Dagblaðið - 29.01.1976, Qupperneq 3
Pagblaðiö. Fimmtudagur 29. janúar 1976.
3
&
Fjðldi unglinga undir
lögaldri sœkir vínveit-
ingahúsin um hverja
Raddir
lesenda
BÍLA-
STÆÐI
- hví hefur fólk,
sem er skrúð úti
í sveitsama rétt
og Reykvíkingar?
Lesandi Dagblaðsins sem kýs
að kalla sig Nágranna, hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
„Það vekur furðu mina að i
einu húsi við Hólatorgið i
Reykjavik er enginn ibúi
skráður. Samt eru þar nokkrir
sem eru allir skráðir uppi i
Borgarfirði. Nú finnst mér svo
sem ekkert athugavert við að
fólk sé búsett uppi i sveit en
þetta fólk við Hólatorgið er
miklir bileigendur og notar þess
vegna bilastæðin ótæpilega, það
er þá þjónustu sem við borgar-
búar greiðum fyrir dýrum
dómum.
Af þessum sökum vill oft
brenna við að ibúar við Hóla-
torgið þurfi að leggja bilum
sinum á bilastæðin við
nágrannagöturnar með þeim
afleiðingum að við, sem þar
búum, eigum oft i erfiðleikum
að koma bilum okkar fyrir.
Að sjálfsögðu er ég ekkert á
móti þvi að fólk, sem býr i
Reykjavik allt árið skrái sig
uppi i sveit ef það sér sér ein-
hvern hag i þvi. Það, sem mér
finnst slæmt, er að þetta fólk
nýtur ókeypis þjónustu hvað
bilastæði varðar meðan við,
sem erum ekki nógu sniðugir að
koma lögheimilinu okkar eitt-
hvað út í sveit, þurfum að borga
stórfé fyrir hana.”
helgi
5135-7604 skrifar:
„Mig langar til að minnast
nokkrum orðum á þessi við-
kvæmu aldurstakmörk sem
gilda á vinveitingastöðum. Eftir
að ég fór að fylgjast með lifinu
telst mér svo til að aldurstak-
mark staðanna sé tuttugu ár.
Ég sem er utanbæjarmaður,
kom til borgarinnar fyrir um
það bil einu og hálfu ári og
þekkti þá fátt fólk hér. Ég brá
mér á ball fyrstu helgina eftir
að ég kom til þess eins að
kynnast fólki. Eftir nokkrar
helgarferðir var ég búinn að
kynnast mörgum unglingum á
minum aldri en það vakti furðu
mina hve mörg ungmenni á
aldrinum 16—18 ára voru inni á
skemmtistöðunum um hverja
einustu helgi.
Ég lifði i þeirri trú að ströng
passaskylda viðgengist á veit-
ingahúsunum, — I það minnsta
var ég alltaf krafinn um hann.
En við dyrnar ráða dyraverðir
og þeir stjórna þvi algjörlega
hverjir fara inn og hverjir ekki.
Fólk talar um drykkjulæti
unglinga. Ég veit sjálfur að ekki
er hægt að koma i veg fyrir að
þeir nái I vin, en hefur fólk
athugað að á vinveitingahús-
unum er stór hópur unglinga
undir 20 ára aldri og sumir dags
daglega? Fyrir þetta er hægt að
komast ef dyraverðirnir standa
I stöðu sinni.
Ég hef heyrt að tveir menn
fari I öll vinveitingahúsin þegar
opið er og athugi meðal annars
hvort fólk sé þar undir aldri.
Þessir menn ganga i daglegu
tali undir nafninu eftirlitið. Nú,
ef svo reynist að einhver sé
undir lögaldri i húsinu, þá fái
það sekt. En hvað gagna sektir
þegar unglingarnir eru marg-
búnir að borga þær i formi við-
skipta á börunum? Nei, hér
verður að griþa til sterkari
ráða.
Ég legg til að bæði skemmti-
staðirnir, dyraverðir, þjónar og
unglingar verði látnir borga
háar sektir fyrir svona athæfi.
En að lokum legg ég fram
spurningar sem ég vænti svara
við:
1. Hvaða hús hafa leyfi til að
hleypa inn fólki undir 20 ára
aldri og á hvaða dögum?
2. Hafa þjónar leyfi til að selja
fólki undir 20 ára aldri vin?
3. Hvernig starfar þetta
eftirlit húsanna og hverjir skipa
það?
4. Þarf einhver hámarksfjöldi
unglinga undir lögaldri að vera
tekinn inni i húsunum til þess að
þau séu sektuð?”
KJARNORKUSPRENGJUR ERU
Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Jón Arngrimsson skrifar:
„Geir Hallgrimsson forsætis-
ráðherra lýsir þvi yfir að það
þjóni ekki islenzkum hags-
munum að loka hliðum
„varnarliðsins”. Ég held að
Islendingar hafi gert sér það
ljóst fyrir löngu að „varnar-
liðið” er hér til að verja Banda-
rikin en ekki Island.
Geir lýsir yfir að ekki megi
tengja aðild Islands að NATO
fiskveiðideilu né nokkru sinni
taka gjald af Bandarikja-
mönnum fyrir afnot af her-
stöðvum hér. Ég held að það sé
orðið fyllilega timabært að setja
á stofn enn eina nefndina, að
þessu sinni skipaða óháðum
borgurum, til þess að kanna
hvort CIA hafi greitt islenzkum
mönnum gjald fyrir að vera á
móti þvi að greiða Bandarlkja-
mönnum fyrir veru sina hér.
Það er ólikt ódýrara fyrir
Bandarikin að múta nokkrum
áhrifamönnum árlega heldur en
að greiða tiu til tólf milljarði.
króna fyrir afnot af her-
stöðvum, sem eingöngu eru i
þeirra þágu. Annað eins hefur
nú gerzt.
Varnarliðið segir að engir eld-
flaugapallar séu á Vellinum.
Telurþaðlslendinga þá imba að
þeir viti ekki að kjarnorku-
sprengjur eru lika i flugvélum.
Einn maður segir að hann hafi
labbað um allt vallarsvæðið og
hvergi fundið neitt! Á hvern
hátt eru kjarnasprengjur frá-
brugðnar venjulegum
sprengjum i útliti. Þegar ég
vann á Vellinum voru þar
kjarnasprengjur og ég vissi
hvar. Hvers vegna skyldu þær
ekki vera þar enn? Hvað með
stjórnstöð þeirra kjarna-
sprengja. sem eiga að sprengja
allan völlinn i loft upp ef
Bandarikjamenn verða til-
neyddir til að yfirgefa svæðið og
skilja það eftir autt? Labbaði
Páll Asgeir þar i gegn?
I lýðræðisrikjum hefur það
verið skylda hins almenna
borgara að varpa þeirri stjórn
af sér sem brugðizt hefur lof-
orðum sinum við kjósendur. —
þessir kallar afsaka sig með þvi
að mestur hlutinn af útgjöld-
unum sé þegar lögbundinn.
Voru þeir ekki einnig kosnir til
að afnema úrelt og ill lög?
Hvenær ætla þessir menn að
byrja á þvi að stjórna? Ekki
eins og börn i sandkassa heldur
að útskýra fyrir þjóðinni hvað
sé nauðsynlegt og siðan stjórna
eftir þvi.”
Kjarnorkusprengjur eru Hka i flugvélum.
✓
Spurning
dagsins
Hvernig lizt þér á þá
hugmynd að hafa
sveigjanlegan vinnu-
tima?
Hrafnhildur Bjarnadóttir hús-
móðir. Mér lizt mjög vel á það.
Þetta gæti komið sér mjög vel
fyrir fólk, t.d. ef það þarf að gera
eitthvað sérstakt eftir hádegið þá
gæti það byrjað fyrr að vinna á
morgnana.
Unnur Gunnarsdóttir húsmóðir.
Jú, þvi ekki það. Þetta verður
miklu frjálslegra og það kemur
sér oft vel fyrir fólk að geta ráð-
ið vinnutima að nokkru leyti
sjálft.
Björn Sveinbjörnsson verzlunar-
maður. Mér lizt nokkuð vel á hug-
myndina. Þetta er að visu ekki
hægt alls staðar en þar sem er
hægt að koma þessu við, er þetta
til mikilla þæginda fyrir starfs-
fólkið.
Sigriöur Eyjólfsdóttir nemi Mér
lizt nokkuð vel á þessa hugmynd
þar sem hún á við. Það verð-
ur meira úr deginum hjá fólki ef
það getur losnað fyrr á daginn.
Sigrún Jónsdóttir afgreiðslu-
stúlka. Ég mundi elska þetta fyr-
irkomulag. Mérfinnst svo dýrlegt
að fá að sofa út einstöku sinnum á
morgnana. Eins er mjög þægilegt
að geta losnað fyrr á daginn ef
maður þarf að gera eitthvað sér-
stakt.
Kristin Ellertsdóttir afgreiöslu-
stúlka. Ég vil frekar hafa þetta á-
kveðinn vinnutima, mæta á viss-
um tima og hætta á sama tima á
daginn. Ég vinn að visu bara hálf-
an daginn en þetta gæti komið sér
vel fyrir þá sem vinna allan dag-
inn.