunum unnið að það var til fyrirmyndar. Mér finnst i sjálfu sér ástæðulaust af forsætisráð- herra að snúast gegn þessum að- gerðum með hörðum oröum og fjarska langsótt að kalla þær stórhættulegar af þvi að hætta væri á að einræðisöfl yfirtækju þær. Það er of snemmt að fara strax að hræða hér með portú- galskri grýlu og finnst mér yfir- lýsing Geirs fremur vera i þeim anda að engir megi hugsa né gera neitt nema þeir sem valdið hafa. Almenningur eigi bara að þegja meðan aðrir hugsa fyrir hann. Þannig litur þetta út a.m.k. inn á við gagnvart islenskum al- menningi en ég skal að visu viðurkenna að það er ekki ein- hlitt. I öðru sýndi forsætisráð- herra lika töluverða dirfsku, sem i sjálfu sér er lika aðdáunarverð, að segja þjóð sinni þannig tii syndanna og risa gegn almenn- ingsáliti. Astæðurnar kunna og að vera þær að hann vildi róa vissan ótta hjá Nató og jafnvel að vinna Luns betur á okkar band. Þannig verður þetta skiljanlegra sem tæki á slnum stað i landhelgisbar- áttunni, en við skulum gæta að þvi að þar gegna margir aðilar mikilvægu hlutverki. Styrkleiki okkar i þremur þorskastriðum hefur m.a. verið fólginn i mátu- legum þrýstingi, reiptogi og jafn- vægi milli stjórnar og stjórnar- andstöðu og alveg eins og við skiljum að stjórnarandstaðan tekur að sér hlutverk hörku og einsýni, eins þurfa þeir sem á- byrgðina bera að hafa möguleika á að fórna einstaka peði i þessu stóra tafli. Mérer kunnugt um það, án þess að það hafi komist i hámæli, að þegar sjómennirnir i Grindavik lokuðu veginum að fjarskipta- stöðinni komu leiðtogar ,,marx-leninista-samtakanna” til þeirra og buðust til að ganga i lið með þeim og hefja varðstöðu með rauðum fánum við vegartálmun- ina. En athyglisvert er að sjó- mennirnir höfnuðu þvi einum rómi, enda mun það mála sannast að vinnandi fólk fyrirlitur þann róttæka slæpingjaskril. Annar mjög athyglisverður at- burður gerðist meðan stóð á heimsókn Luns hingað. Kommún- istar boðuðu til mótmælafundar gegn Luns og Nató. Nú vitum við vel hvernig almenningsviðhorfin voru orðin hér gagnvart Nató og óviðunandi afskiptaleysi samtak- anna og menn kynnu þvi að hafa ætlað að „einræðisöflin” tækju forustuna i alþjóðarmótmælum. Mótmælaaðgerðirnar voru aug- lýstar i sjálfu kommúnistamál- gagninu með hvatningum til allra að mæta, svo að ekki lá nú litið við. En viti menn, hver varð ár- angurinn? Mér skilst að framan viö ráðherrabústaðinn i Tjarnar- götu hafisafnast 13, segi og skrifa þrettán, ömurlegar ólukku- hræður. Hvemig á nú að túlka þessa furðulegu staðreynd? Þýðir hún að Isiendingar hafi engan áhuga á landhelgismálinu? Þýðir hún að Islendingar hafi verið ánægðir með afskiptaleysi Natós? Eða þýðir hún að Islendingar telji að almenningur eigi ekkert að skipta sér af landhelgismálinu en treysti umhugsunarlaust föðurlegri for- sjón rikisstjórnarinnar? Nei,égtúlka þetta allt öðruvisi. Ég tel að þetta stafi af þvi að sjónarmið eru nú orðin gerbreytt gagnvart stöðu varnarliðsins og þátttöku i Nató. Hrunin er hin rauða andstaða gegn þessu. Þessi breyting var i siðustu kosn- ingum og i hinni áhrifamiklu undirskriftasöfnun Varins lands. Þar með var hinni kommúnisku andstöðu gegn Nató hnekkt. Bak við þá breytingu býr lika tilfinn- ing um það óeðlilega ástand að Rússarskuli nú, þrátt fyrir opin- bera slökunarstefnu, halda áfram brjálæðislegri flotavæðingu i Múrmansk og á hafinu fyrir norð- HniiiM

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.