Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 7
7 Pagblaðið. Föstudagur 23. janúar 1976. Árangur hernaðaraðstoðar Sovétmanna og Kúbana við MPLA: MPLA IR STRÍÐINU — Erlendri aðstoð við FNLA og UNITA NETO, leiðtogi MPLA MPLA hreyfingin i Angola, sem Sovétmenn styrkja með hergögnum og Kúbumenn með nær tiu þúsund hermönnum, sem berjast með sovézkum vopnum, eru ótvirætt að vinna sigur yfir andstæðu hreyfingun- um tveim, UNITA og FNLA, en Bandarikjamenn og Kinverjar styrktu þær. Einnig Suður-Af- rikumenn, sem nýjustu fréttir herma að séu að draga sig út úr landinu. Nágrannarikið Zambia hefur einnig styrkt UNITA og FNLA, en Tansaníustjórn beitir nú þrýstingi á stjórn Zambiu að hætta þvi, en Tansaniustjórn er hliðholl MPLA. Tansania og Zambia eru efna- hagslega mjög nátengd og er sterklega búizt við að Zambiu- AÐ GiRSIGRA I f ANGOLA lokið eða er að Ijúka menn hætti aðstoð sinni, þá með hliðsjón af þvi að MPLA er að ná yfirhöndinni i Angola og þvi ekki ráðlegt að standa á móti hreyfingunni. Samkvæmt bandariskum upplýsingum hefur FNLA tapað öllum strandbæjum norður af Luanda, sem er höfuðborg MPLA. Þá hafa bæirnir Cela, Amboiva og Santa Komo, i mið- hluta landsins, einnig fallið fyrir MPLA, sem beitir nú ákaft so- vézkum skriðdrekum og eld- flaugum og skortir ekkert til um leið og erlend riki eru hætt eða að hætta að styrkja FNLA og UNITA. Þvi er einsýnt að hverju stefnir og bandarfskir hemaðarsérfræðingar segja að MPLA muni á hverri stundu kljúfa fylkingar FNLA eins og hnifur smjör. Talið er að and- virði sovézkra hergagna, sem MPLA berst með, nemi a.m.k. 100 milljónum dollara. — Roberto, leiðtogi FNLA Savimbi, leiðtogi UNITA Vel búnir, sigurvissir og sigursælir MPLA hermenn. Veruleg fólks- fœkkun í Englandi Tala fæðinga á Englandi og i Wales varð 602.000 á siðastliðnu ári, sem er lægsta tala frá lok- um siðari heimsstyrjaldar- innar. Sérfræðingar segja að vaxandi verðbólgu megi kenna þessa fækkun. Samkvæmt tölum, sem birta'r vom af brezku hagstofunni, sést að með 6% fækkun fæðinga á siðast liðnu ári sé að nálgast hið algjöra lágmark er varð á þriðja tug aldarinnar. Fæðingar urðu 22 þúsundum fleiri en dauðsföll en brottflutn- ingur fólks frá Englandi og Wales er álitinn hafa numið allt að 40 þúsund manns, og i fyrsta skipti i 50 ár er talin hafa orðið veruleg fólksfækkun i löndunum tveim. Þjóðhagsfræðingar segja að fjárhagslega afkoma þ]óö- arinnar, sem var slæm, at- vinnuleysi og verðbólga, eigi stóran þátt i fækkun þessari. Þá kemur getnaðarvarnar- pillan verulega inn i dæmið, fóstureyðingar og vilji fólks til þess að hafa fjölskyldurnar minni. Sífelld hryðju- verk í Belfast Fimm létu lífið í nótt ' Fimm mannslétu lifið i átökun- um á Norður trlandi i nótt. Tveir lögreglumenn frá Ulster létust samstundis er byssa, sem útbúin var sem sprengja, sprakk við skoðun á lögreglustöð. Byssuna höfðu lögreglumenn- irnir fundið við húsleit i Belfast. Fyrr i gærkvöldi höfðu fjórir unglingar, vopnaðir byssum rutt sér leið inn á bifreiðaverkstæði i þorpinu Eglish og haft á brott með sér einn þriggja unglinga er þar voru. Fannst hann myrtur skammt frá verkstæðinu. Nokkrum minútum siöar var maður skottinn til bana i þorpinu Ballytog. Lögreglan hafði engar frekari upplýsingar um það morð. í þorpinu Portglenone stöðvaði vopnaður maður litinn sendi- ferðabil, sem flutti landbúnaðar- verkamenn til sins heima. Réð hann bana 32ja ára mótmælanda frá Ulster. LÍTILL ÁRANGUR AF MOSKVUVIÐRÆÐUM Likurnar á viðræðum milli sovézkra og bandariskra ráða- manna um afvopnun virðasthafa minnkað, eftir tveggja daga við- ræður um kjarnorkuvopn, sem Bresnev og Kissinger hafa átt með sér i Moskvu. Bandariskir embættismenn i fylgd með Kissinger sögðu að hann hefði talið að „verulegur ár- angur” hefði náðst i átt að ná- kvæmari útlistun á samkomulagi þvi er náðist milli þjóðanna i Vladivostok árið 1974. Þar var á- kveðið, að hvor þjóðin um sig mætti ekki hafa i fórum sinum meira en 2400 kjarnorkueldflaug- ar og sprengjuflugvélar. Embættismennirnir viður- kenndu, að ennþá væri töluverður ágreiningur um nánari ákvæði samkomulagsins, sem leggja á fyrir nefnd sérfræðinga i Gent Helzta takmark Kissingers hafði verið’að reyna að komast að samkomulagi um þessi atriði i för sinni til Moskvu á dögunum. Ford Bandarikjaíorseti og Bresnev eru sagðir hafa frestað frekari framhaldsviðræðum. þar til gengið hefur verið frá sam- komulagsatriðum þessum i af- vopnunnrsa mningnum. Það er létt yfir Bresnev á þessari mynd og eitthvað virðist það kæta Kissinger en Gromyko er hinn al- varlegasti á svip.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.