Dagblaðið - 29.01.1976, Síða 4
4
Pagblaöiö. Fimmtudagur 29. janúar 1976.
Er verðlaunamaður Norðurlandaráðs ekki listamaður?
Atli Heimir ekki meðal
þeirra sem fá listamannfllaun
Atli Heimir Sveinsson, tónlist-
arverðlaunahafi Norðurlanda-
ráðs 1976, hlýtur ekki lista-
mannalaun á íslandi i ár. Ólafur
Jóh. Sigurðsson, bókmennta-
verðlaunahafi ráðsins, er hins
vegar i efri flokki hjá úthlut-
unarnefnd listamannalauna —
,,og hefur verið lengi,” bætti
Halldór Kristjánsson bóndi á
Kirkjubóli við þegar tal barst að
þessu á blaðamannafundi i gær.
Og Halldór skýrði frá þvi að Atli
Heimir hefði afþakkað laun i
lægra flokki fyrir nokkrum ár-
um, ,,og mig langar ekki að
angra hann með þvi aftur að
visa honum þar til sætis”, sagði
Halldór.
Það kom fram á fundinum að
þess eru dæmi að menn hafi
verið valdir beint i efri flokk
listamannalauna. Einnig hefur
það komið fyrir að nefndin hefur
fengið bréf þar sem lagt er bann
við þvi að bréfritari yrði til-
kynntur i neðri flokki nefndar-
innar.
Fram kom að ekki kemur
visitala á listamannalaun og
þau eru skattskyldar tekjur.
„Rikið fær dálitið aftur,” sagði
Halldór á Kirkjubóli. ,,Já, rikið
sér um sig,” bætti Hjörtur
Kristmundsson við.
Nefndin hefur þröngan fjár-
hag. Hún valdi þann kostinn að
halda fjölda listamanna ó-
breyttum og hækka ekki launin.
Margir urðu þvi útundan.
Nefndin kýs i leynilegum kosn-
ingum þá listamenn er laun eiga
að fá, ef til ágreinings kemur.
Félög listamanna hafa ogrétt til
að tilnefna menn til launa. Eng-
in tilnefning barst i ár.
Þrjár konur er skipuðu lægri
launaflokk i fyrra létust á árinu,
Guðrún frá Lundi, Gerður
Helgadóttir og Unnur Eiriks-
dóttir. Þeir sem fengu laun i
fyrra og féllu út af skrá nú eru:
Anna Guðmundsdóttir, Asi i Bæ,
Birgir Sigurðsson, Gisli
Magnússon, Guðrún Ásmunds-
dóttir, Guðmundur Halldórsson,
Gunnar Þórðarson, Jakob
Hafstein, Jakob 'Jónasson,
Jón E. Guðmundsson, Kjartan
Guðjónsson, Magnús Jónsson,
Rut Ingólfsdóttir, Sigurður A.
Magnússon, Steinn Sigurjóns-
son, Steingerður Guðmunds-
dóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir,
Þorgeir Þorgeirsson og Þráinn
Karlsson.
— ASt.
Atli Heimir Sveinsson:
Ekki þeirra
hlutverk að
angra menn
eða gleðja
Dagblaðið náði sambandi við
Atla Heimi Sveinsson tónskáld i
gærkvöldi og bar undir hann
ummæli Halldórs á Kirkjubóli
frá fundi úthlutunarnefndarinn-
ar með blaðamöhnum.
,,Eg hef litið um þetta að
segja en mér finnst það ekki
hlutverk úthlutunarnefndarinn-
ar að angra menn eða gleðja,'
aðeins að úthluta fénu sam-
kvæmt settum reglum meðan
þær reglur eru við lýði. Að öðru
leyti visa ég til yfirlýsingar
minnar frá þeim tima, þegar ég
hafnaði listamannalaunum,”
sagði Atli Heimir.
Hannhafnaði launum þessum
fyrir þrem árum, og hið sama
gerðu þeir Jón Ásgeirsson tón-
skáld og Jón Gunnar Árnason
myndlistarmaður. Jón Gunnar
hefur ekki verið „angraður” af
nefndinni að þessu sinni, en hins
vegar hefur Jón Ásgeirsson
verið „gladdur” með þvi að
TILLÖGUM HAFRANNSÓKNASTOFN-
UNAR LÍTIÐ SINNT
í LANDHELGISNEFND
„Bann við veiðum á smærri
þorski en 50 cm er nú ekki komið
i gagnið ennþá,” sagði Ólafur.
Karvel Pálsson fiskifræðingur i
viðtali við Dagblaðið. ,,Haf-
rannsóknastofnunin lagði hins
vegar til við Landhelgisnefnd að
sliku banni yrði komið á en þeg-
ar nefndin skilaði sinu áliti, er
bannið samþykkt i einni grein-
inni og veiðar á smáfiski leyfðar
i þeirri næstu.”
Sagði ólafur að i einni grein-
inni hefði verið talað um það að
veiðar á þorski undir 50 cm að
lengd yrðu ekki leyfðar en þá
. segði i annarri grein að 10% afl-
ans mættu vera af stærðinni 43
til 50 cm.
,,Þær tillögur, sem Land-
helgisnefnd hefur sent frá sér,
tel ég ekki vera mikinn afrakst-
ur af svona löngu starfi”, sagði
Ólafur ennfremur. „Stofnunin
hefur gert tillögur til nefndar-
innar um lokun miklu stærri
svæða en nú er og eins að hún
geti komið á mun hreyfanlegra
eftirliti með veiðum og ástandi
fiskistofnanna. Þeim tillögum
hefur ekki verið sinnt.”
Þá sagði Ólafur, að tillaga
stofnunarinnar um það að hún
fengi umboð til þess að loka
veiðisvæðum umsvifalaust, og
fiskifræðingar teldu ástæðu til,
hefði dagað uppi hjá Land-
helgisnefnd.
Landhelgisnefnd hefur m.a.
gert tillögur um alfriðuð svæði
við Kögur, út af Norð-Austur-
landi, umhverfis Kolbeinsey og
umhverfis Hvalbak. Þá hefur
hún gert tillögur um smærri
svæði djúpt út af Vestfjörðum,
svo nefnd karfasvæði.
,,Ég tel ekki rétt að festa
verndarsvæðin,eins og svona er
gert”, sagði ólafur ennfremur.
„Ekkert segir til um það að
fiskurinn haldi sig einungis á
þessum stöðum og þvi þurfum
við á mun hreyfanlegra eftirliti
að halda.”
HP.
Mikill samdráttur í bílainnflutningi
A árinu 1975 voru alls fluttar
til landsins 3494 bifreiðar, þar af
3162 með benzinhreyfli og 332
með disilhreyfli. Til saman-
burðar má geta þess að árið 1974
voru fluttar inn samtals 10.633
bifreiðar, þar af 9811 með
benzinhreyfli og 822 með disil-
hreyfli.
Langmest var flutt inn af
Ford Cortina frá Bretlandi eða
alls 226, næst er Mazda 929 144
bifreiðar, þriðji i röðinni er
Land Rover 88D 117 bifreiðar.
Ford Escort er fjórði 109 bif-
reiðar og fimmti Ford Bronco
frá Bandarikjunum 87 bifreiðar.
Þarna eru meðtaldar, auk
tollafgreiddra bifreiða, bif-
reiðarsem Sala varnarliðseigna
lætur af hendi til skráningar hjá
bifreiðaeftirlitinu, og þvi i raun-
inni um að ræða nýskrásettar
Menntamálaráðuneytið aug-
lýsti þann 19. desember 1975 stöðu
fræðslustjóra i Reykjanesum-
dæmilausa til umsóknar. Frestur
til að skila umsóknum rann út 20.
janúar siðastliðinn. Eftirtalið fólk
sótti um stöðuna:
Dr. Bragi Jósepsson, blaðamaður
Alþýðublaðsins.
bifreiðar. Bifreiðar sem fluttar
eru inn til aðila i varnarliðs-
stöðvum eru ekki með i þessari
skýrslu.
A.Bj.
Helgi Jónasson, fræðslustjóri
Hafnarfjarðar.
Dr. Ingimar Jónsson, kennara-
skólakennari.
Kristin H. Tryggvadóttir,
kennari, og
Sigurður K.G. Sigurðsson,
stjórnarráðsfulltrúi.
FIMM SÓTTU UM STÖÐU FRÆÐSLU-
STJÓRA Á REYKJANESI