Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 2
Heimasaumur
Getum bætt við nokkrum konum i heima-
saum á vettlingum. Upplýsingar föstud.
30/1 ’76 i sima 37000.
Sjóklæðagerðin hf.
Félagsfundur
Verzlunarmannafélag Reykjavikur held-
ur félagsfund að Hótel Sögu, Átthagasal,
laugard. 31. jan. nk. kl. 14. Fundarefni:
öflun verkfallsheimildar.
Verzlunarmannafélag Reykjavikur.
Laus skrifstofustörf
störf ritara og bókara (bókhaldsvél) eru
laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi
rikisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt upp-
lýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf, skulu sendar embættinu fyrir 15.
feb. ’76.
Bæjarfógetinn i Keflavik, Grindavik og
Njarðvik.
Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu, Vatns-
nesvegi 33, Keflavik.
Dagbla6i&. Fimmtudagur 29. janúar 1976.
ATHUGASEMD
VEGNA
HÁALOFTS
„Vegna skrifa eins blaða-
manns við Dagblaðið fyrra
laugardag sé ég mig tilknúinn
að leggja orð i belg „háa-
lofts”-skrifa hans. Hann segir
orðrétt: „Skemmtilegasti
nýársboðskapurinn var tvi-
mælalaust fúkyrðasafn Hall-
dórs búnaðarmálastjóra, þar
sem hann sagði Jónasi ritstjóra
og Hákoni skógræktarstjóra
til syndanna.” Ef þetta er hans
mesta skemmtun, þá hljóta
innarlegar hugsanir að ráða.
Ég hefi staðið i þeirri mein-
ingu siðan Dagblaðið hóf göngu
sina.að áherzla væri á það lögð,
að blaðamenn þess væru vand-
aðir i skrifum sinum. Sjálfsagt
að leita upplýsinga sem viðast
um það efni, sem þeim er falið
að skrifa um hverju sinni. Ekki
á blaðið, ef rétt er skilið, að vera
bundið neinum stjórnmála-
flokki, og þvi hægara um vik.
Þaðsem ég undraðistmest, er
ég las þennan pistil, er hve
blaðamaður hefur tilhneigingu
til að feta i fótspor búnaðar-
málastjóra með fullyrðingar og
allt að persónulegt niö og ill-
kvittni. Ef blaðamaöur hefur þá
trú, að slikt sé sér til framdrátt-
ar og blaðinu til heilla, þá fer
hann villur vegar.
En nú vik ég að nokkrum þátt-
um greinar hans: Hann talar
um skógræktina, hina helgu kú,
sem aldrei hefur mátt segja
hnjóðsyrði um. Það er nú öðru
nær. Skógræktin hefur alla tið,
frá þvi fyrsta, átt i vök að verj-
ast vegna skilningsleysis. Af
hverju stafar það, spyrja ef-
laust margir. Ég held þvi fram,
að einkum stafi slikt af sinnu-
leysi, upplýsingaskorti og hve
mörgum hefir verið innprentað
að skjótfenginn gróði af ræktum
jarðarinnar væri happadrýgst-
ur, hvernig svo sem hann væri
fenginn. Hjarðmennskuhugs-
unarhátturinn er rikur meðal
þjóðarinnar og verður seint
upprættur. Aftur á móti hefir
skógræktinátt þvi láni að fagna
að hafa i fararbroddi afburða
hæfa forystumenn, óþreytandi
að fræða og ekki látið á sig fá
margs konar mótblástur, þrátt
fyrir órökstuddar ásakanir.
Samtimis er vert að benda á
Jaað, hversu valdhafar landbún-
aðar og fjármála hverju sinni
hafa skilið nytsemi skógræktar-
innar i alhliða landvernd, og þar
af leiðandi séð hag hennar borg-
ið.
Vert er að minna á fjölmörg
svæði, sem Skógræktin hefir
bjargað frá algjörri eyðingu
með þvi einungis að friða þau
fyrir ágangi búfjár. Of langt
mál yrði að telja upp þessa
staði. Hefir blaðamaðurinn veitt
Svar Sigurðar:
Ég þakka Kristni fyrir til-
skrifið. Það er alltaf gaman að
eiga fleiri pennavini en lög-
reglustjóra og skattstjóra.
Hins vegar vil ég taka það
fram af gefnu tilefni, án þess aö
ég vilji kasta neinni rýrð á
blaðamenn Dagblaðsins, að ég
þvi athygli, hvert hinn almenni
ferðamaður leitar i frium sin-
um? Flestir leita hinna áður-
nefndu friðuðu svæða til að leita
kyrrðar og unaðar. Og margir
hugsa þá með þakklátum huga
til þeirra, sem önnuðust
björgunarstarfið fyrrum.
Blaðamaður tiundar það, að
skógræktin hafi fyrir svo sem
áratug afrekað það að alfriða
þjóðgarðinn á Þingvöllum fyrir
sauðkindinni. Hvað hefir hann
fyrir sér i þessu? Þetta er
hreinn skáldskapur, og þá einn-
ig brestur hann athyglisgáfuna,
hvað varðar breytinguna af
friðun þessari.
Hið rétta i þessu máli er, að
þjóðgarðsgirðing var upphaf-
lega sett upp kringum 1930 fyrir
atbeina Alþingis. En 1928 voru
sett lög um þjóðgarðinn og i
þeim ákveðið að afmarka svæð-
ið og friða með girðingu. Girð-
ing þessi stóð nokkuð sæmilega
tvo fyrstu áratugina, en þurfti
þá viöhalds við, og hefir Skóg-
ræktin séð um nú' seinni árin i
samvinnu við og fyrir Þing-
vallanefnd aö endurgirða hluta
hennar. En ástandið i dag er
þannig, að stór hluti þjóðgarðs-
giröingarinnar er nánast að falli
kominn, oghefurþvi undanfarin
sumur gengið þar fjöldi sauð-
fjár og á haustin hrossastóð.
Gæti lifriki þjóðgarðsins ekki
hafa breytzt af þessum orsök-
um, og þvi skáldskapur blaða-
mannsins skiljanlegri. En ég vil
geta þess um leið, að nú mun
Þingvallanefnd hafa ákveðið að
girða þjóðgarðssvæðið traustri
girðingu eða þann hluta, sem
óendurnýjaður er. Vert er og að
benda blaðamanni á það, að
óþarfi er að breikka bil milli
hinna ýmsu búgreina með van-
hugsuðum skrifum; Búgrein-
arnar eru allar jafn réttháar og
eiga að styðja hver aðra.
Skrifin um landbúnaðarmál
eru gagnleg og hafa skapað um-
ræöur, þótt þau i mörgu orki tvi-
mælis. Þar er ekki ráðizt á
bændurna, heldur er bændafor-
ustunni bent á ýmsa hluti, er
betur mættu fara. Kjarkleysi
hefur einkennt sum svör bænda-
forystunnar og fundarsam-
þykktirþeirra meðeindæmum.
Skrif þessi hafa á engan hátt
skaðað bændur, þeir standa jafn
keikir eftir.
Við skógræktarmenn munum
halda ótrauðir okkar veg með
fullvissu um gagnsemi verka
okkar.
Umfram allt, blaðamenn,
leitið upplýsinga um málefnin,
en kveðið ekki upp sleggju-
dóma.
Kristinn Skæringsson”
er ekki blaðamaður þess, þótt
ég skrifi vikulegan þátt þar i
léttum dúr.
Það kunna þvi að vera fleiri
en ég, sem gætu gert rétt i þvi að
kynna sér málavöxtu, áður en
hleypt er úr hlaði.
Með alllaufgaðri kveðju,
Sigurður Hreiðar.
DÆMIÐ UM
JÓN OG
SÉRA JÓN
J.M. skrifar:
,,Ég er einn af þeim sem
ætluðu til Kanarieyja með
konuna með Flugleiðum. Þar
sem gjaldeyrisskammturinn er
mjög litill eða aðeins 8.000
pesetar fór ég fram á að þurfa
ekki að borga nema hálft fæði á
hótelinu sem gista átti á. Þessi
beiðni var tekin til athugunar en
nokkru seinna fékk ég neikvætt
svar á þeim forsendum að
gjaldeyrisyfirvöldin leyfðu ekki
slikt.
En biðum við: Um þessar
mundir býður Framsóknar-
flokkurinn upp á 24 daga ferð til
Kanarieyja. Þar er gjaldeyris-
skammturinn 8.500 pesetar og
ekkert þvi til fyrirstöðu að
greiða aðeins hálft fæði.
Hver er skýring gjaldeyris-
yfirvalda á þvi að Flugleiðir og
ferðaskrifstofurnar fái ekki
leyfi til aö selja ferðir, þar sem
ferðalangar greiði aðeins hálft
fæði, en hins vegar sé allt svo-
leiðis i lagi i hópferð á vegum
Framsóknarflokksins?”
FARMIÐA-
SALA
í STRÆTIS-
VÖGNUM
F. Haraldsson skrifar:
„Hvaða tilgangi þjónar sú
ráðstöfun SVR, að heimila ekki
sölu á 1000 króna miðum I vögn-
unum?
Er tilgangurinn kannski sá
að:
1. Flýta fyrir ferðum vagn-
anna? Ef svo er þá vil ég benda
á, að miklu handhægara er að
stinga 1000 króna seðli i veskið
en þrem hundrað króna seðlum
og einnig hitt að það kostar fólk
oft þó nokkra fyrirhöfn að fara
niður á Lækjartorg eða Hlemm.
Einnig má nefna að hver far-
íþegi þarf að kaupa kort þrisvar
sinnum oftar en ella ef smærri
kort eru keypt. A það skal og
bent að meiri likur eru á að
gefa þurfi til baka af 300 en 1000
krónum.
2. Fá meira fé I annars tóman
' peningakassa SVR? Miði af 1000
króna korti kostar 23 kr. en 33 af
300 króna korti.
3. Auðvelda störf vagnstjór-
Ianna?
I Að lokum þetta:
Hver ræður þessu og hver á
meiri hagsmuna að gæta en
einmitt sá aðili sem tilvera
vagnanna byggist á, „HINN
ALMENNI BORGARI”?
Svar óskast.”
„HANN DUFLAR VIÐ
OG DOBLAR GEIR"
2922-7861 hringdi og bað okkur að birta eftir-
farandi visu:
Bretinn veit, hver má sln meir
I megnri Natóstiu,
hann duflar við og doblar Geir
I Downingstræti tiu.