Dagblaðið - 29.01.1976, Síða 6
6
Pagblaðið. Fimmtudagur 29. janúar 1976.
Erfiðleikar
New York
vaxa enn:
Dregið úr aðstoð við
fátœka, aldna og börn
Þrátt fyrir að New York borg
hafi verið bjargað frá gjaldþroti
á siðustu stundu fyrir jól, blasa
enn við óendanlegir erfiðleikar i
efnahagslifi borgarinnar. Abe
Beame, borgarstjóri New York,
sagði um helgina að útlitið væri
enn dökkt. Hann sagði að
útgjöld borgarinnar væru þegar
komin fram úr öllum áætlunum
og innheimta virtist vera
nokkru minni en reiknað var
meö.
Siðan kreppa New York
borgar komst á alvarlegt stig i
fyrra, hefur 25 þúsund starfs-
mönnum borgarinnar verið sagt
upp. Til viðbótar hefur ekki
verið ráðið i 13 þúsund stöður,
sem skoðast lausar, án þess að
vera uppsögnunum viðkomandi.
Þetta dugir ekki til og nú fer
spamaðurinn að koma niður á
aðstoð við fátæka, aldraða, börn
ogskólakerfinu. Borgin telur sig
t.d. ekki lengur geta rekið City
University og er að reyna að
koma rekstrinum yfir á rikið.
Þótt New York sé að sökkva dýpra i skuldafenið, er myndin hér k
við hliðina ekki af þvi, heldur var hún tekin fyrir þrem dögum ^
þegar þykk þoka lagðist yfir borgina svo hæstu skýjakljúfar rétt
náöu upp úr henni Fyrir utan ýmiss konar vandræði i borginni
vegna þokunnar, truflaðist flugumferð á þrem nærliggjandi
flugvöllum um tima.
INDIANAR FA LOKS
BÆTUR FYRIR LAND
SITT Á FLORIDA
George Walace i hjólastól.
Ilann er lamaöur eftir skot-
árás, sem hann varð fyrir á
kosningaferðalagi.
Wallace
sigurviss í
Missisippi
Þingmaðurinn George
Wallace þykir nú sigurviss i
kosningunum i Missisippi á
laugardaginn, er kosinn
verður frambjóðandi
demókrata til rikisstjóra. Þótt
sigur hans sé talinn vis, er þó
ekki enn vist að hann verði
forsetaframbjóðandi demó-
krata i næstu kosningum, en
menn telja það þó stöðugt lik-
legra. Wallace er sem kunnugt
er lamaður eftir skotárás, sem
beint var gegn honum á kosn-
ingaferðalagi.
Seminole-Indiánarnir, sem áttu
miklar lendur i Florida áður en
útlendingar námu þar land og
rændu landi þeirra með grimmi-
legum árásum og manndrápum,
hafa nú fengið nokkra sárabót frá
bandariska rikinu. Landsvæðinu
t'öpuðu þeir i tveim orrustum,
1823 og 1832, svo bæturnar eru sið-
búnar.
Bæturnar, sem nema 16
milljónum dollara, eru þó
Arabahöfðingjar
óttast deilur
Marokko og Alsír
Nokkrir þjóðarleiðtogar Araba-
rikja hafa blandað sér persónu-
lega i deilur Marokkó og Alsir um
yfirráð i Vestur-Sahara, til þess
að reyna að koma i veg fyrir að
þessar nágrannaþjóðir dragist út
i strið, en siðast i gær var barizt i
V-Sahara. Houari Boumedienne,
forseti Alsir, vill ekki sætta sig
við þá ákvörðun Spánar að af-
henda V-Sahara Marókkómönn-
um og Máritönum, en sem
kunnugt er réðu Spánverjar yfir
V-Sahara um aldaraðir.
Herir Alsir og Marokkó hafa
barizt af og til aö undanförnu og
tekið fanga á báða bóga, en
hvorki Boumedienne né Hassan
Marokkókonungur, hafa gefið
neinar yfirlýsingar um væring-
arnar.
Boumedienne stvrkir skæruliða
Polisario i V-Sahara,en það er
nokkurs konar þjóðfreisis-
hreyfing i landinu. Arabiskir
þjóðhöfðingjar hafa miklar
áhyggjur af átökum rikjanna og
hafa hvað eftir annað verið i
beinu simasambandi við
þjóðhöfðingja hinna striðandi
rikja, en hingað til hefur það ekki
borið sjáanlegan árangur.
Búizt er við að þeir muni taka
sáttaumleitanir fastari tökum á
næstunni, eða áður en deilan
kemst á alvarlegra stig.
smánarlegar ef tillit er tekið til
stærðar landsins og hvað á þvi er
nú. Landið er tæpir 243 hektarar
og á þvi eru Miami, Disney World
og Kanaveralhöfði. Indiánarnir
kröfðust fyrst fébóta fyrir landið
1949 og kröfðust þeir þá 47 mill-
jóna dollara.—
Brezkir
bílar
hœkka
í verði
Brezku bilaverksmiðjurnar
hafa undanfarna daga hækkað
verðið á bilum sinum, hver af
annarri. 1 s 1. ivikuhækkuðu
Ford verksmiðjurnar brezku
bila sina að meðaltali um 5%
og um helgina hækkuðu
Leyland verksmiðjurnar sina
bila um svipaða upphæð, þó
nokkuð mismunantí eftir þvi
hvernig hinar ýmsu gerðir
standast verðsamanburð við
Ford bilana. Renault verk-
smiðjurnar i brezka samveld-
inu hafa svo lika hækkað verð-
ið á sinum bilum um 5 til 6%.
Hækkun þessi stafar af hækk-
uðum rekstrarkostnaði verk-
smiðjanna.
ÚTVARP BBC:
„Ekkert í
fréttum"
BBC á við fjárhagsörðug-
leika að etja, eins og áður hef-
ur verið sagt frá hér á erlendu
siðunum. Þessir örðugleikar
hafa i för með sér samdrátt,
einkum á sviði nýrra
framkvæmda. En það nýjasta
er nú að fréttamenn BBC telja
sig ekki fá greitt vaktaálag
sem skyldi og hafa þegar mót-
mælt þvi kröftulega en án
árangurs. Hugleiða þeir nú i
alvöru að taka sig saman og
skrópa i fréttatimunum ein-
hvern næstu daga. Kann þá
svo að fara að einhvern daginn
verði ekkert i fréttum hjá
BBC, og er það ekki óliklegt
þvi talsvert ber á milli tilboðs
yfirvalda og krafa frétta-
mannanna.
Leikur tveggja drengja I Toronto i Kanada endaði meö skelfingu um
daginn, er þeir voru að klifra i St. Bloor brúnni yfir Humber-fljótið.
Annar drengjanna, 12 ára gamall, stirönaði skyndiiega af skeifingu
hátt uppi I brúnni og varð að kveðja til hugrakka slökkviliðsmenn til
að bjarga honum.